Tíminn - 23.10.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.10.1968, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 23. okt. 1968. TÍMiNN Vilja auka skilning á málefnum geð- sjákra og vangefna SJ-Reykjavík, fimmtudag. Efnf verður til átta daga geð- heilbrigðisviku í Reykjavík dag- ana 26. október til 2. nóvember næstkomandi, í því skyni að auka skilning almennings á málefnum geðsjúkra og vangefinna, og opna augu fólks fyrir þeim gífurlega skorti, sem hér er á á sjúkrarúm- um og sjúkrahússdeildum fyrir slíka sjúklinga og einnig á sér- menntuðu starfsfólki til að sinna þeim. Það eru Tenglar, hreyfing æsku fólks, sem vinnur að hjálparstarfi Árni Árnason umboðsmaður Minnesota Mining Mfc. Printing Product division, ásamt sölumönnum Austur 1 hafviðskila i°'þjóðfélaginu1, bakka h. f. Lúðvík Karlssyni og Magnúsi Magnússyni sem selur þessar prentvörur, afhendir cigendum | s6m gangst fyrir kynningar- ° og j Litbrá, þeim Kristni Sigurjónssyni og Rafni Hafnfjörð og verkstjóra Litbrá, Kolbeini Grímssyni skjöld-1 fræðsluviku þessari, en Geðvernd |nn. | arfélag íslands og Styrktarfélag fjár- þeirra, og í beinu framhaldi af því aðgerðarleysi yfirvalda um umbætur fyrir þetta fólk. „Það er hið raunverulega vandamál“, sagði Sveinn. Geðheilbrigðisvikan skiptist í þrjá hluta, almenna kynningu, starfsfræðslu og listsýningu. Gefið verður út rit fyrir al- menning, þar sem leitazt verður við að svara helztu spurningum, er leita á hugi fólks varðandi geð- veiklun, vangefni og ýmisleg fé- Framhald á bls. 15. fiar kennslu- íslenzk bók hlaut viðurkenningu FB-Reykjavik, fimmtudag. I var á vegum fyrirtækisins Minne íslenzka bókin Hófadynur frá sota Mining & Mfc. Co í St. Paul Prentsmiðjiumi Litbrá hlaut fyr í Minnesota. Prentsmiðjur um all ir nokkru verðlaun í alþjóða sam an hcim, sem nota vörur fyrirtæk keppni prentsmlðja, sem haldin1 isins og óskuðu þess, gætu sent MIKIL STARFSEMI KLÚBB- ANNA ÖRUGGUR AKSTUR Hinn 9. okt. var aðalfundur Klúbbsins Öruggur akstur í Suður Þingeyjarsýslu haldinn í hinu nýja Félagsheimili Húsavíkur. Þar voru m. a. afhent viðurkenningar- og verðlaunamerki Samvinnutrygg inga 1967 fyrir öruggan akstur. Hlutu þau að þessu sinni 29 fyrir 5 ár og 6 fyrir 10 ár. í sambandi Athugasemd í tilefni frétta í blöðum og út- varpi vegna vígslu hinnar nýju dráttarbrautar á Akureyri, ósk- um vér eftir að koma eftirfarandi athugasemd á framfæri: Það er ekki rétt eins og fram kemur í fréttum að aldrei hafi verið tekið upp í slipp hér á landi svo stórt skip sem m. s. „Helgafell", því að fyrir rúmum 12 árum eða þann 22. júní 1956 var m. s. „Helgafell" dregið á land á stærstu dráttarbraut Slipp félagsins, en hún var tekin í notk un í desember 1954. Þá var skip ið með um 500 tonna farm um borð. Siðan hefur m.s. „Helgafell" verið tekið í slipp hér tvisvar sinn um. Slippfélagið starfrækir nú 3 dráttarbrautir, þá sem áður er nefnd. sem í^kur rúm 2000 þunga tonn, ennfremur 1500 tonna hlið arfærzlubraut með 3 hliðarstæð- um fyrir 100 tonna þung skip, byggð 1948 og eina drá'ttarbraut fyrir 500 tonna þung skip með i 2 hliðarstæðum, byggð 1955 Vér væntum þess, að þér birt ið þessa stuttu athugasemd sem fyrst, þar sem