Tíminn - 23.10.1968, Qupperneq 7

Tíminn - 23.10.1968, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 23. okt. 1968. TÍMINN HEIMA OG HEIMAN MÚSA-BARNARD FRA ANSBACH Praaz Ziegler, 15 ára gamall skólapiltur, heldur því fram að harm hafi grætt nýtt hjarta í mús. Ef það reynist satt öðlast haim heimsfrægð engu síður en Barnard læknisfræðipró- fessor í Höfðaborg. í: sept-ember 1968 streymdi múgur og margmenni til bæjarins Ansbaeh í Þýzkalandi; erlendir blaðamenn, starfs- menn hljóðvarps og sjónvarps, forystumenn dýraverndunar- félaga, dýralæknar og iögreglumenn. Og áfangastaður þeirra allra er einbýlishús við Leipzigstræti 8. Hér býr Max Ziegler, starfsmaður tryggingafélags og faðir 15 ára drengs að nafni Franz. Það er Franz sem ailt í einu hefur dregið athygli manna að hinni fornu markgreifaborg Ansbach eftir margra ára gleymsku, en hann heldur því fram, að hann hafi grætt nýtt hjarta í mús. Að því er Franz segir sjálfur frá, tók hann hjarta úr hvítri mús og græddi það í líkama annarrar músar, sem raunar var systir hjartagjafans. Skurðgaðgerð þessa segist hann hafa fram- kvæmt fyrir luktum dyrum og stóð hún í 2% klst. Kaðir hams kvaddi til ritstjóra dagblaðs bæjarins og hann birti frétt um atburðinn í blaði sín-u, og ók með Franz og músina til skurð deildar sjúkrahússins á staðnum. Þar hittu þeir yfirlækninn, Dr. Henniges, sem sinnir að jafnaði aðeins sjúkdómum mamna. Hann viðurkenndi að það sé ör eftir skurðaðgerð á kviði músarinnar, en lýsti því yfir að öll sagan sé einskær uppspuni og benti blaða- manninum á að hann skyldi ekki láta telja sér trú um svona vit- leysu. 1 Strax 24 klukkutímum síðar beindist athygli alheimsins að skólapiltinum Franz og litlu hvítu músinni hans. sem heitir Alexand- er. Fréttamenn eru hvarvetna á vappi umhverfis heimili hans. \ fyrstu ræddi faðir piltsins fúslega við hvern sem- var, en bráðlega varð honum ljóst að sagan var peninga virði. Þá gerðist Franz einnig orðfár um alla málavöxtu. Dálítið varð til að skjóta homum skelk í bringu. Dýraverndunar- félagið var þegar búið að kæra hann. „Þegar leikmaður fremur skurðaðgerð á dýri, er það sama og að kvelja dýr, jafnvel þótt svæfing sé viðhöfð,“ sögðu dýra- verndarmenn. Saksóknarinn í Ans- bach fékk málið í sínar hendut og ^ lýsti yfir eftirfarandi: „Við vilj- um ekki gera úlfalda úr þessari einu litlu mús, en við hljótum að spyrja. Hvernig færi ef öll börn fengju að fremja skurðaðgerðir að eigin geðþótt?" Franz Ziegler er ef til vill ær- íngi, sem hefur 'sett sér það mark- mið að blekkja allan almenning. Það er hugsanlegt. En við getum einnig tekið orð hans alvariega og reynt að sannrevna sögu hans Sá er síðari kosturinm. Blaðamenn þýzks tímarits fengu Franz og bekkjarbróður hans Richard Geisler til að koma með sér til mjög þekkts sérfræðings á sviði dýralækninéa og lyfja- fræði, Richards Völkers, fyrrv kennara í Háskóla fyrir dýra- lækna í Hannover. Þessi alúðlegi fræðimaður spjallaði við Franz eins og hvern annam ungan starfs bróður sinn, og bað hann að segja sér frá þvi hvernig hann hefði framkvæmt hjartaiflutninginn. Franz sem er skólanemandi í húð og hár éagði með röddu, sem bar vott um virðingu og nokkuð sigurhrós: „Ég gerði aðgerðina eftir aðferð þeirra Barnards og Cooleys. Báðir þessir skurðlækn- ar létu framhólfin vera kyrr en græddu aðeins ný afturhólf í hjarta sjúklingsins. Á þann hátt þurftu þeir ekki að tengja neinar æðar við hjartað. Það hefði held ur alls ekki tekizt í aðgerðinni á litlu dýri eins og músinni." Þessi orð virtust vekja áhuga prófessorsins: „Þetta hljómar ekki illa,“ segir hann, „bvaðan veiztu allt þetta?