Vísir - 15.07.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 15.07.1977, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 15.. júll 1977 VISIR VÍSIR t'tf'ofandi: Hovkjapront hf l'ramkvæmdastjóri: Davift (iuómundsson Hílstjórar: Dorstoinn Púlsson áhm. olafur Hajtnarsson. Hitstjóruarfulltrúi: Bragi Guftmundsson. Kréttastjóri orlendra frótta: Guftmundur G. Pótursson. l'msjón meft llelgarhlafti: Arni Dórarinsson. Blaftamenn: Anders Hansen, Anna Heiftur Oddsdóttir, Edda Andrósdottir, Kinar K. Guftfinnsson, Elias Snæland Jónsson, Einnbogi Hermannsson, Guftjón Arngrimsson. Hallgrimur H. Helgason. Kjartan L. Pólsson. Oli Tynes. Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn- Guftjónsson. Sæmundur Guftvinsson Iþróttir: Björn Blöndal. Gyl/i Kristjánsson i tlitsteiknun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olaísson. I.jnsmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson, Loítur Asgeirsson. Hölustjóri: Páll Stefánsson Auglysiugastjóri: Dorsteinn Fr. Sigurftsson. . Dreifingarstjóri: Sigurftur H. Pótursson. Auglýsingar: Siftumúla K. Simar 822110. MtKill. \skriftargjald kr. f.tOO á mánufti innanlands. Afgreiftsla: Stakkhulti 2-1 simi Kiltlll Verft i lausasiilu kr. 70 eintakift. Hitstjóru : Síftumiila II. Simi Ktíllll. 7 Ifnur. Prentun: Hlaftapreul hf. Horfum til Þýskalands úr fúadýi verðbólgunnar Opinber heimsókn Helmuts Schmidts kanslara Sambandslýöveldisins Þýskalands út hingað er fagnaðarefni fyrir ýmsar sakir. Ástæða er fyrir Is- lendinga að treysta samskipti og samvinnu við Þjóð- verja bæði á sviði menningar- og viðskiptamála. Auk þess eiga þjóðirnar sameiginlegra hagsmuna að gæta innan Atlantshafsbandalagsins. En heimsókn Þýskalandskanslara gæti einnig orðið okkur áminning um að læra lítið eitt af reynslu ann- arra um stjórn efnahagsmóla. Þar sem við sitjum í fúadýi óðaverðbólgunnar gæti verið skynsamlegt og lærdómsríkt að líta til Þýskalands. Þar þekkja menn af biturri reynslu, hvað verðlausir peningar eru og hafa fyrir bragðið náð betri tökum á stjórn efnahags- mála en flestar aðrar þjóðir. Efnahagskerfi Þýskalands hrundi til grunna á sín- um tíma fyrir þá sök, að peningarnir voru ekki lengur ávísun á verðmæti. Á undanförnum árum höfum við stefnt í sömu átt. í Þýskalandi þýðir hins vegar ekki fyrir stjórnmálamenn og forvígismenn hagsmuna- samtaka að leysa vandamálin, sem upp koma, með verðbólgu eins og hér hefur verið gert. Þýska efnahagsundrið er byggt á frjálsu markaðs- kerfi. Þegar Ludwig Erhard hafði forystu um endur- reisn efnahagslifsins í Þýskalandi eftir heimsstyrj- öldina síðari efuðust að sjálfsögðu margir um ágæti hins frjálsa hagkerfis. Ýmsir óttuðust, að frjáls verð- myndun myndi stórhækka vöruverð. Sú varð og raun- in á fyrstu mánuðina á eftir meðan jafnvægi var að komast á. En kjarni málsins er sá, að Þjóðverjar hafa á grundvelli hins frjálsa markaðar byggt upp traust ef nahagskerf i og búa nú við einna minnsta verðbólgu í Evrópu. Og þaðgetum við lært af Þjóðverjum, að þeir hafa það fyrir raunverulegt meginmarkmið að hindra verðbólguog m.a. fyrirþá sökeru lífskjör þeirra betri en okkar. Þeir vita að það eru engin verðmæti á bak við verðbólgupeningana. Eftir aðild okkar að Fríverslunarbandalaginu og viðskiptasamninginn við Efnahagsbandalagið eigum við verulegra viðskiptahagsmuna að gæta gagnvart þjóðum Vestur-Evrópu. Við þurfum í vaxandi mæli að koma iðnaðarframleiðslu okkar inn á þennan markað og þessar viðskiptaþjóðir okkar hafa augljósa hags- muni af því að kaupa af okkur fisk. Sannleikurinn er sá, að það hlýtur að koma fyllilega til álita að auka þessi viðskipti enn m.a. með því að draga úr viðskiptum við Ráðstjórnarríkin. Það væri ekki fráleittað við reistum fiskiðjuver í Evrópu, t.d. í Þýskalandi á svipaðan hátt og við höfum gert í Banda- ríkjunum. Ef við beindum ráðstjórnarviðskiptum okkar í auknum mæli til Vestur-Evrópu leiddi það af sjálfu sér, að við myndum kaupa olíuna þar en ekki í Moskvu. Ágreiningur sá, sem reis milli Islendinga og Þjóð- verja út af útfærslu fiskveiðilögsögunnar