Tíminn - 23.10.1968, Side 3
MEÐVIKUDAGUR 23. okt. 1968.
TIMINN
Nefnd skipui m hagnýtingu
á fiskveiiilandhelginni
Á síðasta þingi S.jómannasam-
bandsins var samþykkt að fela
stjórn sambandsins, að boða til
ráðstefnu um hagnýtingu fiskveiði
landhelginnar, bætta meðferð fisk
aflans o.fl.
Ráðstefna þessi var haldin í
Iðnó mánudaginn 21. okt.
Á ráðstefnuna hafði mörgum
aðilum verið boðið að senda full-
trúa og var hún vel sótt. Auk
margra fulltrúa frá hinum al-
mennu sjómannafélögum víðsveg
ar um land voru einnig mættir
fulltrúar frá Farmanna- og fiski-
mannasambandi íslands, Alþýðu-
sambandi ísl., Landssambandi ísl.
útvegsmanna, Fél. ísl. botnvörpu-
sksipeigenda, Sölumiðstöð hrað-
frysti'húsanna og sjávarafurða-
deildar SÍS. Einnig voru mættir
á ráðstefnunni Jón Jónsson fiski
fræðingur, forstöðumaður Haf-
rannsóknarstofnunarinnar, Már
Elíasson fiskimálastjóri og full-
trúi frá Landhelgisgæzlunni.
í byrjun ráðstefnunnar hélt
Jón Jónsson fiskifræðingur fróð-
legt erindi var'ðandi þessi mál og
urðu miklar umræður að erindi
hans loknu. Fundurinn stóð í 5
klst. og að umræðum loknm var
einróma samþykkt það, sem hér
fer á eftir:
„Ráðstefna Sjómannasambands
íslands, haldin 21. okt. 1968, um
betri hagnýtingu fiskveiðiland-
helginnar samþykkir, að óska eft-
ir því við viðkomandi aðila, að
skipuð verði nefnd með þátttöku
flestra þeirra, er hagsmuna hafa
að gæta, varðandi fiskveiðar og
fiskverkun.
Nefndin vinni að því, að semja
reglur varðandi hagnýtingu fisk-
veiðilandhelginnar og skiptingu
hennar í veiðisvæði miðáð við árs-
tíma og veiðitæki. Þegar nefnd-
Framhald a bls ið
Hunangsilmur
stjórn þekkts
Á myndinni sést Brian Murphy
virSa fyrir sér myndir af *vi8s
myndinni (Tímamynd Gunnar)
aftur undir
Brian Murphys
EKH-Reykjavík, mánudag.
í maímánuði 1967 var enska leikritið Hunangsilmur
eftir Shelagh Delaney í þýðingu Ásgeirs Hjartarsonar
sýnt fjórum sinnum í Lindarbæ við frábærar viðtökur
leikhúsgesta og gagnrýnenda. Vegna veikinda Helgu
Valtýsdóttur var ekki hægt að halda sýningum áfram
en áhugi á þessari sýningu var svo mikill að Þjóðleik-
húsið hefur ákveðið að taka Hunangsilm upp að nýju
nú á aðalsviði leikhússins. Sýningar hefjast n.k. laugar-
dag og verður þar um að ræða nýja og umskapaða
leiksýningu.
i
Kevin Palmer setti Hunaogs ið átti hins vegar því láni að
ilm á svið í Lindarbæ, en
vegna anna gat hainn ekki
komið því við að setja leik-
fagna, að krækja í kunnan
Heikhús- og sjónvarpsmann í
London, Brian Murphy, og
inn upp að nýju. Þjóðleikhús- kom hann hingað til starfa s.l.
þriðjudag. Murphy dvelst hér
aðeins 12 daga og hyggst á
þeim tíma koma sköpulagi á
Hunangsilm, en þess má geta,
að Gísli Álfreðsson, aðstoð-
leikstjóri, hefur undirbúið
komu Murphys með æfingum
á leikritinu.
Brian Murphy var í mörg
ár einn af aðalsamstarfsmönn
um og leikstjóri hjá Joan
Littlewood í Theatre Work-
shop í London. Þar lék Murp-
hy m.a. nokkur helztu hlutverk
in í „O, What a Lovely War“.
Murphy hefur einnig sett á
svið og tekið þátt í leiksýn-
ingum víða utan Englands, t.d.
