Tíminn - 03.11.1968, Qupperneq 8
8
TIMINN
SUNNUDAGUR 3. nóvember 1968.
Gjaldeyristekjur hækk-
uðu 122% frá 1958-'66
Sigurður Þórðarson
Með Sigurði Þórðarsyni, tón-
skáldi og söngstjóra, er failinn
í val mikilhæfur forystumaður
í íslenzku tónlistarlífi á síðustu
áratugum. Hann auðgaði þjóð-
ina að góðum sönglögum og
jafnvel söngleikjum og var for
ystumaður í söngstarfi, sem
mátti heita kórskóli í landinu
og hafði mikil og víðtæk áhrif.
Sigurður Þórðarsonar verður
jafnan minnzt sem eins braut-
ryðjendanna í íslenzku tón-
menntalífi eftir að snerting við
umheiminn fór að hafa veruleg
áhrif á það, og hann kunni að
meta íslenzkan arf í þessari
grein til jafns við aðdregin
föng.
Tenglar
Að undanförnu hefur staðið
yfir svonefnd geðheilbrigðis-
vika, þar sem reynt er að
fræða fólk um eðli og meðferð
geðlægra sjúkdóma og vekja
menn til mats á því, hvernig sú
heiibrigðisþjónusta er á vegi
stödd hér á landi. Viðhorf al-
mennings til þessara mála hef-
ur verið með annmörkum, sem
nauðsynlegt er að víkja úr vegi,
og mikil breyting til batnaðar
hefur orðið á því síðustu ár.
Það er deginum ljósara, að
sjúkrarými fyrir geðsjúka
menn er allt of lítið, sérfræði-
þjónusta hvergi nærri nóg og
aimenn hjálparstarfsemi hverf-
andi. Geðverndarfélög hafa þeg
ar þokað mönnum til betri skiln i
ings á málinu, og starfsemii
ungs fólks í samtökum, sem|
Tenglar nefnast er eitthvert hið
ánægjulegasta framlag til hjálp
ar, sem gert hefur verið hér á
landi. Það starf er unnið af
skilningi, bróðurhug og fórn-|
fýsi og mun áreiðanlega verðaj
fleira fólki að liði en nokkurn
grunar. Þetta unga fólk á skild-
ar þakkir í ríkum mæli, skiln-
ing við störf sín og alla fyrir-
greiðslu.
lingir og aldnir
Það er mjög um það rætt um
þessar mundir, að unga fólkinu
þyki hinir eldri sitja allmjög
yfir í hlut þess, einkum í stjórn
málum, og mætti virðast, sem
æskan vildi víkja hinum eldri
alveg frá öllum ráðum og um
svifum lífsins, þegar þeir eru
komnir á áttræðisaldurinn.
>etta er auðvitað misskilningur
og mjög ánægjulegt er að sjá
pess glögg dæmi, að ungt fólk
er ekki skilningslaust á mál-
efni og vanda aldraðs fólks og
vill kynna sér mál þess og
stuðla að lausn vandamála, sem
þar er um að ræða. Fundur sá,
sem Samband ungra Framsókn-
armanna gengst fyrir um þess-
ar mundir til umræðna um mál
efni aldraðs fólks. er alger ný-
lunda af hálfu æskulýðssam-
taka og verðux vonandi vísir að
betri tengslum milli kynslóða
sem tíminn hefur skilið að með
nokkrum hætti.
Hvað er
framundan?
Síðustu áratugina mun sjald-
an eða aldrei hafa gætt eins
mikils ótta og óvissu meðal al-
mennings um það, sem fram-
undan er í stjórnmálum. og efna
hagsmálum landsins. Þjóðinni
er smátt og smátt að verða ljóst
hve ástandið er orðið geigvæn-
legt, hvernig þjóðin rambar nú
á barmi efnahagshruns og hver
sú byrði er, sem hún verður að
leggja sér á herðar í allra næstu
framtíð. Þetta fall er hátt ofan
úr loftköstulum „viðreisnar”-
'stjórnarinnar, sem sagði þjóð-
inni það síðast í marz á þessu
ári, að „tekizt hefði að leysa all
an vanda betur en nokkur hefði
þorað að vona“. Sú blekkinga-
iðja ríkisstjórnarinnar að mála
allt rósrautt og þykjast ekki
sjá neinn vanda, meðan allt var
að hrynja, verkar nú þannig, að
menn vita varla, hvaðan á þá
stendur veðrið, þegar staðreynd
irnar blasa við, og eiga bágt
með að trúa því, að ástandið sé
svo alvarlegt sem naun ber
vitni.
