Tíminn - 12.11.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.11.1968, Blaðsíða 5
MtHWBDíMrUR 12. nóvember 1968. TIMINN Það er ekki oft sem erlendir sfcúdentar velja sér íslenzk við- fangsefni til doktorsritgerðar, ea þó kemur það fyrir. En einkanlega er það þá á sviði bokmennta og menningarmála og síður á öðrum vettvangi. En nú fyrir skömmu hitti ég ungan Frakka, sem 3. okt. s.l. varði við Svartaskóla doktors- ritgerð um íslenzk stjórnmál og atvinnumál og þar sem ég þóttist vita, að lesendum Tím- ans þætti fróðlegt að heyra eitthvað um mann þennan og verk hans, ætla ég að fjalla litillega um það í þessu bréfi. Michel Sallé heitir hann, og vill lóta kalla sig fornafni sínu að islenzkum sið. Hann segir mér, að áhugi sinn á íslandi hafi vaknað seint á háskólaár- um sínum, er hann var á ferða lagi imi Nbreg, og strax, þegar haTin hafði aðstöðu til fór hann til íslands, og fékk sér óðara virmu hjá Bæjarútgerð Beykja víkur. Hann kveðst ekki hafa orðið sérlega uppnuminn af landi og þjóð til að byrja með, en bætir þvi við kíminn, að það hafi sennilega stafað af því að lítill fiskur hafi veiðzt, og hann hefði lítið fengið í aðra hönd. En svo fór aflinn að glæðast og áhugi Michels að aukast að sama skapi, og kvað svo rammt að, að hann afréð að skrifa doktorsirtgerð sína í stjórnvisindum við Svartaskóla, um íslenzk málefni. — Þeir urðu alveg klumsa, prófessorarnir, þegar ég sagði þeim frá þessari fyrirætlun minni, — segir hann. Fæstir hötfðu nokkra hugmynd um, hvar á hnettinum ísland var, og fannst alveg út í hött, að skrifa doktorsritgerð um það. En ég sat við minn keip. Á árunum 1965—67 dvaldi hann samfleytt á íslandi við nám og störf. Hann vann í fiski, á Eyrinni, og gerðist jafn vel skipskokkur, en segist fljót- lega hafa verið rekinn úr þeim starfa, því að maturinn hafi verið nánast ágætur hjá sér. Auk þessa sótti hann tíma í íslenzku við Háskóla íslands, og vann jafnframt að því að viða að sér efni í doktorsrit- gerðina. Hann segir, að mjög hafi torveldað verkið, skortur á íslenzkum vísindalegum heim ildarritum um þessi efni og flestar upplýsingar hafi hann fengið úr dagblöðum og gegn- um viðtöl við 'fólk, m.a. al- þingismenn, verkamenn, vinnu- veitendur, o.fl. Verkið segir hann að sé miklu fremur lýs- ing og starðeyndir heldur en nýjar kenningar, en hann von- ist til, að aðrir geti byggt á því. Því miður er ég ekki nægi- lega vel að mér í frönsku til að geta kynnt mér efni rit- gerðarinnar og Michel er hæ- verskan sjálf, og vill, sem allra minnst um þetta verk sitt tala. Þó segist hann leitast við að lýsa uppbyggingu atvinnuhátta og stjórnmálakerfis íslendinga án sleggjudóma og gagnrýni, þótt ef til vill megi lesa á milli línanna, hvort sér líki betur eða verr. Þið eigið vissulega við mörg vandamál að etja, — segir hann. Það eru náttúrlega engin ný vísindi, að atvinnu- lífið er of einhæft og úr því verðux að bæta. Stjórn- málaflokkarnir eru ekki of sterkir, eins og margir vilja vera láta um þessar mundir, heldur er gallinn sá, að bar- áttumál þeirra og hugmyndir eru mikið til úreltar. En stærsta vandamálið er að minni hyggju það, hversu mikið tóm- læti er ríkjandi meðal almenn- ings um atvinnu- og stjórnmála líf landsins, og hve fáir hafa dugnað og áhuga á að kynna sér þessi mál til hlítar án hlut- drægni og fordóma. Mér finnst það vera verkefni hinnar ungu kynslóðar, sem nú gagnrýnir stöðugt núverandi ástand mála að bæta úr þessum þekkingar- skorti áður en hún seilist til valda. Eftir tveggja ára dvöl á fs- landi var gagnaöfluninni að mestu lokið, og hélt þá Michel heim til Frakklands á ný. Beyndar segir hann, að sér hafi flogið í hug, að ílendast heima, en úr því hafi ekki orðið að sinni. Ritgerðinni var lokið s.l. vor, en vegna sfcúdentaóeirð- anna þá varð þessi dráttur á vörn hennar. Nú þegar þessu HURÐIR INNRETTINGAR FATASKAPAR RAFTÆKI Suöurlandsbr.6 S.-8A585 VAUXHALL BEDFORD Véladeild SÍS vill benda heiðruðum viðskipta- vinum á, að smásala á Vauxhall og Bedford varahiutum í Ármúia 3, er nú flutt í nýja varahlutaverzlun Vélverks h.f. í Bíldshöfða. Vélverk h.f. getur þannig boðið fullkomna varahluta- og viðgerðaþjónustu á sama stað til hagræðis fyrir viðskiptavini. Véladeild SÍS mun á næstunni opna vegleg an SÝNINGARSAL fyrr nýja og notaða bíla að Ármúla 3, og býður nú sem fyrr nýjustu árgerðina af Vauxhall og Bedford bifreið- um til afgreiðslu strax eða síðar. AUar nánari uppiýsingar veittar fúslega. SAMBAND ÍSL. Svefnt Svefnbekkir lekkir kr. 4.200,00 Dívanar kr. 2.200,00 Svefnsófar kr. 5.400,00 — Sendum í póstkröfu. Nýja bólsturgerðin Laugav. 