Tíminn - 12.11.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.11.1968, Blaðsíða 3
ÞREÐJTJDAGUR 12. nóvember 1968. TIMINN STJÓRNIN FARI FRÁ Framhald af bls. 1 gæti tekið við eða þá að almennar þingkosningar færu fram. Eysteinn Jónsson sagði að ríkis stjórnin hefði nú í 4. sinn Iátið fella krónuna og nú miklu mest eða 35,4%, sem jafngildir hvorki meira né minna en 54,5% hækkun á erlcndum gjaldeyri. Verðstöðvun arstjórnin reisir enn eina dýrtíðar öldu, trnllauknari en nokkru sinni fyrr. Á einu og sama árinu hefur þessi stjórn, verðstöðvunarstjórn in, hækkað verð á erlendum gjald eyri frá 76% til 104% eftir því, hvort miðað er við pund eða doll •ar. En verðið á erlenda gjaldeyr inum er undirstaða alls verðlags í landinu. Jafnframt er ætlazt til þess að almenningur taki á sig óbætta þá heljar holskéflu dýrtíðar, sem af þessu mun leiða í því skyni að fá þessu framgengt, segist. ríkis .stjórnin á næstu dögum ætla að beita sér fyrir því að nema úr gildi alla kjarasamninga. Auðvitað er þessi stefna alger lega óframkvæmanleg, eða tclja menn hugsanlegt, að þeir sem búa við almenn kjör, geti tekið á sig tröllaukna kjaraskerðingu eins og •af þessu mun Ieiða. Ríkisstjórnin hefur ekki látið svo lítið að hafa nokkurt samráð við launþegasam tökin, áður en hún gefur þessa yfirlýsingu. Og jafngildir þetta yfirlýsingu um ófrið á vinnumark aðinum og vinnudeilur á næstunni. Lýsing ríkisstjórnarinnar á því, hvernig komið er í þjóðarbúinu, er ljót. Fyrir nokkrum dögum var t. d. tilkynnt, að allur gjaldeyrir væri algerlega þrotinn. Allar þess arlýsingar og þessi tilkynning minna menn á gamla úttektargerð, sem gerð var á einu prestsetri í landinu endur fyrir löngu, en þjóð fræg hefur orðið og hún endaði þannig „Kúgildin kveður prestur sig upp étið hafa.“ Mundi þetta ekki vera nokkuð nærri lagi lýsing á því, hvernig nú er ástatt í þjóðarbúinu við þenn an merkilega áfanga, sem nú verð ur í sögu viðreisnarinnar. Fyrir einu og hálfu ári voru alþingis- kosningar á fslandi. Það var kosið um verðstöðvun og blómlegt at- vinnulíf á traustum grunni við- reisnai'innar, og ríkisstjórnin skreið með þessum fögru fyrir- heitum. Þá var komið verðlag á útflutningsvörurnar eins og við höf um átt að venjast undanfarið að undanskildum tveimur toppárum og aflinn orðinn aftur líkur því, sem við höfum átt að venjast. Við þær aðstæður ekki ólíkar því, sem við höfðum húið við síðan, var lofað verðstöðvun og blómlegu at- vinnulífi á traustum grunni. Við vissum, að þetta var ósatt og þeir, sem lofuðu þessu vissu Iíka, að þetta var ósatt, þetta var blekk ing og þetta átti sér enga stoð í veruleikanum. Við vissum, að allt efnahagslífið var holgrafið og helsjúkt, en því var leynt með tröllauknum lán- tökum erlendis ng lausaskuldum erlendis, sem kallað var gjaldeyris- varasjóður. Nú er svo komið, að nettó- skuldir erlendis eru sem næst 9 milljarðar kr. á móti 3 milljörð um kr. 1958 reiknað með sama gengi. En reiknað með nýja við reisnargenginu, eru þessar skuldir nálega 13 V2 milljarður og árlegar greiðslur af þessum lánum eru nú orðnar miklu meiri hluti af gjald evristekjum íslenzku þjóðarinnar