Tíminn - 03.11.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.11.1968, Blaðsíða 3
SUNAUDAGUR 3. nóvember 1968. TÍMINN 3 í SPEGLITÍMANS Hans Peter Matthias og vin kona hans, Bertil Hildegard, voru handtekin fyrir skömmu sökuð um að smygla gullstöng um til Tokyo. Þau báru á sér sextíu og fjórar stengur a'ð verðgildi sextíu og tveggja þúsund bandarískra dala. Þau földu gullið í sérstökum þar til gerðum vestum sem þau báru innan klæða. Parið játaði á sig glæpinn þegar í stað, en á myndinni hér að ofan sjáum við þau í höndum lögreglunn- ar. Meðan unnið er að því að fullgera fyrsta kjarnorkuknúna kaupfarið, sem Þjóðverjar smíða, „Otto Hahn“, starfar verkfræðingur einn í Hamborg að nýrri gerð seglskipa. Verkfræðingur þessi, W. Prölss, er jafnvel svo bjartsýnn á notagildi uppfinningar sinnar, að hann telur, að hún geti keppt við vélknúin skip. Hefir hann teiknað sexsiglt skip og gert af því líkan, sem prófað hefir verið í vindgöngum skipa smiðastofnunar háskólans í Hamborg og þóttu tilraunirnar með líkanið bera góðan árang ur. Eitt af þv£, sem vekur at- hygli í sambandi við skip þetta, er að um engan venju legan reiða eða kaðlabúnað er að ræða. Sex siglur, sem unnt er að snúa, standa án nokkurr ar stoðar stafna á milli á skip inu. Rárnar eru festar við sigl una án nokkurrar stoðar stafna á milli á skipinu. Rárn ar eru festar við siglurnar og að auki bogamyndaðar. Seglin mynda hvelfdan safn- eða drátt arflöt með góðum loftkraft fræðilegum eiginleikum. Eru fimm segl á hverri siglu og er þeim ekið með því, að sjálfri siglunni er snúið eftir þörfum, og er það gert með vélaafli. Rannsóknir á líkaninu benda til þess, að dráttarafl seglanna á skipi þessu muni tvöfa't meiri en á venjulegu, fjórsigldu bark skipi, eins og Pamir gamla, sem liggur í höfninni í Ham borg. Ef seglflötur bessa nýja skips yrði gerður hálfu stærri en reiknað hefir verið með, yrði dráttaraflið tveim þriðju hlutum meiri en á seglskipi með gamla laginu. Þegar á allt þetta er litið. telur uppfinningamaðurinn, að 17,000 lesta seglskip af þessari gerð eeti með áraneri keppt við vélknúin skip við flutning á stykkjavöru. ★ Hver fann upp á bví fyrst ur manna að reykja síld? Því var nýlega skotið að okk ur hér á Tímanum, að hað hafi verið hollenskur maður að nafni Biickel. svo greinilegt er að það er ekki aðeins ostux’ og túlípanar sem þeir framleiða í Hollandi. Biickler varð einn ig svo frægur meðal landa sinna fyrir uppfinninguna, þ. e. að hengja smáfisk unn í riáfur hjá sér og beina reyknum að þeim, að keisarinn Karl fimmti sem uppi var á sex- tándu öld, gerði sér ferð að gröf Bucklers til þess að sína í verki þakklæti sitt. Þá vit um við það. Julie Christie, leikkonan brezka, sem fslendingum er kunn fyrir leik sinn í Sívagó lækni, er nú ástfangin orðin í kollega sínum John Hurst. Hurst er tuttugu og átta ára gamall leikari, sem reyndar hef ur ekki heimsfrægð á borð við Christie, en hann er mjög vel metinn í heimalandi sínu, Eng landi, sem leikari, en hann hef ur þegið margar viðurkenning ar fyrir frábæran leik á sviði. Þau Hurst og Christie hafa að undanfömu leikið saman í kvikmynd sem verið er að gera í Sviss og Frakklandi. Það mun hafa tekið Hurst sex ár að ná frama á leiksviðinu, en hann hefur leikið í mörgum góðum leikritum, svo sem eftir þá Osbome, Pinter og Wesker. En þessir höfundar eru frægir innan leikhúsheimsins og verk þeirra eru stöðugt flutt víða um heim, en Hurst hefur tekið þátt í sýningum á verkum þess ara höfunda í West End í London. Hurst er prestssonur og einn bróðir hans er munk ur. Á myndinni sjáum við hið hamingjusama par í bátsferð á Genfarvatni í Sviss. Enn þá einu sinni hefur frægt leiklistarpar ákveðið að skilja. Og orsökin er of mikil frægð, of mikill frami. Það er hinn þekkti franski rithöfund ur, leikari og fyrrverandi stjórnarerindreki Romain Gary, sem hefur krafizt skilnaðar frá konu sinni, leikkonunni Jean Seberg. Hann kveðst ekki þola það lengur að sjá konu sína hvergi nærri mestan hluta árs ins. Jean Seberg hefur notið mikilla vinsælda nokkur und anfarin ár, sem leikkona, en þó hefur það verið hald manna að allt væri í lagi með hjónaband þeirra Garys. Á meðan hún hef ur verið önnum kafin við kvikmyndaleik, hefur hann tek ið á móti Consourt bókmennta verðlaununum frönsku fyrir skáldsöguna „Les Racines du Ciel“, auk þess sem hann hef- ur sjálfur aflað sér frægðar í heimi kvikmyndanna sem framleiðandi og leikari. Þau hjón eiga eitt barn sam an, sem fæddist nokkru eftir að þau gerðu brúðkaup sitt á eyjunni Korsíku fyrir fjórum árum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.