Tíminn - 31.10.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.10.1968, Blaðsíða 9
TIMINN FIMMTUDAGUR 31. október 1968. '<27 O Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkværadastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Heigason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur I Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7 Af. greiðslusími: 12323 Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr 130,00 á mán innanlands. — f lausasölu kr. 8.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. Lausn vandans Það játa því allir, að þjóðin eigi í miklum efna- hagslegum erfiðleikum. Glíman við þá er líkleg til að verða löng og erfið. Frumskilyrði þess, að vandinn verði leystur, er þó öðru fremur það, að menn geri sér grein fyrir örsökum hans og dragi réttar ályktanir af því. Höfuðskýring ríkisstjórnarinnar á vandræðunum er sú, að gjaldeyristekjurnar hafi orðið 40% minni árið 1967 en árið 1966 og í ár verði þær svipaðar eða jafn- vel minni en 1967. Þetta er vissulega mikið áfall, ef miðað er við árið 1966 eitt. En sá samanburður er ekki réttur, því að árið 1966 var algert metár. Réttara er að miða við meðaltal seinustu 10 ára. Þá kemur í ljós, að árið 1967 var miklu meira en meðalár. Það var fjórða mesta aflaárið, sem hér hefur komið, og þriðja bezta árið, ef miðað er við viðskiptakjör. Hitt er eigi að síður staðreynd, að þótt árin 1967 og 1968 flokkist þannig undir sæmiieg meðalár er afkoma atvinnuveganna mjög léleg. Flest atvinnufyrirtæki hafa verið með hallarekstur bæði árin. Rekstri þeirra er m. ö. o. svo komið, að þau þurfa miklu meira en meðal- árferði til þess að geta borið sig. Þetta er ömurleg staðreynd í lok mesta góðæris, sem hér hefur verið. Og skýring hennar er engin önnur en sú, að hér hefur verið fylgt alrangri stjórnarstefnu eða réttara sagt stefnu stjórnleysis á sviði fjárfestingarmála og gjaldeyrismála. Slíkri stefnu fylgja verðhækkanir og verðbólga eins örugglega og nótt fylgir degi. Það hefur líka sannazt fullkomlega hér. Þess vegna er nú komið, sem komið er. Þessar orsakir vandans þurfa menn að gera sér ljósar. Án þess verður hann ekki leystur. Það verður að gerast grundvallarstefnubreyting í fjárfestingar og gjaldeyris- málunum, ef leysa á vandann. Það verður að hverfa frá stefnu hins algera frjálsræðis, sem eins mætti kalla stefnu hins algera stjórnleysis, í fjárfestingar- og gjald eyrismálunum. Verði þetta ekki gert, mun ný gengis- felling eða nýtt uppbótakerfi, aðeins gera vandann enn meiri eftir skamma hríð. Lausn vandans er fyrst og \ fremst fólgin í því, að menn geri sér þetta ljóst. Oftrú á pennastriki Þegar verðbólgan hófst hér á síðari hluta stríðsár- anna, héldu FramsÓknarmenn því fram, að því lengur sem ekki væri ráðizt gegn henni, því örðugra yrði að hemja hana. Sjálfstæðismenn sögðu hins vegar, að öllu væri óhætt. Þetta vandamál mætti lækna með einu pennastriki (gengisfellingu), þegar þar að kæmi. Enn ber mikið á þeirri trú, þegar rætt er um efna- hagsmálin, að til sé eitthvert eitt öruggt allsherjarráð til að lækna vandann — eitt stórt pennastrik. Þetta er regin misskilningur. Til bess að lækna hann er ekki til neitt eitt meðal, heiuur verður að beita mörgum ráð- um, mismunandi stórum, en samanlagt geta þau áorkað miklu. En hæst ber það þó, að hafa stjórn á fjárfest- ingar- og gjaldeyrismálum, en þó kemur það ekki að fullu gagni, nema jafnframt fylgi margar aðrar aðgerðir. Eitt stórt pennastrik, sem leysi vandann. er ekki til. Pennastrikin verða að vera mörg, og því fleiri, sem óstjórnin er búin að vera lengur. 