eða gjaldeyrisvonum íslenzku þjóð arinnar en nokkurn tíma hefur áð ur þekkzt í sögu landsins. En þó var okkur sagt, að viðreisnin væri fyrst og fremst sett á fót vegna þess að það þyrfti nýja stefnu til þess að stöðva óhóflega mikla skuldasöfnun við útlönd, sem væri orðin óbærileg, en hvað hefur gerzt? Með þessu er ekki sagður nema einn lítill þáttur úr mikilli sögu. Undan atvinnulífinu hefur verið grafið á þann hátt, sem hlaut að koma fram innan stundar, enda byrjaði ballið strax eftir kosning arnar. Þá byrjaði strax fram- kvæmd „verðstöðvunarinnar*. Sumarið 1967 voru ráðherrar óþreytandi við að reikna ut, verðlagið, því að sá var ómjúkur, sem á eftir rak og það voru stað reyndirnar, sem hafði verið haldið Ieyndum í kosningunum. Og fyrsta skrefið voru stórfelldar álögur, sem áttu að verða uppbætur. j Næsta skrefið var gegnislækk unin í nóvember í fyrra, sem sögð var reiknuð út á sérlcga vísinda Iegum grundvelli og mundi færa málefni landsins í skynsamlcgt horf og greiða úr vandræðum atvinnuvcganna. Síðan kom eftir láramótin nýtt stórfellt uppbóta- ' kerfi og í vor, þegar átti að fara að gera út á síldina, dugði ekki gengislækkunin. Þá dugði ekki móti er verið að reyna að koma í veg fyrir að þjóðin skilji hinar raunverulegu meginorsakir þess að svo illa er komið. Vísitala við skiptakjara er áætluð 112 stig á árinu 1968 en var 118 stig á árinu 1967 og eru það hagstæðari við skiptakjör en þjóðin hefur oftast áður átt við að búa að undanskil in eru toppárin miklu 1965 og 1966 þegar vísitala ' viðskiptakjara komst í 131 stig, en 1958 var hún 104, 1959, 106, 1960, 100, 1961 111, 1962 111,7, 1963 111,9, 1964, 118, 1965 131, 1967 118 og áætluð á þessu ári 1968 112 stig. Viðskipta kjör þau, sem þjóðin á við að búa á þessu ári, sem er lægsta ár ið af síðustu 5 árum er þó betra heldur en meðaltal síðustu 10 ára og mun betra en meðaltal árauna 1958—1964. Við búum því við við skiptakjör sein eru Iíkust því, seni þjóðin hefur verið vönust og þó í betra lagi. En stefna ríkisstjórn arinnar hefur grafið undan atvinnu lífinu. Ef svo hefði ekki verið gert, þyrfti ekki að vera um neitt verulegt vandamál að stríða nú. j nýja uppbótarkerfið, heldur varð! þegar litið er á aflabrögðin, kem j þá að gefa út loforð til síldveiði í ur í ljós, að afli ársins 1967 er flotans um veruleg framlög úr með bezta móti þegar frá eru skil ríkissjóði á þessu ári til viðbótar. in aðeins 2 ár og aflabrögðin í Bullandi halli var á ríkisrekstr ár verða einna líkust því, sem 1 inum 1967 og á þessu ári hefur sá i halli farið sífellt vaxandi. mcnn eiga liér að venjast. Aðal ástæðan fyrir vandanuin getur því Við sögðum það í fyrra liaust, hvorki vcrið aflabrestur og verð þegar ríkisstjórnin lagði út í j fall, þótt það skapi auðvitað hluta þriðju gengislækkunina á sínum erfiðleikanna, heldur að stjórnleys stjórnarferli, að óbreyttri stefnu isstefna ríkisstjórnarinnar hefur að öllu Ieyti, að hún mundi byrja leikið íslcnzkan þjóðarbúskap strax að safna í næstu gengislækk I svona illa og raun ber vitni. ÖIl un. Og sú hefur orðið raunin á, j endurreisn á vegum þeirrar rík vegna þess að