í Moskvu, Vestur- og Austur-
Framhald á bls. i4.
Skúli Guðmundsson og Stefán
Valgeirsson hafa lagt fram frum-
varp um breyting á lögum um
'álagningu aðstöðugjalda. Segja
flutningsmenn í greinargerð
með frumvarpinu, að aðstöðugjöld
in komi mjög misjafnlega þungt
á gjaldendur eftir því, hvar þeir
eru búsettir á landinu. Valdi
þetta óþolandi ranglæti og sé
frumvarpinu ætlað að bæta þar
úr. íbúar Reykjavíkur greiði nú
aðstöðugjald, sem nemi 0,5% af
matvörun í smásöluverzlunum,
en á mörgum öðrum stöðum sé
gjaldið af þessum vörum 1 — 1,5
% og dæmi megi finna um að
það sé ^% eða 300% hærra en
í Reykjawk.
Einar Ágústsson hefur endur-
flutt frumvarp sitt um ungmenna
hús í Reykjavik, þ.e. að reist
verði samkomuhús í Reykjavík
fyrir skemmtanir æskufólks, holl-
ar og þroskavænlegar, þar sem
áfengisneyzla verði bönnuð. Stofn
kostnað og rekstrarhalla ung-
mennahúss skuli ríkið greiða að
hálfu og Reykjavíkurborg að
hálfu. Stjórn ungmennahúss skal
falin Æskulýðsráði Reykjavíkur.
Eggert G. Þorsteinsson mælti
í efri deild í gær fyrir frumvarpi
um siglingalög og frumvarpi um
tilkynningarskyldu íslenzkra
skipa.
Jóhann Hafstein mælti fyrir
frumvarpi um breyting á lækna-
skipunarlögum, sem drepið var á
hér í blaðinu í gær. Gísli Guð-
mundsson gerði ýmsar athuga-
semdir í alllangri og athyglis-
verðri raeðu, sem getið verður síð-
ar.
TAP GEGN BÚLGÖRUM
BAKKAKOT BRANN TIL GRUNNA
W-Kirkjubæjarklaustri, þriðjud.
Stórbruni varð í Meðallandinu
í gærkvöldi, þegar Bakkakot II
brann til kaldra kola. í Bakka-
koti II voru tveir búendur, bræð-
urnlr Sigurgeir og Marteinn Jó-
hannessynir. Þar bjuggu einnig
kona Sigurgeirs og ungt barn,
systir þeirra bræðra og uppeldis-
sonur Marteins.
Sigurgeir og Marteinn voru báð
ir við vinnu í sláturhúsinu á
Klaustri í gær, kona Sigurgeirs
og barn voru heima, en hin tvö
í heimsókn á næsta bæ. Um sex-
leytið hafði verið kveikt á diesel
rafstöð, sem er í Bakkakoti, en
um sjöleytið varð húsfreyjan vör
við, að eldur var kominn upp á
efri hæð hússins, og er talið, að
hann hafi komið upp um kl. hálf-
sjö. Komst hún út með barn sitt.
Var þegar kallað á fólk af
næstu bæjum til þess að aðstoða
við skökkvistarfið, en engin
slökkvitæki eru til þarna um slóð-
ir, og varð því að nota vatnsföt-
ur við að slökkva eldinn. Bæjar-
húsin í Bakkakoti voru að mestu
úr timbri, en fyrir alllöngu hafði
verið byggt við þau steinhús með
timburinnréttingum. Brann allt,
sem brunnið gat á bænum og
standa nú aðeins steinveggirnir
uppi.
Framhald á bls. 14.
í fjórðu umferð á Ólympíuskák
mótinu vann Búlgaría ísland með
3-1. Tringoff vann Inga, Pedewsky
vann Gúðmund, Jón og Radulov
gerðu jafntefli, svo og Björn og
Peev. Önnur úrslit í riðli íslands
urðu þau, að Tyrkland vann And
orra 4-0, Tékkóslóvakía vann Kúpu
2V2-IV2, en Túnis hafði hlotið
V/2 vinning gegn hálfum hjá Singa
pore, en tveimur skákum er ólok
ið. Skák Guðmundar og Tékkans
Filips úr 3. umferð lauk með jafn
tefli.
