Tíminn - 25.10.1968, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR TÍMI NN WESMSM
FÖSTUDAGUR 25. október 1968.
Fram hefur örugga for-
ystu í Reykjavíkurmótinu
— eftir sigur gegn KR í fyrrakvöld, 21:16.
Alf-Reykjavík. — Fram hefur
nú tekið örugga forystu í Reykja
víkurmótinu í handknattleik eftir
sigur gegn KR í fyrrakvöld, 21:16,
f lcjik lélegra varna. Fyrri hálf-
leikur var mjög jafn og hafði
- Fram aðejns eitt mark yfir í hálf-
leik, 9:8, en í síðari hálfleik náði
: Fram 8 marka forskoti, 19:12, en
, vann leikinn með 5 marka mun að
lokum.
Fram gekk afar illa að st'öðva
hina „gömlu“ kempoi, Karl Jó-
'hannsson í fyrri hálfleik, en þá
skoraði Karl 5 af mörkum KR
sum mjög glæsjléga. Það er því
fjarri sanni, sem sumir vilja
halda fram, að Karl sé útbrunn-
inn í handknattleik. Bf hans er
ekiki gætt vel, er hann ógnvaldur.
Fram sýndi skemmtilegar hliða
í sóknarleiknum, e.t.v. mest á
kostnað lélegrar KR-varnar, og
brá fyrir skemmtilegum leikflétt-
um og fallegum línusendingum.
En vörnin hjá Fram var ekki upp
á marga fiska, frekar en KR-vörn-
in. Fram hefur bætzt góður liðs-
maður, þar sem Axel Axelsson er.
Þessi komungi leikmaður, aðeins
17 ára gamall, skoraði með lang-
sbotum, oig átti nák.væmar línu-
sendingar. Hann er mjög ólíkur
þessum kraftapiltum, sem skjóta
upp kollinum á hverju ári, því að
'hann virðist hugsa talsvert í leik
sínum, en það er meira en hægt
er að segja um suma. Ingólfur og
Gunnlaugur áttu ágæta leikkafla,
en annars skoruðu fyrir Fram:
Gylfi J. 4, Gunnlaugur 4, Ingólfur
og Axel 3 hvor, Sigurbergur og
Arnar 2 hvor, Hinrik, Björgvin
og Sigurður 1 hver.
KR verður að halda vel á spöð-
unum í vetur, ef liðið ætlar að
halda sæti sínu í 1. deild. Liðið
er alls ekki sannfærandi og ekki
líklegt til stórræða. Það ^vantar til
finnanlega langskyttur. Ósennilegt
er, að Karl fái að leika lausum
hala aftur. Annars sýndi Gunnar
Hjaltalín — vinstri handar maður
— skemmtileg tilfþrif. Mörk KR:
Karl 7, Hilmar og Gunnar 3 hvor,
Magnús 2 og Árni 1..
Dómarar voru Valur Ben. og
Gestur Sigurgeirsson og dæmdu
eftir atvikum vel,
Leikur kattar-
ins að músinni
— þegar Víkingur vann ÍR með 20:9.
Alf—Reykjavík. — 'V'firburðir
Víkings gegn ÍR í Reykjavíkur
mótinu í handknattleik voru slík-
ir, að mest minnti á leik kattarins
að músinni. Lokatölur urðu 20:9
'Víking í vil, en í hálfleik var
staðan 8:5.
Þessi stóri sigur Víkings er enn
Lítill áhugi
á námskeiðum
f fréttabréfi Knattspyrnusam-
bands íslands, sem nýkomið er út,
er sagt frá þjálfaranámskeiðum,
sem KSÍ gekkst fyrir í sumar.
Kemur í ljós, að áhugi hefur ver
ið næsta lítill. Um þetta segir í
fréttabréfinu: *
Tækninefnd KSÍ fékk hinn
þekkta danska unglingalandsliðs-
þjálfara Poul Petersen _ til að
haldi af ferð hans til íslands á
halda þjálfaranámskeið í fram-
Norðurlandamót unglinga.
‘ Kennsla Poul Petersen var
Framhald á 10. síðu
KR keppir
í stað ÍBA
Akureyringar senda ekki sam-
einað lið til keppni í 2. deild í
handknattleik eins og undanfarin
ár, þ.e. KA og Þór sameinuð und
ir merki ÍBA, holdur keppir KA.
Þjálfari KA er Gísli Blöndal,
sem áður lék með KR, og mun
hann eininig leika með liðinu í
vetur. En það verða fleiri, sem
þjálfa KA. Frímann Gunnlaugs-
son, fyrrum formaður landsliðs-
nefndar og þjálfari ÍR og KR,
mun þjálfa liðið með Gísla. Matt-
hías Ásgeirsson mun leika með
KA í vetur og verður áreiðanlega
fróðlegt að fylgjast með iiði norö
anmanna.
athyglisverðari fyrir það, að
helzta stórskytta liðsins, Jón
Hjaltalín Magnússon, var utan vall
ar allan tímann, nema 5 síðustu
mfnúturnar. Hefur Jón ekki náð
sér eftir meiðsli, sem hann hlaut
nýlega.
Það var einkum tvennt, sem or
sakaði stórsigur Víkings, framúr-
skarandi góður leikur Einars
Magnússonar, sem skoraði 7 raörk,
og góður varnarleikur liðsins. Hef
ur Vikingur ekki leikið betri varn
arleik í langan tíma.
ÍR-liðið olli hins vegar vonbrigð
um. Eftir hina góðu frammistöðu
í byrjun mótsins, virðist botninn
dottinn úr öllu. Er keppnisskapið
nægilegt? ÍR-ingar skulu minnast
þess, að erfið keppni í 1. deild
er framundan, og þá duga engin
vettlingatök.
