Vísir - 16.07.1977, Side 10

Vísir - 16.07.1977, Side 10
10 VÍSIR ÚtgefanðT: Reýkjaprent hf . Framkvæmdastjóri: Davlft Guftmundsson Ritstjórar: Dorsteinn Pálsson ábm. ■ , Olafur Ragnarsson. Ritstjórnarfullt rúi: Bragi Guftmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur G. Pétursson. Umsjón meft Helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaftamenn: Anders Hansen, Anna Heiður Oddsdóttir. Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Elías Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjórfc Arngrimsson, Hallgrlmur H. Helgason, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guövinsson. lþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ctlitsteiknun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús ólafsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson, ! Loftur Asgeirsson. Sölusjjóri: Páll Stefánsson Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar: Slftumúla X. Simar 82260, 86611. Askriftargjald kr. 1300 á mánufti innanlands. Afgreiftsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Verft í lausasölu kr. 70 eintakift. Ritstjórn: SIAumúla 14. Sfmi 86611, 7 Hnur. Prentun: Blaftaprent hf. Viðskiptaráðherra leysir verðbólguráðgátuna! Fátt bendir nú til þess# að I vændum séu alvöru að- gerðir gegn verðbólgumeinsemdinni. ólafur Jó- hannesson viðskiptaráðherra staðfestir það I viðtali við dagblaðið Timann í gær. Þar segir hann tæpi- tungulausb að stef nan sé sú að blða og sjá hvað sétji og láta reynsluna skera úr því, hvort verðbólgan magn- ast á næstu mánuðum eins og hann orðar það. Þessi skýra yfirlýsing ber vott um átakanlega upp- gjöf gagnvart verðbólgumeinsemdinni. Viðskiptaráð- herra setur einnig fram I viðtalinu tvær kenningar um orsakir verðbólgunnar. Er augljóst, að stjórnvöld geta ekki tekið á vandamálinu, ef skilningur þeirra á eðli þess er ekki meiri en viðskiptaráðherra lætur I veðri vaka. Fyrri kenningin, sem ráðherrann setur fram I við- talinu, er sú, að f jölmiðlarnir séu sjálfstæður verð- bólguvaldur með umfjöllun sinni um vandamálið. Hann segir orðrétt, að það sé að slnu viti eitt það versta, að f jölmiðlarnir séu með spádóma, sem geti magnað verðbólguna og ýtt undir hana. Af orðum viðskiptaráðherra má ráða, að helsta ráð- ið gegn verðbólgunni sé að banna allar umræður um hana. Sumir af talsmönnum ríkisstjórnarinnar virð- ast þegar hafa verið settir I slíkt bann. I Tlmanum hefur t.a.m. það eitt verið sagt um verðbólguna upp á síðkastið, að hún sé þjóðfélagsleg staðreynd og ekki þýði að berja höfðinu við steininn af þeim sökum. önnur kenning viðskiptaráðherra á orsökum verð- bólgunnar er sú, að hún stafi af illu innræti almenn- ings. Hann segir, að svonefndur verðbólguhugsunar- háttur leiði fólk til þess að taka spariféð út úr bönkun- um og eyða í óþarfan innf lutning eða óarðbæra f jár- festingu. ólafur Jóhannesson, sem ber meiri ábyrgð enaðrirá því, aðverðbólgan komstá ringulreiðarstig, segir nú I landsföðurlegum tón, að fólktrúi of mikið á verðhækkanir. Samkvæmt þessu er annar höfuðgaldurinn við lausn verðbólguvandans fólginn I þvf að fá alþýðu landsins til þess að hætta að reikna með verðhækkunum I 30% verðbólgu, sem fyrirsjáanlega fer vaxandi. Verst af öllu er, að viðskiptaráðherra skuli ekki geta gefið út reglugerð eða bráðabirgðalög um afnám verðbólgu- hugsunarháttarins! Það er blekking, þegar stjórnmálamenn halda þvf fram, að verðbólgan eigi rætur f hugsunarhætti al- mennings. I verðbólguþjóðfélagi er verðbólgu- hugsunarháttur vitaskuld rfkjandi. En stjórnmála- menn og ekki sfst ráðherrar verða I eitt skipti fyrir öll að átta sig á því, að hann er afleiðing en ekki orsök vandans. I verðbólguþjóðfélagi verða menn að eiyfta krónun- um löngu áður en þeirra er aflað, ella verða menn undir í lífsbaráttunni. Þannig eykur verðbólgan efna- legan mismun f þjóðfélaginu og sýkir viðskipta- og at- vinnulff. Og nú er það boðskapur viðskiptaráðherra að bíða og sjá til hvað gerist. Kjarni málsins er sá, að breytni manna ræðst f veru- legum mæli af efnahagslegum aðstæðum I þjóðfélag- inu. Fyrirtæki og einstaklingar draga úr verðbólgu- spilamennsku um leift og aðstæður leyfa. En meðan verðbólgunni er viðhaldið er eðlilegt að borgararnir f reisti þess að fá sem mest út úr verðlitlum krónum. Verðbólgan verður ekki upprætt með þvf að banna umræður um hana f blöðum og skipa fólki að hætta með öllu að hugsa sem svo, að hún sé fyrir hendi f þjóðfélaginu og breyta eftir þvf. Það er