Tíminn - 09.10.1968, Blaðsíða 13
MTÐVIKTJDAGUR 9. október 1968.
ÍÞRÓTTIR
TÍMINN iHl
13
Rekstur Laugardalshalk
arínnar endurskoðaður
að ef sjónvarp gæti notað vélar
sínar og sýnt myndir frá keppni,
hefði það ómetanlegt auglýsinga
gildi. Þar fyxir utan háir hin
slæma birta leikmönnum oft í
keppni.
Af nógu er að taka. Ekki hafa
verið gerðar neinar ráðstafanir til
að koma í veg fyrir lekann í höll
inni, sem gerir vart við sig annað
veifið. Áhaldageymslur eru af
skornum skammti. Kostnaður við
ræstingu haliarinnar er stórum
meiri fyrir það, að niðurföll eru
Hugsanlegt, að flótti íþróttafólks úr höllinni verði stöðvaður.
AffReykjavík. — íþrótta-
síða TÍMANS hefur áreiðan-
legar heimiidír fyrir því, að
fyrir dyrum standi fundir hjá
borgaryfirvoldunum, þar sem
rekstur Laugardalshallarinn-
ar verður endurskoðaður með
tilliti til þess ástands, sem
skapazt hefur að undanförnu,
en íþróttahreyfingin telur sig
vart hafa efni á að leigja höll
ina að óbreyttu.
Enn þá hefur ekkert heyrzt frá
handknattleikstforystunni um þetta
mál, en mjög líklegt er, að málið
verði rætt á ársþingi Handknatt-
leikssambands íslands, sem háð
verður um næstu helgi. Einnig er
Dfldegt, að málið verði reifað á
ársþingi Körfuknattleikssambands
fslands.
Á þessu stigi málsins er ómögu-
legt að segja um, hver viðbrögð
borgaryfirvaldanna verða. Hitt
er ljóst, a3 núverandi ástand er
með öllu óþolandi. Það er ekki
stætt á þv£, að íþróttafólk okkar
af yngri kynslóðinni verði að heyja
keppni srna í Hálogalandsbraggan
um á meðan Laugardalshöllin
stendur ónotuð. Þetta hljóta allir
að sjó.
Þegar borgaryfirvöldin taka
rekstur Láugardalshallarinnar til
endurskoðunar, væri ekki úr vegi
að láta fara fram allsherjarrann
sókn á ýmis konar mistökum við
gerð hallariranar. T. d. er lýsing
in fyrir neðan allar hellur. Gam
an væri að fá svör við því, hvort
í ráði er að bæta hana, en eins
og nú háttar, er illmögulegt að
taka ljósmyndir í höllinni og sjón
varpsvélar er ekki hægt að nota.
Þetta bakar íþróttunum tjón, því
allt of fá.
Fleira mætti telja, en látum
þetta nægja. Kostirnir við höll
ina _eru langtum fleiri en gallam-
ir. íþróttahreyfingunni er mikill
hagur af Laugardalshö'liinni, sér
staklega, ef henni er gert kleift
að halda kappmót sín þar án
þess að bíða fjárhagslegt tjón af.
Bandarískt úr-
valslið hingað
-— leikur á föstudaginn í Reykjavík.
Körf.uknattleikssamband íslands
fær óvænta heimsókn ó föstudag-
inn 11. þ. m. 'Hinn heimsþekkli
körfu kn attleiksþj álf ari, Jim Mc
Gregor, sendi KKÍ símiskeyti og
Sigursælir
KR-ingar
Á myndinni hér að neðan sjá
um við 3. flokk a í KR, en
f'lokkurinn sigraði mjög glæsi
lega í nýafstöðnu haustmóti,
unnu alla sína leiki og skoruðu
16 mörk gegn 1.
Á myndinni eru, fremri röð
t. v.: Einar Árnason, Atli Héð
insson, Jakob Möller, ívar Giss
urason, Grétar Guðmundsson og
Árni Steinarsson. Aftari röð:
Sigurður Indriðason, Björn Pét
ursson, Steinþór Guðbjartsson,
Magnús Ingimundarson, Gunn
ar Guðmundsson, ísak Sigurðs
son og þjálfarinn, Guðbjörn
Jónsson.
Á myndina vantar tvo leik-
menn, þá Baldvin Eliasson og
Þorvald Ragnarsson.
kvaðst verða á ferð með Loftleið
um til Evrópu með úrvalslið körfu
knattleiksmanna á vegum Gillette
Oompany í Boston.
Lið .þetfa er úrval körfuknatt-
leiiksmanna frá ýmisu.m þekktum
háskólaliðum í Bandaríkjunum.
