Vísir - 15.07.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 15.07.1977, Blaðsíða 3
vism Föstudagur 15.. júll 1977 Timbursmyglið á Keflavíkurflugvelíi: Ákvörðun um málshöfðun tekin í Ákvörðun hefur ekki verið tekin um hvort rikissaksóknari telur ástæðu til máls- höfðunar vegna timbursmyglsins út af Keflavikurflugvelli. Er ákvöröunar ekki að vænta fyrr en eftir mánaðamót, sam- kvæmt upplýsingum rikissak- sóknara, Þórðar Björnssonar. Tefst málið vegna þess að sá W W m agust fulltrúi rikissaksóknara sem hefur annast rannsókn málsins er farinn i sumarfri. Eins og áður hefur verið skýrt frá i Vfsi snýst málið um smygl eins starfsmanna Varnarliðsins á timbri út af Keflavikurflug- velli, en það notaði hann við sumarbústaðabyggingu austur i Hreppum. Hefur hann nú látið af störfum hjá Varnarliðinu, samkvæmt eigin ósk samkvæmt heimiidum sem Visir hefur aflað sðr. —AH Minkur á fund hjá hreppsnefndinni Óvæntur gestur kom i heimsókn á fundi hreppsnefndar Skaga- hrepps fyrir skömmu. Að sögn blaðsins Dags á Akureyri var hreppsnefndin að fjalla um vandamál sveitar- félagsins þegar heyrðust undarleg hljóð. „Fundurinn var haldinn i gömlu skólahúsi hreppsins að Kálfshamri, Oddvitinn var i miðri ræðu að útskýra tekjur og gjöld sveitarsjóðs, er hljóöin heyrðust og truflaöi það fundar- störf. En rétt á eftir kom stór og ófeiminn minkur upp úr gólfinu og i staö sveitarmála, hófst árangurslaus eltingarleikur,” segir i frétt Dags. —ESJ. „Umferð kaupskipa um Reykjavíkurhöfn hefur stóraukist“ — segir Einar Thoroddsen, yfirhofnsögumaður við Reykjavíkurhöfn ,,Ég er nú búinn að vera hér viðloðandi i rúm tuttugu ár” sagði Einar Thoroddsen, yfirhafnsögumaður við Reykjavikurhöfn, þegar blaðamaður og ljósmyndari Visis litu við h já honum á dögun- um. Hann sagði, að nú störfuðu við hafnarskrifstofuna 6 hafnsögu- menn og 5 vélstjórar á þremur hafnsögubátum. Auk þess annast hafnarskrif- stofan rekstur dráttarbátsins Magna, en á honum eru 8 menn á tveimur vöktum. Aðspurður um helstu breytingar i rekstri hafnarinnar siðustu tuttugu árin, sagði Einar, að langmestu breytingarnar hefðu orðiö með tilkomu Sundahafnarinnar, „án hennar væri hér rikjandi algert öngþveiti” sagði Einar. Þá hefði tilkoma Granda- garðsins og Norðurgarðsins haft i för með sér miklar breytingar til batnaðar. Loks sagði Einar, að umferð kaupskipa um höfnina heföi stóraukist en fiskiskipa dregist Einar Thoroddsen, yfirhafn- sögumaður. saman. Heildarumferðin heföi þó vaxið gifurlega. Einar Thoroddsen hefur sem fyrr segir aö baki langan starfs- feril við Reykjavikurhöfn. Hann hefur verið yfirhafnsögumaður frá 1955 og var þar áður yfir- maður og skipstjóri á togurum i fjöldamörg ár. —H.L. Röskir menn hafa að undanförnu unnið að þvi að mála kirkjuna i Vest- mannaeyjum, og tók fréttaritari Visis I Eyjum, Guðmundur Sigfússon, þessa mynd af þeim við það tækifæri. VOLKSWAGEN VESTUR-ÞYSK GÆÐAFRAMLEIÐSLA LT SENDIBÍLLINN FRÁ VOLKSWAGEN Fáanlegur í ýmsum gerðum, — t.d. full yfirbyggður, sem pallbfll, — eða grind með ökumannshúsi tilbúinn til yfirbygg- ingaraðósk yðar. Volkswagen LT hefir margt sameiginlegt með vörubíl. Kraftmikla vél fram f, og mikið rými aftur í, allt frá 7.85 rúmm. upp f 10.4 rúmm. í sendibílnum, og frá 6 til 7.5 ferm. á pallbílnum. LT Volkswagen gegnir hlutverki vöru- og sendibils, þannig að ef sendibíll er of lítill, en vörubfll af stór — þá er senni- lega LT frá Volkswagen einmitt sá bíll, sem hentar yður. Fáanlegur með bensfn- eða dieselvél Viðgerðir- og varahlutaþjónusta. HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Sfmi 21240

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.