Vísir - 04.07.1977, Síða 27
Sverrir Runólfsson sýnir blaðamönnum vegakafla þann sem hann gerðiá sinum tima.
Lói mér þeir sem viljo
Sverrir Runólfsson skrifar:
Nú þegar litið er til baka á
þann tilraunakafla á Kjalar-
nesi, sem ég var að reyna að
framkvæma, þá veit ég að það
eru skiptar skoðanir um hvort
ég hefði áttað gefast upp, hætta
i miðju verki og oft var ég
kominn á það stig, ellegar að
hætta á að eitthvað jákvætt
kæmi Ut Ur tilrauninni, þrátt
fyrir lélega framkvæmdaað-
stöðu og allan þann „ótuktar-
skap” sem mér var sýndur á
framkvæmdatimanum, þegar
ég þurfti á hjálp að halda, mest
vegna svikinna loforða.Lái mér
hver sem vill, að ég ákvað að
halda áfram þótt tilraunin hafi
farið fram Ur kostnaðaráætlun,
en þann þátt mun ég birta i
formi greinargerðar siðar. En
nú skulum við snúa okkur að
sumu þvi sem jákvætt hefur
komið fram. Ég tel mig vera bú-
inn að sanna að þetta er hægt
hér á landi eins og annars stað-
ar, þegar vitaskuld, fullkomin
tæki eru fyrir hendi, þessi til-
raun burðarlags og slitlags er
byggð á lágmarki efnis og
þykktar. T.d. er i reglum talað
um 4—10% af sementi i burðar-
lagið. Við notuðum aðeins 4% i
öllu verkinu. Það er talað um
upp i 25cm þykkt burðarlag, við
fórum niður i 10 cm þykkt. Eins
og vitað er, er slitlag yfirleitt
c.a. 5—6 cm þykkt, við fórum i
undir 1 cm. Það eru n iu mis-
munandi tilraunir i gangi á
þessum 1200 m. kafla. Ég get
bent á töluvert i hverri tilraun,
sem hefur komið út jákvætt. Ef
á heildina er litið þá sýnist mér
að tilraunin hafi tekist 90%,
(meira hlutfallslega i burðar-
laginu en slitlaginu), sem ég
býst við að flestum þeim sem að
tilraunum standa, finnist dá-
góður árangur. Það er nú þess-
vegna sem tilraunir eru gerðar,
að sjá hvað er hægt og hvað er
ekki hægt. Ég álit að ef menn
vilja vinna saman og taka það
út úr þessari tilraun sem er
jákvætt, mun hún spara
þjóðinni ekki aðeins milljónir,
heldur milljarða.
Meira að segja, á þynnstu
köflunum er ótrúlega mikið,
sem ekki hefur hreyfst. Mundu
það lesandi góður, að með rétt-
um tækjum þá er útkoman
ávallt allt að 100% jákvæð og
það eru þau sem okkur vantar
hér álandi. Fullkomin tækigera
það að verkum að kostnaður
verður i' lágmarki, eins og það
er ódýrara að ýta 1000 tenings-
metrum af jarðvegi með jarð-
ýtu, heldur en að moka honum
með matskeiðum. Vegna þess
að fjölmiðlar hafa aðeins birt
það neikvæða við kaflann þá
langar mig til að sýna myndir
hér af sumu þvi jákvæða.
Siðastliðinn vetur er annar
veturinn sem kaflinn erkeyrður
Það er ekki vitað hvað mikið
kaflinn var keyrður veturinn
1975—1976, en það var keyrt
aðeins á sem entsbundnu
burðarlagin, þvi ég fékk hvorki
tæki né efni til að setja slitlagið
á, sem er mjög áriðandi. Þess
vegna er alve ótrúlegt að kafl-
inn skemmdist ekki meira, eftir
að standa óvarinn (það er án
slitlags) allann veturinn
•75—’76, sem var einn mesti
umhleypinga vetur sem komið
hefur. Ég hef ætlað mér að vera
uppii á Kjalarnesi einhvern
næsta sunnudags eftirmiðdag
og mun ég svara öllum þeim
spurningum sem koma fram,
sem sagt, sitja fyrir svörum á
staðnum. „Blöndun á Staðnum”
þátturinn i þessu verki tók t.d.
