Vísir - 15.07.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 15.07.1977, Blaðsíða 11
VISIR Föstudagur 15.. júH 1977 „Slœmt að hafa ekki texta með innlendu siónvarpsefni" ára, eða sjö árum eftir aö hann hafði náð lagmarksaldri. Töldu yfirvöld lengi vel að heyrnarlaus- ir gætu ekki spjarað sig I umferð- inni, og jafnvel skapað hættu. Var það þó fyrir löngu viðurkennt erlendis, að heyrnarlausir gætu ekki siður verið góðir bflstjórar en aðrir, enda eru þeir sér vel meðvitaðir um annmarka sina og gæta sin þvi betur. Var það ekki fyrr en þáverandi dómsmálaráðherra, Jóhann Haf- stein, gekk persónulega i málið, að Hreinn fékk bilprófið. Var hann þar með fyrstur heyrnar- lausra hér á landi til að fá öku- skirteini. Nú eru þessar hindranir úr sög- unni, og nú fá heyrnarlausir bil- próf eins og aðrir ef þeir óska. Fara mikið í kvikmynda- hús. „Það þýðir ekkert fyrir okkur að fara i leikhús, eða að horfa á islensk leikrit i sjónvarp- inu, maður skilur ekkert hvað fram fer””, segir Hreinn. ,,En erlendar kvikmyndir og biómyndir i sjónvarpinu eru ágætar, þvi þar fylgja textar með” segir hann. Kveðst hann fara mikið i bió, þegar hann er i landi, og það eitt helsta tóm- stundagamanið. Þau hjónin segja það mikinn galla viö sjónvarpið, að þar skuli ekki fylgja islenskur texti með islensku efni, og af þeim sökum geta þau til dæmis ekki horft á sjónvarpsfréttir sér að gagni. Er á skuttogara. Hreinn er skipverji á skuttog- aranum Ogra, og kann I sjálfu sér ágætlega við sig um borð, en þó vildi hann frekar vinna i landi. En þar er erfitt að fá góða vinnu, og margir atvinnurekend- ur eru hræddir viö að ráða til sin heyrnarlaust fólk. Þá hefur það einnig skapað vandamál, að oft gengur erfið- lega að vakna á morgnana, þvi heyrnarlausir geta að sjálfsögðu ekki notfært sér vekjaraklukku eins og aðrir. Úti á sjó er þetta hins vegar minna vandamál. Helsti gallinn við að vera úti á sjó segir Hreinn að sé sá, að þar hafi hann ekki sjónvarp, og þar sé ekki hægt að fara i bió. Hann heyri ekki fréttir, og oft séu aðrir áháfnarmeðlimir latir við að segja frá þvi sem er að gerast. Það sem eiginlega bjargar þessu, ef svo má segja, er að þeir eru fjórir heyrnarlausir um borð, og eru þvi nokkuð mikið sjálfum sér nógir. Félagslíf hjá heyrnarlaus- um. Heyrnarlausir hafa mikið sam- band sin á milli og hittast minnst vikulega að vetrinum að minnsta kosti. Þar er oft glatt á hjalla, spilað, teflt, spilað bingó og margt fleira, svo sem kvikmyndasýningar. Hefur Brandur skólastjóri Heyrnarleysingjaskólans verið þeim mjög hjálplegur við þessar samkomur og raunar margt fleira. Löng bið eftir hjálpartækj- um. Sem fyrr segir er það erfiöleik- um bundið fyrir heyrnarlausa aö vakna við vekjaraklukku, heyra i dyrabjöllu, og fleira i þeim dúr. Þó er hægt að setja ýmis konar ljós og önnur hjálpartæki i sam- band við þessi sjálfsögðu áhöld. Það hefur þó ekki gengið átaka- laust að fá slikt. og þau hafa marg oft verið svikin um afhendingu á sliku. Hafa þeir hjá Heyrnardeild Heilsuverndarstöðvarinnar jafn- vellofað „aðkoma á morgun”, en svikið það jafn óöum. Þau hjónin hafa þó fengiö sér vekjara, en hann virkar á þann hátt aðhann myndar titring i stað hávaða, og er haföur undir kodd- anura. Slik tæki eru dýr, en þau eru að hálfu greidd af trygging- unum. Sonurinn hjálplegur. Þau Hreinn og Ingibjörg eiga sem fyrr segir einn son, Andrés, og er hann sjö ára. „Hann er okk- ur mjög hjálplegur, hann heyrir i sima og dyrabjöllu, og getur þvi gertokkur viövart og hjálpað til” segir Ingibjörg. Hann kann töluvert fyrir sér i fingramáli, og talar svo og heyrir að sjálfsögðu eins og aðrir. Var hann á leikskóla þegar hann var litill, og er nú i barna- skóla, þannig að hann átti ekki erfitt með aö læra málið þótt litið væri rætt heima. Fór í leikför um Norður- löndin. Sem fyrr segir hafa heyrnar- lausir mikið samband sin á milli, og á það einnig við um erlenda heyrnleysingja. Þannig er Ingi- björg til dæmis nýkomin úr leik- för til Norðurlandanna, þar sem fimm manns frá hverju landi komu fram og skemmtu með lát- bragðsleik. Kveðst Ingibjörg hafa haft mjög gaman af ferðinni, og hafi hún lært þar ýmislegt nytsamt. Ingibjörg vinnur annars við hreingerningar á barnadagheim- ili, auk þess sem hún gegnir hús- móðurhlutverkinu