Tíminn - 31.10.1968, Page 5

Tíminn - 31.10.1968, Page 5
5 \ FIMMTUDAGUK 31. október 1968. TIMINN Hrteykslanleg skrif. Jón Sigtryggson skrifar: „í Lesbók Morgunblaðsins hinn 27. okt. s.l. birtist lurðu- leg ritsmíð eftir Gísla Sigurðs son, um dómsniðurstöðu und- irréttar og Hæstaréttar í svo kölluðu Ásmundarmáli, þar sem bátur hans var gerður upptækur til ríkissjóðs, vegna þess að leigutakar notuðu bát inn til að smygla víni iinn í landið á honum í stórum stíl. Gísli talar um viðtöl við fólk ra förnum vegi“, og segir með- al annars: „Þar tóku allir í sama streng; menn trúðu því tæpast, að æðsti d'ómstóll lands ‘gæti kveðið upp svo ómann- eskjulegan dóm“, Takið eftir, lesendur, „svo ómanneskjuleg- an dóm“. Og Gísli heldur áifram: „f augum almennings hefur dómsvald í landinu og þá sérstaklega hæstiréttur beð- ið mikinn hnekki. Að vísu er hægt að hengja hatt sinn á lagabókstai í þessu máli, en til hvers eru löglærðir dómar- ar?“ Enn segir Gísli: „Ef vand- inn að vera (Jómari við æðsta dómstól landsins er ekki annar en sá að fletta upp í bókum til að staðfesta hvað stendur þar, mætti þá ekki eins biðja skrifstofustúlkurnar í dóms- málaráðuneytinu að taka að sér þessi fyrirhöfn. Við trúum því, að góður og réttlátur dóm- ari dæmi ekki eins og róbot eða vélmenni." Skilningsleysi. Hér haldast í hendur þekk- ingar- og skilningsleysið. Þessi maður tekur sér fyrir hendur að skrifa um mál, sem hann hefur greinilega ekkert vit á. Hann ætlast til þess, að Hæsti- réttur dæmi ekki að lands lög- um, ef lögin og óskir almenn- ings rekast á. Hann ■ virðist ekki hafa neina hugmynd um það, að fyrsta og helgasta skylda hvers dómstóls og þá einníg Hæstaréttar, er að dæma eftir lögum landsins. Lög kunna að vera ófullkom- in og gölluð, en það er ekki á valdi dómstóls áð breyta þeim, heldur löggjafans, Al- þingis. Þetta virðist Gísli ekki vita, sem hver meðalgreindur maður á landinu veit þó. Hann spyr: „ .. .. en til hvers eru löglærðir dómarar?" Gísli talar um, að góður og réttlætur dómari, dæmi ekki eins og „róbot“. Eigi þetta orð- bragð að vera einskonar stimp- ill á Hæstarétt, þá tel ég það orka tvímælis, að rétt sé af dómsmálaráðherra að láta slík ummæli afskiptalaus. En sá möguleiki er líka til, að Gísli hafi ekki meint þetta eins illa og orðin hljóða, heldur hafi hann langað til að sýna lesend- um að hann kunni fleiri mál en íslenzku, að hann hafi einnig litið í þýzka bók. En slíkt er háttur margra lítilla karla. Að dæma að lögum. Ég minnist þess ekki á langri ævi að hafa nokkurn tíma fyrr séð heiftarlega árás á dómstól fyrir það að dæma að landslögum. Hvar væri kom- ið réttaröryggi og réttarvörzlu í þessu landi, ef dómstólar dæmdu ekki eftir lögum? Ég veit aðeins eitt dæmi þess, að íslenzkur dómari gangi fram- hjá lögum í dómi sínum, af á- settu ráði, en það skeði fyrir tæpu ári, þegar yfirdómur dæmdi í verðlagsmálum land- búnaðarins. Það mæltist ákaf- lega il'la fyrir um allt land, sem vonlegt var. En ef til vill óskar Gísli eftir slíku róttar- fari. Það tvennt má vera gleði- efni öllum, annað að eigand- inn fékk bát sinn aftur, og hitt, að þjóðin fékk enn sem