Tíminn - 23.10.1968, Síða 5

Tíminn - 23.10.1968, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 23. ott. 1968. TIMINN I SPEGLl TIMANS Kettir og hundar munai vera þau dýr, sem borgarbúar hafa einna helzt sér til skemmtunar og yndisauka. Það er því sann- arlega óvenjulegt að sjá þef dýr, sem þetta á meðfylgjandi mynd, þjóna hlutverki kjöltu- rakka. Stúlkan sem teymir dýr ið er frú Wendy Pilley, en frú Wendy heldur mjög upp á þef- Eins og kunnugt er, er áfeng issala íslenzka ríkisins lang- öruggasti tekjuliður þjóðarbús ins, og fer heldur vaxandi en hitt, þrátt fyrir vaxandi dýr- tíð. Það eru þó fleiri þjóðir en við íslendingar sem dýrka Bakkus af kappi, til dœmis jaðrar við neyðarástand í Frakk landi af völdum ofdrykkju, eða svo sýnist mér af meðfylgjandi tölurni og prósentureikningi. í nýlegum tölum um drykkju- skap Frakka segir að 1 þrettán af hundraði franskra karla á aldrinum tuttugu til fimmtíu ára séu alkóhólistar. Þá segir að sautján þúsund dauðsföll á ári séu af völdum cirrhosis, sem er lifrarsjúk- dörnur sem hlýzt af mikilli vín- neyzlu, og fimm þúsund og fimm hundruð dauðsföll af völdum „delerium tremens". í París eru tuttugu og sex af humdraði sjúklinga á sjúkrahús um lagðir inn vegna sjúkdóma af völdum áfengis. Það er víst vitað mál, að Frakkar verða sjaldan mjög fullir, en margir þeirra neyta bæði sterkra drykkja og veikra dýrið sitt og kveður það vera eina þefdýrið í heiminum, sem baðað sé reglulega og úðað ilmefnum. Reyndar á þefdýrið frúnni Iíf sitt að launa, því toún bjargaði því frá bráðum bana, þegar smádýfaiveiðimað- ur nokkur hafði miðað á það byssu sinni og hugðist skjóta. mjög stöðugt, það sýna einnig tölur um vínneyzlu á hvert nef í Frakklandi Hver fu'Eorðinn maður (bona) dnekkur um það bil 27,5 lítra á ári til jafnaðar. ítalir drekka hins vegar 24 ltr, Svisslendingar 12,7, V-Þjóð- verjiar 11, Belgar 9, Bandaríkja menn 8, Bretar og Damir 7 og Svíar 5,5. Þá dettur okfeur í hug, þar sem menn virðast hafa svo gaman af tölum og hvers kon ar skýrslugerð yfir alla mögu- lega og ómögulega hluti, að í stað þess að telja nákvæmlega sjússana sem einhver þjóð læt- ur í andlitið á sér, þá mætti svona til tilbreytingar og gam ans telja hversu oft viðkom- andi þjóð beygir olmbogann. í fréttum frá Frakklandi segir að mikil úrkoma hafi gert vínyrkjubændum erfitt fyrir í ár. Búrgundarvínin heimsfrægu munu vera venju fremur létt. Þá mun magn Búrgundarvínanna veru mun minna ern í meðal ári, vegna þess að rottutégund réðst af miklu offorsi á vínaferana, áð- ur en unnið var úr ávöxtunum En vegna þess hversu mikið er til að óseldum byrgðum síð- an í fyrra, munu vínin ekki stíga í verðL Það er verst þetta með styrkleikann. Vín framleiðeindur halda því fram, að næsta ár muni verða gott „vínár“, vegna þess, segja þeir, að öll ár á þessari öld sem end að hafa á 9 hafa verið góð ,,vínár“,' nema 1939, og það var nú þegar stríðið var. Bordegux vinframleiðendur eru einnig fremur svartsýnir eftir sumarið. Uppskeran er fremur lítil. Verkamennirnir sem tína grape-iávextiina af’vín- ekxunum hvolfa úr körfum sín um' á stór tréborð, þar sem sérfræðingar tína síðan úr það sem mota má til vínframleiðslu Að sögn er það sorglega mikið, sem þeir kasta í burtu. Og þá herma einnig fréttir, að beztu Bordeaux-vínin verði efeki eins góð og þau sem þóttu ekki nema rétt í meðaHagi í fyrra. í norð-austur Frakfelandi er kaimpavínsframleiðslan fimm- tán af hundarið lægri en í fyrra, en þá voru framleiddar 93 milljónir kampavínsflaska. f vetur eyðilagði síðbúið frost um það bil einn þriðja hluta væntanlegrar kampavíns uppskeru, og þá hafði þetta frost sérlega slæm áhrif vegna þess að á eftir fylgdi síðan riigningarsumar sem varð rnörg um þungt í sfeauti. Kampavíns framleiðendur lofa því hins vegar, að gæði vinsins muni alls ekki minnka, vegna þess að gömlum og góðum ár- göngum