með mikilli prýði. Eftir að okkur hafði verið boðið upp á kaffi og fullt borð af góð- gæti, kvöddum við Visismenn þetta hressa og káta fólk, sem þrátt fyrir heyrnarleysi er ánægt með lifið og horfir björtum aug- um fram á við. —AH Hér heldur Ingibjörg á tæki þvi sem kemur I stað vekjaraklukku. Það myndar titring I stað hávaða, og er haft undir koddanum. er haldinn aðalfundur að hólum en ekki við Kröflu farið er að lögum hlutafélaga og það skiptir mjög miklu máli. Veröa aö hlusta á aðra Vegna hlutfjárlaganna verður aö halda aðalfund i Þörunga- vinnslunni hf. Þangað geta hlut- hafar komið, og þar geta þeir gert sinar athugasemdir. Þar hefur tiuþúsundkróna hluthafinn sama málfrelsi og iðnaöarráöherra og hann hefur sama rétt til þess að krefja stjórn fyrirtækisins um svör við spurningum sinum um rekstur fyrirtækisins. Litli hlut- hafinn hefur aögang að reikning- um og getur spurt um einstaka reikningsiiði. Hann getur jafn- framt komið fram með tillögur til úrbóta i rekstri og stungið upp á mönnum i stjóm. Rikissjóður ræður aö visu. En iðnaðarráðherra verður að hiusta á rödd litla mannsins. Vandinn brennur á heima- mönnum Flestir hluthafa eru úr grann- byggöum Þörungavinnslunnar hf. Nágrannahrepparnir hafa lagt fram mikið fé og mun meira fé hlutfallslega, trúi ég, en rikis- sjóður. Endalok Þörungavinnsl- unnar hf. væru þvi mun meira fjárhagslegt tap fyrir ibúana en fyrir rikissjóð. Af þessum sökum var eölilegt að heimamenn reyndu að finna leiðir til úrbóta. Er athyglisvert, að það eru heimamenn, sem lögðu fram til- lögurnar um núverandi rekstur verksmiöjunnar, en rikissjóður samþykkti þær og voru þær lagð- ar fram á aðalfundinum og sam- þykktar þar. Hér skiptir efni tillagnanna ekki máli. Þeir sem höfðu mestan hag af áframhaldandi rekstri, hafa nú fengið verksmiðjuna tií afnota og er vonandi að rekstur- inn takist. Skynsamleg rekstrartil- högun Burtséð frá þvi, hvernig staðið hefur verið að rekstri Þörunga- vinnslunnar hf. hingað til, er ljóst að formið á fyrirtækinu er skyn- samlegt. Hlutafélagsformið þvingar rikissjóð til þess að leggja tillögur sinar fyrir al- mennan fund til umræðu og þar eru aðrir eigendur mættir. Hér skiptir engu máli þótt rikissjóður ráði öliu — hitt er meira atriði, að almenningur getur iátið sig verk- smíðjuna skipta með þvi að kaupa eitt lltið bréf. Og meö þvi aö langflestir leggja þvi aðeins fé i fyrirtæki, að þeir fáia.m.k.bankavextiaf framlagi sinu, er hægt að treysta þvi al- mennt, að eigendumir reyni að koma fram meö hugmyndir um bættan rekstur, telji þeir stjórn fyrirtækisins i einhverju ábóta- vant. Gera ríkisfyrirtæki aö hlutafélögum Það var mikiö óhappaverk aö gera Aburðaverksmiöjuna hf. að rikisfyrirtæki. Verksmiðjunni haföi verið vel stjórnað og ekkert hafði komið fram, sem benti til þess, aö hlutafélagaformið hent- aöi ekki verksmiðjunni. Þvert á móti hafði hlutafélaga- formið sýnt höfuökosti sina, þvi að haldinn var árlega aðalfundur, þar sem eigendum, þ.e. hluthöf- um eöa umboösmönnum þeirra gafst kostur á að koma fram með athugasemdir um rekstur liöins árs. Reynslan hefur veriö sú, aö rikisfyrirtækin eru talsvert háö geðþóttavaldi ráðherra. Eins og önnur fyrirtæki þurfa þau vörn fyrir afskiptum pólitikusa, og þessa vörn geta þau best fengið með þvi aö taka upp hlutafélaga- formiö. Með þvi vinnst tvennt: 1. Rikisfyrirtækin lytu venju- legum reglum um skattlagningu og framtöl. 2. Hægt væri að gefa almenn- ingi kost á að gerast eigendur aö þeim fyrirtækjum, sem hann hef- ur áhuga á eða hagsmuni af að eiga hlutabréf i. Rikissjóður þarf vitanlega ekki að láta meirihluta sinn, og i vissum tilvikum væri slikt mjög óskynsamlegt. Hins vegar ætti ekkert aö vera þvi til Haraldur Blöndal skrif- ar um aðalfund Þörungavinnslunnar hf. og segir, að hlutafélaga- formið sé besta vörn rikisfyrirtækja gegn af- skiptum pólitíkusa. fyrirstööu, að breyta rikisfyrir- tækjunum i hlutafélög og selja bréf með til almennings. Skiptir þar mestu aö bréfin séu ekki há að nafnverði — eitt þúsund króna bréf er hverjum og einum nægjanlegur aðgöngumiði. Margir likja Þörungavinnsl- unni hf. við Kröflu. Rétt er þá að hafa ihuga orð vinar mins: „Það er enginn aðalfundur haldinn i Kröfluvirkjun”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.