9 E ■'. »• [RLE NT YFIRLIT : Fær hvorki Humphrey eða Nixon meirihluta kjörmanna? Þá munu kjörmenn Wallace#s styðja þann, sem býSur betur. KOSNIN G AB ARÁTTAN í Bandaríkjunum hefur harðnað verulega seinustu dagana og rekur það m.a. rætur til þess, að úrslitin eru nú talin orðin tvísýnni en áður. Nixon er að vísu enn mun sigurvænlegri, ef dæmt er eftir skoðanakönn unum, en öllum skoðanakönn- unum ber jafnframt saman um, að Humphrey sé óðum að vinna á. Haldist það fram að kjör- degi geta úrslitin orðið tvísýn. Fáir spá þó því, að úrslitin verði þau, að Humphrey vinni hreinan sigur í kosningunum, þ.e. að hann fái meirihluta kjörmanna. Hins vegar er það ekki talið útilokað, að hann vinni það mikið á, að Nixon fái ekki meirihluta kjörmanna, þótt hann fái langflejt atkvæði af forsetaefnunum. Ef svo fer, myndi það sennilega falla í hlut fulltrúadeildar þingsins að velja forsetann. FORSETAKJÖRIÐ í Banda- ríkjunum fer fram með þeim hætti, að forsetinn er endan- lega kosinn af kjörmönnum. Hvert ríki hefur jafnmarga kjörmenn og það hefur marga fulltrúa samanlagt í báðum þingdeildum. Forsetaefnin bjóða fram jafnmarga kjör- menn í hverju ríki og kjósa á. Það forsetaefnið, sem fær flest atkvæði í viðkomandi ríki, fær alla kjörmennina það an. Kjörmenn eru nú 538 og þarf forsetaefni því að fá 270 kjörmenn til að ná kosningu. Siðferðislega eru kjörmennirn- ir skuldbundnir til að kjósa það forsetaefni, er býður þá fram, en lagalega ekki. Venju lega koma kjörmennirnir sam- an mánuði síðar en forsetakjör ið fer fram til þess að ganga formlega frá vali forsetans. Þau úrslit eru talin hugsan- leg nú, að Nixon fái ekki 270 kjörmenn kosna, þótt hann fái langflest atkvæði. Þetta gæti hæglega gerzt, ef Humphrey ynni yfirleitt norðurríkin eins og ekki er talið orðið útilokað. Þá gæti vel hugsazt, að Hump- hrey fengi yfir 200 kjörmenn. Hin stóra spurning er: Hvað marga kjörmenn fær Wallace? Það þykir víst, að hann muni fá kjörmennina úr allmörgum suðurrikjanna. Ef Wallace fær t.d. 70—80 kjörmenn, gæti það hæglega leitt til þess, að hvorki Nixon eða Hu.mphrey fengi meirihluta kjörmanna og það væru kjörmennirnir, sem styddu Wallace, er réðu úrslit um, þegar forsetaefnið væri endanlega valið. L WALLACE hefur ekki farið dult með það, að hann stefndi m.a. að því, að kjörmenn hans fengju þannig oddaaðstöðu á kjörmannasamkundunni og gætu ráðið því endanlega, ef þeim sýndist svo, hvort það yrði heldur Nixon eða Hump- tirey sem yrði forseti Banda- ríkjanna. Jafnframt hefur Muskie varaforsetaefni demókrata þykir hafa staSiS sig bezt forsetaefnunum í kosningabaráttunni. Wallace gefið í skyn, að kjör- menn hans myndu því aðeins kjósa annan hvorn þeirra, að þeir fengju eitthvað í staðinn, t.d. loforð um að skoðanabróð- ir þeirra yrði hæstaréttardóm- ari eða fengi ráðherraembætti. Af hálfu liðsmanna þeirra Humphreys og Nixons hefur verið lýst yfir því, að ekki komi til mála að verzla þannig við Wallace. Heldur verði stefnt að því að láta fulltrúa- deildina velja forsetann, eins og gert er ráð fyrir, þegar ekk- ert forsetaefnið fær meirihluta kjörmanna. í fulltrúadeildinni fer forsetakjör þannig fram, að þingdeildirnar mynda eina mál stofu og hvert ríki hefur þar eitt atkvæði. Þingmenn úr við- komandi ríki eða réttara sagt meirihluti þeirra ákveður hvernig því verður beitt. Ríki, sem hefur tæplega eina milljón íbúa, fær þá jafnmikið vald og ríki, sem er þrjátíu sinnum fjölmennara. Verzlar Wallace? Liðsmenn Nixons hafa ympr að á því, að þeir Nixon og Humphrey semdu um það fyrir fram, að sá þeirra skyidi verða forseti, sem fengi flest atkvæði, ef hvorugur fengi meirihluta kjörmanna. Humphrey hefur hins vegar látið í ljós, að hann vilji ekkert semja um þetta fyrirfram. Jafnframt hef ur hann gefið í skyn, að hann treysti sér vél til að verða for- seti, þótt hann hefði ekki feng ið meirihluta greiddra at- kvæða. SÍÐAN það viðhorf kom til sögunnar, að ef til vill yrði samið um það bak við tjöldin á kjörmannasamkundunni eða í fulltrúadeildinni, hver yrði forseti Bandaríkjanna, hefur aukizt mjög gagnrýnin á það fyrirkomulag, sem nú er gild- andi varðandi kosningu forset- ans. Augljóst er, að það getur leitt til þess — og hefur stund um gert það — að það forseta- efnið, sem hefur fengið flest atkvæðin, falli fyrir öðru, sem hefur fengið mun færri at- kvæði. í sumum tilfellum gæti það leitt til þess, að einhver maður, sem alls ekki hefur ver ið í kjöri og þjóðin er alveg mótfallinn, verði forseti Banda ríkjanna. Þetta á einkum við, ef fulltrúadeildin velur forset- ann. Tillaga flestra þeirra, sem hafa gagnrýnt þetta fyrirkomu lag, er yfirleitt sú, að kjör- mannafyrirkömulagið verði fellt niður og það forsetaefnið, sem fær flest atkvæði, nái kosningu. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.