Tíminn - 12.11.1968, Blaðsíða 16
527 SKIP ERU TRYGGD HJÁ
r ■■
BATAABYRGÐARFELOGUNUM
FB-Reykjavík, mánudAg.
Fórust með Þráni
Grétar Skaftason
OÓ-Reykjavík, mánudag- tæka leit dögum saman fannst
Níu maima áhöfn á Þráni NK- björgunarbáturinn ekki. Er álitiS
70 er talin af. Síðast heyrfflst tU aS Þráinn hafi sokkið sikyndilega
bátsins að morgni þriðjudaginn 5. án þess að mönnunum gæfist ráð
nóv. s. 1. Var hann þá á leið t-il nim til að komast í björgunarbát.
Vestmannaeyja af síldarmiðtinum Menninnir, sem fórust með
fyrir aústan. THikið rok var og Þráni, voru þessir.
haugasjór á þeim slóðum sem Grétar Skaftason, skipstjóri,
báturinn var á síðast þegar heyrð- faeddur 1027. Hatm lætur eftir sig
ist til hans. ' konu og þrjú böm. Helgi Kristins
1945. Hann lætur eftir
sig konu og eitt barn. Guðmundur
leit þá þegar. Var leitað á sjó og Gíslason 1. wóLstjóri. fæddur 1942,
gengið á fjörur og síðar var leit- ókvæatur. Gunnlaugur Björnsson
að úr lofti, Á leitarsvæðinu fannst II. vélsitjóri, fæddur 1941. Hann
mikið brak úr bátnum og var auð- lætur eftir sig konu og þrjú
sætt að hannn hafði farizt Leit var böm. Einar Magnússon matsveinn
samt haldið áfram í þeirri von að fæddur 1926, ókvæntur. Gunnar
skipverjar hafi komizt í björgum Björgivinsson, háseti, fæddur 1950,
arbát. Eu þrátt fymr mjög við- Framhald á 15. síðu.
SasnábyTgð feiands á fSekhddpum
hélt fund í Reykjavfk 25. og 26.
okt. s.l. með fulltrúum bátaábyrgð
arfélaga þeirra, sem endurtryggja
hjá Samábyrgðiimi. Á fundinum
voru rædd ýmiss mát varðandi vá-
tryggingar fiskiskipa svo sem tjóna
varnir, öryggiseftirlit, efttröt með
tjónaviðgerðum og örnmr mál er
varða starfsemi bátaábyrgðarfélag
arnia og Samábvrgðarinnar og marg
ar ályktanir voru gerðar.
Hjá bátaábyrgðarfélögunum eru
nú í vátry.ggingu 527 skip og
nam vátryggingarfjárhæð þeirra
í ársbyrjun 1968, 1.4S5 milljóinum
króna. Á árunum 1964—1966
greiddu bátaáhyrgðarfélögin sam
tais kr. 176.461.000.00 í tjónabæt
ur, og er þá Bátaábyr.gðarfélag
Vestmannaeyja frátalið.
Frá árinu 1958 hefir Samábyrgð
in haft með höndum vátryggingu
tréfiskiskipa gegn bráðafúa og
voru í ársbyrjun 1967 383 Skip í
bráðafúatryggingu. Frá því að
Framhald á 15. síðu.
Ekki ástæða til
opinberrar máls-
höfðunar út af
Bjargsmálinu
Á fyrra árj hófst í Hafnarfirði
opinber rannsókn, sém í upphafi
beindist að hvarfi færeyskrar vist
stúlku frá skólaheimilinu Bjargi
á Seltjarnarnesi, en síðar að ýms-
um atriðum í sambandi við rekstur
skólaheimilisins og starfsemi þess,
svo og að vistun ungra stúlkna á
upptökuheimili ríkisins í Kópavogi.
Varð rannsókn málsins, er á leið,
allviðtæk og umfangsmikil. Var
í þesisu efni lögð áherzla á að
upplýsa, hvað hæft væri í fram
komnum ásökunum um refsiverð
F'ramhald á 15. síðu.
Guðmundur Gíslason
Helgi Kristinsson
Gunnar Björgvinsson
Tryggvi Gunnarsson
Gunnlaugur Björnsson
Einar Þorfinniir Magnússon
Einar Marvin Ólason
Hannes Andrésson
Veifuðu mótmælunusn
við Alþingishúsið í gær!
Unglingamir með mótmælaspjöldin framan við Alþingishúsið. (Tímamynd: Gunnar).
EKH, Reykjavík, mánudag.
Nokkur ungmenni tóku sér stöðu
á gangstéttinni gegnt Alþingishús-
inu við Austurvöll kl. 5.30 í dag
og báru þau kröfuspjöld með
hrossalegum áletrunum. Hálftíma
áður hafði dreifiblaði verlð út-
býtt meðal vegfarenda í miðbæn-
um, en á því var viðreisnarstjórn-
inni og starfi hennat' lýst með
kjarnyrtu orðalagi og fólk síðan
livatt til þeess að mæta við Al-
þinglshúsið til þátttöku í mótmæl--
um gegn gengislækkuii og kjara-
skerðiiigunni.
Töluverður mannfjöldi var kom
i'nn að Alþingishúsinu um sexleyt-
ið, flestir í forvilnisskyni, en mót
mælaaðgerðirnar sjálfar fóru til
tölulega friðsamlega fram. Ekki
höfðu nein félagssamtek beðið
um mótmælastöðuleyfi hjá lög-
reglunni, en líklega hefur Æsku-
lýðsfylkingin staðið fyrir út-
breiðslu dreifibréfsins. I.ögreglan
var í fyrstu fáliðuð við Alþingis
húsið og reyndi hún að halda
Kirkjustrætinu opnu fyrir umferð,
en gafst fljótlega upp við svo
vonlaust starf eftir að nokkrir bif
reiðastjórar höfðu rennt bílum
sínum upp að mannþvögunni fyrir
framan Alþingishúsið.
Eins og áður segir voru áletran
ir mótmælaspja.ldauna sumar hverj
ar hressilega orðaðar, t- d. gat
að líta kröfur eins og „Valdið til
verkalýðsins", „Socilisma, ekki
auðvald", „Óstjórn til helvítis“,
„Niður með arðránsstjórn". Höfðu
margir við orð að varla hefði sézt
heiftúðlegri slagorð og að mál-
staður mótmælenda væri varla
bættur með þeim. Hins vegar stóð
aðeins á einu spjaldanna ,Atvinna
fyrir alla“, en fleiri kröfuspjöld
í þeim dúr hefðu átt erindi að
Alþingishúsinu í kvöld í stsð bess
óhróðurs, sem þar var borinn á
spjöldum engum til gagns.
Hópurinn stóð framan við hús-
ið fram eftir kvöldi, en var far-
irm að þynnast mikið á tíunda tím
anum.