Tíminn - 31.10.1968, Síða 11

Tíminn - 31.10.1968, Síða 11
FIMMTUDAGUR 31. október 1968. TÍMINN DENNI Margrét? Hver? Nei, aldrei heyrt um þig .... DÆMALAUSI , «£*"'r *5 hw” A 57 PKHB ZZWZWZZ 22 23 14 Láréfct: 1 Hálfur sólarhringur 6 Líkantshluti 10 Hasar 11 365 dag ar 12 Borgaði 15 Brjóta í mél. Krossgáta Nr. 156 Lóðrétt: 2 Máttur 3 Bára 4 Dá 5 Lamin 7 Borða 8 Fljót á Þýzkalandi 9 Afrek 13 Kona 14 Gróða. Raðning á gátu no. 155: Lárétt: 1 Básar 6 Leikari 10 Af 11 fs 12 Fimmtug 15 Stund. Lóðrétt: 2 Ári 3 Ala 4 Klafi 5 Misgá 7 Efi 8 Kam 9 Ríu 13 Mót 14 Tin. Tekið á móti tilkynningum í dagbókina kl. 10—12 SJÓNVARP Föstudagur 1. nóvember 20.00 Fréttir. 20.35 Dennidæmalausi. íslenzkur texti: Jón Thor Haraldsson. 21.00 Svaðjlför í Suðurhöfum: Heimskautafarinn Ernest Shackleton lagði upp f leið angur árið 1914 til að kanna Suðurskautslandið. Hann komst aldrei alla leið og lenti í ýmsum hrakningum. Hér eru sýndar myndfr úr ferð Shackletons svo og úr ferð brezks jöklaleiðangurs, sem fetaði í fótspor hans. Þýðandi og þulur: Óskar Ing'marsson. 21.25 „Svart og hvitt“ (The Black and White Minstrels Show). Skemmti- þáttur með The MicheU Minstrels. 22.10 Erlend málefni. 22.30 Dagskrárlok. •%tim Þetta þýðir styrjöld, Rauði- Örn. Þú segir' það? anzaði hún dauf- lega. — Það veizt þú vél. — En það er allt í svo góðu lagi hjá ykkur á jólunum? — Já, að vissu leyti, en mamma er ekki vel hress, hún megnar ekki að setja þann svip á allt, sem þú gætir. — Þú verður að reyna að hjálpa henm til að- setja þann blæ á sem beztur er, hélt Krístín áfram. Hann hristi höfuðið. — Mér finnst góður jólablær ómissandi, en ég kann ekki að skapa hann sjálfur. Hún leit við honum og brosti. Þessir eftirgangsmunir hans vö'ktu móðureðlið í huga hennar. — Dragðu fram í dagsljósið allt sem er gamalt og gleymt, bæði venjur og hluti, mælti hún. — Gerir ekkert þótt það sé farið að láta á sjá, hafi það aðeins verið í notkun áður fyrr. Það er það sem gerir heimilið jólalegt. — Það værir þá helzt þú sem gætir grafið slíkt upp, svaraði hantí. — Kristín, getum við ekki. — Hinrik, greip hún fram í fyr ir honum, — búðin er full af fólki, sem allt horfir á okkur. — Og hvað með það? Hún leit beint framan í hann. — Ég get ekkert annað en ósk- að þér gleðilegra jóla, sagði hún og rétti honum höndina. — Gleðileg jól, Kristín. Hún varpaði öndinni léttar er hann fór. Hafði hann ætlað sér að biðja hennar framan í öllum viðskiptamönnum verzlunarinn ar? Þegar hún kom út var Agnes að ríða í hlaðið með stóreflis poka hangandi við hnakkinn. Hnakktaskan dugði ekki til — farangurinn álíka fyrirferðamikill og þegar hún fór að heiman. Þau fylgdust nú öll að heimleiðis, en! síðan átti Agnes að fara til Sunda víkur. Hún fór inn með þeim, að sækja gjafirnar að Sundavík og lofaði Gullu að jóðla á hafralúku þangað til hún legði af stað á ný.: — Hvað ætlið þið að gera með1 an ég er í burtu? spurði hún með flulan munninn af piparkökum. | — Pabbi og Jón ætla að sækja grenitréð, svaraði móðir hennar. — Við Kristín ætlum að vinna í fjósinu. og amma sýður kartöflur í