Mc Gregor er þekktur fyrir þjálf
arastörf, m. a. hefir hann þjálfað
landslið Ítalíu, Grikklands, Tyrk
lands, Austurríkis, Svíþjóðar o.g
Perú. Hefir McGregor jafnan náð
frábærum árangiri með þau lið,
sem ,hann hefir stjórnað.
Litlar upplýsingar ligg'ja fyrir
enn sem komið er um einstaka leiik
menn en vitað er að þeir koma frá
f.rægum liðum, svo sem San Diego
State, Winconsin State, South
Carolina University, Idaho State
og Al’bany State University of
New York.
Gillette liðið mun keppa hér
einn leik við úrvalslið K.K.Í. Leik
urinn fer fram i íþróttahöllinni í
Laugardal n. k. föstudagskvöld og
hefst kl. 20.30.
Landsliðsnefnd KKÍ mun velja
tilraunalandsl., en eins og menn
vita eiga íslendingar fyrir hönd
u.m að leika við Svia, Dani, Aust
ur-Þjóðverja og Tékka í Stokk-
hólmi í maí I vor.
Viðurkenn-
ing fyrir
prúðmannlega
framkomu
Alþj.knattspyrnusambandið hef
ur ákveðið að veita því knatt
spyrnuliði á OL í Mexíkó, sem
sýnir bezta íþróttalega fram-
komu, sérstaka viðurkenningu.
Þessi ákvörðun samibandsins
miðar að því að útrýima grófum
o.g ljótum leik, og heppnist til-
raunin vel, verða sllkar viður
kenningar einnig teknar upp í
heimsmeistarakeppninni, sagði
Sir Stanley Rous, forseti sam-
bandsins.
Á fundi Alþjóðaknattspyrnu-
samibandsins, sem haldinn var í
Guadalajara í Mexíkó, var
einnig ákveðið, að einungis
mætti sietja tvo varamenn inn
á í leikjutn á OL.
Valsmenn leika gegn Víking i kvöld. Hér s|ást Sigurður Dagsson
Stefán Sandholt í baráttu við Sigurð Einarsson, Fram.
og
Rvikurmótinu haldið áfram í kvöld
Alf-Reykjavík. — f kvöld, mið
vikudagskvöld, verður Reykjavík
urmótinu í handknattleik haldið
áfram í Laugardalshöllinni. Fara
þá fram þrír leikir í meistara-
flokki karla og einn lcikur í meist
araflokki kvenna.
Keppnin hefst kl. 20 með leikn
um í kvennaflokki. Mætast þá Val
ur og KR. Valsstúlkunum gekk
illa með Víking og náðu aðeins
jafntefli. Hvað skeður í kvöld?
Strax á eftir leika Fram og Ár
mann í karlaflokki. Ætti Fram,
sem hefur forystu í mótinu á
samt ÍR — bæði liðín með 4 stig
— að vinna auðveldlega. Þá mæt
ast KR og ÍR og ætti það að geta
orðið spennnandi leikur. Loks mæt
ast Valur og Víkingur og verður
örugglega barizt í þeim leik.
Neikvæð þróun
í dómaramálum
S. 1. sunnudag þegar leikið
var í Reykjavíkurmótinu í hand
knattleik var Gylfi Hjálmars-
son einn af dómurum kyölds
ins. Gylfi er einn af meistara-
flokksleikmönnum Fram og
verður að telja það mjög nei-
kvæða þróun ef leikmenn úr
meistaraflokki eiga að dæma
leiki í móti þar sem þeir eru
sjálfir þátttakendur.
Slíkt hefur ekki skeð lengi
og. má heizt ekki ske aftur.
Það er ekki verið að væna
þesesa menn um hlutdrægni en
það fer bezt á því að þessu
sé ekki blandað saman sérstak
lega ef eitthvað krítískt“ skeð
ur í leik þar sem þeir dæma,
e. t. v. atriði, sem ræður úr-
slitum leiks.
Á sama hátt væri óæskilegt,
að Karl Jóhannsson dæmdi
meistaraflokksleiki í móti, þar
sem hann er sjálfur þátttakandi
í. Og sömuleiðis eiga þjálfarar
liðanna ekki að dæma.
Mikill hörgull er á dómur
um og er mikil blóðtaka fyrir
handknattleikinn að missa þessa
menn frá dómarastörfum, sér
staklega eftir að tveggja dóm
arakerfið var tekið upp. En
við verðum að athuga, að við
leysum ekki allan vandann með
þv£ að láta þessa menn dæma.
Vandinn verður einungis leyst
ur með því að fjölga í dómara
stétt. Ef dómarafélagið treyst
ir sér ekki til að koma því í
kring, verða félögin sjálf að
grípa í taumana og gera ráð-
stafanir.
— altf.