er nú úr sögunni og á það er að líta að þýsk stjórnvöld höfðu áhrif í þá veru innan Atlantshafsbandalagsins að greiða fyrir friðsamlegri lausn í landhelgisátökunum við Breta. Hingaðkoma Helmuts Schmidts kanslara nú er því til þess fallin að treysta á ný samband þess- ara tveggja ríkja. Islendingar og Þjóðverjar hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta innan Atlantshafsbandalagsins. Einmitt fyrir þá sök er ástæða fyrir okkur að iðka gott samstarf við þá. Æriðtilefni er einnig til að huga að auknum viðskiptalegum og menningarlegum sam- skiptum við Þjóðverja. En e.t.v. væri þó mest um vert að við lærðum af þeim, hvernig skynsamlegt er að stjórna efnahags- og peningamálum. Hreinn og Ingibjörg á pallinum framan viölbúösina. Andrés sonur þeirra á milii. Mynd: EGE Um tvö hundruð islend- ingar eru heyrnarlausir eða því sem næst heyrnar- lausir. Við vitum yfirleitt ákaflega lítið um þetta fólk, og þrátt fyrir að um sé að ræða umtalsverða örorku vekur heyrnarleysi ekki nærri því eins mikla samúð og til dæmis blinda, og stjórnvöld virðast sýna vandamálum þessa fólks næsta lítinn skilning. Til þess að kynnast litilsháttar vandamálum heyrnarlausra heimsóttum við ung heyrnarlaus hjón, þau Hrein Guðmundsson og Ingibjörgu Andrésdóttur. Þau búa i nýrri ibúö sem þau keyptu sér i Breiðholtshverfi, ásamt sjö ára gömlum syni sinum, Andrési. Þau Hreinn og Ingibjörg hafa bæöi verið nær heyrnalaus frá þvi að þau veiktust af heilahimnu- bólgu á öðru ári. Hreinn fór á Heyrnleysingja- skólann þegar hann var fjögra ára, en Ingibjörg ekki fyrr en ellefu ára. Bæði eru þau utan af landi, hann frá Ólafsfirði og hún frá Hvolsvelli, þannig að þau gátu ekki stundað skólann heim- an frá sér. í skólanum segja þau að hafi verið byrjað á að kenna þeim fingramál, en siðar að tala, en það er ákaflega erfitt fyrir heyrnarlaust fólk eins og gefur að skilja. Bæði hafa þau þó lært það mikið að tala að þau eiga tiltölulega auövelt með að tjá sig, og þau nema varamál af viðmælendum sinum, þannig að stundum gerir maður sér ekki grein fyrir þvi að sá sem talað er við heyrir ekkert. En þrátt fyrir að heyrnarlausir geti þannig tjáð sig og bjargað sér, þá skyldi enginn halda að vandamál þeirra séu þar með úr sögunni. Hvað getur heyrnarlaust fólk til dæmis lært, má þaö aka bil, getur það farið i leikhús, hvað með sjónvarp, útvarp, tónlist, kvik- myndasýningar, getur heyrnar- laust fólk heyrt I sima eða dyra- bjöllu, hvernig gengur þessu fólki að vakna á morgnana? — Við spyrjum Hrein og Ingibjörgu að þvi. „Áður var það miklum erfið- leikum bundið fyrir heyrnarlausa að mennta sig, og einng er oft erfitt að fá vinnu”, segir Hreinn, en hann segir það þó hafa lagast mikið hin seinni ár. En það kemur þeim sem nú eru orðin fullorðin, og hafa fyrir fjölskyldu að sjá ekki að gagni, þegar of seint er orðið að setjast á skólabekk. Sjálfur átti Hreinn lengi i bar- áttu við yfirvöld til að fá að taka bilpróf, og fékk hann það loks er hann var orðinn tuttugu og fimm Það Reykl Aðalfundur Þörungavinnslunn- ar hf. var haldinn nú fyrir skömmu. Þrátt fyrir að fundurinn væri haldinn fjarri Reykjavik var hann furðu vel sóttur af mönnum utan héraðs. Fundurinn stóð lengi og umræður voru miktar og fróö- legar. Sé þessi fundur t.a.m. bor- inn saman við aðalfund Eim- skipafélags tslands, var hann ólikt alvörumeiri, og stjórn félagsins varð að svara fyrir- spurnum um starfsemi sina slð- ast liðið ár. Eins konar ríkishlutafélag Rikissjóður á yfirgnæfandi meirihluta i Þörungavinnslunni hf. Iönaðarráöherra fer með niu þúsund atkvæði af tæpum tólf þúsundum. Flestir hluthafanna eiga tiu til fimmtiu þúsund króna bréf og hafa samkvæmt þvi eitt til fimm atkvæði á fundum. Þessir hluthafar ráða þvi litlu um stjórn félagsins, og i sjálfu sér eðlilegt — þar sem rikissjóður leggur mest fjármagn til, er rétt að sá fjár- magnseigandi ráði ferðinni. Þörungavinnslan hf. er þvi eins konar rikishlutafélag. Rikið legg- ur þar mest til og ræöur mestu, en

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.