Vísir - 04.07.1977, Page 2

Vísir - 04.07.1977, Page 2
/A ^ISIK Ispyri Hvað finnst þér um nýju stafsetningarreglurnar? Haukur Jakobssen, kaupmaftur: — Mér finnst þær bara nokkuö góöar. Þetta eru breytingar sem ég hef verið hlynntur að væru gerðar. Mér finnst að það eigi að nota stóru stafinaþvi að þeir eru miklu fallegri. Þó er hringlið með stafsetninguna farið að verða heldur mikið. Steingrímur Oddsson, málari: — Ég er áhægður með þessar breyt- ingar. NU þyrftum við að fá zetuna aftur lika og þá yrði ég hæstánægður. Ég vil hafa bæði stóru stafina og zetuna eins og var áður. Maður er orðinn allt of gamall til að vera sifellt að læra einhverjar nýjar reglur. Fiosi Sigurbjörnsson, islensku- kennari: — Ég er hlynntur þeim þvi að ég var alltaf á móti þessum fyrri breytingum sem voru gerð- ar. Ég kann miklu betur við að hafa stóra stafi i þjóðaheitum og svoleiðis nokkru. Zetuna er mér sama um. Það er samt mjög ; slæmt að hringla með stafsetn- ingarreglurnar og veldur ýmiss konar vandamalum Þórdls Valdimarsdóttir, ráfts- kona I Alþingi: — Ég er þeirrar skoðunar að þeir eigi ekkert að vera að breyta þessu. Það er al- veg óþarfi að vera alltaf að breyta stafsetningu íslendinga. ‘ Mér fánnst hún ágæt eins og hún var. Stefán Vaigeirsson, þingmaður: — Þær eru til stórra bóta og ég er mjög ánægöur með þessa niður- stööu. Ég var óánægður með breytinguna sem gerð var á und- an þessari en með þessari breyt- ingu komast hlutirnir aftur i samt lag. Zetuna vil ég ekki láta taka upp aftur* . En ég mun styöja ráðherra i sambandi við nýju stafsetningarreglurnar. Mánudagur 4. júli 1977 VISIF Jón ísberg, sýslumaður Húnvetninga, um ófengis- neyslu í fé- lagsheimilum: Þurfum bari til að draga úr óhófsneyslu ófengis! Jón ísberg, sýslumað- urHúnvetninga, telur að draga mundi úr óhófs- neyslu áfengis i félags- heimilum, ef vinveiting- ar væru þar á dansleikj- um. „Vinveitingar hafa verið á nokkrum lokuðum dansleikjum i fél.heimilum hér og þeir dans- leikir hafa komið betur út með til- liti til áfengisneyslu en almennir dansleikir”, sagði Jón i samtali við Visi. Jón sendi fyrir nokkrum mán- uðum umburðarbréf til félags- heimila i Húnavatnssýslu. Hann f jallaði þar um vandamál vegna áfengisneyslu, og hvatti fé- lagsheimilin til að snúast til varn- ar. „Mér er alveg ljóst, að ekki verður um þurra dansleiki að ræða, en óþarfi að veifa flösku og drekka af stút eða fylla borðin af áfengisflöskum,” sagði Jón m.a. i bréfi sinu. Visir hafði samband við Jón vegna bréfsins, og spurði, hvort með þessu væru yfirvöld ekki að viðurkenna, að þau hefðu gefist upp fyrir áfengisvandanum. „Ég ber ekki höfðinu við stein. Ef við höfum svo stranga áfengis- leit, að enginn kemst inn i húsin með vin, hellir fólk bara i sig áður enfariðerinn. Afleiðingin verður sú, að það verður ennþá ölvaðra en ella. „Það er varla ástæða til að am- ast við hóflegri drykkju. En það er sitthvað að fá sér aðeins neðan i þvi, eða að menn séu ælandi og vitlausir inni á dansleikjum. Ég vil fyrstog fremst koma i veg fyr- ir óhófsneysluna,” sagði Jón. Hann sagðist vilja undirstrika, að hann væri enginn brennivins- aðdáandi.en taka þyrfti á þessum málum eins og þau væru, og við- urkenna, að ekki væri hægt að koma algjörlega i veg fyrir ölvun á dansleikjum. „Ég er fylgjandi þvi að hafa bari opna á almennum dansleikj- um, og taka um leið fyrir allan á- fengisburð inn. Mér sýnist t.d. minni ölvun á vinveitingahúsum heldur en á dansleikjum, þar sem fólk er að bera áfengi inn sjálft.” Jón sagði það vera tæknilega hægt að stöðva allan áfengisburð inn i félagsheimilin. En hann sagði að sér fyndist þar verið að mismuna fólki eftir þvi, hversu