Vísir - 04.07.1977, Síða 12
12
: :
llllp
verólækkun
á ^asium hjólbörðum - ótrúlegt tilboó.
sem enginn ætti aó hafna - pantió strax
Mánudagur 4. jiill 1977 VISIR
ist. Hefur þetta leitt til þess, aö
góður vinnuandi ríkir i skólanum
og afkastageta unglinganna
reynst miklu meiri en gert var
ráö fyrir i byrjun.
Kynning á þjóðfélaginu
Þá stendur skólinn fyrir fræöslu
um uppbyggingu þjóðfélagsins og
kynningu á helstu atvinnuvegum
þess.
Kynningin, sem stendur i sex
daga, er ekki alveg hin sama fyrir
alia aldurshópa.
Tilhögun kynningarinnar er i
meginatriðum eftirfarandi.
1. dagur. Skógrækt. Farið
verður að Fossá i Hvalfirði og
plöntur gróöursettar undir leið-
sögn manna frá Skógræktar-
félagi Kópavogs
2. dagur. Sjávarútvegur. Farið
verður með tvo 30 manna hópa
niður á Reykjavikurhöfn, og fer
annar hópurinn með m/b Kára
Sölmundarsyni i fimm tima sigl-
ingu. Um borð verða tveir kenn-
arar frá Fiskifél. Islands sem
munu fræða unglingana um
helstu þætti sjávarútvegsins og
leiðbeina þeim við handfæraveið-
ar. Hinn hópurinn mun á sama
tima heimsækja þrjár nálægar
fiskvinnslustöðvar og fræöast um
starfsemi þeirra.
3. dagur. Þjónusta. Hagkaup
heimsótt og starfsemin skoðuö.
Siðan farið til Landhelgisgæsl-
unnar og fræðst um starfsemi
hennar. Siðdegis sama dag er
námskynning. Farið i heimsókn i
fjölbrautarskólana i Breiðholti og
Flensborg, Kennaraháskóla
Islands og Háskólann. Þá er
Handritastofnunin heimsótt.
Fyrir eldri unglingana (fædda
1963) er þriöji dagurinn nokkru
ööruvisi. Þá verður farið i Álverið
1 Straumsvik og fyrirtækið Lofts-
son,”, en siðar til Sambands Isl.
samvinnufélaga.
4. dagur. Rekstur og stjórnun
bæjarins, menningarmál og fjöl-
miðlun.
Hlýtt verður á fyrirlestur um
uppbyggingu og stjórnun bæjar-
félagsins. Siðan verða ýmsar af
stofnunum þess heimsóttar s.s.
Strætisvagnar Kópavogs, Bæjar-
skrifstofurnar og Félagsmála-
stofnunin, Listasafn Islands og
Norræna Húsið. Siðan verða dag-
blöðin sótt heim og fylgst með þvi
sem þar gerist. Þá munu for-
svarsmenn blaðanna fjalla örlitiö
um hlutverk fjölmiðlunar i nú-
timaþjóðfélagi
Fyrir unglinga fædda 1963 er
annað dagskrárefni þennan dag,
þ.e. landbúnaðarkynning. Fariö
verður dagsferð austur fyrir f jall.
Byrjað á þvi að heimsækja
Mjólkurbú Flóamanna og skoða
starfsemina þar. Siðan veröur
haldið að Gunnarsholti og dvalist
þar fram eftir degi. A heimleið-
inni verður komið við i Garð-
yrkjuskólanum i Hveragerði.
5. dagur. Landbúnaður. Sveita-
býli á Suðurlandsundirlendi og i
Borgarfirði heimsótt og dvalist
daglangt við landbúnaðarstörf.
Eins og fram kemur hér að ofan
er öll dagskráin ekki fyrir sömu
aldurshópana.
t siglingu á
laugardaginn
Sfðasta feröin með unglingana
á Kára Sölmundarsyni var farin á
laugardaginn, og af þvi tilefni
voru ýmsir af forystumönnum
Kópavogskaupstaðar með i för-
inni.
ESJ.
Vinnuskólinn i Kópavogi, sem
undanfarin sumur hefur verið
starfræktur fyrir þá unglinga,
sem sökum aldurs eru ekki gjald-
gengir á hinn almenna vinnu-
markaö, hefur starfað með
nokkru öðru sniði en venjulega nú
I sumar,
Miðað er aö þvi að gera hlut
unglinganna sem stærstan og
jafnframt að koma inn jákvæðu ,
hugarfari gagnvart vinnusemi.
Kaupið hefur verið hækkað veru-
lega i þvi skyni, og er timakaupið
nú frá 229 krónum fyrir yngstu
unglingana (þá sem eru fæddir
1964) upp i 389 krónur. Vinnutim-
inn er átta stundir á dag fyrir tvo
elstu árgangana, en fjórar stund-
ir á dag fyrir hina yngri.
Einnig hafa verið valinn
verðugri verkefni fyrir ungling-
ana til að kljást viö en áður þekkt-
4.2M7
Framhjólamynstur
1100 x 20/16 - 56.300
1000 x 20/14 - 52.600
900 x 20/14 -47.700
825 x 20/12 - 36.600
JÖFUR hf
Afturhjólamynstur
1100 x 20/16 - 57 800
1000 x 20/14 - 54.500
900 x 20/14 - 49.200
825 x 20/14 - 39.600
AUOBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMI 42600
vörubifreióastjórar
Vinnuskólinn í Kópavogi fer inn ó nýjar brautir:
Kynnir nemendum
atvinnuvegi ís-
lensku þjóðarinnar
Nýr útibús-
stjóri Lands-
bankans ó
Egilsstöðum
Sigurjón Jónasson hefir ver-
ið ráðinn útibússtjóri viö útibú
Búnaðarbanka tslands á
Egilsstöðum.
Sigurjón er Snæfellingur,
fæddur 2. marz 1942. Hann
lauk námi i Samvinnuskólan-
um 1963 og hóf þá störf við úti-
bú Búnaðarbankans á Egils-
stöðum. Varð hann fulltrúi iiti-
bússtjóra 1964 og hefur sfðan
oft gegnt störfum útibússtjóra
I forföllum hans.