Vísir - 03.08.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 03.08.1977, Blaðsíða 2
Hver er afstaða þin til nýstofnaðra samtaka kynvillinga? Guörún Gunnarsdóttir, skrif- stofustúlka: — Hún er nú frekar neikvæð. Ég er ekki fylgjandi stofnun þessara samtaka. Min vegna mega þeir svo sem vel vera að þessu en ég sé enga ástæðu til að láta mikið bera á þvi. Það gæti bara endað með því aö kynvilla komist i tisku, rétt eins og bláar gallabuxur. Karolina Jónsdóttir, heimilis- hjálp: — Að minu mati á fólk að vera frjálst að þvi að stofna meö sér slik samtök. Það er ekkert við þessu að gera og engin ástæða til að leyna þvi. Eggert Antonsson, verkamaour: — Þau skipta mig engu máli. Kynvilla er náttúrulega óheil- brigð, en þetta er samt allt i lagi min vegna. Jenný Davíðsdóttir, afgreiðslu- stúlka: — Mér finnst allt i lagi meö þau. Eitthvaö verður að vera handa þessu' fólki og ég sé ekki annað en að það hafi fullan rétt til þessaðstofna meö sér samtök. Ef til vill gera þau eitthvert gagn. Kristinn Torfason, vinnur hjá Berki h.f.: — Mér finnst þetta heldur slæmt. Ætli afstaða min ráðist ekki af þvi hvað þetta hefð- bundna er rikt i manni. Ég vil aö kynvillingar haldi þessu fyrir sig og séu ekki að trana þvi fram. Miðvikudagur 3. ágúst 1977 VÍSIR „Þjóðhátíðin fýk- ur aldrei tvisvar /# sama árið — segir Guðmundur Sigfússon, fréttaritari Vísis í Vestmannaeyjum Undirbúningur þjóð- hátiöar i Vestmannaeyj- um er nú kominn vel á veg. Hátiðin verður að þessu sinni haldin i Herjólfsdal, i fyrsta sinn eftir gos, og stendur næstkomandi föstudag, laugardag og sunnudag. Undirbúningur hefur gengið nokkuð vel, og hafa milli þrjátiu og fjörutiu manns tekið þátt i hon- um. Þó olli rok nokkrum spjöllum um daginn, en þá fauk hof, sem komið hafði verið upp, og nýr danspallur. Einnig dreifðist stór hluti brennukastarins um allar trissur i rokinu. Að sögn Guð- mundar Sigfússonar, fréttaritara Visis i Eyjum, gerist það svo til árlega að þjóðhátiðin fjúki burt, eins og hann komst að orði. Hins vegar hefur það aldrei gerst tvisvar fyrir sömu hátið, og eru menn þvi bjartsýnir og ganga vasklega fram við að laga skemmdirnar. Aðstaða til slysahjálpar i dalnum Fjölbreytt skemmtiatriði verða á hátiðinni. Meðal þeirra sem koma fram eru Rió trió, Jörundur og Svanhildur með „Palla”, Sam- kór Vestmannaeyja og Gisli Rún- ar. Kynnir verður Arni Johnsen. Dansað verður öll kvöld og langt fram á nætur á tveim danspöll- um, og leika hljómsveitirnar Log- ar og Eyjamenn fyrir dansi. Myndarlegur brennuköstur trónar nú á Fjósakletti, og verður kveikt i honum á miðnætti á föstudag. Á miðnætti á laugardag verður flugeldasýning. Þjóö- hátiðarblað kemur liklega út á morgun. Komið hefur verið upp aðstöðu til slysahjálpar i gamla golf- skálanum i dalnum, og er ætlunin að eftir þjóðhátið verði þar að- staða fyrir ferðamenn. —AHO Brennupeyjarnir geta unað glaðir við sitt, þviað þeirhafa nú safnaðalls kyns drasli f myndarlegan bálköst. GERVITUNGUÞINGIÐ MIKLA Miklar fréttir hafa borist af Esperantoþingi, sem sagt er fjöímennasta samkunda sinnar tegundar, sem hér hefur veriö haldin. Ungverji , eða var þaö kannski Júgóslavi eöa Pólverji, fann upp á þvi snemma á öld- inni, þegar fólk fór að átta sig á þvi að þjóðir gætu átt samneyti öðruvisi en til að drepa hverjar aðra, að upplagt væri að búa til alþjóðlegt tungumal. Hreyfing þessi gekk yfir löndin