verði blandað saman við nýjustu uppskeruna og þá muni engin breyting finnast. Á Spáni minnkaði þjóðarvín framleiðslan úr 800 gallonum í fyrra, niður í 700 gallon í ár. Rigningar sem komu síðar en búizt var við og haglél munu valda þessu. Þar sem Spán verjar hafa ætíð átt yfirfljót- andi byrgðir get ég ekki ímynd að að þessi framleiðsluminnk un geti haft nein áhrif. Sömu sögu er af ítölskum víniframleiðendum ’að segjh, þar herjuðu haglél og svipti- viindar, en einkum munu Bar- bera og Moscato fyrirtækin hafa orðið illa úti. Hvað ætli leikkonan Vic- toria Vetri sé að vélrita, þar sem hún bíður eftir að komast um borð í flugwél sína á Heat- hrovf flugvellinum í London? Ætli hún sé að skrifa umboðs- manni sínum, og segja honum hversu mikið hún ætli sér að græða á væntanlegu hlutverki sínu í kvikmyndinni sem hún hyggst leika í á Spáni? Er hún kannski að skrifa einhverjum tini sem hún mátti ekki vera að að kveðja? Nei, hvorugt. Hiin 21 árs gamla Victoria er að skrifa Ijóð. Hún segist alltaf taka ritvél með sér á ferðalögum, því hún seg ir að ritvélin fái andann til að koma yfir sig, og hún yrkir beztu ljóð í heimi. Á VÍÐAVANGI Óbreytt stjórnar- samstarf. f stjórnmálaályktun flokks- þings Alþýðuflokksins um síð- ustu helgi kemur hvergi fram. að Alþýðuflokkurinn hafi áhuga á myndun þjóðstjórnar við Iausn þess efnahagsvanda, sem nú er við að etja. Hins vegar er lýst yfir, að flokkui- inn vilji áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, en þó bundið skilyrðum, sem talin eru upp í 8 liðum. Þar á meðal, að endurskoðuð verði lögin uni ákvörðun verðs á innlendum landbúnaðarafurðum og að stefnunni í landbúnaðarmálum verði breytt í það horf, „að Iandbúnaðurinn framleiði fyrst og fremst fyrir innanlandsmarl: að þannig að útflutningsbætur sparist og sömuleiðis þeir nú- verandi styrkir, sem einkum hvetja til offramleiðs!u.“ Þá segir, að vilji Sjálfstæðisflokk urinn ekki hlíta þessum 8 skii yrðum, sem talin eru, í öllum greinum, þá muni Alþýðuflokk urinn krefjast kosninga eða eins og það er orðað: „Takiso hins vegar ekki að koma á víð- tæku samstarfi á þann hátt, sem að framan er lýst til lausu ar vanda efnahagsmálanna, tel ur flokksþingið rétt, að ríkis stjórnin leggi úrræðin undir dóm þjóðarinnar við fyrsta tækifæri." „Kom heim, kom heim . . Þá er í stjórnmálaályktun flokksþings Alþýðuflokksins sérstakur kafli um utangarð; mennsku Hannibals og félaga ög þeim boðið til vjstar í Alþýðn flokknum — væntanlega til eflingar stjórnarstefnunni, sem Gylfi segir að ekki verði viki'í frá, og til styrktar samstöð- unni með Sjálfstæðisflokknum. Telur flokksþingið að Hanni- bal eigi í rauninni hvergi betu'- hcima núna en í Alþýðuflokkn um. Þessi sérstæða stjórnmála ályktun er á þessa lund: „Þau tíðindi liafa nú gerzt, að þingflokkur Alþýðubanda- lagsins hefur klofnað. Þrír þing menn þess hafa í raun og veru sagt skilið við það. Það sjóna - mið Alþýðuflokksins hefur þvi reynzt rétt, að í flokki meT kommúnistum verður ekki unn ið að hagsmunamálum almenr- ings og hugsjónum jafnaðai- stefnu og lýðræðis. Flokksþing- ið telur, að þessir menn og ali- ir, sem hugsa eins og þeir, þótt þeir hafi áður fylgt Alþýðu bandalaginu eða Sósialista- flokknum,-eigi í raun og veru hvergi lieima í flokki — nem i í Alþýðuflokknum. Flokksþing ið felur miðstjórn og þing- flokki að beita sér fyrir þvi að fá þá, sem nú eru í þann veginn að segja skilið við Al- þýðubandalagið, til þess a > hverfa til Alþýðuflokksins. Þingið lýsir því yfir, að Alþýðu flokkurinn er reiðubúinn til við ræðna við alla þá, sem í rauu og veru aðhyllast sjónarmi i jafnaðarstefnu og lýðræðis, um það, með hverjum hætti þeim sjónarmiðum verði bezt þjón að á íslandi, í því skyni að allir þeir, sem þessar hugsjón ir aðhyllast, geti sameinazt í einum flokki, Alþýðuflokkr- um.“ íába.i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.