Tíminn - 03.11.1968, Side 9

Tíminn - 03.11.1968, Side 9
SUNNUDAGUR 3. nóvember 1968. 9 — —| Útgefancfi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvaemdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjómarskrifstofur I Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr 130,00 á mán lnnanlands — í lausasölu kr. 8.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. Blaðamannafélagið í gær minntist Blaðamannafélag íslands þess, að sjö- tíu ár eru liðin frá stofnun þess, en það var stofnað síðari hluta árs 1898. Blaðakostur íslendinga var ekki mikill þá, og elzta dagblaðið, Vísir er ekki enn orðið sextugt. En blöðin voru áhrifarík þá eins og nú, og þeir sem rituðu þau og ritstýrðu voru margir skörungar, sem settu ef til vill meiri svip á sína tíð, en þeir sem nú skrifa blöðin. Frumkvöðull og aðalstofnandi Blaðamannafélagsins, enda fyrsti formaður, var Jón Ólafsson, ritstjóri og skáld. Hann var enginn lognhattur eins og allir vita, og stóðu jafnan um hann stormar, og svo varð einnig um Blaðamannafélagið á fyrstu missirum þess. Aðrir stofnfélagar voru engir aukvisar heldur, Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar, Þorsteinn Gíslason skáld, Valdimar Ásmundsson og Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Tilgangur fé- lagsins er vel orðaður í þessum stefnuskrárinngangi: „Tilgangur félagsins er að styðja að heiðarleik og ráðvendni í blaðamennsku og samvinnu í þeim málum þar sem flokksafstaða eða sannfæring skiptir mönnum ekki í andvigi“. Eitt fyrsta verkefni félagsins var að beita sér fyrir samræmingu stafsetningar og reyna að leiða til lykta skaðlegar deilur og glundroða í þeim efnum. Varð af styrr mikill, en blaðamannastafsetningin náði fylgi og framgangi og helztu breytingar hennar eru enn í gildi. Með ýmsum hætti vann félagið að hugðarefnum sinum og varð til framdráttar góðum málum. Kom í ljós, að góð samstaða gat tekizt milli blaðamanna, þótt harðar deilur geisuðu milh þeirra 1 blöðunum hversdagslega. Er svo raunar enn eftir sjötíu ár og ekki verra en fyrr, hvað sem sagt verður um heiðarleikann og ráðvendn- ina, þó að vonandi miði heldur í rétta átt þar með hverju ári, en um það er annarra en blaðamanna að dæma. Blaðamannafélag íslands hefur starfað óslitið síðan og eflzt á marga lund. Stéttin er þó ekki fjölmenn enn, losar ef til vill hundraðið, en dagblöð eru fimm í land- inu og einnig nokkur viku- eða hálfsmánaðarblöð bæði í Reykjavík og úti á landi. Félagið hefur sett sér siða- reglur blaðamanna, stofnað menningarsjóð, sem er nokkurs megnugur, lífeyrissjóð, er aðili að norrænum og alþjóðlegum samtökum blaðamanna og á hlut að norrænum blaðamannaskóla í Árósum. Það er öðrum þræði menningarfélag sem reynir eftir megni að bæta blaðamennsku á marga lund, og að hinum stéttarfélag blaðamanna, sem semur og fjallar um kjör þeirra við útgefendur blaða. Eitt mest áhugamál félagsins hin síðari ár er að hér verði stofnað til kennslu í blaðamennsku, annað hvort á vegum háskólans eða með sérstökum námskeiðum fyrst í stað. Það mál hefur ekki enn komizt í höfn þrátt fyrir nokkrar atrennur og flutning málsins á Alþingi. Bréf Hannibals Hannibal Valdimarsson, formaður Alþýðubandalags- ins, sækir ekki aðalþing samtakanna, og hefur sagt af sér formennsku og skilið við samtökin að öllu leyti. Samstarf Hannibals við kommúnista hefur óneitanlega haft veruleg áhrif í stjórnmálum síðasta