Tíminn - 12.11.1968, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hringið í síma 12323
Auglýsing í Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
______________________________I
4. gengisfelling stjórnarinnar: Erlendur gjaldeyrir hækkar um 54,5%
STJÓRNIN FARI FRÁ
TK-Reyikjavik, mánudag.
Forsætisráðherra tilkynnti neðri deiid Alþingis um hina miklu gengisfellingu í upp-
hafi fundar kl. 2 í dag, er hann fylgdi úr hlaði frumvarpi um ráðstafanir vegna ákvörð
unar um nýtt gengi íslenzkrar krónu. Sagði ráðherrann að í því frumvarpi væri aðeins
um að ræða tæknileg atriði, sem nauðsynlegt væri að lögfesta svo gjaldeyrissala bank-
anna og afgreiðsla tollvara gæti hafizt á morgun. Mæltist hann til þess að afgreiðslu
frumvarpsins yrði hraðað og það afgreitt gegnum þrjár umræður í báðum deildum í
dag. Voru allar horfur á því í kvöld, að fundur myndi standa í seinni deildinni, efri
deild, í alla nótt.
að með óbreyttri stefuu að öllu
leyti myndi hún byrja strax að
safna í næstu gengislækkun. Sú
liefur nú orðið raunin á vegna
Eysteinn Jónsson sagði, að út-
tekt ríkisstjómarinnar nú á afleið
ingum viðreisnarstefnunnar minnti
menn á gamla úttektargerð, sem
gerð hafi verið á prestsetri einu í
landinu endur fyrir löngu en hún
endaði þannig: „Kúggildin kveður
prestur sig upp étið hafa.“ Fyrir
kosningar 1967 þegar lofað var
verðstöðvun og blómlegu atvinnu
lífi á traustum grunni hafi allir
vitað sem vildu að efnahagslífið
var helsjúkt og holgrafið en sann
leikanum leynt með gífurlegri
skuldasöfnun erlendis og hafa
skuldir þjóðarinnar út á við þre
faldazt síðan viðreisnin hófst og
eru nú miklu stærri hluti af gjald
eyrisvonum íslcnzku þjóðarinnar
en nokkru sinni fyrr, en þó var
okkur sagt að viðreisnin væri
fyrst og fremst gerð til að stöðva j
skuldasöfnun erlendis. Á sama j
tíma hefur verið grafið undan at-!
vinnulífinu, enda hafi ballið byrj
að strax eftir kosningaraar. Fram
sóknarmenn hefðu sagt það strax
í fyrra haust, þegar ríkisstjórnin ,
lagði út í þriðju gengisfellinguna, I Eysteinn Jónsson að flytja ræðu sína á Alþingi í gær.
þess að hér er um að ræða grund
vallar meinsemd í okkar þjóðar
búskap og atvinnulífi, sem ekkert
hefur verið reynt að lækna. Það,
sem við erum nú vitni að, er að
hér er að springa tröllaukið kýli,
sem ekki er hægt að leyna leng
ur. Og svo er enn skellt skolla-
eyrum við öllum uppástungum um
breytta stefnu, sem orðið gæti til
þess að horfa tæki í heppilegri
átt. Það, sem hefði skipt mestu
fyrir íslenzku þjóðina hefði verið
það, að ríkisstjórnin hefði fengizt
(TímamyndGE)
til að viðurkenna hvernig komið
væri, hefði sagt af sér og myndað
jarðveg fyrir því að ný stjórn
Framhald á bls. 3
441.3%
í TÍÐ VIÐ-
Fyrir „viðreisn" var sölu-
gengi Bandarikjadollars kr.
16,32. Nú er sölugengi dollar-
ans orðið kr. 88,10, en það þýð
ir um 441,3% hækkun í táð
Viðreisnarinnar. — Til
glöggvunar birtum við sölu-
gengi á dollaranum allt frá
1922, og lítur þá listinn svona
út:
1922 kr. 5,75
1932 kr. 6,79
1942 kr. 6,50
1950 kr. 16,32
(Hækkunin Þá í marz)
1959 kr. 16,32
1961 kr. 43,06
(Hækkunin 1960 og 1961)
1967 kr. 57,07
(Hækkunin 24. nóv.)