hér er um að ræða j isstjórnar, sem þannig hefur kom grundvallarmeinsemd í okkar þjóð ið málum þjóðarinnar, er óhugs 1 arbúskap og atvinnulífi, sem ekk andi og allar tilraunir hennar í ert hefur verið reynt að gera til, þá átt hljóta að mistakast vegna þess að lækna. þess að hún hefur sjálf grafið Það sem við erum vitni að, er undau trausti sínu með þjóðinni. það, að liér er að springa tröllauk Núverandi ríkisstjórn treystir ekki ið kýli, sem ekki er lengur hægt, nokkur maður lengur til góðra að leyna. Og skollaeyrum var skellt verka — ekki helilur þeir, sem við öllum uppástungum um j lengst hafa trúað á hana í blindni breytta stefnu sem að orðið gæti I fram til þessa. til þess, að tæki að horfa í heppi j Hér þarf grundvallarstefuubreyt legri átt- ingu, samstarf við launþegasamtök Greiðsluhalli við útlönd hefði in nýja stefmi í efnahags- og at- verið 1000 milljónir á þessu ári villnumálum, greiða úr lausa- og áætlaður 1000 milljónir á skuldaflækju fyrirtækjanna, þessu ári. Gjaldeyriseign þrotin. iækka álögurnar á atvinnuvegina, Skuldasöfnun við litlönd orðin nýja vaxtapólitík, nýja lánastefnu 9 milljarðar eða þrefaldazt síðan migaga vig þarfir atvinnulífsins, 1958. Halli á ríkissjóði í fyrra og nýja stefnu sem miðaði að fullum gífurlegur halli á ríkisbúskapnum afköstum atvinnutækjanna, koma á þessu ári. Reynt að halda uppi Upp nýjum atvinnugreinum með verklegum framkvæmdum með foryStu ríkisvalds. Táknrænt dæmi lántökur ofan og vclt yfir á fram um vanræksluna og stjórnleysið er tiðina og eru ríkislántökur komnar rekstur fi’ystihúsanna og hráefn- á fjórða milljarð króna. Ríkissjóð isofjUn til þeirra, niðurlæging tog ur liefur stóraukið yfirdráttar- araútgerðarinnar og fl Og nú þarf skuld sína hjá Seðlabankanum og ag koma til bein og skipuieg sókn það hefur orðið til að magna tij ag stórefla íslenzkan iðnað og kreppuna hjá atvinnulífinu, því þag þarf ag koma upp fjárfesting ríkissjóður hefur sogað til sín arstjorn í staðinn fyrir skipulags það fé, sem að atvinnulífið átti jeySig 0g stjórnleysið. Það er eitt; ! að fá til að geta gengið. 450 millj hvað bogið að svona skuli komið j | ónir króna vantar í f járfestingar eftir þau geySilega miklu góðæri j ] sjóði til að nokkur von sé til að scm þjóðin hefur lifað og j þeir geti haldið uppi álíka lána f járfesíingarmálin eru stór þátt j ur í skýringunni á því. Það þarf [ að koma í veg fyrir að kaup- getan beinlst allt of mikið ári ncma um 700 miljónir þegar [ óþarfa, sem þjóðin getur og þarf öll kurl koma til grafar. Fram- í ag neita sér um eins og nú er leiðslufyrirtækin dragast áfram komið. Núverandi ríkisstjórn hef með óbotnandi lausar skulilir, og ; ur ímyndað sér, að það væri hægt gífurlegar lausaskuldir eru í land ! ag stjórna íslandi á saina hátt og búnaðinum, iðnaðurinn dregst sam þar sem fjármagn er svo að segja an í mörgum greinum. Svo segir yfirfljótanlegt, en það er marg forsætisráðherrann hér, að skiljan sannað að íslenz.kur þjóðarbúskap ! lega sé ekki von á góðu vegna ur þ0lir ekki slíkar aðferðir. þá þess að þjóðin liafi orðið fvrir mest f vergi, sem lielzt er hægt meira áfalli í