134. Sími 16541 Frostklefahurðir Kæliklefahurðir — fyrirliggjandi — Trésm. Þ. Skúlasonar Nýbýlavegi 6 — Kópav. sími 40175. WMEDÖJ ARMULA 3. SIMI er lokið, er Michel á förum til Haiti, þar sem hann mun starfa um tveggja ára skeið í stað þess að gegna herþjón- ustu. Hvað síðan tekur við, kv-eðst hann ekki vita, en bæt- ir því við, að leið sín eigi áreiðanlega etftir að liggja til íslands í framtíðinni. — Vissu andmælendur þínir við doktorsvörnina mikið um ísland? — Nei, afskaplega lítið, enda gagnrýndu þeir einkum upp- byggingu ritgerðarinnar og önnur smáatriði. Þeir töluðu einnig um, að á skorfci saman- burð á íslandi og öðrum lönd- •um, sem talin eru álíka langt á veg komin í atvinnu- og stjórnmálalegu tilliti. En þrátt fyrir þetta fékk ég hæstu eink- unn, og er þó engan veginn nógu ánægður með verkið. Og áður en við slitum tal- inu, segir Michel, að hann hafi skrifað annað rit um ísland, dálítið kynningarrit um land og þjóð. — Ritgerðin er þurr og leiðinleg aflestrar, eins og slík verk verða gjarnan, — seg- ir hann, en þarna reyni ég á að vera dálítið skemmtilegur og bregða upp lifandi mynd af staðháttum. En ritið er ekki komið út ennþá, því að útgef- andinn er hræddur um, að það muni ekki seljast, sökum van- kunnáttu og áhugaleysis Frakka á íslandi. Þótt skömm sé frá að segja veit þjóð mín sáralítið, nánast ekki neitt um land þitt og þjóð. gþe. A VlÐAVANGI Viðreisnin orðin „lang tímavandamál" Allt fraxn á þennan dag hefur ríkisstjómln talað um að þeir erfiðleikar sem við væri að í efnahagsmálum væru stund arerfiðleikar vegna aflabrests og verðfalls fiskafurða 4 er- lendum mörkuðum og þessa siundarerfiðleika bæri ekki að skrffa á reikning ríkisstjórnar innar. Á þessu bæri hún enga sök. Stefnan í efnahagsmálum væri hin eina rétta og í vor var því meira að segja haldið fram í stjórnarmálgögnunum að erfiðleikarnir hefðu verið leyst ir. Þegar sjónvarpið hafði við tal við stjórnmálaleiðtoganna í tilefni af því að ríkisstjórnin ætl ar nú einmitt þessa dagana að rjúka til að sækja um aðild að EFTA og afgreiða það mál með miklu hraði gegnum þingið, varð viðskiptamálaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslasyni hins vegar á í messunni. Þá sagði hann, að það, sem nú væri við að glíma væh „Iangtímavandamál“ í íslenzku efnahagslífi og EFTA átti að vera einn þátturinn í að leysa þetta langtímavandamál. Þar með viðurkenndi þessi á- gæti ráðherra að hinar ytri að- stæður væru nokkuð eðlilegar, afli og verðlag erlendis, eins og bent hafði verið á af öðr- um, en ekki aðeins um stundar- erfiðleika að ræða eins og allir málsvarar ríkisstjórnarinnar höfðu þó haldið fram allt fram á þann dag. Þar með var þetta nokkuð hreinskilin og sönn lýs- ing ráðherrans á viðreisnar- stefnunni og til hvers hún hef ur le itt í íslenzkum þjóðarbú skap og efnahagslífi: Viðreisn In var orðin að langtimavanda- máli! Paródía Vísir segir í gær um gengis- lækkanir. „Undanfarin ár hefur sífellt orðið að grípa til gengislækkun ar til að reyna að rétta hallann á viðskiptum okkar við útlönd. Hafa þær oft orðið tvær og tvær með stuttu millibili. Þann ig var gengislækkun 1949 og önnur 1950, gengislækkanir urðu árin 1960 og 1961 og nú síðast var gengið lækkað i fyrra og nú aftur ári síðar.“ Vísir ræðir þannig um geug islækkanir eins og náttúrulög- mál, sem lúti einhverju „paró dísku“ lögmáli. í því tilefni er rétt að minna menn á for- sendumar í öllum þessum „par ódíum“. Þær eru einfaldlega þær, að íhaldið hafi ráðið lög um og lofum í efnahagsmálum og stjórn landsins. án samstjórn' ar við flokka, sem hafa bein í nefinu til þess að setja því stól fyrir dyr. Árið 1949 hafði „nýsköpunar“-stjórnin svo- nefnda eytt öllum þjóðargróða stríðsáranna og spennnt verð- bólguna upp úr öllu valdi. Af- leiðing þess urðu tvær gengisfeil inga. Árið 1960 hófst „viðreisn in“ svonefnda með gengisfell- ingu og síðan annarri árið eft- ir, og nú átta árum síðar koma tvær gengisfellingar, hrikalegri en allar aðrai'. Einráð stefna íhaldsins með hjálp pasturslítilla flokka og þjónustusemi þeirra, hefur þvi ætíð haft gengisfellingar I för með sér eftir eðlilegu „paró- díu“-lögmáli. I*pgar íhaldið tek ur völdin, velur það stjórnum sínum glæsinöfn, svo sem „ný- sköpun" á sínum tíma, cn það Framhald á bls. 14 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.