Tíminn - 23.10.1968, Side 4

Tíminn - 23.10.1968, Side 4
TIMINN MIÐVIKUAAGUR 23. okt. 1968. I ÆVINTYRALEIT París 14. okt. 1968. ÞaS hefur jafnan leikið sér- stakur ævintýraljómi um nafn- ið París Þessi garður, sem harðstjórar, listamenn, þokka- dísir og byltingaseggir hafa á umliðnum öldiun keppzt um að frægja hefur löngum verið hið fyrirheitna land menntun- arþyrstra og ævintýragjarna karla og kvenna um víða ver-1' öld. i Því er ekki að neita að all- margir verða fyrir vonbrigð- um við fyrstu komuna hingað, og finnst borgin ekki svara til lýsinga og draumóra. En við nánari kynni hverfa þessi von brigði yfirleitt, þrátt fyrir ýmsa vankanta, sem gests aug- anu verður starsýnt á í fyrst- anni „Mér finnst skíturinn í París ekkert meira sjar- merandi en annars staðar“ sagði kunningi minn einn eitt sinn við mig. Hann hafði stopp að hér skamma stund — auga- fullur. Ég hef líka einhvers staðar lesið um náttúrufræðing einn erlendan, sem fannst Mý- vatnssveitin okkar bæði ljót og leiðinleg. Hann hafði dvalið þar í tvo daga, annan daginn fullur, — hinn timbraður. Strætin í París eru að sönnu ekki þakin gulli, og hér geng- ur lífið sinn vanagang, eins og alls staðar. Þorri fólks vinn ur mjög mikið, og verðlag er hér afskaplega hátt á svo til öllum hlutum. Um þessar mundir rignir hér ámóta mik- ið og heima í Reykjavík að haustlagi, og upphitun hús- anna er yfirleitt svo léleg, að maður verður að kappklæða sig til að kvefast ekki. Þetta er engin paradís, a.m.k. ekki hversdagslega. En þegar manni er gengið um borgina á sólríkum frídegi, kveður við annan tón. Hvarvetna getur að líta stórkostleg afrek á sviði byggingarlistar að fornu og nýju, og inn á milli teygja sig grænir garðar, fagurlega skipu lagðir, og maður undrast ó- sjálfrátt að þeir skuli ekki hafa verið hagnýttir sem bygg ingalóðir t.a.m. fjrrir banka o.þ.h Og allt iðar af lífi, lit- auðugu og skemmtilegu Það er ekki svo mjög mettað hraða og spennu. eins og í öðrum stórborgum, heldur er það með þægilegu tempói, sem ku heyra Paris einni til Á svona dögum finnst manni París jafnvel taka fram öllum lýs- ingum og öllum þeim ímynd- unum, sem maður hefur gert sér um þessa borg, er vinur minn einn kallar ,hið stórkost lega minnismerki um manns- andann. Og borgin heldur stöðugt á- fram aö lokka og seiða til sín fólk víðsvegar að úr heimi á öllum aldri. Það kemur hing- að í ýmsu augnamiði, margir til að nema margir til að skoða listaverk o.þ.h., en þó held ég að obbinn af þessu aðkomu- fólki sé að minnsta kosti í og með að leita að hinni léttúð- ugu og sjarmerandi Parísar- borg og hún er oftast auðfund- in. _ A hverju ári hafa þúsund- ir og aftur þúsundir ungra stúlkna og kvenna úr öllum heimsálfum komið hingað til dvalar. Allflestar innrita þær sig á einhverja skóla til að læra frönsku, en aðeins örfá- ar eru það vel stæðar fjárhags- lega, að þær geti lifað hér í vellystingum praktuglega, svo að allur fjöldinn neytir þess úrræðis að ráða sig í vist hjá frönskum fjölskyldum gegn því aö fá þar fæð' og húsnæði auk einhverra vasapeninga. í París eru allmargar ráðninga- skriflstofur, sem sjá um að koma þessum stúlkum fyrir, en þær eru misjafnlega ræmdar, og stúlkurnar lenda oft og tíð- um í versta þrældómi fá vart ofan í sig að borða, og eru látnar strita myrki’anna á milli. Aðrar skrifstofur eru stórum betri og reyna að sjá til þess, að stúlkunum líði vel, og hafi tíma til að sinna námi sfnu og hugðarefnum. En stundum verðun lítið úr skólanámi, en þeim imun meira úr lífsnámi, ef svo má segja. Skemmtana- lífið er sv« óskaplega freist- andi. Hér úir allt og grúir af klúbbum, krám og veitinga- stöðum, og glæsimönnum, sem taka þeim opnum örmum og bjóða gull og græna skóga. Ævintýrin eru alls staðar og þau eru óneitanlega skemmti- legri en málfræðistagl. Senni- lega þarf að hafa dálítið bein í nefinu til að geta