áratugs. Nú snýr hann vonsvikinn frá því reynslunni ríkari um það, að þeir vildu ekki raunverulegt samstarf, heldur aðeins öll ráð, og síðan þiggja atfylgi Hannibals og hans liðs. Alþýðubandalagið er nú margklofið niður i grunn, en kommúnistar tefla til sigurs. TIMINN Úr The Economist: Júgóslavar óttast að Rússar beini geiri sínum þangað næst BROTTFLUTNINGUR nokk- urs hluta hers Varsjárbanda- lagsríkjanna frá Tékkóslóvak- íu var Austur-Evrópumönnum til lítils léttis. Fækkunin hef- ur ekki fært Jugoslövum neina fullvissu. Þar í landi trúa marg ir, að Rússar hyggi á innrás þar næst, ef til vill þegar að vori. Satt er að vísu, að með an Rússar eru að reyna að breiða virðuleikablæju yfir inn rás sína í Tékkóslóvakíu er ó- líkiegt að þeir varpi sér út í frekari hernaðarævintýri í suð- austur Evrópu. Hættan yrði þó miklu meira ógnandi og yfir- vofandi ef þeir neyddust til að þröngva upp á Tékka ódul- búinni hernaðarstjórn eða leppstjórn, sem væri að öllu leyti uppá setuliðið komin. Tæpast leikur á því efi, að Rússar beri ugg í brjósti vegna kraumandi ókyrrðar og óá- nægju hvarvetna í Austur-Ev- rópu. Möguleiki er á því, að þeir ætli sér að koma á reglu á í „sínu heima“, sem þeir svo telja, og nota fyrstu uppreisn armennina, Júgóslava, öðrum til viðvörunar. Vera má að þeir hugsi sem svo, að tortím- ingin vofi yfir sovétkerfinu þar til að smitunarhættan hef- ur verið upprætt með því að ráðast að rótum meinsins. Þeir af Kremlarherrunum, sem þessa leið vilja fara, geta vís- að til hugsanlegra, alvarlegra átaka á kínversku landmær- unum í Síberíu sem ástæðu til að hreinsa til á vesturjaðrin- um þegar í stað. EKKI fer hjá því, að Júgó- slavar óttist hina nýju kenn- ingu Rússa um „samveldi sós- íalista“, sem gripið hefur verið til, til skýringar og réttlæt- ingar á innrásirmi ( Tékkósló- vakíu). Þessari kenningu mætti einnig beita til að réttlæta innrás Rússa í önnur ríki, sem Moskvumönnum kann að þóknast að telja að hvikað hafi af hinni þröngu braut sós- íalismans. Júgóslavar vildu gjarna vita vissu sína um, hvort þessi kenning á við öll sósíalistaríki, eða aðeins aðildarríkin að Varsjárbanda laginu. Tító forseti fer ekki í nein- ar grafgötur um hvað Rússar á- líta um hans leið til sósíalism- ans. Hann hélt hvassyrta ræðu í Leskovac í síðari hluta októ ber og sagði þá, að Rússum „geðjaðist ekki að okkar sósíal isma, okkar skipan, hugnast ekki okkar leið til sósíalisma og kommúnisma, fellur ekki okkar lýðræði“ En svo hélt hann áfram og tók til athug- unar þá skoðun. „að fullveldi sé smáþjóðum engin lífsnauð- sin“, og átti þar við kenning- una um „samveldi sósíalista“ Hann var þarna enn einu sinni að leggja áherzlu á tröllatrú sína á ágæti hlutleysisins. EF Rússar réðust inn í Júgó slavíu færu þeir ef til vill yfir Rúmeníu. Tækist þeim að þröngva Rúmenum til sam þykkis yrðu þeir efalaust fegn ir að losna við að gera hern- aðarinnrás í torfært land, sem >■■/ xTL i^nna O Miles t 2ýO ÁUSTRIA' r |Budap®st / i ----'i: H u nSg a r y J < ... J3 TRA i\'S YLVANIA J M A N þeir yrðu svo að gæta með setu liði. Eðlilegasta leiðin til inn- rásar í Júgóslavíu liggur auðvit að eftir ungversku sléttunni, meðfram Dóná, þar sem hún rennur frá norðri til suðurs, og inn í Voivodina. Skeð gæti, að sneið af Transylvaníu, sem tekin væri af hinum kúguðu Rúmenum, sætti Kadar við að- farir, sem honum væru áreið- anlega ógeðfelldar, en brysti hvort sem