Tíminn - 23.10.1968, Qupperneq 9

Tíminn - 23.10.1968, Qupperneq 9
KIÐVIKUDAGUK 23. okt. 1968. \ Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjöri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7 Af. greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 130,00 á mán innanlands. — í lausasölu kr. 8.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. Hvar er Hagráð? í athyglisverSri grein eftir -Tómas Karlsson, sem nýlega birtist hér í blaðinu, var það rifjað upp, að því hefði verið almennt fagnað, þegar svonefnt hagráð var sett á laggirnar fyrir tveimur og hálfu ári. í lögunum um Hagráð, sem afgreidd voru frá Aiþingi vorið 1966, var svo ákveðið, að það skyldi vera „vettvangur þar sem fulltrúar stjórnarvalda, atvinnuvega og stéttarsam- taka gætu haft samráð og skipzt á skoðunum um megin- stefnu í efnahagsmálum.11 í ráðinu skyldu eiga sæti fulltrúar sextán stétta- og hagsmunasamtaka, fulltrúar frá öllum þingflokkum og tveir ráðherrar að auki. Annar þeirra skyldi vera formaður ráðsins og féll það val á viðskiptamálaráðherra, enda ekki óeðlilegt, þar sem efnahagsmál heyra mest undir ráðuneyti hans. Um fundarhöld í Hagráði segja lögin, að „ráðið skuli koma til fundar, þegar formaður þess ákveður eða minnst fjórir ráðsmenn óska“. Samkvæmt þessu er bersýnilegt að lögin ætlast til að formaður þess hafi aðalforystu um störf ráðsins og fundi. Eins og kom svo glöggt fram í grein Tómasar Karls- sonar, hafa störf ráðsins orðið á talsvert annan veg en við hafði verið búizt, er Hagráð var stofnað. Ennfremur kemur það fram, að þess hefur verið óskað af fulltrúum í ráðinu, að málin verði rædd þar áður en lokaákvarðanir í efnahagsmálum eru teknar, þannig að fulltrúar atvinnulífsins og launþega- samtakanna gætu komið sjónarmiðum sínum og hug- myndum á framfæri. og von væri til að tekið væri tillit til þeirra við mótun endanlegra úrræða, ef fært þætti. Þau ,,samráð“ sem fulltrúar stjórnvalda hafa haft við fulltrúa atvinnuveganna og stéttarsamtaka í Hag ráði, hafa hins vegar verið á þann veg að skýra þeim frá málavöxtum með áróðurssniði, þegar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar og engu er unnt að hnika til. Sannleikurinn er sá, eins og svo glögglega er rakið í grein Tómasar Karlssonar, að ríkisstjórnin hefur greini- lega aldrei ætlað sér neitt annað með Hagráð, en gera það að sérstökum vettvangi, þar sem hún gæti komið áróðri sínum á framfæri undir því yfirskyni að verið væri að túlka hávísindalega hagspeki. Ef einhvern tíma hefur verið rík þörf á því að stjórn- völd laúdsins leituðu eftir samráði, sjónarmiðum og hugmyndum atvinnulífs og stétta þá er það núna. En nú telur formaður ráðsins, viðskiptamálaráðherrann, enga ástæðu til að kalla ráðið saman. Hann telur sig engan fróðleik þurfa að sækja til þeirra aðila núna, enda mun skilningur hans sá, að þeir eigi að hlusta 5 hann begar þar að kemur, en hann ekki á þá, áður en ákvarðanir verða teknar. 30 ára afmæli SÍBS Samband íslenzkra berklasjúklinga, SÍBS, er 30 ára um þessar mundir. SÍBS hefur unnið ótrúlegt þrekvirki við útrýmingu berkla og endurhæfingu sjúklinga. Nú er starfsemi SÍBS miklu víðtækari en áður var og leggja samlókin hvers konar öryrkjum lið við endurhæfingu og hjálp við að útvega störf við þeirra hæfi. Landsmenn allir standa í mikilli þakkarskuld við þessi myndarlegu samtök fyrir gifturík störf að mannúðar- og líknarmálum TIMINN ERLENT YFIRLIT Kosningastjóri Kennedyanna hefur reynzt Humphrey vel Það er mikið verk hans að bilið milli Humphreys og Nixons minnkar Humphrey mælir sig viS 0‘Brien SEINUSTU skoðanakannanir sem hafa verið birtar í Banda- ríkjunum, benda til þess, að Humphrey sé heldur að vinna á, þótt enn sé mikið bil á milli hans og Nixons og sennilega meira en svo, að Humphrey takizt að brúa það á þeim