Vísir - 18.07.1977, Page 24
VÍSIR
P. STEFÁNSSON HF.
a^) SÍOUMÚLA 33 SlMI 83104 83105(|
m ~m AVELING BARFORD ” ÞUNGAVINNUVÉLAR ÉL •• ffi' ÖU OKUTAKI
jn SMÁOG
STÓR
P. STEFÁNSSON HF.
- — ® ji HVERFISGÖTU103 SÍMI 26911 (^j
Tvœr stúlkur
fórust í bíl-
slysi í Döium
Tvær ungar stúlkur biðu bana
i hörmulegu bilslysi sem varö
vestur í Dölum i nótt. Slysið átti
sér staö við Jónsvað I Svinadal.
Yfir vaðið er þröng brú mcð
erfiðri aðkeyrslu.
StUlkurnar munu hafa komið
akandi aö vestan, og bill þeirra
lent fram af hjá brúnni. Þarna
er um fimmtán metra hátt fall
niður i hyl undir brúnni.
Stúlkurnar munu hafa látist
samstundis.
— GA
Slys vegna
ölvunar
við akstur
Tvö óhöpp urðu á Vestur-
landsvcginum aðfaranótt
sunnudagsins i umdæmi
Hafnarfjaröarlögreglunnar.
Um klukkan fjögur um nótt-
ina var ekið á stúlku á móts
við Eyrarhvamm i Mosfclls-
sveit. Hlaut hún opiö fótbrot.
Grunur leikur á, aö um ölvun
liafi verið aö ræða.
Lögregluna grunar, að einn-
ig hafi verið uin ölvun að ræða
i hinu tilvikinu, scm var útaf-
akslur. Þar slasaðist cnginn
alvarlega. Að sögn lögregl-
unnar i Hafnarfirði var mikiö
um ölvun um helgina og
margir teknir undir áhrifuin
við akstur. —GA
Stnl bíl úr
bíl-
skúrnum
Bil var stolið i Þorlákshöfn
nú um hclgina. llafði hann
staöiö i bilskúr við heimahús.
Þjófurinn hefur bakkað biln-
um útúrskúrnumogútá götu,
og síðan haldið áfram að
bakka alveg þar til hann lenti
uppá steyptrigirðingu nokkru
neðar í götunni.
Þaðan hljóp svo þjófurinn i
burtu. Ekki hefur enn hafst
upp á honum. Billinn, sem er
mjög nýlegur Audi, skemmd-
ist litillega.
— GA
Róðist ó þrjó
lögreglumenn
Ráðist var á þrjá lögreglu-
menn að störfum aöfaranótt
laugardagsins. Ilöfðu þeir kom-
ið auga á mikil slagsmál, sem
áttu sér stað i porti viö miöjan
Laugarveginn. Þegar lögreglu-
mennirnir ætluöu aö skakka
leikinn og skilja slagsmála-
hundana, saineinuðust þeir
gegn lögreglumönnunum.
Upphófust nokkur átök i port-
inu, en enginn mun þó hafa hlot-
ið alvarleg meiðsl. Leiknum
endaöi incð þvi, að nokkrir
sökudólgarnir voru settir 1
fangegeymslur lögreglunnar.
— GA
Trillan á strandstaö. A minni myndinni eru björgunarsveitarmenn komnir um borð f trilluna.
Visismyndir Jóhann Zoega
SIGLDI TRILLUNNI
BEINTI KLETTANA
Litlu munaði, að
dauðaslys yrði undir
svokallaðri Norð-
fjarðarnipu við Nes-
kaupsstað siðastliðinn
laugardag.
Það var um fimmleytið sið-
degis, að björgunarsveitin á
Neskaupstað fékk tilkynningu
gegnum Nesradió frá bát, sem
sá strandaða trillu undir svo-
nefndri Noröfjarðarnipu, 5-6 km
frá Neskaupstað.
Aðstæður á þessum stað eru
þannig, að undir 400 metra.nær
þverhniptu bjargi er miki: tór-
grýti. Þegar björgunarsveitin
kom á staðinn var trillan komin
upp i klettana, en svo heppiljga
vilditil,aðveöur vargottog hún
skorðaðist milli tveggja steina,
óbrotin.
Trillan var i gangi, og þegar
betur var að gáð var eigandi
hennar um borð, og undir
áfengisáhrifum.
Um miðnætti aðfaranótt
sunnudags átti aö reyna að ná
trillunni út á flóði, en þá tókst
ekki betur til en svo, að hún
rakst utan i klettana, brotnaði
og sökk. —H.L.
FORSÆTISRÁÐHERRA UM SAMNINGA VIÐ EFNAHAGSBANDALAGIÐ:
Semjum oðeins um verndun
Ekki er ástæða til að búast við
meiru en samkomulagi. um
verndun fiskistofna viö island
eftir að fiskveiöisamningurinn
viö Vestur-Þjóðverja rennur út i
lok nóvember, að þvi er Geir
Hallgrimsson forsætisráðherra
sagði á fundi, sem hann hélt
ásamt Helmut Schmidt,
kanslara Vestur-Þýskalands,
með íslenskum og þýskum
fréttamönnum.
Schmidt sagði, að Efnahags-
bandalag Evrópu annaðist
héðan i frá samninga um veiðar
þýskra togara við Island, og
væru þeir þvi alveg komnir úr
höndum Þjóðverja. Hann
sagðist vona, að samkomulag
næðist, enda heföi ha'nn sann-
lærst um að róttækar aðgerðir
til verndunar fiskistofna viö Is-
land væru bráðnauðsynlegar,
eftir viðræður við Matthias
Bjarnason sjávarútvegsráð-
herra.
Viðræður Schmidt og Geirs
snerust að þeirra sögn talsvert
um NATO, eins og viðræður
Schmidt við Jimmy Carter
Bandarikjaforseta og Pierre
Trudeau, forsætisráðherra
Kanada. Einnig sagðist Schmidt
hafa rætt við Geir, Carter og
Trudeau um leiðir til þess að
stuðla að þvi, að mannréttinda-
ákvæðum Helsinkisáttmálans
verði betur framfylgt hér eftir
en hingað til.
Vilja auka útflutning
frá islandi til Þýska-
lands
Þá ræddu þeir Geir og Scmidt
um þróun efnahagsmála i
Evrópu og Norður-Ameriku og
sagði Schmidt á fundinum, að
Island hefði það fram yfir
önnur lönd i Evrópu að hér væri
ekkert atvinnuleysi, en hins
vegur ættu Islendingar greini-
lega i talverðum vandræðum
með verðbólguna. Bankastjóri
Seðlabankans, Davið Ólafsson,
talaði við Scmidt, hvernig unnt
væri að auka útflutning frá ts-
landi til Þýskalands og fjár-
hagslega samvinnu milli land-
anna.
Helmut Schmidt sagðist vera
mjög ánægður meö heimsókn-
ina til tslands og þær vinsam-
legu og hreinskilnu viðræður,
sem hann hafi átt við islenska
ráðamenn. Hann lét vel af ferð-
inni til Vestmannaeyja, kvaöst
hafa séð þúsundir sjófugla og lét
i ljós aðdáun sina á þeim
dugnaði og hugrekki sem Vest-
mannaeyingar hefðu sýnt eftir
eldgosið i Heimaey.
,,Eg bauð forsætisráðherra i
opinbera heimsókn til Þýska-
lands og hann þáði boðið, en aö
sjálfsögðu er ekkert hægt að
segja um það enn, hvenær úr
þeirri heimsókn verður”, sagði
Helmut Schmidt aö lokum.
—AHO