Vísir - 04.07.1977, Side 11

Vísir - 04.07.1977, Side 11
VISIR Mánudagur 4. jilli 1977 11 Samtökin: Alþýduf lokkur: Ekkert gefur tilefni til að huga að kosningum nú Haraldur Henrýsson, formaður framkvæmdastjórnar Samtaka frjálslyndra og vinstri manna: i.Ég get nú ekki sagt að flokksstarfið einkennist af kosn- ingaundirbúningi. Það er lands- fundur ráðgerður hjá okkur i haust, sem ákveður þá, hvað skuli gert i þeim málum. Nei, þaö er nú ekki gert ráð fyrir kosnngum áður en kjör- timabil rikisstjórnarinnar renn- ur út. En ef eitthvað nýtt kemur upp, þá verður tekin afstaða til þess. Starfið miðast sem sagt við það, að ekki veröi kosningar fyrr en i vor. Við höfum ekki orðið varir við neitt, það hefur ekkert gerst, sem gefur tilefni til að fara að huga að kosning- ,um fyrrJi,^ Farnir að undirbúa kosningarnar Garðar Sveinn Árnason, fram- kvæmdastjóri Alþýðufiokksins: „Maður getur náttúrulega alltaf búist við kosningum. Ekk- ert er öruggt i þeim efnum. En undanfarnar vikur hefur starfokkar vissulega miöast við kosningaundirbúning. Reglur um prófkjör hafa verið mótaö- ar, til dæmis. A siðasta flokks- stjórnarfundi var svo m.a. rætt um komandi kosningar. Já, við erum sem sagt farnir aö undir- búa kosningarnar.” Sjálfstœðisf lokkur: Alþýðubandalag: Sumarið verður rólegt eins og vant er Sigurður Hafstein, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins: „Okkar starfssemi miðar við þaö, að ekki verði kosninga fyrr en á næsta ári. Enda er ekkert, sem hefur fram komið eða bendir til þess, að kosningar verði i haust. Auðvitað hljóta öll pólitisk samtök almennt að taka mið af þvi, að kosningar séu framund- an, en ekki á þann hátt, að starf okkar nú miðist við það. Þetta er náttúrulega fyrst og fremst innri undirbúningur. En það er allt félagsstarf fremur dauft yfir sumarmánuð- ina. Starfið i sumar er ekkert frábrugöið starfinu eins og þaö er yfirleitt yfir sumarið.” GERI EKKI RAÐ FYRIR , KOSNINGUM FYRR EN I VOR Ólafur Jónsson, framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsins: „Það er óhætt að segja, aö það sé ekki farið að gæta kosninga- undirbúnings hjá okkur. Þessir opnu, almennu fundir okkarhafa verið mjög venjuleg- ir undanfarið. Þeir hafa aö visu veriö óvenju fjölmennir i vor. Venjan er sú, að þingmenn fari um kjördæmin þegar sum- arfriið byrjar, og það er að visu óvenju mikið um það nú, en ég held, að það sé ekki vegna kosn- inga. Ég held, að menn geri al- mennt ekki ráð fyrir alþingis- kosningum fyrr en i vor, sér- staklega eftir að samningar leystust nú á farsælan hátt. Þetta er nú okkar viöhorf.” „Höfum mesta atvinnumögu- leika allra kandidata" — segja Ragnheiður Haraldsdóttir og Vilborg Ingólfsdóttir, sem nú eru í hópi fyrstu hjúkrunarfrœðinganna, sem útskrifast frú Hóskóla íslands „Ég held að við séum þeir kandidatar úr Há skóla íslands, sem höf- um hvað mesta atvinnu- möguleika” sagði Vil- borg Ingólfsdóttir, einn hinna fjórtán nýútskrif- uðu hjúkrunarfræðinga i samtali við Visi. „Við höfum fengið mörg at- vinnutilboð, og þau störf sem okkur bjóðast eru mjög margvisleg.” Fyrstu hjúkrunarfræðingarnir útskrifuðust fyrir skömmu frá Háskólanum og i tilefni af þvi fór- um við og ræddum dálftið við tvo þeirra, Vilborgu Ingólfsdóttur og Ragnheiði Haraldsdóttur, á heimili Vilborgar i Bergstaða- strætinu. Vilborg lauk námi við Hjúkrunarskóla Islands áður en hún fór i hjúkrunarfræðina i Há- skólanum. „Mig langaði til að öðlast aukna menntun og ég tel að hana hafi ég vissulega fengið” sagði Vilborg. „Mér finnst ég sjá hjúkrunarstarfið i allt öðru ljósi eftir að hafa stundað nám 1 hjúkrunarfræðum við Háskól- ann” Ragnheiður sagðist hafa byrjaö i hjúkrunarfræðinni af hreinni til- viljun og bætti við að hún hefði sannarlega ekki séð eftir þvi. „Þessi grein kemur inn á svo mörg svið mannlifsins og ég sá fram á að námið og seinna starfið myndi verða mjög fjölbreytt.” „Stend á krossgötum en ekki einstefnuaksturs- götu.” „Námið