sjö klukkutima Eins og ég sagði
áður þá lái mérhver sem vill að
ég hélt áfram þrátt fyrir að i
óefni var komið, en vegagerð á
Islandi getur ekki haldið áfram
eins og hún hefur gert, það sér
hver heilvita maður. Nú skora
ég á þá sem að vegagerð standa
hér á landi, að taka höndum
saman, staðinn fyrir að vinna á
móti hvorum öðrum og koma
vegakerfi landsins i 1. flokks
lag, þá sérstaklega stranda og
sveitavegum, sem eru lifæðar
þjóðarinnar,en það erekki hægt
með fornaldar tækjum.
Ennfremur skora ég á fjölmiðla
að taka það jákvæða fyrir úr
þessari tilraun, en ekki einungis
það neikvæða eins og hingað til
hefur verið gert. Ég viðurkenni
að ég spilaðidjarft við þessa til-
raun, en ég á eftir að sanna að
engir eru færari i vegagerð en
Bandarikjamenn og Canada-
menn, t.d. á seinasta verki sem
ég vann áður en ég kom heim,
var vél sem blandaði efnið á
staðnum og lagði það i yfirborð-
iö eins slétt og gólfið heima hjá
þér, lesandi góöur. Þetta eru yð-
ar (skattborgari góður) pen-
ingar, sem ég var neyddur til að
„fara illa með” og býðst ég til
að koma tilfundar hvertá lands
sem er og ræða málin.
Guö blessi heimilið
Höfum fengið
nokkurt magn af
púströrsklemmum,
pústbörkum,
púströrsuppihengjum,
rafmagnsþróð og
hosuklemmum
Látum þetta á lægsta
heildsöluverði ef tals-
vert magn er keypt.
ODYRT OG GOTT:
—U-klemmur
1/8
1/4
3/8
1/2
5/8
3/4
7/8
2 3
2 1/8 3 1/4
2 1/4 3 1/2
2 3/8 3 3/4
2 1/2 4
2 5/8
2 3/4
2 7/8
SB hE) ?
AVGAS-upphengjarar
9030
AWAB-
slönguklemmui
14 10-14 mm 50 38-50
17 11-17 56 44-56
20 13-20 65 50-65
24 15-24 75 58-75
28 19-28 85 68-85
32 22-32 95 77-95
38 2 6 - 3~8 112 87-112
44 32-44 138 104-138
165 130-165
Bilavörubúðin Fjöðrin h.f.
Skeifan
VL
Eftir 14 ára
reynslu á Is-
landi hefur
run tal-OFNINN
sannað yfir-
burði sina yfir
aðra ofna sem
framleiddir og seldir eru á tslandi.
Q
Q
)
:)l
Engan forhitara þarf að nota við runtal-OFNINN og eykur
það um 30% hitaafköst runtal-OFNSINS
Það er alstaðar rúm fyrir runtal, runtal-OFNINN er
framleiddur úr svissnesku gæðastáli.
Runtal-OFNINN er hægt að staösetja alstaöar.
Stuttur afgreiðslutimi er á runtal-OFNINUM.
VARIST EFTIRLIKINGAR, VARIST EFTIRLIKINGAR
runtal OFNAR hf.
Siðumúla 27.
Ofnasmiðja Suðurnesja hf. Keflavlk.
Permanent
Mikið permanent - Lítið permonent -
Úrvals permanent
Smurbrauðstofan
Njólsgötu 49 - Simi 15105
Kórgreiðslustofan VALHÖLL
Óðinsgötu 2 - sími 22138
-
Höfum til sölu:
Rússi órg. 1975
ekinn 13 þús. km
Verð kr. 2.500.000
Til sýnis og sölu hjá
BtLASALA
GUDFINNS
I Hallarmúla 2, simi 81588
Opiö á laugardögum