greiðan aðgang það ætti að vin- veitingahúsum. — ÓH Ný mið - aðrar fisktegundir-------\ Vandamál okkar i fiskveiðum komu glöggt i ljós fyrir helgina, þegar sjávarútvegsmálaráft- herra fann sig knúinn til aft taka aftur fyrirskipanir Hafrann- sóknarstofnunarinnar um friðanir. Þetta gerist á sama tima og langt er gengið á fisk- veiðikvótann fyrir 1977. Sýnilegt er að ekki verftur viðlit aft halda áfram árið út með sömu veiftiaf- köstum, og fyrr eða siöar mun koma aö þvi að taka verður upp friðun á mestum hluta þeirra miða, sem Hafrannsóknarstofn- unin hefur lagt tii að friðuft verði. Sjávarútvegsráðherra stendur þvi frammi fyrir vandamálum, sem geta reynst honum erfið i náinni framtíð. Hann hefur eðlilega áhuga á þvi að friðunarákvæfti valdi ekki stöövunum eða beini öllum flotanum i einu á viðkvæm mið, eins og hér vift Suðurlandið. Enginn þarf aft ganga að því gruflandi, aft til vaxandi árekstra hlýtur að koma á milli þeirra aðila, sem eiga að annast um spádóma um viðhald fiski- stofna og sjá til aö þeir rætist eftir þvi sem stendur i ntann- legu valdi, stjórnvöld þurfa bæði að sjá til aft fiskstofnarnir njtíti sæmilegrar verndar og flotinn stöövist ekki. Kemur þá að þeirri spurningu enn einu sinni hvort ekki sé hægt að stunda veiðar á öðrutn fisk- tegundum en þeim, sem verst eru komnar. Miklar sögur hafa að undan- förnu gengið um lúðuveiðar við landið, einkum Norðmanna, og hefur því verift haldið fram að þeir dragi lúftu úr sjó sem að verftmæti jafngildi sæmilegri loðnuvertið. Þá hefur verift bent á óeftlilegan verðmun á fiski hér og i Færeyjum. Um lúftuna gild- ir að hún virðist verftlögö einum tvö hundruð krtínum undir gangverði i Noregi, og i Færeyj- um munar um 60% á fiskverfti almennt hvaft það er hærra þar. Keynt hefur verið að gefa skýringará þessu, og m.a. fund- ist sex prósent, sem hér eru greidd til viðbótar. Þá er þvi borið við að Færeyingar séu ný- búniraðhækka fiskverðhjá sér, en við ætlum að fara að hækka. Væntanlega dettur engum i hug að lúðuverð hér hækki þaö mikið aö það eittsér nái þvi verði, sem fæst fyrir þennan fisk i Noregi. Um annan afla skal ósagt látið að sinni. Hitt mega aUir sjá, að fiskverðssamningar hér eru gerðir með það fyrir augum aft efla veiðar hverju sinni á ein- hverri sérstakri fisktegund. Gildir um þaft likt og verftlagn- ingu landbúnaðarvöru, þegar verift er að fá bændur til aft breyta úr kúm yfir i kindur og öfugt. Slik stjórnun er náttúr- lega stórhættuleg, einkum þeg- ar um er aft ræfta vöru, sem lýt- ur erlendum markaðslögmál- um. Sagan af lúöuveiftum útlend- inga hér við land segir sina sögu um það, aft þeir sem möndla meft fiskverð virðast ekki alltaf fylgjast vel meft því verði sem i gildi er erlendis. Coldwater og Iceland Products i Bandarikj- unum ráfta eflaust alltof miklu um þaft hvafta fisktegundir verður að veifta vift landið, og um verð á þeim fisktegundu m er samið í lif og blóð, þtíttekki hafi tekist aft ná sama verfti og Færeyingar. Hin vaxandi vandamál vegna friðunar fiskistofna innan tvö hundruð milnanna leysast ekki meft deilum milli rannsóknar- stofnunar og ráftuneytis. Þor- skurinn hleypir ekki úr sér hrognunum þtítt Matthias og haffræftingar deili. Hins vegar væri ástæfta fyrir báfta þessa aftila að athuga hvort ekki væri hægt aft beina veiftum nú þegar að fiskitegundum, sem hafa verið verftlausar hérlendis, en seljast kannski fyrir gott verft á erlendum mörkuðum, þótt Cold- water og Iceland Products geti ekki grætt á þeim. Til þess aft svo megi verða þarf t.d. aö hækka verð á lúftu, svo mönnum finnist borga sig aft vcifta þana. Svarthöfði

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.