Vísir - 18.07.1977, Blaðsíða 4
Rœningjar flýðu
sjóleiðina með
100 milljónir
Þrír ræningjar flýðu á
hraðskreiðri snekkju inn í
landhelgi Albaníu eftir að
hafa myrt gjaldkera í
grískum næturklúbbi sært
tvo þjóna og rænt sem
svarar hundraö milljónum
islenskra króna.
Ræningjarnir þrir réöust,
vopnaðir byssum. inn i klúbbinn
„Club Mediterranee” á eynni
Korfu og heimtuðu þar allt lausa-
fé og vegabréf fimmtiu franskra
gesta. Eitthvað kom til átaka og
var þá gjaldkeri klúbbsins skot-
inn til bana og tveir þjónar særð-
ir.
Ræningjarnir flýðu svo á bif-
reiö niður að höfn þar sem þeir
tóku hraðskreiða snekkju
traustataki. Þyrlur og hrað-
skreiðir eftirlitsbátar hófu leit að
þeim skömmu siðar, en án
árangurs.
Talsmaður lögreglunnar sagöi
fréttamönnum að ræningjarnir
hefðu flúið inn i landhelgi Al-
baniu. Snekkjan sem þeir notuðu
er i eigu þekkts italsks blaða-
manns sem var i heimsókn á
Korfu ásamt vinkonu sinni. Lög-
reglan vissi ekki hvort þau voru
um borð en taldi vist að þau væru
gislar, ef svo væri.
Þegar menn eru krónprinsar verða þeir að
gera ýmsa skrýtna hluti.
Mörgæsin Fridolin
þarf að fá auka vatns-
skammt þessa dag-
ana. h'ridolin býr i
Vestur-Þýskalandi og
þa r er nú 30 stiga hiti.
Kannske Frido ætti að
flytja til islands.
, HVAR
RTU
JAMES
BOND?
Tveir af þingmönnum
Verkamannaf lokksins
hafa lagt til að James
Callaghan, forsætisráð-
herra Bretlands, skipi
nefnd til að rannsaka
ásakanir um klaufaskap
bresku gagnnjósnaþjón-
ustunnar MI5.
Blaðið ,,The Observer” segir
frá þvi i frett i gær að Harold
Wilson, fyrrverandi forsætis-
ráðherra hafi misst traust á MI5
eftir tvenn hlægileg mistök,
meðan hann gegndi embætti.
Observer segir að njósnaþjón-
ustan hafi tekið tvo breska þing-
menn til rannsóknar vegna
nafnaruglings. Annar þeirra
var. dr. David Owen, sem nú er
utanrikisráðherra. MI5 grunaði
hann um að hafa selt hernaðar-
leyndarmál til Tékkóslóvakiu.
Rannsókn leiddi i ljós að
leyniþjónustan var að ruglast á.
honum og Will Owen, sem var
sýknaður af ákæru um þetta
atriði árið 1970.
Hinn þingmaðurinn var frú
Jedith Hart, sem MI5 hélt að
hefði setið fund kommúnista-
leiðtoga i ónefndu Austur-
Evrópuriki. Það kom i ljós að
hinir visu spæjarar höfðu tekið
feil á henni og einhverri frú Tu-
dor Hart, sem aldrei hefur ná-
lægt þinginu komið.
Annar þingmannanna sem fer
fram á rannsókn, sagði:
„Hversu margir alsaklausir
þingmenn eru með einhverja
skuggalega náunga á hælum sér
vegna þess að leyniþjónustan
kemst ekki skammlaust i gegn-
um simaskrána?”
Herferð gegn
glœpasamtök-
um ó Ítalíu
Morð, rán og flótti úr
fangelsum er orðinn dag-
legt brauð á ítalíu og rikis-
stjórninni finnst nú timi til
kominn að taka i taumana.
Siðastliðinn föstudag var
lagt fram sex f lokka frum-
varp sem miðar að þvi að
koma á lögum og reglu í
landinu.
f frumvarpinu er meðal annars
gert rað fyrir auknum völdum
lögreglunnar, betri útbúnaði
handa henni og byggingu nýrra
fangelsa. Harðlinumenn lengst til
vinstri hafa fordæmt frumvarpið
sem þeir segja að mun gera
ttaliu að lögregluriki.
Rauða hersveitin heitir einhver
illræmdasta glæpaklika sem
starfar á ltaliu i dag og félagar i
henni eru vinstri sinnaðir öfga-
menn. Undanfarna mánuði hafa
þeir gert sig seka um fjölmörg
morð, mannrán og likamsárásir,
sem þeir segja að gerðar séu til
að refsa „verkfærum heims-
valdasinna og kapitalista”.
fór þurrkuðust út tölvuskýrslur
lögreglunnar sem hafa að geyma
fyrri afbrot margra þeirra sem
nú koma fyrir réttinn.
Lögreglan áætlar að það kunni
að taka þrjá daga i viðbót að yfir-
heyra og dæma alla þá sem hand-
teknir voru.
011 fangelsi borgarinnar eru
yfirfull og hinum handteknu hefur
verið holað niður i biðstofum og
jafnvel geymslum. Astandið er
Örþreyttir dómarar í
New York leggja nú nótt
við dag við að fjalla um
mál þeirra þrjú þúsund og
fimmhundruð manna og
kvenna sem handtekin
voru fyrir rán og grip-
deildir í raf magnsleysinu í
siðustu viku. Þetta voru
mestu f jöldahandtökur í
sögu borgarinnar.
allt annað en gott þvi mikil hita-
bylgja gengur nú yfir borgina og i
gær fór hitinn til dæmis upp i 37
stig á Celsius, en það er mesti hiti
sem mælst hefur i New York i 98
ár.
Það veldur yfirvöldum miklum
erfiðleikum að þegarrafmagnið
A
flótta
Lögreglan i
Sydney i Ástraliu
leitar nú að fimm
föngum sem hafði
verið leyft út úr
fengelsinu til að taka
þátt i tiu milna viða-
vangshlaupi. Þeir
héldu áfram að
hlaupa eftir að þeir
komu i mark.
DÓMSTÓLAR í NíW
YORK YFIRHLAÐNIR
EFTIR RAFMAGNSLEYSIÐ