væri mátt til að koma í veg fyrir. Ekki er neinum vafa undir orpið, að Júgóslavar verðust innrás og færu að því leyti öðru vísi að en Tékkar. Talsmenn Júgóslava hafa hvað eftir ann að lýst þessu yfir. Tito forseti gerði það einnig um daginn, þegar hann sagði: „Hver sem reynir að stofna sjálfstæði okk ar og fullveldi í hættu hlýtur að hitta fyrir járnharðan vegg þjóðarinnar“. Þetta var ekkert grobb út í loftið Búið er að undirbúa skæruhernað gegn hugsanlegum innrásarher. Varalið hefur verið kvatt sam- an og heita má, að búið sé að vopna hvern einasta vígfæran mann. Sú staðreynd, að vara- liðsmönnum er leyft að geyma vopn siín og einkennisbúning heima, gefur til kynna, að yfir völdum landsins er eins farið og yfirvöldunum í Sviss að því leyti, að þau bera fyllsta traust til einingar þjóðarinn- ar gegn innrás. Engin ástæða er til að ætla, að þetta traust reyndist óverðskuldað. JÚGÓSLAVAR geta ekki gert sér vonir um mikla að stoð úr vestri þó að innrás yrði gerð, fremur en Tékkar í ágúst í sumar. Þetta hefur þó ekki komið í veg fyrir að þeir leituðu hófanna um það með allri gát, bæði hjá Sam einuðu þjéðunum og annars staðar, hver viðbrögð vestur veldanna yröu, ef Rússar ré.ð ust með skriðdreka sína inn í Júgóslavíu Júgóslavar eru engu áfjáðari i opinbera yfir lýsingu um ábyrgð en Atlants hafsveldin væru í að láta slíka yfirlýsingu í té Hún ómerkti hina hugumkæru hlutleysis- stefnu Títós og gæfi Rússum átyllu til að saka vesturveld- in um innrásarásetning. Þetta þarf þó ekki að koma í veg fyrir að Júgóslövum væri kær komin fullvissa um, að Banda ríkjunum væri umhugað að sjálfstæði Júgóslava héldist. Johnson forseti lét vilja sinn í þessu efni ótvírætt í ljós um daginn, og síöar sendi hann Nicholas Katzenbach aðstoðar utanríkisráðherra til Belgrad til þess að gera þetta enn ljós ara. í augum forráðamanna Atl antshafsbandalagsins stendur öðru vísi á um Júgóslavíu en Tékkóslóvakíu þegar betur er að gætt. Júgóslavar eru ekki aðilar að Varsjái-bandalaginu og hugsanlegur sigurvegari fengi aðgang að Miðjarðarhaf inu með því að leggja landið undir sig. Sannfærist Moskvu menn um að Atlantshafsveld unum „gæti ekki staðið á sama og myndi ekki standa á sama“ um rússneska innrás í Júgó slavíu, felst nokkur hindrun í því, jafnvel þó að óákveðið og afsleppt sé. Þá er og álitiö, að Katzenbach hafi sagt Júgó slövum, að sérhver beiðni um efnahagsaðstoð eða hergagna sendingar yrði tekin til „vel viljaðrar“ athugunar hjá ríkis stjórn Bandaríkianna. Sagt er að Júgóslavar hafi þegar feng ið nokkurn búnað frá Vestur Þjóðverjum og kunni að fara á fjörurnar vestra í kyrrþey. Þeir kvíða því, að efnahagslíf ið bíði alvarlegt tjón við að halda landinu til langframa reiðubúnu til að veita viðnám í hernaði. Þeir eru einnig hvíðnir vegna þess, að mikill hluti hergagna þeirra er feng inn frá Rússum. SUMIR Júgóslavar halda, að hernaðarinnrás í Júgóslavíu sé ólíklegri en yfirvarpsátök milli yfirvaldanna í Belgrad og Sofíu um hinn júgóslavneska hluta Makedoníu en það gæti aftur leitt til þess, að Búlgar ar færu fram á hernaðarað stoð Rússa gegn Júgóslövum. Sífelldar ádeilur í búlgörskum blöðum út af Makedoníu renna stoðum undir þessa kenmngu. Uppi eru önnur kenning um, að Rússar hyggi alls ekki á inn rás að svo stoddu Þeir séu reiðubúnir að bíða og ala á ó Framhaid á 12. síðu. *l*SF»?íflRrsr 1

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.