Tíminn - 03.11.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.11.1968, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 3. nóvember 1968. > TIMINN 5 FLOWERS KOMNIR ÚR LUNDÚNAFERÐINNI Karl Sighvatsson ÞacS voru fimm hressir ung- ir menn, sem stigu út úr Rolls Roys flugfél Loftleiða á Kefla- víkurflugvelli. Klukkan var hálf fjögur aðfaranótt mið- vikudagsins 23. október. „Ó, je minn, Flowers eru komn- ir,“ hrópuðu nokkrar stúlkur upp yfir sig og steingleymdu um leið, að þær voru komnar til að taka á móti alvörugefn- um föður. Já, það fór ekki á milli mála, Flowers voru komnir heim, eftir hálfsmánaðar dvöl í Lund únum, þar sem hljóðrituð voru með þeim fjögur lög fyrir Tónaútgáfuna. Ákveðið var, að við skildum hittast á föstu- dagskvöldið, hlusta á upptök- una og spjalla um ferðina. — Haldið þið ekki, að Hljómaplatan sé betri, sagði ég stríðnislega, er við vorum seztir inn í bílinn. — Það er nú að mörgu leyti ólíku saman að jafna, þótt hvoru tveggja sé þetta pop- músik. Það var Jónas, sem varð fyr- ir svörum. — Þeir nota býsnin öll af aðstoðarhljóðfæraleikurum og Gunnar Jökull hafa vel efni á því, enda er þetta önnur L.P. platan, sem er tekin upp með þeim i Lon- don. Hins vegar vorum við mjög ákveðnir í því að láta Flowers koma fram „óstyrkta" á þessari fyrstu hljómplötu okkar og við erum svo sann- arlega ánægðir með árangur- inn í hei'ld, þótt alltaf finnist manni, að hægt sé að gera betur. Við vorum komnir á áfanga- stað og hröðuðum okkur upp í íbúð þeirra félaga, og þar héldum við áfram spjallinu. —- Hvernig leið fyrsti dagur inn ykkar í London? Karl: Við fórum að litast um í verzlunum, og ég var svo heppinn, að koma á tvo staði, þar sem sýnd voru beztu hamm ondorgel, sem framleidd eru, og auðvitað reyndi maður nokk ur. Það dýrasta kostaði 5600 pund og auðvitað varð endir- inn sá, að ég pantaði einn mjög svo vandaðan grip. — Þið hafið væntanlega gert ykkur heimakomna í hin- um ýmsu klúbbum borgarinn- ar Sigurjón: Já, heldur betur. Sigurjón Sighvatsson fyrsta kvöldið heyrðum við í Blue Cheirs og það var örugg- lega hávaðasamasta hljómsveit in, sem við höfðum tækifæri til að sjá og heyra. Arnar: Persónulega er ég hrifinn af síðu hári, en þessir piltar fóru út fyrir öll tak- mörk, þar að auki var þetta illa hirt, en þeir voru allir góð- ir músíkantar, það vantaði ekki. Jónas: Það má segja, að það hafi verið undantekning, ef einhver í hljómsveitunum var ekki undir áhrifum eiturlyfja. Þetta virtist vera ríkjandi tízkufyrirbrigði hjá blues- hljómsveitum — mjög svo hvimleitt, að því að okkur fannst. Gunnar: WIio voru með sína gömlu stælana, brutu gítarana og stilltu allt á fullan kraft, þannig að við lá, að okkur þætti nóg um og er þá mikið sagt. Annars var ég hrifnast- ur af hljómsveit, sem nefnir sig „Yeas“. Karl: Arthur Brown var stór kostlegur og orgelleikarinn hreinn snillingur. Arnar: Mothers of Invention Jónas Jónsson og Alan Brown — þetta voru nöfnin, sem vöktu mesta hrifn ingu hjá mér. Sigurjón: Blue Oheirs og Scott Walker voru líka stor- kostlegir, en það sem vakti sér staka athygli hjá okkur, var hvað allar hljómsveitaskipting ar á sviðinu gengu fljótt og