staðizt hættur Parísarborgar. Ég veit um þýzka stúlku siðprúða og greinda, sem komst í kynni við ungan Frakka, glæsilegan, efnaðan og skemmtilegan. Með þeim tók- ust brátt ástir góðar, og hún gaf allt nám upp á bátinn hans vegna. En skyndilega kemst stúlkutetrið að því að hinn heittelskaði er rummungsþjóf- ur, háttsettur í glæpahring og hundeltur af lögreglunni, og úti var ævintýri. Ýmsra leið- ir liggja inn á torfærur og villi- götur, sem erfitt reynist að rata út úr. Signa hefur verið hinzta athvarf margra þeirra. En sem betur fer fær ævin- týrið sjaldnast svo illan endi, stundum endar það yel, eða fjarar út hægt og hægt, þegar pyngjan er orðin tóm og sult- urinn sverfur að. Ég hef þó heyrt uni stúlku sem þannig var ástatt um, en voru þó e-kki alveg á því að gera það svona' endasleppt. Þær fóru á ódýr- an næturklúbb á kvöldin, döns- uðu þar fram á morgun, og héldu þá heim í ódýra' óupp- hitaða herbergiskytru, sem þær höfðu á leigu. Þar sváfu þær svo allan daginn; þar til kvölda tók, og þær gátu farið á nætur- klúbbinn á ný. Með þessu móti gleymdu þær að vera svangar. Mér er sagt að franskir karl menn álíti flestar erlendar stúlkur hingað komnar í að- eins einum tilgangi og komi fram við þær samkvæmt því. En það er víst oft erfitt að átta sig á þeim, þvi að þeir eru kurteisin ein til að byrja með, og kunna sig fram í fing- urgóma, en svo vill annað 'koma upp á teninginn við nánari kynni. Og sumir eru jafnvel ekkert að hafa fyrir því að vera að látast heldur bera upp erindið á götuhornum, í . lestum o.þ.h., ef þeir sjá út- lenda stúlku, sem þeir halda að sé til í tuskið. Það virðist allt vera hægt hér í París. Þótt ævintýrin séu ágæt og oft nauðsynleg til að lífga upp á gráma hversdagsleikans eru þau samt ekki allt, ekki einu sinni hér í París. Það er átak- anlegt, að heyra í fólki, sem dvalið hefur hér langdvölum en kann engin deili á neinu hér utan næturklúbbum, krám og börum og öðru tilheyrandi, og hrædd er ég um, að það fólk hafi mjög farið varhluta af frönskum sjarma. gþ€. TR0LOFUNARHRINGAR — afgreiddir samdægurs Sendum um allt land. H A L L D Ó R Skólavörðustíg 2 FASTElGNAVAL Skólavörðustíg 3 A II. hæð Sölusími 22911 SELJENDUR Látið okkur annast sölu á fast- j eignum yðar. Áherzla lögð [ á góða fyrirgreiðslu. Vinsamleg j ast hafið samband við Skrif- ! stofu vora er þér ætlið að selja eða kaupa fas-teignir sem ávallt eru fyrir hendi í miklu úrvali hjá okkur. JÓN ARASON, HDL. Fasteignasala • Málflutningur r\ /i/QJSJ 1' L SKARTGRIPIR 1 . 1 @ní!neníal SNJÓ- HJÓLBARÐAR með eða án nagla undir bílinn Gúmmí- vmnustofan hf. Skipholti 35, sími 31055 OKUMENN! Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100 Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. _ - SIGMAR OG PÁLMI - Hverfisgötu 16 a. Sími 21355 og Laugaveg 70. Simi 24910 Haukur Davíðsson hdl. lögfræðiskrifstofa Neðstutröð 4, Kópavogi Sími 42700. Hagstæðustu verð. Greiðsluskilmálar. Verndið verkefni íslenzkra handa. FJÖLIÐJAN HF. Sími 21195 21915 i Ægisgötu 7 Rvk. HlatSrúm henta alUiaBar: l b&mahev- bergiB, vnglingaherbergUr, hjinaher- bergitl, mmarbúsiaJUnn, veiðikúsitf, bamaheimili, heimavUtarslóla, hótel. Helztu lostir hlaðrúmanna au: ■ RTknin mi nota citt og eitt *ér eða blaða þeim npp I traer etb þrjln haffir/ ■ Hatgt er aS ö aulalega: NlttbotC, stiga eða hliðarborff. ■ Innartmál römanna er 7SkI84 sm. Hxgt er að ö rúmin meS baðmnU- ar oggúmmidýnum eða án dýna. ■ Rúmin hafa þrefalt notagildi þ. e. kojur.'einstaklmgsrúmogbjórumba. ■ Rúmin em úr tekki eða úr brenni (brmnnúmin em minni ogódýrari). ■ Rúmin eru ðll í pörtum og teknr aðeins nm tvrer mfnútnr att setja þau saman eða taka i snndnr. HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVtKÚIt BRAUTARHOLTI 2 - SlMI 11940 J BÚNAÐARBANKINN «*r Ibaiiki fólksins i

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.