Vísir - 04.07.1977, Síða 10

Vísir - 04.07.1977, Síða 10
10 Mánudagur 4. júli 1977 VISIR VÍSIR C'tf'ofandi: Hovkjaprcnt hf Framkvæmdastjóri: Davíft (iuftmundsson Hitstjórar: I»orsti‘inn I'álsson ábm. ólafur Haj'narsson. Hitstjórnarfulltrúi: Bragi Guftmundsson. Króttastjóri orlcndra frélta: Guðmundur G Pétursson. • L'msjón meft llelgarblafti: Arni Þórarinsson. Hlaftamenn: Anders Hansen, Anna Heiftur Oddsdóttir, " Edda Andrésdottir, Einar K. Guftfinnsson, EliasSnæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guftjón Arngrimsson. Hallgrlmur H. Helgason. Kjartan L. Pálsson. óli Tynes. Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn Guftjónsson. Sæmundur Guftvinsson. Iþróltir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. C'tlitsteiknun: Jón Öskar Hafsteinsson. Magnús Olafsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Sölustjóri: Páll Stefánsson Auglvsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurftsson. Dreifingarstjóri: Sigurftur H. Pétursson Auglýsingar: Síftumúla K. Simar M22««. K66II. Askriflargjald kr. i:H)0 á mánufti innanlands. Afgreiftsla: Stakkholti 2-1 simi .86611 ■ Vcrft i lausasulu kr. 70 eintakift. Hilstjóm: Siftuimila II. Sími K66II. 7 línur. Prcntun: Itlaftaprenl lif. Eru einhverjir að grœða ó verðbólgunni? Um þessar mundir prédika talsmenn stjórnmála- flokkanna þá kenningu, að fólk sé að græða á verð- bólgunni. Með þessum boðskap er verið að telja mönn- um trú um að tiigangslitið sé að beita meðulum við stjórn efnahagsmála og við kjaraákvarðanir i því skyni að draga úr verðbólgunni, því að i öllum skúma- skotum þjóðfélagsins séu menn að græða á henni. Það merkilega er, að stjórnmálaf lokkarnir eru ein- huga um boðun þessarar kenningar. Aðeins er blæ- brigðamunur á framsetningu, eftir því hvaða hags- munahópar þeir telja sig í málsvari fyrir. Alþýðu- bandalagið heldur því þannig fram, að fasteignasalar og braskarar af ýmsu tagi græði nú á tá og fingri á verðbólgunni með því að fá peninga að láni og búa til steypukrónur. Framsóknarflokkurinn telur að alls konar vafa- samir aðilar í þjóðfélaginu séu að græða á verðbólg- unni utan bændur og SíS hringurinn. Sjálfstæðis- f lokkurinn, sem er næst sterkasta stjórnmálaaf lið í verkalýðshreyfingunni og byggir auk þess á fylgi at- vinnurekenda, getur engan útilokað og segir einfald- lega að undantekningarlaust séu allir að græða á verð- bólgunni og þó sérstaklega ungt fólk, sem er að koma sér þaki yfir höfuðið i fyrsta sinn. Þannig slá þeir í takt, þó að útfærslan sé ekki sú sama hjá öllum. En sannleikurinn er sá, að þetta er blekking. Það eru allir að tapa á verðbólgunni. En það er rétt, að þeir tapa mest, sem við kröppust kjör búa. Verðbólgan stuðlar þannig að efnalegum ójöfnuði í þjóðfélaginu. Unga fólkið sem er að byggja græðir ekki á verð- bólgunni, þó að það borgi skuldirnar með stöðugt verðminni krónum. I eðlilegu þjóðfélagi væri unnt að lána miklu stærri hluta íbúðarverðs til lengri tíma en nú er og á hagstæðari kjörum. Vinstri stjórninni tókst t.d. með verðbólgustefnu sinni að lækka húsnæðislán um helming frá því sem verið hafði á viðreisnarárun- um. Unga fólkið græddi ekki á þvi. Verðbólgan hefur smámsaman verið að lama út- lánagetu banka og f járfestingarlánasjóða. Fyrirtækin græða ekki á því. Við þeim blasir stöðugt að þurfa að loka vegna rekstrarf járskorts. I raun og veru eru því allir að tapa á verðbólgunni. Fyrirtækin freista þess að sjálfsögðu eins og allir aðrir