verðlagsbreytingu ag Vera án eða fresta kaupum á. og aflaleysi en nokkru sinni áður e„ lífsnauðsynjum sé haldið niðri á þessari öld og því megi menn 0g sérstakar ráðstafanir gerðar ekki kippa sér upp við þó illa vegna þeirra, sem erfiðasta afkom j horfi og taka á sig margvíslega una eiga og umfram allt, það sé j erfiðleika. Allur málflutningur tekið upp samstarf við launþega ríkisstjórnarinnar hefur verið samtökin um kjaramálin. byggður á þessu og hann er háska Það iiefur ekkert gerzt síðan Iegastur vegna þess að með þessu, kosið var til Alþ. 1967, sem or- | starfsemi á næsta ári eins og a þessu ári. Uppbætur á þessu ári til sjávarútvegsins munu á þessu | sakar þetta geigvænlega hrun ! nema það, sem fyrirsjáanlegt var j þá, að óbreyttri stjórnarstefnu, óbreyttum vinnuaðferðum og svip uðu verðlagi á útflutningsvörun um og var þá. Sú gífurlega óreiða, sem undir bjó og leynt hefur verið undanfarið allt frá því fyrir al- þingiskosningarnar síðustu, sem magnazt hefur síðan og reynt hef ur verið að leyna með brögðum og með því að éta upp allt, sem til náðist, mergsjúga aUinnufyrir tækin, taka lán á lán ofan og safna lausaskuldum erlendis þar á ofan, þetta hlaut að koma fram með gengishruni eða álíka öng- þveiti af öðru tagi. Neyðarástanil hlaut að skapast að lokum, þegar allt væri upp étið og engin teygja lengur til. Nú er þetta komið frain. Enn ný gengislækkun, su 4„ leysir ekki vandann. Hún verð ur bara upphaf að enn nýjum kapi tula í hrakfallasögu ríkisstjórnar innar, því að áfram á að vera sama stefna og sömu aðferðum á að beita. Stjórnleysis- eyðslu- og verðbólgustefna undanfarinna ára hlaut að enda með skelfingu og nú á að láta þær dynja yfir án þess að draga nokkurn lærdóm af þessu áfalli. Engum sjáandi manni gat dulizt undanfarið. að lirikalegt neyðarástand nálgaðist óðfluga. Engin síldveiði seinni hluta þessa árs gat breytt nokkru verulegu þar um til cða frá og það vissi liæstv. ríkisstj. mætavel. Rikis- sjóður liefur verið rekinn með stórfclldum halla, atvinnufvrir- tæki unnvörpum komin í þrot framlciðslan hefur dregizt áfram í sumum greinum með loforðum um ríkisstuðning, sem ekkert fé var til fyrir. Ríkissjóður svalg hundruð millj. úr Seðlabankanum þar með rekstursfé atvinnuveg- anna og greiðsluerfiðleikar fyrir tækjanna og einstakiinganna hafa vaxið, m. a. af þeim ástæðum dag frá degi. Greiðsluhallinn við útlönd magn aðisi, gjaldeyrinn étinn tipp og iest lán og lausaskuldir við út- lönd hafa farið dagvaxandi. Venju iegum framkvæmdum rikisins her ur verið haldið gangandi með er- Ipndum láiitökum. Ekkert af þessu gat komið þeim á óvart sem ábyrgðina báru og þetta gerðist þrátt fyrir betra og hagstæðara verðlag og viðskiptakjör en við oft höfum orðið að sæta og sa.mileg ustu aflabrögð, þegar á hcildina er litið bæði í fyrra og á þessu ári. Ríkisstj. sem koinst yfir síð ustu kosniugar með því að lofa verðstöðvun, stórfelldura framför um og blómlegu atvininilífi á þeim grundvelli, sem búið væri að leggja, átti að segja af sér í sumar og í síðasta lagi í liaust og gera annað hvort að efna til nýrra kosninga, eða gera mcð því, að fara frá, mögulega