Vísir - 18.07.1977, Side 3

Vísir - 18.07.1977, Side 3
VISIR Mánudagur 18. júli 1977 - 3 Þannig leit Gunnar Hansen út I myndinni vinsæiu The Texas Chain Saw Massacre 1 kvikmyndadálki Visis á fimmtudag var fjailaö um eina vinsælustu myndina vestan hafs um þessar mundir, The Texas Chain Saw Massacre. Þaö vakti athygli okkar aö einn aöal- leikaranna i myndinni heitir Gunnar liansen, sem teljast \ eröur heldur óvenjúlegt nafn á viandariskum kvikmyndaleik- ara. Nú hefur komið i ljós að Gunnar þessi Hansen er islensk- ur i báðar ættir og fæddur hér i Reykjavik. Myndin „The Texas Chain Saw Massacre” var fyrst sýnd árið 1974 i Bandarikjunum. Vin- sældir hennar hafa verið miklar og ein af aitekjuhæstu myndum þar vestra. Þetta er hryllings- mynd af hörðustu gerö og ekki fyrir nema harðsviraöasta fólk. Og Gunnar Hansen leikur ein- mitt þann alhryllilegasta i myndinni, Leatherface, mann íslensk hroll- vekjustjarna í Bandaríkjunum sem eltir fólk með vélsög i hönd- umogmorðogmisþyrmingar i huga. Nafn sitt Leatherface, eða Leðurandlit fær hann af óhugn- anlegri grimu, sem ætti aö sjást á myndum hér á siðunni. Ekki er þó Gunnar Hansen leikari að atvinnu. Hann er um þessar mundir aðstoðarritstjóri viö timaritið Maine, sem gefiö er út i bandariska fylkinu með sama nafni. Þegar kvikmyndadeliusar Visis komust að þvi að maður- inn væri islenskur, var rokið upp til handa og fóta og öllum blöðum og skruddum um kvik- myndir flett, i þeirri von aö eitt- hvað fyndist um manninn. Og það tókst. 1 nyjasta hefti tima- ritsins Cinefantastique er getiö um mynd sem heitir The Dem- ons Lover (Elskhugi skrattans) og þar leikur Gunnar aðalhlut- verk. Fær hann þokkalega dóma, en myndin annars talin af lélegra taginu. Gunnar Hansen er fæddur i Reykjavik.sonur Skúla Hansen, fyrrverandi tannlæknis og Sig- riöar Hansen. Hann var hér til 7 ára aldurs en fluttist þá til Bandarikjanna með móður sinni og bróður. A sumrin dvaldi hann hér á landi hjá föður sinum og kom hingað seinast árið 1966. Gunnar stundaði nám i Bang- or i Maine fylki, þar sem móðir hans bjó, og seinna i háskólan- um i San Antonio i Texas og var siðar viöframhaldsnám i Austin i Texas. Til gamans má geta þess að prófverkefni hans, BA ritgeröin, var um ljóð Daviðs Stefánssonar. A háskóiaárunum kynntist hann kvikmyndagerð og var meö i að gera nokkrar tiirauna- myndir með öðrum stúdentum. Hann hefur fengist nokkuð við ljóðlist, en eftir að námi lauk, kenndi hann um stund við há- skólann i Austin, og er nú að- stoðarritstjóri Maine Magazine. Leiklistina stundar hann i hjáverkum, en með sama á- framhaldi verður erfitt fyrir hann aö neita hlutverkum, þvi að hvergi er eins miklir pening- ar að veltast og i kvikmynda- heiminum bandariska. Gunnar heldur enn sambandi við tsland og lslendinga, og skrifast á við stjúpmóður sina Kristinu Snæhólm Hansen. —GA En svona er hanu i raunveru- leikanuiu. Mynd þessi er úr timaritinu Maine Magazine, en Gunnar er aöstoðarrilstjrtri þcss blaðs. llann skrifar einnig reglulega i blaöiö greinar uin umhverfismál og viöskipti. Landsvirkjun greiðir Energo- projekt 156 milljónir auk vaxta Eins og Visir hefur áður skýrt frá hafa nú tekist samningar milli Landsvirkjunar og júgóslavneska fyrirtækisins Energoprojekt, vegna uppgjörs á framkvæmdun- um viö Sigöldu. Greiðir Landsvirkjun Energo- projekt samtals upphæð sem nemur átta hundruð þúsund ban.darikjadollurum, eða hundr- að fimmtiu og sex milljónir is- lenskra króna. Við þá upphæð bætast svo átta og hálft prósent vextir. Með þessu samkomulagi hefur gerðardómsbeiðni vegna málsins verið felld niður. —ah Athugasemd Vegna viðtals sem birtist i Visi i gær við þau Hrein Guðmundsson og Ingibjörgu Andrés- dóttur, hafði Birgir Ás Guðmundsson hjá Heyrnardeild samband við blaðið. Sagði hann að það væri ekki i verkahring þeirra að annast upp- setningu á hjálpartækjum til handa heyrnarlausum, heldur væri það verk rafvirkja. Hefði Heyrnardeildin ekki fengið leyfi til að annast uppsetningu slfkra tækja. Væri þvi ekki við þá að sakast, og ekki ætti að þurfa að biða eftir að fá sjálf tækin afhent. Benti Birgir á, að vafalaust væri besta lausnin i þessu máli sú, að samtök heyrnarlausra tækju þetta fyrir og réðu bót á vandanum. —AH VOLKSWAGEN og Audi bílarnir eru vestur-þýsk gœðaframleiðsla Au<^i 80 LS Auói ÍOO LS Audi-bílarnir eru fróbœrir að gœðum og með fullkominn tœknibúnað. — Sjón er sögu ríkari. - V.W. 1200 hefir aldrei verið betri og hagkvœmari í rekstri. Golf fallegur nútímabíll með fullkomnum búnaði. LT sendibíll hagkvœmur og fúanlegur af mörgum gerðum. Komið — skoðið og kynnist Volkswagen og Audi ______— Londskunn viðgerða- og varahlutaþjónusta.__ @)Volkswagen OOOOAuði HEKLA HR t__: i no cr_: 01 Laugavegi 170—172 — Sfmi 21240

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.