að breyta venjulegum krónum í steypukrónur, en þær duga skammt til þess að halda rekstrinum gangandi. Lögmál verðbólguþjóðfélagsins er að breyta pen- ingum í steypukrónur eða f rystikistukrónur. Og það er ekki nóg að eyða venjulegu krónunum um leið og þeirra er aflað, það verður að gera löngu áður, ef menn ætla ekki að verða undir. Menn þurfa því að eyða meira og meira fyrir fram ætli þeir ekki að tapa. Þegar á þessar aðstæður er lítið er óskiljanlegt, hvernig unnt er að halda því fram, að allir séu að græða á verðbólgunni. Sannleikurinn er sá, að kenn- ingar af þessu tagi eru afsökun stjórnmálamanna og forystumanna hagsmunasamtaka, sem hafa i gegn- um tíðina ýmist í stjórn eða stjórnarandstöðu ekki treyst sér til að segja kjósendum tæpitungulaust að það er sársaukafullt að uppræta verðbólgumeinsemd- ina. Þess vegna er reynt að telja mönnum trú um að hún geri mönnum gott, a.m.k. sumum. Þannig nudda menn og naga um verðbólguna árum saman, og ekki er við því að búast að vel takist til meðan svo er. Það er höfuðskilyrði, ef árangur á að nást í viðureigninni við verðbólguna að stjórnmála- f lokkarnir átti sig á þeirri einföldu staðreynd, að það eru allir aðtapa á henni íraunog veru. Stjórnmálaflokkarnir vœnta ekki þingkosninga fyrr en nœsta vor: Aðeins Alþýðuflokk urinn er kominn í kosningaham Um tima í vor héldu stjórnarandstæðingar á lofti kröfum um afsögn ríkisstjórn- arinnar og nýjar alþingiskosningar, og er slíkt í sjálfu sér engin nýlunda í innlendri stjórnmálabaráttu. En nú bendir f lest til þess, að ekki verði efnt til kosninga fyrr en næsta vor, þegar kjörtímabil ríkisstjórnarinnar er á enda runnið. En er tæpt ár svo ýkja langur tími? Hvernig líður undirbúningi stjórnmálaflokk- anna fyrir þingkosningarnar næsta vor? Blaðið lagði þá spurningu fyrir framkvæmdastjóra þingf lokkanna, hvort flokks- starf í þeirra herbúðum hefði borið svið kosningaundirbúni gs undanfarið, og um leið, hvort þeir teldu, að almennt væri búist við kosningum fyrir lok kjörtímabils- sins. — HHH/Vísismyndir: JA Framsóknarflokkur: Of seint af stað farið Þráinn Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Framsóknar- flokksins: „Þó að þeir allra fyrirhyggju- sömustu, eins og framsóknar- menn á Vestfjörðum, séu i þann veginn að hefja skoðana könnun um það, hverjir skuli skipafjög- ur efstu sætin á framboðslista flokksins i þvi kjördæmi, þá tel ég ekki, að flokksstarfið ein- kennist afkosningaundirbúningi. Mér finnst að almennt verði ekki farið að huga að framboðs- málum fyrr en i haust eða næsta vor. Yfirleitt virðist mér fram- boð of seint ákveðin, og á ég þar ekki endilega við Framsóknar- flokkinn. Alltaf geta einhverjar breytingar, orðið, og þá þurfa nýir menn tima til þess að kynna sig, helst meira en örfáar vikur. Menn verða að hafa það stöðugt i huga, að enginn er sjálfsagður i framboð. Annars finnst okkur þessum gömlu jálkum, sem höfum stað- ið i pólitikinni lengi.heldur litið koma til kosningabaráttunnar miðað við fyrri ár. Þá hófst undirbúningur kannski upp und- ir ári fyrir kosningar, i raun og veru var alltaf hörku kosninga- undirbúningur. Siðustu árin hef- ur baráttan staðið miklu skem- ur yfir. Það er miklu meira að færast i það horf sem er er- lendis. En það er kannski bara betra.” Vilborg Ingólfsdóttir' og Ragnheiður Haraldsdóttir eru meðal fyrstu hjúkrunarfræöinganna sem út- skrifast úr Háskóla lslands. Visismynd: E.G.E.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.