til minnkunar fyrir rfkisstjórnina, að viðskiptaráðherra skuli bera kenningar af þessu tagi á borð fyrir þjóðina. Laugardagur 16. ]úli 1977 VÍSÍR Lockhead F-80B Shooting Star frá 56. flugdeildinni á Keftavikurflugvelli 1948. Þá var flogiö til Englands i fyrsta skipti meö heila deild (þrjár flugsveitir). Lockhead T-33A æfingaþoturnar eru tvísæta gerö af F—80. Skrásetningarnúmer vélarinnar er 55-8508, en á þvi má sjá aö vélin hefur veriö pöntuö áriö 1945 og er 8508 flugtækiö sem pantaö var þaö ár (þar meötalin flugskeyti o.fl.). Siöasti tölustafur ártalsins er ætiö fyrsti tölustafur skrásetningarnúmersins, eins og þaö er skráö á stélfleti vélanna. Flotinn hefur aöra aöferö viö aö skrá sinar vélar. Um 1940byrjaöi þar nýtt númerakerfi, meö því aö vélarnar eru ein- faldlega skráöar I þeirri röö sem þær eru pantaöar. Var þá byrjaö á log er fjöldinn nú kominn yfir 160000 (t.d. P-3C, 159886). (Ólafur Guöjönsson). Fleiri sovéskar XI r | ■ x flugvelar nafa I # W komið i ar en venjulega 57. orrustuflugsveitin eöa Svörtu riddararnir, einsog sveitin er nefnd, var stofnuö 15. janúar 1941 á Hamiiton flugvelli I Kalifornlu. Hún var hluti af varnarstyrk Bandarlkjamanna á vesturströndinni, en þeir fjölguöu mjög flugsveitum sinum á þessum tima. Slöari hluta árs 1942 var flugsveitin send til Aleutan-eyjaklasans I Alaska. Lenti hiuti henn- ar þar I bardögum viö Japani. Slöar varð flugsveitin hluti af kennsludeildum flughersins og þjálfaði þá orrustuflugmenn til starfa á vlgstöövunum erlendis Til gamans má skjóta þvi hér að vegna þess að nýlega lenti North American P-51D Mustang flugvél einmitt á flugvellinum i Reykjavlk að 57. sveitin var einmitt fyrsta Mustang flugsveit bandariska flughersins. Flugsveitin var lögö niöur um stundarsakir þann 1. mai 1944. Endurvakin og send til islands 20. mars 1953 var flugsveitin endurvakin og nú sem illviðris- flugsveit á Wresque Isle flugvelli I Maine. I október 1954 var sú ákvörðun tekin að senda 57. flugsveitina til lslands. Atti hún þar að verða hluti af varnarstyrk Nato á Norður-Atlantshafi. Var flug- sveitin þá búin Northrop F-89C Scorpion þotum en á döfinni var að flugvélakosturinn yrði endur- nýjaður á þvi ári með F-89D gerö- inni af Scorpion. Kannski er rétt að taka fram hér þótt ef til vill hefði mátt gera það fyrr, að F-89 er kenninúmer flugvélategundar- innar. Þannig er F skammstöfun fyrir fighter eöa orrustuf lugvél en bókstafirnir aftan við númerin tákna endurbættar gerðir og nýrri útbúnað tegundarinnar. Þannig voru til F-89A, B, C, D, H og J geröir af Scorpion, en staf- irnir, sem vantar I stafrófsröðina, voru annaðhvort notaðir á til- raunagerðir, sem aöeins var byggð ein vél af, eöa breytingar sem aðeins urðu til á teikniborð- inu. Þaö sama á við um allar aðr- ar flugvélategundir bandarlska flughersins og flotans. Flugvélakostur 57. sveitar- innar var I eldra lagi Það var fyrst á árinu 1956 að sveitin fékk smám saman F-89D i stað C-gerðarinnar. Voru þær slð- an óslitiö hér þar til 1 október 1962 að þær eru leystar af hólmi af Convair F-102A Delta Dagger hljóðfráum þotum. Þær voru síð- an aftur leystar af hólmi af McDonnell Douglas F-4C Phant- om II þotum vorið 1973 eða á timabilinu aprll-júní. Varðandi flugvélakost 57. sveitarinnar má segja að hann hafi alltaf verið heldur I eldra lagi, miðað við það sem hefur tlðkast I sams konar flugsveitum I öðrum hlutum heims (er þá ein- göngu átt vib bandariska flugher- inn). Má þó liklegast undanskilja timabilin 1955-7 og 1973-5. Rétt þykir að gera nokkra grein fyrir þessari staðhæfingu. F-89D gerðin var aðaluppistaðan I loft- varnarkerfi Bandarikjanna I nokkur ár eöa 1953-56 þá voru teknar I notkun m.a. nýrri gerðir Scorpion véla, F-89H og J. Arið 1961 eru flestallar flugsveitir þjóðvarðliðsins (Air National Guard) búnar að taka I notkun siðustu og fullkomnustu gerðina, F-89J. Gat sú gerö borið og skotið Baldur Sveinsson skrifar um 57. flugsveitina, flugvéla kost hennar og hlutverk og greinir frá fjölda sovéskra flugvéla, sem koma inn á íslenska flug stjórnarsvœðið á , ári hverju.________ fjarstýrðum flugskeytum bæði af Falcon og Genie gerð. F-89D bar ekki nema eldflaugar af óstýran- legri gerð. Hér á Islandi sat þá enn 57. sveitin með sinar gömlu F-89D þrátt fyrir að sveitin átti að bera hluti af fyrstu varnarlínu Nato. Siðustu mánuöina var flug- sveitinni mikill vandi á höndum þvl að við lá að einni vél væri lagt

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.