Tíminn - 12.11.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.11.1968, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 12. nóvember 1968. TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og tndriöi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur I Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastrætj 7 Af. greiðslusími: 12323. Auglýsingasimi: 19523 AÖrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr 130,00 á mán Innanlands. — ! lausasölu kr. 8.00 eint. — Prentsmiöjan Edda h. f. Hrunstjórnin að verki Það tveirnt hefur gerzt um þessa helgi, að viðtöl fulltrua stjórnmálaflokkanna um hugsanlega þjóðstjórn hafa runnið út í sandinn, og þjóðin hefur fengið að sjá „bjargráð“ hrunstjómarinnar, sem enn lafir við völd, nýja, hrikalega gengislækkun, sem hækkar gjaldeyri í verði um 54,5%. Eins og fram kemur í viðtali við Ólaf Jóhannesson, formann Framsóknarflokksins, á öðrum stað hér í blaðinu, var ríkisstjómin ófáanleg til þess að skapa nokkur já'kvæð skilyrði til viðræðna um allra flokka stjórn og virti ekki viðlits neinar þær ábendingar sem fulltrúar Framsóknarflokksins báru fram um breytta grundvallarstefnu. __ Jafnskjótt og þessum viðtölum lauk skellti ríkis- stjórnin fram sínum ráðstöfunum, sem er hrikaleg geng- isfelbng, hin fjórða á átta ára ferli „viðreisnar" og sú mesta. Nemur hún 54,5% hækkun erlends gjaldeyris. Eins og kunnugt er hófu núverandi stjórnarflokkar „viðreisn“ sína með því að fella ísl. krónuna tvisvar árin 1960 og 1961 úr kr. 16,32 miðað við Bandaríkja- dollar í kr. 43,06. Það gengi stóð til 24. nóv. 1967, en þá fellt í kr. 57,07, og nú áður en ár er liðið frá síðustu gengislækkun, er gengið fellt í 88 kr. miðað við dollar. Þannig hefur gengi ísl. krónu fallið á átta ára stjórnartímabili, sem kennt hefur verið við „viðreisn", um 441,3%, en slík skriðuföll hvert eftir annað verða ekki nefnd öðru nafni en gengishrun, og sú ríkisstjórn, sem farið hefur með völd þetta tímabil, hefur með því tryggt sér sannnefnið hrunstjórn í íslenzkri stjórnmála- sögu. Og eftir þessar fjórar gengisfellingar, sem aldrei fylgir nein grundvallarbreyting, byrjar hún að safna í fimmtu gengislækkunina með meiri hraða en áður og enn stærri hinum fyrri. íslenzka þjóðin er nú stödd á háskalegri stigum en nokkru sinni íyfr í sjálfstæðissög- unni, og það hrap er hafið, sem ekki verður stöðvað, nema hún taki sjálf í taumana og komi fram grundvall- arstefnubreytingu og setji sér nýja stjórn, sem hverfi af hrapandi felli núverandi stjórnarstefnu, sem leitt hef- ur af sér 441% fall gjaldmiðils þjóðarinnar á átta árum. Hins vegar er jafnljóst, að þetta hrap verður að stöðva, og frumskilyrði þess er, að ríkisstjórnin segi af sér og leggi málin í dóm þjóðarinnar. Gengislækkunin í fyrra var sögð sérlega „vandlega undirbúin“ og miðuð við að varanlegt ástand næðist. Framsóknarmenn sögðu þá að hún kæmi ekki að haldi, því að stjórnarstefnunni væri í engu breytt, og stjórnin mundi þegar byrja að safna í fjórðu gengislækkunina. Það er nú komið fram með ógnvekjandi hætti. Þó hefur ekkert nýtt gerzt, sem þá var ekki fyrir séð. Stjómin hefur aðeins haldið áfram að blekkja þjóðina. Hún flaut yfir síðustu kosningar á slíkri blekkingu. En henni bar s.l. vor að segja af sér, þegar blekkingin var orðin opinber, og láta þjóðina dæma í nýjum kosningum, fyrst hún var ófáanleg tö stefnubreytingar í allra flokka stjórn, eins og nú er komið á daginn. Við engar efnahagsráðstafanir hefur það verið aug- ljósara en nú, að þær fá með engu móti staðizt, veita ekkert vi'ðnám í hrapinu. Það sést bezt á því, hve litlar og lítt mildandi ráðstafanir fylgja til þess að bera högg gengishrrtpsins af almenningi. Þess vegna er nú aðeins hafið nýtt tilhlaup og enn hraðara að fimmta „viðreisn- ar“-gengisfallinu. Dans hrunstjórnarinnar hefir aðeins orð ið enn trlltari og hásku þjóðarinnar að sama skapi meiri. Hrunstjórnin, sem ekki vill læra að neinu víti sínu, verður því að fara frá, áður en hús þjóðarinnar hrynur í fjörbrotum hennar. Stefán Jónsson, prentsmiðjustjórl: Var viðreisnarleiðin í átt til skuldafanselsis? 