samninga um myndun nýrrar ríkisstjórnar allra flokka um nýja stefnu, ný úrræði og nýjar vinnuaðferðir. En þess í stað hefur liæstv. ríkisstj. strit azt við að sitja, ncitað að viður- keuna réttar orskir vandaniálanna og nauðsvn stefnubreytingar og talið sig þess umkomna að ráða við vandann með sömu stefnu og sömu úrræðum, sem leitt hafa út í það botnlausa öngþveiti, sem nú er orðið. En ekkert getur bjargað nema það, að málin komist í nýj an farveg á vegum nýrrar ríkis stjórnar, sem tekur nýja stefnu og notar nýjar og betri vinnuað ferðir. í stað stjórnleysis- og eyðslu komi þá stjórnsemi og ráðdeild á öllum sviðum. Fjárfest ingarstjórn, gjaldeyrisstjórn í stað botnlausrar óráðsíu í f járfest ■ i ingar- og gjaldeyriseyðslu, cndur- • j reisn atvinnulífsins, hagræðing á lausaskuldaflækjunni. sem tröllríð j ur iillu atvinnulífi, lækkaðar álög ur á framleiðsluna, ný lánastefna og vaxtastefna í þágu atvinnulífs ins. Full atvinna, efling iðnaðar i i, en án nýrrar iðnaðarstefnu, seni verkar strax, verður ekki fyrir byggt stórfellt atvinnuleysí. Efling • ráðstafana til stuðnings þeim • I byggðarlögum, scm höllum fæti ■ standa, óhjákvæmilcgum byrðum til þess að rétta hlut atvinnulífs ins skipt réttlátlega, eftir að þær hafa vcrið minnkaöar með skyn I samlegum ráðstöfunum atvinnu- ! rekstrinum í hag, kjaramálin leyst í traustu undirhyggjuleysi samstarfi við alþýðusamtökin,, öflug forysta tekin upp við upp byggingu íslenzks atvinnulífs og í því skyni nýtt áður óþekkt sam starf ríkisvalds og einkafram taks og félagsframtak sett á fót, sem byggist á því, að beztu hugs anlegu skilyrði séu sköpuð fyrir. hverja atvinungrein og til þess að fyrirbyggja þá misþyrmingu ís- lenzks atvinnulífs, sem núverandi stjórnleysisstefna hefur haft í för með sér og við súpum nú seyðið af, svo að aðeins nokkur megin atriði séu nefnd. Það þarf nýja stjórn, nýja menn, nýjar aðferðir í stað þrcyttra manna og þess úr- ræðalcysis, sem aftur og aftur hefur leitt út í ófæruna. Málum verður ekki komið í nýj ■ an farveg, á meðan þessi ríkis stjórn situr, sem telur pólitískt' iíf sitt og sinna flokka undir því komið, að þjóðin fái ekki rétta mynd af því, hverjar eru hinar raunverulegu rætur vandans og meðan þannig er á málum haldið, skapast ckki jarðvegur fyrir þá samstöðu, sem annars væri æski Ieg og nauðsynleg. Félag Framsóknar- kvenna í Reykiavík heldur fund í samkomusal Hall veigarstaða þriðjudaginn 12. nóvember n. k. kl. 8,30 síðdegis. Fundarefni: Stjórnmálavið- horfið. Frummæl andi er Kristján Thorlacius deildarstjóri. Önnur mál. Gestir á fundinum verða þátt takendur í félagsmálanámskeiði • framsóknarkvenna. Fjölmennið og takið með ykkur nýja félaga. Stjórnin. FUF efnir til fundar um: Stöðu Framsókn arflokksins í íslenzkum stjórnmálum. Félag ungra Framsóknar- manna heldur félagsfund í Glaumbæ uppi miðvikudaginn 13. nóv. og hefst hann kl. 20.30. Ólafur Már Fundarefni: Staða Framsókn 1 son stud. oecon. Már Pétursson, lög arflokksins í íslenzkum st.iórnmál fræðingur og Ólafur Þórðarson um. Framsögumenn: Georg Ólafs kennaraskólanemi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.