Ríkisstjórnin hefur gefizt
upp í verki og beðið minni-
hlutaflokkana ásjár, en hins veg
ar er henni blekkingaiðjan
svo töm, að hún vill ekki gera
'það í orði og segja af sér. Sé
henni fullkomin alvara með að
leita eftir samstjórn allra
flokka um lausn brýnasta vand-
ans, á hún að segja af sér til
þess að sýna einlægni sína og
gegna lýðræðislegri skyldu.
Þannig á hún að hafa manndóm
til þes-s að játa einnig í orði
mistök stefnu sinnar og getu-
leysis til þess að ráða við vand-
ann. Þjóðin lítur þetta áreiðan-
lega sömu augum og ungi sjálf
stæðismaðurinn, sem sagði:
Telji hún sig ekki færa um að
leysa vandann, á hún að segja
af sér. Þessi tvískinnungur rík-
isstjórnarinnar veldur nú meiri
ringulreið en flest annað og
veldur því, að menn vita ekki,
við hverju þeir mega búast.
Hann torveldar áreiðanlega
samstöðu allra flokka um lausn
vandans og getur hæglega svo
farið, að hann komi í veg fyrir
hana.
því einu að kenna, að útflutn-
ingsverðmæti eða gjaldeyris-
tekjur þjóðarinnar verði um
40% minni árið 1968 en árið
1966, og komu þó um 30% af
þeirri lækkun fram á árinu
1967. Hins vegar er þess ekki
látið getið um leið, þótt talandi
tölur sýni það, að gjaldeyris
tekjurnar höfðu áður hækkað
frá árinu 1958 til 1966 um
hvorki meira né minna en
122% reiknað á sama gengi,
þannig að árið 1966 er svo al-
gert metaflaár og hátindur
nokkurra samfelldra stórafla-
ára og hávirðis, að 40% lækk-
un frá því er ekki nema helm-
ingsmissir þeirrar aukningar
sem orðið hafði á næstu árum
áður. Það er því fullkomin lítils
virðing við heilbrigða skynsemi
manna að halda þvi fram, að
vandinn stafi allur af þessari
rýrnun en ekki að miklu meira
leyti af rangri og hættulegri
stjórnarstefnu og lélegum
stjórnartökum. Þótt þetta sé
eina haldreipi ríkisstjórnarinn-
ar til sjálfbjargar, mun það
ekki duga henni lengi til þess
að bjarga andliti „viðreisnar-
innar“. Þjóðinni er smátt og
smátt að verða ljóst hið rétta
eðli málsins á sama hátt og
mynd hins geigvænlega hættu
ástands skýrist með degi hverj-
um.
Enn 60% hærri en
1958
Samkvæmt síðustu upplýsing
um í skýrslum Seðlabank-
ans voru gjaldeyristekjur þjóð-
arinnar af vöruútflutningi og
þjónustu árið 1966, miðað við
gengi 24. nóv. 1967, samtals
9.090,4 milljónir króna. Sé mið
að við þá áætlun stjórnarinnar
nú, að þessar gjaldeyristekjur
verði 40% lægri árið 1968 en
var 1966, þá ættu þær að verða
6.493,1 milljón.
Útflutningstekjur af vörum
og þjónustu árið 1958 voru sam
kv. sömu skýrslum 4.056,5
milljónir kr. Hækkunin frá
þeirri upphæð til 1966 er um
122%, allt reiknað á núverandi
gengi. Þrátt fyrir 40% lækk-
unina til 1968 eru þessar tekj-
ur samt enn um 60% hærri en
þær voru 1958 fyrir tíu árum.