Mörk Víkings skoruðu: Einar 7,
Þórarinn 4, Páll, Rósmundur og
Jón H. 3 hver. Mörk ÍR: Brynjólf
ur og Vilhjálmur 3 hvor, Ásgeir
2 og Jóhann 1. — Dómarar voru
Valur Ben. og Gunnlaugur Hjálm
arsson og dæmdu vel.
BJörgvin fær blessun!
Þessa skemmtilegu myud að ofan tók ljósmyndari TÍMANS, Gunnar,
frá leik dönsku meistaranna HG og úrvalsliðs HSf. Hinn ungi og
efnilegi línumaður, Björgvin Björgvinsson, er kominn í skotfæri á
línunni, og er Palle Nielsen heldur seinn til að stöðva hann. En það
er engu líkara, en að Palle sé að blessa Björgvin. Ýmsum þótti þessi
danski leikmaður spámannlegur í útliti, svo að það er vel viðeigandi.
r
Hvað dvelur ut-
anbæjarfélögin?
Þegar þessar línur eru ritað-
ar, eru næistum tveir mánuðir
liðnir frá því að 1. deildar
keppninni í knattspyrnu lauk,
en samt er mótauppgj'ör ekki
fyrjr hendi. Stafar það af van-
skilum nokkurra utanbæjar-
aðila, sem hafa trassað að gera
skil til mótanefndar Knatt-
spyrnusambands íslands. Eru
þó skýr ákvæði í reglugerð
KSÍ um það, að uppgjör fyrir
hvern etastakan leik eigi að
hafa borizt til mótanefndar
ejgi síðan en 8 dögum eftir
leik.
Þessi trassaskapur er alvar-
legur fyrir þá sök, að peninga-
upphæðirnar, sem hér um ræð
ir, skipta tuigþúsu'ndum króna.
Hafa hinir einstöku utanbæjar
aðilar enga heimjld til að ráð-
stafa þessu fé til eigin þarfa
— þó um tiltölulega stuttan
tíma sé að ræða — því að
þetta eru fjármunir allra 1.
deildar félaganna.
Fyrir bragðið dregst móta-
uppgjör úr hömlu og sujn
félög f'á ekki einn ejnasta eyri
á meðan. Því miður er þetta
ekki einsdæmi um 1. deild.
Sömu sögu er að segja um 2.
deild og raunar 3. deild líka.
Það s'kal tekið fram, að Reykja
vík, Keflavík og Akranes hafa
staðið einna bezt í skilum, en
hvað dvelur aðra utanbæjar-
aðila? Sýnt er, að þetta mál
verður að taka föstum tökum
á ársþingi KSÍ í næsta mán-
uði. — alf.
Kveðja
frá
Dönum
Alf-Reykjavík. — Eins og
skýrt hefur verið frá á
íþróttasiðunni, fótbrotnaði
Ágúst Ögmundsson í leikn-
um á móti danska ljðinu
HG. Dönsku leikmenmimir
voru að vonum mjög leiðir
yfir þessum atburði, og
sem betur fer er það sjald-
gæft, að leikmenn fótbrotni
í handknattleik.
í gær fékk Ágúst
skemmtilega kveðju frá
Danmörku. Sendu HG-menn
'honum beztu kveðjur um
von um skjótan bata og létu
góða gjöf fylgja með. Eftjr
allt eru Danimir fþrótta-
man’nslegir, eða hvað finnst
ykkur?
Valur í
vandræðum
með Þrótt
- en sigraði þó
naumlega_með eins
marks mun, 13:12
Alf-Reykjavík. — Valsmenn,
| sem nú eru búnir að endurheimta
! Hermann Gunnarsson og Sigurð
Dagsson, 'áttu í talsverðum erfið-
leikum með Þrótt í Rvíkurmótinn
í handknattleik f fyrrakvöld og
unnu með aðeins eins marks mun,
13:12. Vals liðið var ekki lakara
en oft áður, en hins vegar er
greinilegt, að Þróttar-liðið er í,
sókn og athyglisverðasti lcikmað-
ur liðsins er Þór Ottesen, lítill og'
knálcgur leikmaður með gríðar-i
föst skot.
Valsmenn höfðu yfir í hálfleik
7:5, en Þrótturum tókst þrívegis '
að jafna í síðari há'lfleik. Bergur ,
Guðmason, helzta skytta Vals,
sýndi góðan leik undir lokin og
tryggði félagi sínu sigur með því
að skora 3 síðustu mörkin, en ,
lejiknum lauk 13:12, eins og fy-rr,
segir.
Mörk Vals skoruðu: Bergur 6,
Jón K. 3, Ólafur J. og Bjarni 2 '
hvor. Mörk Þróttar: Þór 4, Helgi
og Gunnp 2 hvor, Kjantan, Erling (
ur, Haukúr og Sigurður P. 1 hver. '
Dómarar voru t Gestur Sigur-'
geirsson og Sigurður Bjarnason.
Úrslit í meistaraflokki karla í
Reykjavíkurmótinu í handknatt-
leik á miðvikudaginn:
Vaiur — Þróttur 13:12
Fram — KR 21:16
Víkingur — ÍR 20:9
Staðan er þá þessi:
Fram 4 4 0 0 71:52 8
Valur 4 3 0 1 52:46 6
ÍR ' 5 3 0 2 65:69 6
Víkingur 5 2 1 2 70:57 5
KR 4 1 0 3 53:59 2
Þróttur 4 1 0 3 50:69 2
Ármann 4 0 1 3 42:61 1