eins og kenningar Krisnamurti, . og urðu ekki ófáir tslendingar til aö taka trúna á hið nýja mál svona um það leyti sem þeir höfðu spurnir af siöustu daga hcil- ögum. Samt þótti t.d. aldrei svo mikill félagslegur þróttur sam- fara hinu nýja máli að kommúnistar nenntu að stela samtökunum, og er það eitt út af fyrir sig nokkur vitnisburöur um reglu Esperantista. Espcrantó-þingið var sett aö viðstöddum forsetahjónunum og menntamálaráðherra, sem fór mcð ljóökafla eftir Jónas Ilallgriinsson á Esperantó. Ekki fylgdi fréttinni hvernig sú þýðing hljóöaði, enda hefðu fæstir skilið þar sem allir mæltir á alþjóöatunguna hljóta að sitja þingið. En manni datt i hug hvort ekki heföi farið betur á þvi hjá mcnntamálaráðherra að yrkja eitthvað á mjófirsku, enda mun meira sport að semja eitthvað á tungunni og auðvelt að rima þar sem öll orð cnda á sérhljóöa, heldur en að vera að draga gamalt skáld fram I dagsljósið, sem auk þess orti sin kvæði löngu fyrir fæðingu tung- unnar. Annars er sannleikurinn sá, að tilbúin alþjóðatunga hefur varla meira hald I veruleik- anum en t.d. skák. Barist er af fullri hörki fyrir framgangi þjóötungna, sem urðu til löngu fyrir þessa öld, og seilst til áhrifa ikrafti þeirra. Esperantó á enga slíka bakhjarla. Hins vegar, vilji menn trúa á draum, er svo sein sjálfsagt að halda þing og hittast til að efia færni þátttakenda i þvi smálega grufli sem svona hjástundir eru. Það veldur t.d. töluverðum erfiðleikum innan alþjóðlegrar póstþjónustu að samkvæmt samkomulagi, sem gert var fyrir aldamót, veröa öll orða- skipti i samskiptum milli landa að fara fram á frönsku, sem er hið opinbera póstmál. Frakkar eru mjög viðkvæmir, sem kunnugt er, fyrir tungu sinni, svo að engum dettur I hug i al- vöru að oröa þaö á alþjóðlegum fundum póstmanna, að nú sé svo komiö, að eðlilegt geti talist að taka upp annaö póstmál. Er raunar alkunna að Frakkar neita að tala annaö en sitt eigiö mál við útlendinga, þótt þeir kunni aðra tungu. Þá er það þekkt fyrirbæri, að hvar sem Rússar þurfa að hafa Annars ætti Vilhjálmur ao halda sig viö þau tvö megin- verkefni sem hann hefur sem menntamálaráðherra að tala islensku og gefa kaffi. samskipti við útlendinga, hafa þeir túlka sem snúa máli þeirra umsvifalaust á tungu viðmæl- anda. Hitt getur svo verið að Rússi sem hefur túlk gripi fram i og leiörétti túlkinn, kannski einfaldlega vegna þess að hann kann tungu viðmælanda betur en túlkurinn. Hins vegar kæmi aldrei til mála að Rússi færi i annað land til fundahalda án þess að hafa túlk. islendingar nota ekki túlka. Það er fyrir neðan virðingu þeirra. Þeir reyna að tala allar tungurog láta ráðast hvort þeir skiljast eða ekki. Fræg er lin- kind þeirra innan norræns sam- starfs við að fá fram þýðingar á máli sinu. islendingar viröast ekki hafa stolt Frakkans, þegar að tungunni kemur. Þaö er þvi ekki óeðlilegt að forsetinn og menntamálaráöherra landsins teljist nauðsynjagestir, þegar verið er að setja þing gervi- tungu hér I Reykjavik. Og það er eflaust i takt við timann og fásinnið á islandi, þegar menntamálaráðherran tekur sig til og snarar hluta úr ljóöi Jónasar á þessa gervitungu. Listaskáldið góða hefur þá ioks ins verið þýtt. Annars ætti Vil- hjálmur að halda sig við þau tvö meginvcrkefni, sem hann hefur sem menntamálaráðherra, aö tala islensku og gefa kaffi. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.