Vísir - 03.08.1977, Side 23

Vísir - 03.08.1977, Side 23
Sukk á Rauðhettu Rósa hringdi: Mikil hörmung var að fylgjast meö þessu svokallaða Rauðhettu- móti, sem haldiö var aö Olfljóts- vatni um verslunarmannahelg- ina. Fylleriið og sukkið á ungling- unum var svo gifurlegt að maður hefur aldrei séð annaö eins og kallar þó ekki allt ömmu sina i þeim efnum. Þau veltust þarna um fatalaus, matarlaus en ekki brennivinslaus. Það var ekki hægt að sjá að þarna værinein gæsla, og ef spurt var um hana, þá sögðust skátarn- ir ekkert mega gera, það væri lögreglunnar. Málið var hinsveg- ar ekki svo einfalt þvi varla sást lögregluþjónn á svæðinu. Ég á bágt með að trúa þvi á skátana að þeir haldi svona mót til að græða peninga, en eftir að hafa verið þarna er ég hér um bil viss um að þetta var gert i þeim tilgangi einum. Til dæmis var mér og manninum minum ekki leyftað hjálpa tveim 12 ára strák- um sem viö ókum á mótið, að tjalda á föstudagskvöldið nema að kaupa okkur inn á hátfðina fyr- ir 5 þúsund krónur. Það hjálpar náttúrulega til við að setja ljótan svip á svona hátið að veðrið var ekki eins og best verður á kosið. En svæðið var hryllilega sóðalegt og það var ó- skemmtilegt að horfa á 12 ára krakka veltast fram og aftur dauðadrukkna. Við spurðum einn skátann af hverju hann tæki ekki vinið af krökkunum. Hann svar- aði þvi til að þeir mættu ekki að- hafast neitt i þá átt og bæru enga ábyrgð . Þritugur maðurinn mátti ekki taka vin af 12 ára gömlum krakka! Hvað á maður að halda? Við sjáum einn lögregluþjón á svæðinu þann tima sem viö dvöld- umst þar. Enda var þaö svo að það var heilmiklu stolið frá strák- unum sem við fórum meö þarna uppeftir, m.a. fatatösku, mat og fleira. Við fórum til skátana og báðum þá að taka niður nafn og heimilisfang ef eitthvað kæmi i ljós þegarfarið væri að hreinsa til á eftir. En þeir sögðu þá aö þeir tækju enga ábyrgð á þvi þó ein- hver ju væri stolið og vildu ekkert skipta sér af málinu. Ég man ekki hvort þetta var auglýst sem bindindismót, enda skiptir þaö kannski ekki öllu máli. Eitt er vist að þarna var ekkert gert til aö koma i veg fyrir aö unglingarnir væru að drekka. Og þaö sárnaði mér á móti sem skát- arnir halda. Það var vond pen- ingalykt af þessu öllu. Kossasamkeppnin algjört hneyksli! Kona úr Kópavogi hringdi: Mikið er ég hneyksluð á þess- ari kossasamkeppni sem var haldin á einni af útiskemmtun- unum um siðustu helgi. Ég er ekki ein af þeim sem finnst það ljótt eða óeðlilegt að ungt fólk kyssist ef það er ástfangið. Mér er líka alveg sama þó það sé gertþarsem aðrir sjá til, það er ungu, ástföngnu. fólki bara eðli- legt og heilbrigt. En að vera að standa uppá sviði og kyssast timunum saman fyrir peninga, það er einum of mikið, og mér finnst furðulegt að skátar skuli standa fyrir jafn ósiðsamlegu athæfi. Unga fólkið stóð þarna i rigningunni uppá sviöi og kysst- ist i von um að fá einhver verð- laun. A meöan voru áhorfendur að hlæja og hrópa og benda. Þaö er eitthvaö sjúkt við svona lag- að. Maður biður bara eftir þvi að fólk fari að eðla sig uppá sviöi. Það er ekki annaö eftir. Þjóðminjasafnið opnað... ...og svo lokað strax aftur! Magnús Guðmundsson hringdi: Ég fékk nokkra erlenda kunn- ingja mina i heimsókn i siðustu viku og sýndi þeim það mark- verðasta sem tök voru á að skoða á stuttum tima. Þetta er ekki frásögur færandi og ekki heldur það að ég fór með þá vítt og breitt um suöurland i vik- unni sem leið. Hitt er svo annað mál að á sunnudaginn ákvað ég að fara með þá i Þjóðminjasafn- ið. Við vorum komin þangaö um klukkan þrjú á sunnudag. Þegar við vorum rétt að byrja að skoða safnið heyrðust miklar hringingar, ljós var kveikt og slökkt, og hópur af fólki, aðal- lega gömlum konum spratt upp og rak alla sem i safninu voru út. Beina leið út. Rétt þegar ver- ið var að ýta mér útum aöal- dyrnar náði ég að spyrja eina konuna um ástæðuna. Jú, Þjóð- minjasafnið er ekki opiö nema frá klukkan tvö til fjögur. Ég ætla ekki að fara að ásaka starfsfólk safnsins fyrir að reka okkur út, það var sjálfsagt að- eins að vinna sitt verk. En að þjóðminjasafnið skuli ekki vera opið nema i tvær klukkustundir á dag, er beinlinis fáránlegt. Safnið er það viðamikið og stórt að maður kemst hreinlega ekki yfir að skoða það á tveim tim- um. Maður hleypur bara i gegn og svo koma bjöllurnar og slökkt ljós. Ég hef heldur ekki vitað til þess að fólk sé beinlinis rekið út úr svona söfnum, án þess það hafi tima til að anda. Erlendis koma safnverðir til manns og láta góðfúslega vita að það sé búið að loka. Siðan er þeim sem inni eru gefin um kiukkustund til aö koma sér út. I þjóöminjasafninu var ný- kominn inn stór hópur af erlend- um ferðamönnum, með leið- sögumann og tilheyrandi. Fólk- ið stóö i anddyrinu og var að taka af sér yfirhafnir, þegar þvi var umsvifalaust snúið til baka og smalað útfyrir. Það er alveg lágmark að safn- ið sé opið i 6-8 tima á dag og að þeir sem á annað borð eru komnir inn geti litið aðeins i kringum sig áður en þeim er ýtt út. Munið alþjóðieyt hjálpar.starí Rauóa krossins RAUÐI KROSS tSLANDS Vörumarkaðurinnhf. r* iiim Vinsamlegast sendið mér litmyndabækling með verðum yfir ELECTROLUX heimilistæki. Nafn: Sýsla Armúia la, Simi 86117

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.