alltaf er skemmti- legra að hafa það sem sannara reynist. Reykjavík, 7. október 1968. Slippfélagið í Reykjavík hf. við fundinn upplýstist og vakti nokkra athygli. að tjóna- og slysa tölur á yfirstandandi ári í t^ygg ingaumboði Samvinnutrygginga í Suður-Þingeyjarsýslu höfðu hækk að að mun frá fyrra ári, eða um 27 — fyrir upptöku H-umferðar um 15, en 12 síðan. Telja menn þar nyrðra áberandi vonda vegi — og verri en fyrr — höfuðá- stæðuna og bera sig illa. Fyrrverandi formaður klúbbs- ins, Finnur Kristjánsson kaupfé- lagsstjóri, baðst undan endurkjöri, en í hans stað var kosinn Vig- fús Hjálmarsson slökkviliðsstjóri, sem var framkvæmdastjóri Um- ferðaröryggisnefndar Húsavíkur. Aðrir í stjórn klúbbsins voru kosnir: Jón Þór Buch bóndi, Ein- arsstöðum, Reykjahreppi, og Ól- afur Bjarnason vélstjóri, Húsa- vík — báðir endurkjörnir. Frummælendur um málefni aðal fundarins voru þeir Finnur Krist jánsson, Þormóður Jónsson og Baldvin Þ. Kristjánsson. Að tilhlutan Samvinnutrygginga var Klúbburinn Öruggur akstur fyrir sunnanverða Austfirði stofn- aður í Félagsheimilinu Skrúð að Búðum. Fundarstjóri var Garðar Guðnason oddviti, en fundarritari Jóhann Antoníusson kennari. Bald vin Þ, Kristjánsson félagsmála- fulltrúi hafði framsögu um málið. Stjórn klúbbsins var kosin og skipa hana: Formaður: Garðar Guðnason rafveitustjóri. ritari: Jó hanp Antóníusson, kénnari, með- stjórnandi: Elís Daníeisson, bóndi, Dölum — allir á Fáskrúðsf. Auk stofnfundarstarfa voru af hent viðurkenningar- og verðlauna merki Samvinnutrygginga 1967 fyr ir öruggan akstur. Daginn eftir, miðvikudaginn 25. Framhald a bls 15 clntak af vinnu sinni, sem síðan var yfirfarið af sérstakri dóm- nefnd Alls tóku þátt í keppninni 2017 aðilar frá löndum utan Bandarikjanna og hlutu 97 verð- laun. Verk allra þeirra, sem verð- laun hlutu voru sýnd á prentvöru- sýningu Bandaríkjanna „PRINT ‘68“. Fyrstu verðlaun hlaut fyrir- tæki í Bandaríkjunum, önnur verðlaun fóru til Kanada og þrið.ju til Sviss. Eins og fyrr segir, varð Hófa- dynur eitt af 97 verkum, sem verðlaun hlaut. Bókin er talin af- burðavinna bæði hvað snertir prentun og frágang, og sem viður kenningu fékk prentsmiðjan skjöld, sem á var letrað: „Excell ency in Lithography" „Litbrá Off set“. Þeess má geta, að Halldór Pétursson teiknaði myndirnar í bókina, en Torfi Jónsson sá upi uppsetningu. vangefinna hafa veitt þeim hagslegan stuðning. í viðtali við Tímann í dag sagði Sveinn R. Hauksson stud. med fram kvæmdastjóri kynningarvikunnar og talsmaður Tengla, að í starfi sínu meðal sjúklinga á geðsjúkra húsum og heimilum vangefinna, hefðu hann og félagar hans kom- izt að raun um, að mesta vanda- mál sjúklingnna væri ekki sjálfur sjúkdómurinn, sem þeir væru haldn ir, heldur skilningsleysi og þekk- ingarleysi almennings á málum Vetrarstarf KFUM og KFUK Á sunnudaginn hófst æskulýðs- vika KFUM og K í Reykjavík, og verða samkomurnar á hverju kvöldi kl 8.30 í húsi félaganna við Amtmannsstíg. Slíkar samkomu- vikur hafa í áratugi verið fastur liður í starfi félaganna og þeim til styrktar bæði inn á við og út á við. Að þessu sinni verður virk þátttaka unga fólksins meiri en nokkru sinni fyrr með fjölbreytt: um söng, tónlist