1966 kr. 88,10
(Hækkunin 12. nóv.)
Hækkunin 1960 og 1961 var
Framhald á bls. 15.
REISNAR!
Rætt við Ólaf Jóhannesson, formann Framsóknarflokksins, um viðtöl stjórnmálaflokkanna
Ríkisstjórnm var ekki til
viðtals um stefnubreytingu
Timinn átti í gær stutt viðtal við Ólaf Jóhannesson, formann Framsóknariflokksins um
viðtöl þau, sem að undanförnu hafa átt sér stað miili fulltrúa stjórnarflokkanna að til-
mælum ríkisstjórnarinnar um efnahagsvandann, hugsanlegar ráðstafanir og möguleika á
stjórn allra flokka, en s.l. laugardag var tilkynnt, að enginn árangur hefði orðið af þess-
um viðtölum.
— Viðtöl þessi og úrslit þeirra
drógust ó'hófíega mikið á langinn,
sagði Ólafur. Þau voru ekki nægi-
lega vel undirbúin af hálfu stjórn
arflokkanna og söfnun gagna og
upplýsinga, sem stjórnarandstaðan
hlaut að krefjast, tók mjög lang
an tíma. Að þeim fengnum orðuð-
um við Framsóknarmenn ábending
ar og hugmyndir um aðgerðir og
siefnubreytingu, en það vottaði
aldrei fyrir vilja stjórnarflokkanna
til þess að hafa þær að einhverju,
né að skapa önnur skilyrði t.il þess
að nálgast það að samkomulag
tækist um stjórn allra flokka.
Stjórnin var m. a. ófáanleg til
að segja af sér, en það var vita-
skuld forsenda fyrir því að við-
ræðurnar gætu farið fram á jafn-
ræðisgrundveWi.
— En telur þú, að þjóðstjórn
hefði verið æskileg eins og á stóð?
— Eg tel, að svo illa sé nú kom
ið og ástandið svo hættulegt, að
allra flokka stjórn hefði haft mesta
möguleika til bess að klóra i bakk
ann, hvað sem segja má um að
hún hefði verið æskileg. Það er
annað mál
— Ilverjir voru megindrættir
þeirra ábendinga, sem þið, full-i
trúar Framsóknarflokksins, lögð-
uð fram sem umræðugrundvöll að
allra flokka stjórn og breyttri
stjórnarstefnu?
— Við lögðum ekki fram skvif-
legar tillögur en settum fram ýms
ar ábendingar. Þær ábendingar okk
ar við kjarna erfiðleikanna í efna
hags- og atvinnulífi, rekstraröng
þveiti atvinnuveganna, gjaldeyris
stöðuna. skuldasöfnunina erlendis,
greiðslubyrðina af þeim, afkomu
ríkissjóðs og fjárfestingarsjóðanna,
svo að nokkuð sé nefnt, og að or-
sakir pessara vandamála væru
verðbólgan, óskynsamleg stefna
gagnvart atvinnuvegunum og í
fjármálum, verðfall og minni afla
brögð.
Til lagfæringar á þessu dæmi
töldum við, að koma yrðu marg-
víslegar, samvirkar ráðstafanir til
þess að minnka vandann og gera
kjaraskerðingar sem minnstar. Þær
lagfæringar leysa ekki allan vand
ann en minnka han og hefðu dreg
ið mjög úr þeim aðgerðum, sem
þurft hefði að gera til viðbótar.
Aðaldrætlirnir í ábcndingum okk
ar voru þessir:
Gerðar verði allar tiltækar ráð
stafanir til að gera byrðarnar eins
léttbærar og unnt er.
Byrðunum væri skipt réttlátlega
niður og í því efni lögð áherzla á
eftirfarandi atriði:
1. Að bæta stöðu framleiðsluat
vinnuveganna og koma þeim á
Franihald á bls. 14
Ólafur Jóhanuesson