i hjúkrunarfræðum tengistmjög öðrum greinum, svo sem félagsfræði og sálfræði” hélt Ragnheiður áfram. „Fjölbreytni hjúkrunarfræðinnar lýsir sér vel i þvi að þessar fjórtán konur sem útskrifuðust i vor munu væntan- lega fara fjórtán mismunandi leiðir þegar út i starfið kemur. Ég hef það á tilfinningunni að ég standi á krossgötum að prófi loknu, en ekki einstefnuaksturs- götu. Við getum bæði fengið okk- ur vinnu innan sjúkrastofnana og utan og möguleikarnir eru óþrjót- andi.” Þær Vilborg og Ragnheiður sögðust báðar hafa mestan áhuga á almennri hjúkrun en auk þess hjúkrunarrannsóknum, stjórnun, kennslufræði og heilsuvernd. Eru að ljúka fyrstu ís- lensku hjúkrunarrann- sókninni. „Aðferðafræði rannsókna er snar þáttur námsefnis siðasta námsárs, en þetta hefur verið fremur litt þekkt svið innan hjúkrunarfræðinnar hér á landi” sagði Vilborg. „Gildi rannsókna er auðsætt fyrir framþróun hjúkrunar sem visindagreinar og þessa dagana eru B.S. hjúkrunar- fræðingar að leggja siðustu hönd á fyrstu islensku hjúkrunarrann- sóknina, sem beinist að fræöslu skurðsjúklinga fyrir aðgerðir. Við vonumst til að rannsóknir sem þessi stuðli að bættri hjúkrun i framtiðinni.” „Stjórnun hefur verið kennd af kanadiskum prófessor og fól sú kennsla i sér bæði skipulagningu starfs á sjúkrahúsum og sam- skipti hópa, bæði samskipti starfshópa innbyrðis og sam- skipti starfsfólks og sjúklinga” tók Ragnheiður við. „Kennslu- fræðin er stór þáttur i öllu hjúkrunarstarfi, bæði i sambandi við fræðslu til sjúklinga og heil- brigðra einstaklinga.” „Við höfum einnig mikinn áhuga á heilsuvernd vegna þess að hún verður æ stærri þáttur i heilsugæslu nútimans. Það er eðlilegt að kröftum verði beint meira að fyrirbyggjandi aðgerö- um og varnarráðum gegn þeim meinvænu þáttum sem við þekkj- um I umhverfinu. Kennsla i heilsuvernd gengur sem rauður þráður gegnum allt nám okkar i Háskólanum.” Sendikennarar á vegum Alþjóða heiibrigðismála- stofnunar. Námsbrautin i hjúkrunarfræð- um annast kennslu og rannsóknir i hjúkrunarfræðum. Á vegum námsbrautarinnar eru kennd al- menn hjúkrunarfræði og sér- greinar. Þessi kennsla hefur bæði verið i höndum islenskra hjúkrunarkennara og erlendra sendikennara, sem hafa verið hér á vegum Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar. Einnig hafa kom- ið hingað til ráðgjafar og dvalar ýmsir erlendir sérfræðingar i hjúkrun. Ein af veigamestu ástæðunum fyrir stofnun námsbrautarinnar á sinum tima var að sögn Vilborgar og Ragnheiðar sú, að hingað til lands voru boðaðir fulltrúar Al- þjóðaheilbrigðismálastofnun- arinnar i kringum 1970 til að benda á varanlega lausn á skorti á hjúkrunarfræðingum. Þeir lögðu til aö námið yrði flutt á há- skólastig. Tekið tillit til þarfa hvers einstaklings Þær Ragnheiður og Vilborg voru sammála um það að sú hug- myndafræði sem lægi til grund- vallar hjúkrunarkennslu i Há- skólanum væri frábrugðin þvi sem menn ættu að venjast hér á landi, en henni ykist hins vegar stöðugt fylgi erlendis. „1 stuttu máli má segja að mið- að er við að hjúkrun sé einstakl- ingshæfð fremur en verkhæfð” sagði Ragnheiður. „1 þvi felst að tekið er tillit til þarfa hvers ein- staklings og lögð áhersla á sál- ræna og félagslega jafnt sem likamlega þætti hjúkrunar.” Viðræður i gangi um stéttaraðstöðu og laun. „Við höfum ekki haft neinn tima enn til að sinna stéttahags- munamálum” sagði Vilborg þeg- ar við spurðum hana hvar hjúkrunarfræðingar B.S. yrðu nú staðsettir i kerfinu. „Nú eru i gangi viðræður við ýmsa aðila um það hvernig stéttaraðstöðu og launum verður háttað, en enn hefur ekkert verið ákveöið.” Mestur hluti þeirra fjórtán- menninganna ætlar nú að hefja starf inni á deildum sjúkrastofn- ana við almenn hjúkrunarstörf til að byrja með. Margar hafa hug á að fara svo næsta vetur I kennslu- og uppeldisfræði i Háskólanum til að fá full kennsluréttindi. - AHO

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.