o. fl. En samkom-1 ur æskulýðsvikunnar eru öllum opnar, þótt mest séu þær miðað ar við ungt fólk. bækur LESTRARHESTURINN — NÝTT BARNABLAÐ AK, Rvík, miðvikudag. — Nýtt barnablað- hefur hafið göngu sína og nefnist Lestrarhesturinn og er blað fyrir 6—9 ára börn, eða við hæfi þegár börnin eru að ná þeim áfanga að geta lesið létt mál hjálparlítið eða á eigin spýtur. Út- gefandi blaðsins, sem er átta síð- ur að stærð, er Prentverk h. f. Bolholti 6 og verður blaðið aðeins selt í lausasölu í bókabúðum og blaðsölum og kostar eintakið 12 krónur. Ritstjóri og stofnandi þessa nýja barnablaðs er Herdís Egilsdóttir, lestrarkennari við Skóla ísaks Jónssonar. Við hittum hana snöggv ast að máli í gær og spurðum um tildrög að stofnun bessa barna- blaðs og fynrætlanir. — Mér hefur lengi verið það ljóst, að mikill og sífelldur skort- ur er á hæfilegu lesefni fyrir 6— 9 ára börn, sem eru í þann veg- inn að sleppa sér í lestrinum, ef svo má segja, eru að byrja að lesa ein og óstudd. Þau barnablöð, sem út koma, hafa ekki lesefni að ráði fyrir þennan hóp. Foreldrar kvarta sífellt undan því við mig, að les- efni vanti fyrir þessi börn. Eg vil einnig reyna að sameina stafsetningarasfingar lestrarþjálf- uninni. — Hyggstu gefa’ þetta blað oft út? — Ætlunin er, að það komi út á h.' fs mánaðar bili, en annars ráða viðtökur að sjálfsögðu mestu um framhaldið, segir Herdís. Þetta fyrsta tölublað af Lestrar- hestinum flytur fyrst bréf til barn anna, skemmtilegt bréf, sem er um leið sögukorn og kynning á þeim persónum, sem síðar munu vafa laust koma þar fram. Þá er saga, sem heitir Óþægi Hallgrímur, og á síðustu síðu er orðagáta. sem æfir hugkvæmni og.hugsun og er um leið stafsetningaræfing. Nokkr ar einfaldar og dráttskýrar teikn- ingar eru í blaðinu. Lestrarhestur inn kemur út annan hvern föstu- dag. Komin er út hjá Ríkisútgáfu námsbóka ný bók eftir húsmæðra kennarana Vilborgu Björnsdóttur ig Þorgerði Þorgeirsdóttur, og ber hún heitið Fæðan og glldi hennar. Bók þessi, sem er ágrip af nær ingarefnafræði, er einkum ætluð til notkunar við matreiðslukennslu í síðustu bekkjum skýldunáms, þ. e. I. og II. bekk gagnfræðastigs, og er efnið við það miðað. Bókin getur þó einnig komið að notum í heimahúsum. Síðast liðið haust kom út bók in Unga stúlkan og eldhússtörfin, eftir sömu höfunda, og er hún ætl- uð til kennslu í matreiðslu og hússtjórn í gagnfræðastigsskólum. Fæðan og gildi hennar er viðauki við þá bók. Til þess að bækur þessar komi að fullum notum, er æskilegt, að þær séu notaðar sam- an við kennslu. Hverjum þeim, sem fæst við matargerð, er nauðsynleg nokk- ur þekking á eðli og efnasamsetn- ingu fæðutegunda og þörfum lík- amans, og er efni bókanna valið með það í huga. Prentun bókarinnar annaðist Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Nýr bjóðskjala- vörður Bjarni Vilhjálmsson, cand. mag., skjalavörður í Þjóðskjalasafni, hef ur í dag verið skipaður þjóðskjala vörður frá 1. desember 1968 að telja, en Stefán Pétursson lætur þann dag af embætti samkvæmt ákvæðum laga um aldurshámark opinberra embættis- og starfs- manna. Menntamálaráðuneytið, 17. október 1968. Bjarni Vilhjálmsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.