oft áður sönnun fyrir því, að Hæstiréttur víkur ekki frá því, að hafa landslög að undir- stöðu dóma sinna. Hæstirétt- ur hefur óskorað traust þjóð- arinnar, og heuni er lífsnauð- syn að það haldist. Þar er val- inn maður í hverju rúmi. Þar hefur verið og er enn unnið af frábærri samvizkusemi og rétt- lætiskennd. Það er því ömur- legt, að sjá slík sorpskrif um Hæstarétt, sem grein Gísla Sigurðssonar. Og það er leið- inlegt að stærsta og rikasta dagblað skuli þurfa að nota svona lélegan vinnukraft." Einkennileg verðlaunaveiting Akureyrarbúi skrifar: „Kæri Landfari. Mig langar til að senda þér örfáar línur og þakka fyrir marga góða þætti, þótt mér finnist sumir of langir um sama efni. Síðan er bezt að byrja á byrjuninni. Það hefur vakið mikið umtal hér fyrir norðan, svo ekki sé kveðið fastara að orði, verð- launin, sem þau hlutu Guð- bergur Bergsson og Svava Jakobsdóttir. Fyrr má nú rota en dauðrota. Eitt orð yfir bók Guðbergs — andstyggileg. Smásögui] Svövu, lélegar. Björn Th. Björnsson og Stefán Júlíusson virðast lítið vita hvað þeir gera — forsmá rithöfunda, sem eru dáðir. Virð ast hafa klæðzt rauðum skykkj um, en þó hálfgagnsæjum. Setning Alþingis Ég hlustaði á setningu Al- þingis, sem að venju hófst með guðsþjónustu, sem mér fannst nú heldur lítið til um. Prestur inm hefði átt að sleppa ein- hverju úr Biblíunni, en tala meira og rækilegar við alþing- ismenn. Reyna að biðja þá að leysa þau vandkvæði, sem að þjóðinni steðja, en láta „við- reisnina" lönd og leið. Hlíta góðum tillögum hvaðan, sem þær koma. , Og einnig hefði mér fundizt, að presturinn hefði átt að minnast hins nýkjörna forseta ofckar með blessunarorðum. Þetta var eins og allir vita fjTsta ganga hans til kirkju sem þjóðhöfðingja. En forset- inn bætti það upp með sinni snjöliu ræðu. Við horfum með björtum augum á starf hans sem forseta okkar þjóðar.“ Þaramjöl, ekkert annað en þaramjöl. Þá er grein frá J. A.: „Það er ekki alltaf gott að vera of fast bundiun við gaml- an vana. Við höfum nú notað áburð frá Gufunesverksmiðj- unni í nokkur ár og hefur hann gefizt misjafnlega. Hann á sennilega ekki við okkar jarð- veg. Vildi ég leggja til, að búið | yrði til þaramjöl, nægilegt | handa íslenzkum landbúnaði og i-i nota það í minnst tvö ár á meðan jörðin er að ná sér aft- ur. — Selja Gufunesáburðinn úr landi. Ég veit af reynslu, að þaramjöl er miklu betri áburð ur en kjarninn. Alveg sami kostnaður við að dreifa því og sömu verkfæri. Við verðum að hafa kalk með. Jörðin er orð- in svo súr af kjarnanum og þarf mikið til að koma jarð- veginum í nautral ástand aftur. Þaramjölið eykur bakteríu- lífið í jarðveginum og verður jörðin betur undir búin að framleiða heilbrigðara og efn- isríkara gras en loftáburður- inn, þrátt fyrir það þótt okkar vitru búfræðingar haldi því fram að loftáburðurinn standi ekki í sambandi við veiklun kúnna, þá er það víst, að loft- áburðurinn á þar mestan' þátt í. Jarðveginn verðum við að bæta og það gerum við ekki með öðru betur en þaramjöl- inu. Það má notast við sildar- mjölsverksmiðjurnar á veturna, Þegar þær eru ekki að starfa við sildarmölun. Því skyldum við ekki geta notað þaramjölið eins og þær þjóðir, sem hafa keypt okkar litlu framleiðslu? Það eru engin búhyggindi að selja kjarnann, en nota aftur ruslið.