“ Franz virtist undrandi á þessari spurningu. „Það stóð í blöðunum, og í læknisfræðitímaritum. Og ég bjó mig undir tilraunina mánuð- um saman. Ég ákvað að græða hjarta í mús fyrir tveimur ár- um„“ sagði hanm. Prófessorinn spyr. Franz hvern- ig hann hafi dgyft dýrið. Og Franz syarar: „Með blöndu úr eter og klórethyl. Aðferðina lærði ég í kennslubók sem nefnist „Deyfing- ar á dýrum“ og ég keypli í bóka- búð í Ansbach." ,.Og hvar fékkstu áliöldin, og þráðinn til að sauma skurðinn er, en þeir segja að með aðstoð hennar hafi þeir getað haldið blóðrás músarinnar virkri meðan á hjarta aðgerðinni stóð. saman með, sprauturnar og efnin í deyfrlyfið?“ Þegar hér var komið var Franz orðinn leiður og svarar með nokk- urri þykkju: „Þetta fæst í hverri lyfjabúð." Prófessorinn brosir (en Franz tekur ekki eftir því) og spyr: „Þegar þú varst búinn að saunia hjartað í dýrið, hvað gerðirðu þá?“ Franz: „Ég sprautaði saltupp- lausn, sem ég útbjó sjálfur, inm í hjartað. svo að loftið færi út, ann- j ars hefði rnúsin dáið úr tappa.“ dýr“, segir prófessorinn, „því að æsingu nú í september. En hann hjörtu músa og rottna slá 200— deyfði þó veslings músina hann 300 sinnurn á mínútu. Fílshjarta 1 Alexander þ.e.a.s. e,f saga hans er slær aðeins 40 sinnum." j sönn. Óteljandi drgngir á öllum Það er furðulegt að heyra 15 ára tímum hafa ekki verið að hafa gamlan pilt segja frá þessu öllu, finnst prófessoi- Völker. En sér- fræðingur hefur auðvitað ótal spurningar fram að færa. Þaí5 er djörf fullyrðing af skólapilti að segiast hafa frannkvæmt hjarta- flutning. „Veiztu hvað“. segir pró- fessorinn, „ég sting upp á því að þú endurtakir skurðaðgerðima hér 3 oö' á sjúkrahúsinu. Eg sé um að fá leyfi, yfirvaklanna. Þú þarft ekki Prófessor Völker. „Byrjaði að- ag við séum að prófa komuhjartað strax að slá?“ Franz: „Það sló ofurveikt. En þá gaf ég því rafmagns'högg úr 16 volta rafhlöðu, og hjartsláttur- inn varð eðlilegur. „Þú valdir þér ágætis tilrauna- Stoltur faðir með syni sínum oq vini hans. þig — en ef við eigum að trúa þér, verðurðu að sanna mál þitt.“ En Franz vill ekki gangast inn á þetta. Ekki á morgun. Ekki í næstu viku. Ef til vill eftir þrjár vikur. Hann segist verða að vera í skapi til að gera slíka aðgerð ef hann ráðist að nýju í það fyrir- tæki. Hamn er reiður ungur mað- ur, vegna þess að fólk rengir frá- sögn hans um skurðaðgerðina Það er einnig til önnur leið fyrir Franz að sanna sitt mál, að láta kryfja músina og athuga livort aðkomuihjarta sé í líkama hennar. En það vill Franz ekki þótt í þágu visindanma sé. Ef í raun og veru slær ókunnugt hjarta í örlitlu brjósti mýslu litlu, á það að fá að vera þar til æviloka hennar. „Gættu vel að því að setja hana strax í frystihólf þegar hún deyr, og síðan verður að kryfja hana innan þriggja átunda, annars skemmist líkami heninar og aðal- vitni þitt er úr sögunni," þannig hljóðar ráð prófessors Völkers. Hanin Músa-Barnard frá Ans- bach hleypti öllum dýravinum í fyrir að sýna slíka hugsunarsemi. Þeir hafa blásið út froska, rifið útlimi af flugum og köngurlóm og fcst fiðrildi upp á vegg lifandi með títuprjónum. Franz heldur því fram að hann hafi verið að vinina í þágu vísindanna. Föður hans, Max Ziegler, finnst drengurinn þegar vera orðinn annar Banrard, frægur, þekktur og dáður. „Ég fæ ekki að borga lengur ef ég fer með syni mínum að kaupa föt á hann“, sagði hann við blaðamemnina. (Þýtt og endursagt) TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiSsla Sendum gegn póstkröfu. GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.