vel fyrir sig. Jónas: Ég vil endilega koma þvi fram, að ég komst á kon- sert hjá Tom Jones, en það er meira en hinir strákarnir geta sagt. Hann og Shadows vöktu hvað mesta hrifningu hjá mér, að ógleymdum Alan Bown. — Síðan hefur röðin komið að plötuupptökunni? Gunnar: Við vorum eitt kvöld fram á nótt að spila þessi lög og okkur líkaði mjög vel við tæknimennina og all- ur útbúnaður var fyrsta flokks, eins og allir vita, er þekkja til De Lane Le stúdíó. — Hvað heita lögin? Sigurjón: í laginu eftir Kalla, „BIómið“, fær Jónas frí, hvað söng sneríir, en leikur í þess stað á flautu. Andvaka" er eftir Kalla og Arnar þá Arnar Sigurbjörnsson vorum við svo heppnir að fá lag hjé Rúnari Gunnarssyni, „Glugginn“ nefnist það. Fjórða lagið er erlent, en hjá okkur heitir það „Slappaðu af“, Þor- steinn Eggertsson samdi alla textana. — Spiluðuð þið í einhverj- um af þessum klúbbum? Gunnar: Já við vorum svo heppnir, að fá boð um að spila í Marquee, en það er einn þekktasti og viðurkennd- asti táningaklúbburinn í Lond on. Móttökurnar voru betri en við bjuggumst við Kalli: Þetta var í alla staði mjög ánægjuleg ferð, sem verð ur okkur alltaf ógleymanleg. Sérstaklega ber að þakka Tóna útgáfunni fyrir þeirra hlut. Þá var aðstoðarmaðurinn okkar, Ágúst Ágústsson, ómissandi í ferðinni. Þannig lýkur þessu viðtali. Mér gafst kostur á að hlýða á upptökuna og er bjartsýnn á móttökuraar, er þessi fyrsta hljómplata Flowers kemur á markaðinn. Benedikt Viggósson. MÁLEFNI ALÐRAÐRA VERDA TEKIN FYRIR Á UMRÆÐUFUNDI í dag, sunnudag, efna ungir Framsóknarmenn til almenns um- ræðufundar um málefni aldraðra undir heitinu: Hvað er hægt að gera fyrir gamla fólkið- Fundur- inn verður haldinn í Tjarnarbúð í Keykjavík og hefst kl. 14. Allir, og ekki sízt aldrað fólk er velkomið á fundinn. En framsögu menn á fundinum verða: Guðmundur J. Guðmundsson varaformaður Dagsbrúnar, sem ræðir um „þátt aldraðra í atvinnu lífinu". Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri: Ellin og framtíðin. Páll Sigurðsson, trygginga- læknir: Opinber hjá'lp við aldraða Ingvar Gíslason, alþingismaður: Lífeyrissjóður fyrir alla lands- rnenn. Ungir Framsóknarmenn munu aðstoða gamalt fólk, sem þess óskar, með því að aka því til og frá fundarstað endurgjalds- laust. Þeir sem vilja færa sér það í nyt hafi samband við skrif- stofu Sambands ungra Framsókn- armanna í síma 24484 fyrir lok vikunnar. Jón Grétar Sigurðsson héraðsdómslögmaður Austurstræti 6 Simi 18783. FRAMNESVEGl 17 Framsóknarvist á Hótel Sögu fimmutd Næstf? Framsóknarvist Framsóknarfélags Reykja- víkur verður fimmtudag inn 7. nóv. á Hótel Sögu. Kvöldverðlaun verða veitt og ennfremur er spilað um flugför til útlanda sem heildarverðlaun í þessari 3ja kvölda keppni. Steingrímur Hermanns- son, framkvæmdastjóri, 7. nóv. flytur ávarp, og að lokum verður dansað. — Viss- ast er að panta miða sem fyrst í síma 24480, þar sem þegar eru farnar að berast pantanir. SÍMI: 122« Framkvæmir handunnið bókband, fyrir bóksöfn, einstaklinga og fyrirtæki. Gylli nöfn á servíetttxr, sálmabækur, biblíur o. fl. Vönduð vinna og efni. Reynið viðskiptin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.