“ Landsmálaályktanir kjðr- dæmisþingsíns á Laugum KJÖRDÆMISÞING Framsóknar manna í Norðurlandskjördæmi eystra minnir enn á. að það sem mestu máli skiptir í íslenzkum stjórnmálum. er að tryggja til framoúðar sjálfstæði ríkisins, eignarumráð þjóðarinnar yfir landi sínu og auðlindum. þjóðlega menningu, framfarir og bættan þjóðarhag. Því leggur kjördæmis- þingið áherzlu á: 1. Að landið sé byggt allsstaðar þar sem lífvænlegt er, og tekin upp áætlunargerð, sem stuðli að framgangi byggingastefnunnar. 2. Að sporna gegn því, að út- lend áhrif verði ráðandi í íslenzku atvinnulífi og þjóðlífi. 3. Að þjóðin beini vinnuafli og fjármagni til lausnar aðkallandi verkefnum í þágu atvinnulífs, framfara, gjaldeyrisöflunar og aukinnar framleiðni og tryggi öllu vinnandi fólki næga atvinnu við þjóðnýt störf. 4. Að efla almenna menntun og auka starfsþjálfun og hagnýta sér menntun, ennfremur að jafna að- stöðu æskufólks til menntunar. 5. Að stefna beri að stöðugu verðgildi íslenzkrar krónu. 6. Að cékin sé upp heildar- stjórn gjaldeyrismála þjóðarinn- ar með hliðsjón af gjaldeyrisöfl- un og þörfum framleiðsluatvinnu veganna. 7. Að tryggt sé, svo sem unnt er, að til starfa í einstökum greinum í opinberri þjónustu og í þjóðarbúskapnum yfirleitt, velj ist fyrstj og fremst það fólk. sem hæfast er í þeirri starfsgrein, sem um er að ræða hverju sinni. 8. Að stuðla að því, að opin- berir aðilar, fyrirtæki og einstakl- ingar gæti varúðar í meðferð fjár- muna og að auka aðhald t.il að koma í veg fyrir misferli í fjár málum. 9. Að utanríkisþjónustan verði endurskipulögð, m.a. með tilliti til markaðsöflunar erlendis. 10. Að þjóðfélagið efli raun- hæfa baráttu gegn áfengisplág- unni. Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra 31. ágúst 1968 leggur á- herzlu á, að stjórnarskráin verði tekin til ítarlegrar endurskoðun- ar, og að ljúka beri þeirri end- urskoðun svo. að ný stjórnarskrá geti tekið gildi eigi síðar en árið 1974 á aldarafmæli íslenzkrar stjórnarskrár. Þingið telur rétt. að tekin verði upp einmenhings- kjördæmi og að landinu verði skipt í umdæmi (fylki), sem öðl- ist sjálfsstjórn í sérstökum mál- um, sem varðar umdæmin, hvert fyrir sig og nú eru í höndum ríkisvaldsins. Það er skoðun þings ins, að með þessum hætti verði bein álhrif fóíksins í dreifbýlinu á stjórn þjóðfélagsins aukin veru- lega og stuðlað að auknu jafn- ræði milli landshluta. Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra lýsir ánægju sinni yfir þvi samstarfi, sem tekizt hefur milli Sambands íslenzkra samvinnufé- laga og Alþýðusambands íslands um rekstur Bréfaskólans og fagn- ar auknum umræðum um samstarf þessara aðila. Vill þingið leggja áherzlu á það, sem eina mikil- vægustu varnaraðgerð gegn ill- æri og sóknaraðferð til velmegun- ar, að almemningur skipi sér sem fastast til opinskárrar þátttöku í samvinnuhreyfingunni og geri hana öflugri en verið hefur um sinn til góðra á'hrifa í þjóðfélag inu. Kjördæmisþingið vill ieggja sérstaka áherzlu á þá þörf. að stéttarsamtökin hafi sem beztan aðgang að upplýsingum. sem þau telja sig mega treysta um bjóð- arhag og hag sinnar stéttar Vili því þingið hvetja til eflingar hag- stofnana stéttarsamtakanna og aukinnar samvinnu þeirra við Hag stofú íslands. Kjördæmisþingið vekur sér- staka athygli á því mikilsverða Framhald á bls. 15. 