miðdegismatinn. Svo er ýmis- legt sem við gátum ekki gert í gær. Ég ætla líka út að áætlunar- bílnum, taka á móti Huldu frænku og sækja póstinn um xeið. — Á ég að koma við í Skógar- koti með vasann, úr því ég fer til Sundavíkur hvort sem er? spurði Agnes. — Kemstu þangað fyrir mið- degisverð? mælti Anna efabland- in. — Nei, það kemst hún ekki, greið Kristín fram í. — Þangað skal ég fara þegar við erum bún ar í fjósinu. Vega þarf líka að liðka sig. — Já, það verður kannski bezt mælti Anna — miðlungi ánægð. Það var farið að fenna þegar Kristín lagði af stað að Skógar- koti. Ekki vai sleðafæri og kuldi | nokkuð yfir frostmark enda var snjókoman þur og fíngerð Eigi að síður lagðist fönnin jafnt yfir akra og engi svo hvergi sá á dökkan díl og grenitrén eins og hveiti væri dypt á þau. — Gaman að snjór skuli verða yfir öllu á aðfangadagskvöldið, sagði amma. — Þá verður undir eins enn jólalegra. Það var orðið svo framorðið að Kristín hraðaði ferð sinni. Ef hún flýtti sér hlaut hún að ná heim aftur fyrir miðdegismat. ' Þegar hún ók á hlaðið fannst henni jólasvipur þegar vera kom- inn á umhverfið. Líklega kom það til af því að Eiríkur hafði fest stóra einivendi báðum megin við útidyrnar, og á miðju hlaðinu stóð fallegt grenitré. Sér til mikillar undrunar sá Kristín að kerti höfðu verið fest á það og að auki var það skreytt einhverju öðru — litlum, snyrtilegum hafra knippum sem rauðum borðum var bundið um og litlum boltum eins og snjókúlum er bærðust hægt í golunni. Sprækur kom í spreti og gelti, en þagnaði jafnskjótt sem hann sá að þetta var Kristín. En Eirík- ur hafði heyrt til hans og kom út á móti henni. — Gerðu svo vel að ganga inn, svo ætla ég að hýsa Vegu, sagði hann. _ — Ég veit ekki hvort ég hef tíma til þess, svaraði Kristín.— Ég vil helzt ekki að það þurfi að bíða með matinn heima. Gét- urðu ekki gætt hennar meðan ég skrepp inn/til að óska mömmu þinni gleðilegra jóla? Sérstaklega frá Agnesi, bættl hún við og brá pakkanum á loft. — Það er fljótgert að láta Vegu inn, sagði hann og maldaði í mó- inn. — Farðu inn og þá skal ég gera það. Kristín kom ekki með fleir mótbárur. María varð glöð við er hún kom, og viknaði næstum er henni var fenginn böggullinn frá Agnesi. — Já, ég veit að það er vasi, mælti hún. — Eiríkur hefur sagt mér það. En ég ætla ekki að taka utan af honum fyrr en i kvöld. Við Eiríkur gefum líka hvort öðru böggla, og þar við bætist það sem kemur frá systrunum. Svo hér verða haldin jól, þótt við séum bara tvö- ein. — Og hvað þið eruð búin að dubba upp allsstáðar, sagði Krist- ín. — Jólatréð hérna úti. — María hló. — Já, það já. . . Það er gamali siður sem við vilj- um ekki leggja niður, að hafa tré handa fuglum og íkornum. Við fundum þetta upp þegar krakkarnir voru litlir, til þess að þeir gætu setið x glugganum og horft á fuglana. Það var ekki svo margt sem þau höfðu sér til skemmtunar Þar sem við áttum þá heima, var fjöldi ikorna og þá létum við fræ og hnetur í litlar körfur sem börnin bjuggu til úr næfrum. Nú hef ég bara hafra og mörkúlur. —. Það skal ég svei mér taka eftir ykkur