tæpa hálfa mánuði, sem er eftir til kjördagis. Þó hefir það oft reynzt sigurvænlegt fyrir fram bjóðanda, sem lengi hefur ver ið talinn vonlaus, ef hann fer að vinna á allra seinustu vik urnar. Þá getur risið bylgja, sem getur fleytt honum langt, en oft varir slík bylgja aðeins skamman tíma og því bezt að fá hana sem allra næst kjör- deginum. ÞAÐ mun vera tvennt, sem á einna mestan þátt í því, að Humphrey hefur heldur bætt stöðu sína í seinni tíð. Annað er það, að hann hefur verið eins hepptnn í vali á varaforsetaefni sínu og Nixon óheppinn í valinu á varafor- setaefni sínu. Muskie öldunga- deildarmaður hefur þótt reynast mjög vel í kosninga- baráttunni og nýtur samkvæmt skoðanakönnuinum mun meiri vinsælda persónulega en Humphrey sjálfur. Þetta er hins vegar alveg öfugt með Agnew. Val hans er talin eina skyssan, sem Nixon hefur gert í allri kosningabaráttunni, en það er líka slæm skyssa, þvi að vali varaforseta er nú veitt meiri athygli em áður sökum fráfalls Kennedys forseta fyrir fimm árum. Hitt, sem hefur verið Hump- hrey mikill styrkur, er val hans á framkvæmdastjóra 2 flokks Demokrata. Það er 1 venja, að nýkjörið forsetaefni 1 velji flokknum nýjan fram- ■ kvæmdastjóra, ef hann er ekki I ánægður með þann sem fyrir fl er. Þennan rétt notaði Hump fl hrey sér og féll val hans á g þann, sem hefur meiri reynslu sem kosningastjóri en senni- lega nokkur annar Bandaríkja- maður. Þessi maður er Law- rence O’Brien, sem var kosn- ingastjóri John F. Kennedys í öldungadeildarkosningun- um 1952 og 1958 og forseta- kosningunum 1960, og loks kosningastjóri Johnsons’ í for setakosningunum 1964. Hann er ekki aðeins mikill starfsmað ur og góður skipuleggjari, held ur þekkir manna bezt öll við- horf innan samtaka demokrata um öll Bandaríkin. Síðast, en ekki sízt, var það mikilvægt fyrir Humphrey að fá O’Brien til áð taka þetta starf að sér, að hann var manna líklegastur til að tryggja honum stuðning þeirra, sem veitt höfðu Robert Kennedy brautargengi. Það fylgi hefur Humphrey nú líka fengið, a.m.k. að langmestu leyti. FRANCIS O’BRIEN er 51 árs að aldri. fæddur í Springfield í Massachusettis 17 júlí 1917 Hann er írskur að ættum. Hann stundaði lögfræðistörf um skeið eftir að hafa lokið laganámi. Hann komst snemma í kynni við John F. Kennedy og hélzt vinátta þeirra óslitið eftir það. Álit Kennedys á hon um sést bezt á því, að hann fói honum að stjórna kosningabar- áttu sinni, þegar hann keppti við Cabot Lodge um öldunga- deildarþingsætið 1952. Svo vel reyndist hann þá, að Kennedy fól honum þetta starf aftur ’58 en þar næst hóf hann að vinna að framboði Kenndys sem for- setaefnis 1960. O’Brien varð svo kosningastjóri Kennedys í forsetakosningunum. Eftir að Kennedy varð forseti, gerði hann O’Brien að sérstökum trúnaðarmanni símum í Hvíta húsinu og fól honum það verk- efni að vinna að framgangi þeirra mála, sem forsetinn lagði fyrir þingið. Því starfi hélt hann áfram eftir að John- son tók við. í árslok 1965 kaus O’Brien að láta af því starfi, en til þess að missa hann ekki úr þjónustu sinni, skipaði John son hann póstmálaráðherra. Því starfi gegndi O’Brien þang að til á síðastliðnu vori, er hann sagði af sér til að geta unnið fyrir Robert Kennedy. Hann var í fylgd með Robert Kennedy, þegar hann var myrt ur í Los Angeles, eins og hann hafði verið með John F. Ken nedy, þegar hann var myrtur í Dallas. Eftir að Robert Ken- edy féll frá, gerðist O’Brien stuðningsmaður Humphreys, enda hefur lengi verið persónu leg vinátta milli þeirra. O’BRIEN mun hafa tekizt að tryggja Humphrey stuðning nær allra forystumanna demK>- krata. sem studdu Robert Ken- nedy. Það er Humphrey vitan- lega ómetanlegur styrkur. mns vegar hefur gengið verr að Framhald - bls 15 ” l< iitSSEESSæffltS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.