Tíminn - 03.11.1968, Síða 7

Tíminn - 03.11.1968, Síða 7
SUNNUDAGUR 3. nóvember 1968. TIMINN 7 Shelagh Delaney: Hunangsilmur Leikstjóri: Brian Murphy Leiktjöld: Una Collins Þýðing: Ásgeir Hjartarson En hvað allar listkenningar og ismar vitíðast hágómlegir og fá- nýtir, þegar mönnum býðst tæki færi til a'ð njóta jafnósvikinnar listar og þeirrar, sem sýnd var óvenjulega fámennum hópi frum sýningargesta í þjóðleikhúsinu fyrir rúmri viku. Furðuhljótt er um nýstefnu í listum eða fagur- fræðileg markmið nýrrar kynslóð- ar, þegar verkin sjálf tala sínu ;æra og ótvíræða máli eins og í þessu tilviki. Þegar árangurinn cr góður, eru markmið og leiðir aukaatriði. Þó að Hunangsilmur sé kannski ekki meistaraverk á trangasta mælikvarða, þá er það þrátt fyrir það sérstaklega hug- þekbt verk, sem endurspeglar eld móð höfundar og einlægni, sterk- ar ástríður og óbilandi lífstrú. Nú væri ef til vill ekki ófor vitnilegt að rekja efni leiksins í stuttu máli: Aðalpersónan Jo, býr með móður sinni, sem hún hefur fyrirlitningu og skömm á og það ekki af ástæðulausu. Gjá lifiskvendið, hún móðir hennar, hóf sinn fagra ástaferil með því áð leggjast með fábjána, sem gerði hana barnshafandi og varð Jo litla síðar ávöxtur þeirra fínu atlota. Þegar móðurmyndin henn ar hleypst á brott með ungum og efnilegum drykkjumanni og skilur hana eina eftir í reiðuleysi, þá er svo komið fyrir Jo, að hún er sjálf þunguð af völdum svert. ingja, sem siglt hefur sinn sjó. Heimiiislaus kynvillingur en ihjartagóður flytzt nú heim til Jo og tekur að rækja þáð hlutverk með stakri prýði, sem áður hafði verið vanrækt með öllu af móður inni. Eftir þessum lauslega úrdrætti að dæma ætti Hunangsilmur því að vera tilvalið efni í velluleg an táraleik með hálfkæfðum kveinstöfum og kjökri, sjálfsvor- kunn og volæði. Svo er þó guði fyrir að þakka, að Shelagh Delan- ey leysir }>etta mér liggur við að segja reyfaralega og hversdags- lega viðfangsefni á svo ramm per.sónulegan og meistaralegan máta að undrum og aðdáun sætir ekki sízt, þegar þess er gætt, að hún var aðeins 19 ára, þegar hún samdi leikinn Ilenni virðist vera það kappsmál að færa okkur heim sanninn um, að óblítt. hlutskipti sé í rauninni ekki til annars en að brosa að eða með öðrum orð um að harmur sé ekki til ann ars en að henda óspart gaman að. ITér birtist bezt víkingslund Delan ey og kaldhæðni. Enda þótt leikpersónurnar séu fáum fögrum kostum prýddar, þá verður þeim þó aldrei miið um nasir að láta yfirbugast af lifs raunum sínum og armæðu. Mót- lætið virðist þvert á móti stæla iífsvilja þeirra og skerpa skop- skyn. Delaney er yfirburða fund vís á brosleg viðbrögð og mark vís tilsvör og mergjuð mitt í öllu öngþveiti mæðgnanna og amstri. Um árabil hefur heil hersing af leikskáldum sótt í sorphaug mannlífsins í leit að nýjum fyrir- myndum. Ekki hafa þau farið í hann að leita gimsteina eða ó slípaðra demanta heldur skilget- inna barna göturæsa og skugga sunda í fátækrahverfum stór- borga. Fyrir fæstum þeirra vakir að deila á ríkjandi skipan þjóð félagsmála eða hella úr skálum reiði sinnar yfir þá aðila, sem ábyrgð bera á misréfti því og bágu kjörum, sem milljónir manna búa við um gjörvallan heim vestrænnar hámenning ar. Þeim viröist. aftur á móti vera meira í mun að bregða upp nakinni og óyndislegri nærmynd af mannsálinni sviptri kjölfestu og markmiði, metnaði og sjálfs trausti, vernd og 'vináttu. Þótt Shelagh Delaney kryfji ekki sál- ina af jafnmikilli skarpskyggni, nafni og vægðarleysi eins og t. d. Samuel Beckett og Ilarold Pinter, þá á hún samt það sam merkt við þá að hafa leitað fangá á sömu miðum. Eins og svo margir, sem farið hafa í smiðju t.il Joans Little woods til að læra þann hvíta galdur, sem hún kennir lærisvein um sínum, þá fylgir Brian Murp hy góðu hcilli forskirft hennar út í æsar að minnsta kosti verður ekki annað ráðið af sviðsetningu hans á Hunangsilmi hér í þjó'ð leibhúsinu. (Sá sem þetta ritar sá Hunangsilm í London 1999 undir leikstjórn lærimeistarans sjálfs). Ilann vinnur nákvæmlega í sama anda og hún, aðhyllist sömu list stefnu og beitir svipuðum vinnu brögðum, enda er svipur sýning arinnar heillegur, hnilmiðaður og áferðarfagur. Þessi námfúsi læri sveinn lætur leikendur t.d. snúa sér beint að fólkinu í salnum, leggja fyrir það spurningar og skeggræða kumpánlegaa við það eins og gamla vini. Méð þessu móti taka áhorfendur vitanlega virkari þátt og farsælli í því sem gerist á sviðinu sjálfu. Jafnt f þessu sem öðru er Murphy meist ara sínum trúr. Þelta er í raun inni þekkt leikbragð, sem var al gengt meðal skopleikara, er komu fram á skemmtikvöldum í söng leikahúsunum gömlu, sem voru svo vinsæl fyrir eina t.