þegar ég fer að eiga með mig sjálf, sagði Kristín. María ætlaði að setja kaffið yf- ir, en Kristín þvertók fyrir það. — Ég er að fara beint heim til að borða miðdegisverð, sagði hún. — Viltu þá heldur kirsuberja- vín og kökur? spurði María. — Það er vín sem ég bjó til í fyrra. Ég hefi bað alltaf á jólunum. — Já, þakka þér fyrir, svaraði Kristín. Þú heldur víst upp á erfðavenjur. eins og ég. — Það er eins og maður lifi u.pp gamla daga með því móti, j>ótt allt annað breytist, svarað5 María. Nú kom Eiríkur inn með stóra flösku í hendinni. — Hann þekkir mömmu gömlu, sagði María brosandi, — hann veit að ég er alltaf dálítið hreykin yfir kirsuberjavíninu mínu. ^ — Ég er það líka, sagði Eirík- ur. — Kristín verður endilega að bragða á því. Kristín smakkaði á víninu, það var verulega bragð- gott og hún hrósaði því mjög. — Og svo verður Kristín að sjá hvernig þú hefur lagfært í stof- unni, hélt Eiríkur áfram. Hann var glaður og reifur, og er þau gengu inn í stofuna, tók hann und ir armlegg Kristónar. Fremur fátt var húsgagna þar inni, en þau sem þar stóðu, voru öll forn og hlýleg og á breiðum gólfborðunum lágu langir, nýir renningár. Jólatré stóð í einu horninu, og eldiviður í ofninum, : svo ekki þurfti annað en kveikja upp. Framan við ofninn lá stór og marglitur svæfill. — Það er sparirúmið hans ’ Spræks, sagði María hlæjandi. Hann fær aðeins að liggja á þessu þegar mest er við haft. — Nú ýtum við mömmu snögg- vast út, svo ég geti sýnt þér jóla- gjöfina hennar, mælti Eiríkur. María hló og fór fram í eldhúsið, en Eirikur tók um mitti Kristín- ar og dró hana með sér út í eitt horn stofunnar. Þar stóð eitthvað í stórum kassa bak við gamlan skáp. Það var lágur stóll, með fagurlega snúnum fótum og út- sfaornu baki. — Þetta hefur mér tekizt að búa til án þess að mamma hafi komizt að því, sagði hann. — Hefur þú smíðað hann? spurði Kristín forviða. — En hvað hann er fallegur. — Hvað finnst þér þá um þenn an? spurði hann og tók lítinn grip upp úr vasa sínum. Kristín tók við honum og leit á. Það var HLJÓÐVARP 7.00 12.00 13.00 14.40 15.00 16.15 16.40 17.00 17.40 18.00 18.45 19.00 19.30 19.35 19.45 20.20 22.00 22.15 22.40 23.10 Fimmtudagur 31. október Morgnnútvarp Hádegisútvarp Daeskráin. Tónleikar 12.15 Tilkynningar 12.25 Fréttir Á frivaktinni Eydís Evþórsdóttir stjórnai' óskalagaþætti sjómanna. Við. sem heima sitjum Miðdegisútvarp Fréttir Tiikvnningar. Veðurfregnir. Framburðarkennsla í frönsku og spænsku á vcg-. um bréfaskóla SÍS og ASÍ. Fréttir Nútímatóniist Tóniistartimi bamanna Egill Friðieifsson flytur. Tónleikar Tilkynningar. Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Daglegt mál „Skúlakeið" verk fyrir ein- söngvara og hljómsveit eftir Þórhall Árnason „Gulleyjan" Sjötiu ár frá fæðingu Sig- urðar Einarssonar skálds (29 okt.). Fréttir. Veðurfregnir. Óvænt kosningaúrslit Thorolf Smith fréttamaður flytur erindi um sigur Tru mans í fnrsetakosnlngum Bandar-kl!>T»>anna fvrir 20 árum Gestir ' útvarpssal: Málm- blósarakvintettinn f Los Angeles lelkur Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.