Nú er eðlilegt að útflutnings-
tekjur hækki um nokkur pró-
sent á ári í samræmi við fólks-
fjölgun o.fl. þótt ekki sé tekið
tillit til sveiflna, en samt er
enn þá eftir töluverður skerfur
af hækkuninni miklu á góðær-
um fyrir 1966, og árið í ár er
meira en meðalár áratugsins að
verðlagi og aflafeng og getur
því í sjálfu sér ekki kallazt
meira „hallæri“ en svo, að vit-
urlegt stjórnarstefna ætti að
geta bjargað málunum.
Skuldabagginn
er verstur
Þegar málin eru skoðuð bet-
ur kemur einnig í ljós, að það
er alls ekki þessi rýrnun út-
flutningstekna, sem er alvarleg
asta efnahagsmálið, því að
þótt við hefðum þar enn verið
í hámarkinu frá 1966, væri allt
komið undir kvið á viðreisnar-
dróginni eigi að síður. Eðlilegt
hefði mátt telja, að erlendar
skuldir hefðu verið lækkaðar
nokkuð á góðu árunum, en því
fór svo fjarri, að þeim hefur
ekki einu sinni dugað að hækka
og 60% eins og útflutningstekj
unum, heldur hafa þær hækkað
um rúm 200% og eru nú, bæði
fastar og lausar, um 10 millj-
arða króna, þar af lausaskuldir
um milljarður. Nú er talið, að
vextir og afborganir þessara
skulda verði á næsta ári 15—
20% af gjaldeyristekjum þjóð-
arinnar, og er það hærra en
þjóðin er fær um að bera.
Dularfulla blómið
Dularfulla blómið — og raun
ar eina skrautblómið, sem „við-
reisnin hefur veifað, er svo-
nefndur „gjaldeyrisvarasjóð-
ur“, sem þjóðin „eignaðist“ á
góðu árunum og ráðherramir
segja er nú horfið með jafndul
arfullum hætti og það varð tiL
Stefán Jónsson, framkvæmda-
stjóri, hefur í glöggri grein hér
í blaðinu nýlega sýnt skilmerki
lega og óhre-kjanlega fram á,
hvert þetta eignarhald þjóðar-
innar á þessum fræga sjóði var.
Menn hafa hingað til haldið, að
„varasjóð“ væri aðeins unnt að
mynda af ágóða og arði, en töl-
ur Seðlabankans sýna, að hann
er ekiki annað en dálítiil
hluti af skuldahækkuninni er-
lendis. Hann var aldrei til,
og þess vegna víðs fjarri
allri heilbrigðri skynsemi að
hann mætti nota til eyðslu, þeg
ar harðnaði í ári, fremur en
það er skynsamlegt að taka lán
til þess.
En þetta er ekki öll sagan.
Viðreisnarstjórnin hafði klærn-
ar úti sem hún mátti á innlend-
um lánamarkaði. Á þessum fcíu
árum hefur hún tekið að láni
hjá sparifjáreigendum með því
að yfirbjóða bankana nær þrjá'
milljarða til eyðslu og fram-
kvæmda, sem áður var lagt til
fé á fjárlögum ríkisins, sem þó.
hafa margfaldazt að upphæð á
áratugum.
Atvinnulíf í rústum
En allt þetta væri bærilegt og
afsakanlegt, ef skynsamlegir
stjórnendur hefðu notað þetta
spariifé og stórlán til þess að
byggja upp og styrkja íslenzkt
atvinnulíf, því að það er sá eini
varasjóður, sem nokkurs er um
vert. En hvaða mynd blasir þar
við? Atvinnuvegir í rústum.
Venjulega stofnlánasjóði at-
Framh'ald á bls. 13
Sjálfsbjörg
Ríkisstjórnin virðist um þess-
ar mundir varla eiga nema eitt
baráttu- og áhugamál, en það
er að freista þess að bjarga
sjálfri sér undan fordæmingu
staðreyndanna á „viðreisninni"
Morgunblaðið er að vísu hætt
því síðustu vikurnar að taka svo
til orða, að viðreisnin hafi tek-
izt eins og kvað við hvern dag
fram eftir öllu sumri. En Mál-
gögn stjórnarinnar hamra á þvi
linnulaust, að allur vandinn sé
SuSureyrl vi3 Súgandafiör8 er myndarlegt kauptún, sem oft hefur skilað miklum hlut I þjó6arbúið. Nú standa
þar öll hjól kyrr og naer aigert atvinnuleysi ríkir.