íð. Þóra Friðriksdóttir leikur Hel enu af þrótti og sannfæringu, skilningi og samúð Röddin hæfi- lega drykkjuhás og gróf, fasið hæfilega glaðklakkalegt og óhefl- að, en förðun og gervi fullýkt að mínum dómi. Þóra lýsir dræsu- legit kærttleysi og ábyrgðaleysi þessarar ófullkomnu móðttr á svo trúverðugan og tæpitungulausan Þóra Friðriksdóttir, Bessi Bjarnason og Brynja Benediktsdóttir. hátt, að engum getur blandazt hugitr um innræli Ilelenu og hug arfar. Af þessu gaflhlaði verður skrápurinn ekki skafinn. Þótt Þóra fari víða á kostum, þá hras- ar hún á stöku stað eða víxlast upp af hlemmiskeiði. Ilefði hún nol.ið betri þjálfunarskilyrða eða méð öðrum orðum fengið ríf- legri æfingartíma fyrir „frurn hlaupið" (notað hér í nýrri merk ingu), þá hefði hún áreiðanlega runnið skeiðið á onda með meiri glæsibrag en rattn bar vitni. Slík vinnubrögð verðskulda ekki með- mæli, enda alveg óþekkt í sönn- um menningarstofnunum. Brynja Benediktsdóttir gerir hlutverki sínu fáguð skil og full nægjandi. Allt látbragð hennar og limaburður er gæddur kvenlegri yndisþokka og töfrum en lcngi hefur sézt á íslensku leiksviði. Þá eru ærsl hcnnar og kæti bókstaf lega bráðsmitandi. Brynja lætur einkar vel að ieika þetta lífs glaða náttúrubarn, sem lælur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Túlkun Brynju er þó ekki með öllu óaðfinnanleg. Á einni stuttri angistarstundu á meðan Jo er á valdi ofsalegra geðshræringa bregzt leikkonunni svo bogalist- in, að allt fer fyrir ofan geðsvið hennar og neðan. Væri geðsvið Brynju víðara og dýpra hefði httgsanlega mát.t sigla fram hjá þessu skeri. Vonandi vex henni fiskur um hrygg með tlð og tíma. Hér vantar aðeins þann herzlu- inun, sem skilur á milli lofsverðra tilþrifa og snilldar. Enda þótt ýkjur og tilgerð lýti ekki leik Sigurðar Skúlasonar, þá er hann samt sem áður ekki vax- inn þeim vanda, sem mest á ríð ur að leysa og á ég þar við kyn einkenni þeirrar persónu, sem honum er trúað fyrir að túlka. Svo leynt fer Sigurður með þver bresti í kyngerð Geoffreys, að engan lifandi rnann býður í grun eitt andartak, að hér sé kynvillt- ur rnaður á ferð. Þetta er þeim mun bagalegra þar sem listræn nauðsyn verksins sjálfs krefst þess beinlínis Borinn saman við Murraý Melvin, sem fór með hlut verk Geoffs í London, þá blikn- ar Sigurður og þa'ð talsvert. Eng legu látleysi og yfirvegun, að til fyrirmynadr verður að teljast. Kynvilla Geoffs var gefin í skyn með ótal hárfínum blæbrigðum svo engttm gat dulizt hverskonar ntann hann hafði að geyma. Mik- ið hcfði Sigurður geta'ð lært af þessum enska starfsbróður sínum og þó. Leikstjórinn hefði að ó- sekju mátt grípa í taumana og af- vegaleiða leikarann á rétta braut ef svo má að orði komast. Bessi Bjarnason leikur af sama öryggi og tækni eins og endra- nær. Ilonum skeikar aldrei og kemur það áreiðanlega til af því, að hann hefur tileinkað sér traust an og persónulegan leikmáta, sem cr orðinn honum svo tamur og ósjálfráður, að hann getur án teljandi fyrirhafnar og heilabrota hoppað úr einu hlutverkinu í ann að. Þótt þetta hafi óneitanlega sína kosti, þá hefur það líka sína \ ókosti, af því að sannleikurinn ! er sá, að leikstíll Bessa er á j góðri leið með að ganga sér til I húðar. Raunalegt væri til þess j að vita, að jafnfær og hlutgeng ; ur leikari eins og Bessi Bjarna json hafnaði á jafnömurlegum ' stað og sjálfskaparvíti staðnaðra ; persónuger'ða. Það væri því ef til ; vill tímabært fyrir hann að end- ' urskoða listviðhorf sitt rækilega ! og endurskipuleggja vinnubrögð • sín frá grunni. ; Mér hefur aldrei þótt liggja ! serstaklega vel fyrir íslendingum ; að leika blámenn. Miðað við að j stæður sleppur Gísli Alfreðsson ; samt furðanlega frá þeirri raun, þótt hann vinni að vísu engan j stórsigur, sem markar tíammót í ; leiklistarsögu íslcndinga. j Leiktjöld Uni Collins eru ekk- j ert stórvirki og verðskulda Jjví ekki sérstök lofsyrði. Þýðing Ás- geirs Hjartarsonar er bæði lipur og vönduð, þótt ég kunni hvoki að meta „plastik" í staðinn fyrir plast (beygist eins og kast eða last) né „Hunangsilm". „A Taste of IIoney“ býr yfir skáld legum og táknrænum töfrum, sem forgörðum hafa farið í þýð ingunni. llalldór Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.