Staðan í riðlinum ér þannig eftir
4. umferðir. 1. Búlgaría 13% v.
2. Tékkóslóvakía 12 v. 3. ísland
10 v. 4. Kúba 9% v. 5. Túnis 7
v. og 2 bið 6. Tyrkland 5 v. 7.
Singapore AV2 og 2 biðskákir og
8. Andorra 0;
Síðustu fréttir
Samkvæmt fréttaskeyti, sem blað
inu barzt í gærkvöldi, hlaut ís-
land tvo vinninga gegn Andorra í
fimmtu umferð mótsins, en tvær
skákir fóru í bið, og eru þær
sagðar „unnar“ fyrir íslendingana,
þannig að útlit er fyrir að ísland
fái fjóra vinninga gegn Andorra.
Ingi vann Giminez og Ingva^r vann
Pantebre. Bragi á unna biðskák
við De la Casa og Björn unna bið
skák við Soler.
Önnur úrslit, sem vitað var
um í gæróvöldi: Búlgaría-Tékkó
slóvakía 1:1. Tyrkland-Túnis 1%:
V2 og Kúba-Singapore 1:0. Úrslitin
Túnis-Singapore úr fjórðu um
ferð urðu 2%:1%.
Þá unnu -Ðanir Bandaríkjamenn
2y2:l%, og vann Larsen Reshewsky.
MIKILL FRAMIÍSLENZKS VISINDAMANNS
DR. HALLDÓR ÞORMAR TEKUR VIÐ FORSTÖÐU VEIRURANNSÓKNARSTÖÐVAR í NEW YORK
Dr. Halldór Þormar, lífefnafræð
ngur, hefur nýlega tekið við
starfi forstöðumanns við veiru-
rannsóknardeild Staten Island
vanþroskastofnunarinnar í New
York. (Staten Island Instititute
for Basic rcsarch in Mental
Retardetion.) Á næstunni mun
Ilalldór cinkum stjórna rannsókn
um á „hægfara" smitun, en það
var fyrst hér á landi að veirur,
er ollu slíkri smitun, voru fundn-
ar og einangraðar.
Þegar dr. Ilalldór kom til ís-
lands að afloknu doktorsprófi í
lífefnafræði árið 1957 var honum
falið að einangra ,,hægfara“ veiru,
en veirur af þessu tagi fundust
við rannsókn á orsökum mæði-
aða starf, tókst dr. Þormar að
einangra „hægfara" veiruna. Upp
götvun og einangrun „hægfara“
veira undir stjórn Björns heitins
Sigfússonar læknis er talið mik-
veiki í búfé að tilraunastöð rík- ilvægt vúsindalegt afrek, sem get-
isins á Keldum. Eftir sex mán-
Framhald á bls. 14.
Borgarstjóri
efnir til
hverfafunda
FB-Reykjavík, þriðjudag.
Á fundi, sem borgarstjóri,
Geir Hallgrímsson, hélt með
blaðamönnum í dag, skýrði
hann m.a. frá því, að hann
hefði ákveðið að boða til
hverfafunda með íbúum
Reykjavíkur, og verða þeir
hafðir með svipúðu sniði og
fundir þeir, sem Geir boðaði
til vorið 1966.
Fyrsti fundurinn verður
haldinn n.k. laugardag, en á
þessum fundu(Ti mun borgar-
stjóri flytja ræður um borgar-
málefni almennt, en einnig
fjalla um sérmál hvers hverfis.
Þá mun hann svara fyrirspurn
um fundargesta, sem leggja má
fram bæði skriflega eða munn
lega.
Fundarhverfi, staður og tími
hafa verið ákveðin sem hér
segir: Hverfi V-Laugarnes-,
Sunda-, Heima- og Vogahverfi,
laugardaginn 26. okt. kl. 3 e.
h. í Laugarásbíói. Hverfi IV
— Smáíbúða, Bústaða-, Háa-
leitis- og Fossvogshverfi, sunn
daginn 27. okt., kl. 3 e.h. í
Dansskóla Hermanns Ragnars
í Miðbæ, Háaleitisbraut 58—
60. Hverfi I — Mela- og Vest-
urbæjarhverfi, miðvikudaginn
30. okt. kl. 9 e.h. í Súlnasal,
Hótel Sögu. Hverfi II — Mið-
Framhald á bls. 14
«