1 A VÍÐAVANGI Gulleyjan vék „Gulleyjan vék fyrir umræð um um fjárlög“, segir Vísir í stórfyrirsögn fyrir nokkrum dögum. Það var orð að sönnu. Það var engin „gulleyja" norð- ur í svalköldum sævi, sera Magnús fjármálaráðherra lýsti eftir „viðreisnar“-áratuginn. — En hún var sannarlega „gylt“ eyjan, sem viðreisnarpostularn ir lofuðu þjóðinni 1960, og aft ur við ’tvennar næstu kosning- ar. Nú er sú gylling orðin grá auðn, og þær eru ekki mann- borlegar hetjurnar, sem sögðu þjóðinni, að allt væri enn loga gyllt fyrir rúmu ári, og meira að segja fyrir einum fimm mánuðum sögðu þeir ,að tekizt hefði að leysa allan vanda bet- ur en nokkurn hefði órað fyrir, og ríkisstjórnin hefði aldrei verið sterkari. Nú koma þeir fram fyrir þjóðina og játa f verki og orði gylliblekkingu sína og algera uppgjöf. Vesalmennskan verst Dugmikil þjóð getur tekizt á við tímabundinn vanda og mikla örðugleika frá hendi náttúrunnar og ytri áhrifa, sem hún ræður ekki við, og slíkur vandi einn verður henni aldrei hættulegur, jafnvel stælir hana og byggir nýjan og traustari grunn. Það er aðeins þegar „óáran“ kemst í stjórnendur og forsjármenn þjóða, sem veru- leg vá er fyrir dyrum, þegar forystan bregzt eða er sjúk af spilltu íhaldi og taglhnýtingum þess. Sitji við stjórn dugmiklir og heiðarlegir menn, sern hafa hag alþjóðar fyrir augum og kjark til þess að berjast, er engin vá fyrir dyrum, aðeins hörð manndómsraun. En þegar það gerist eins og á síðustu missirum, sem Konungsskugg- sjá telur mesta ólán þjóðar, að óáranin er mest í stjórnendun- um, svo að þeir hafa engan manndóm til að snúast til gagn sóknar, en híma í höm meðan nokkurt skjól er að fá við láns forða gjaldeyris, og þora ekki að snúast til skynsamlegrar varnar, en á meðan magnast all ur vandi um allan helming og verður margfalt torleystari en verið hefði, ef tekjð hefði ver- ið í tauma, þegar séð var hvert stefndi. Niður hjarnið En slíkan manndóm átti þessi ríkisstjórn ekki til, af þvi að hún var á valdi annarlegra sér- gróðaafla í þjóðfélaginu og liafði í öndverðu selt sig þeim fjanda. í samræmi við það, var sett upp gamalt og úrelt kerfi svonefndra efnahagslögmála, sem hæfði fslendingum álika vel og pípuhattur í roki. Þegar pípuhatturinn fauk, skaut ríkis stjórnin aðeins höm í veðrið og lét sig renna niður hjarnið. Stjórnvizkan birtist þjóðinni í þeirri tragikómisku mynd, að nú segir fjármálaráðherrann. að ekki hafi verið hægt að gera neitt til viðnáms í vetur, vor cða sumar, af því að „ekki var unnt að gera sér grein fyrir aflabrögðum á þessu sumri eða hausti“, eins og Vís- ir telur fram sem kjarna úr ræðu hans. Ömurlegri uppgjaf- arjátning verður varla orðuð. Þar játar ríkisstjórnin hrein- lega, að hún hafi gefizt alveg Framhald a bls. 15.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.