1 í hugum flestra hafa hin svo kölluðu efnahagsmál skipað öndvegi um nokkurt skeið. Er slíkt að vonum, því að segja má, að svipljót vofa þessa máls standi nú við matborð flestra. Ríkisstjórnin viðurkennir vandann í efnahagsmálum þjóð arinnar, en telur sig enga sök eiga á honum. Frásögn hennar um efnahagsvandann er því grugguð og blandin sjálfshóli, samanber t.d. blekkinguna um eiginvarasjóð þjóðarinnar í gjaldeyri o.fl. af slíku tagi. Sagt er að „hálfur sannleik- ur geti verið bein lygi“. Hið sama má segja, þegar reynt er að leyna þýðingar miklum atriðum með algjörri þögn. í þessu sambandi vaknar t.d. sú spuming, af hvaða ástæðu nefnir nú enginn ráðherra og enginn sérfræðingur ríkisstjórn arinnar hinar erlendu skuldir þjóðarinnar í sambandi við vanda efnahagsmálanna. Er það af því, að slíkar skuldir séu nú aukaatriði, eða máske svo litlar að ekki taki þvi að nefna fjárhæðina. Annað hljóð var í strokknum 1958. Þá var þvi haldið fram af þessum sömu aðilum, að þjóðin væri að tapa sínu efnahagslega sjálf- stæði vegna erlendra skulda. Hún væri á brún hengiflugs í þessu efni, og færi fram af ef ekki yrði spyrnt við fæti. Ég mun nú reyna að upplýsa hér á eftir, hverjar skuldir þjóðarinnar voru við útlönd í árslok 1958 og í árslok 1967, hvorttveggja miðað við gengi er gilti fyrir 24. nóvember 1967. I. í árslok 1958 voru fastar er- lendar skuldir kr. 1.924,6 miljónir. Stutt vörukaupalán voru þá ekki leyfð, og slíkar skuldir því ekki fyrir hendi. Gjaldeyriseign banltanna var þá 228,5 milljónir. Heildar skuldir því netto 1.696,1 milj. Allar eru þessar tölur miðaðar við gengi fyrir 24. nóvember 1967. í árslok 1967 voru fastar er- lendar skuldir kr. 5.111,7 milj. Þar við bætast stuttar vöru- kaupaskuldir kr. 743 miljónir. Erlendar skuldir því samtals kr. 5.854,7 miljónir. Frá þessu má draga gjaldeyriseign bank anna. kr. 844,9 milljónir. Netto upphæð erlendra skulda í árslok 1967 var því kr 5.009,8 mijlj. Höfðu erlendu skuldirnar því hækkað á 9 við reisnarárum um kr. 3.313.7 milljónir, eða um 195%. Allar eru þessar samanburðartölui miðaðar við sama gengi eða þá gengisskráningu sem gilti fyrir 24. nóvember 1967. Vegna gengisfellingarinnar 24. nóvember 1967, hækkuðu erlendar skuldir að meðaltali i ísl. krónum um 28,6%. Nefnd skuld í árslok 1967 var því þa í ísl. kr. 6.442,6 miljónir. í árslok s.l. 10 ár voru hinar erlendu skuldir sem héi segir. miðað við gengi fjrir 24. aov. i—^_aE-:a3g3m_8 iii wiiwm Stefán Jónsson. 1967, og eru þá skuldirnar í árslok 1958 og 1967 miðaðar við netto tölur, en hin árin aðeins taldar fastar skuldir: Skuldirnar: 1958 . . . kr. 1.696,1 millj. 1959 . . . kr. 2.491,5 millj. 1960 . . . kr. 2.871,9 millj. 1961 . . . kr. 2.853,1 millj. 1962 . . . kr. 2.774,7 millj. 1963 . . . kr. 3.172,6 millj. 1964 . . . kr. 3.695,2 millj. 1965 . . . kr. 3.941,5 millj. 1966 . . . kr. 4.570,0 miUj. 1967 . . . kr. 5.009,8 millj. AUar eru þessar upphæðir miðaðar við innborguð lán, og eru lánin í árslok 1958 og 1967 öll notuð, þar sem skuldatölur þeirra ára eru nettó tölu, sam anber áður sagt. Þegar erlendu skuldirnar í árslok 1958 og 1967 eru born ar saman, vekur það furðu, að enginn ráðherra né efnahaös- sérfræðingur ríkisstjórnarinnar skuli nú nefna hættuna og vandann, sem hinar gífurlegu erlendu skuldir í árslok 1967 hljóta að skapa, en í árslok 1958 töldu þessir sömu aðilar þjóðfélagið á leið í erlent skuldafangelsi vegna skuld- anna. Eins og áður er tekið fram eru erlendu skuldirnar í árslok 1967 kr. 6.442,6 milljónir, mið- að við gengisskráninguna um s.l. áramót. Samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar um viðskipta halla ársins 1968, ættu binar erlendu skuldir að nálgast 9.000 milljónir í lok þessa árs. Ef til vill kemur innflutningur á erlendu einkafjármagni vegna Álsins til að mæta ein- hverjum hluta viðskiptahall- ans á þessu ári, en engar opin- berar upplýsingar liggja fyrir um skkl. II. Til að gera sér grein fyrir, hvers vegna var þörf á því. að hækka hinar erlendu skuldir um 195% á 9 viðreisiiar árun: sem flest voru áður óþekkt góðæri, er nauðsynlegt að at- huga viðskiptahallann á um- ræddum árum, því að erlenda skuldaaukningin hefir að sjálf- sögðu farið í að jafna þann halla. Tekjurnar og gjöldin i gjaldeyri fyrir vöru og þjón- ustu, voru sem hér segir á umræddum 9 viðreisnarárum. Gjöldin: 1959 . . kr. 4.693,2 millj. 1960 . . kr. 4.751,1 millj. 1961 . . kr. 4.373,6 millj. 1962 . . kr. 5.248,2 millj. 1963 . . kr. 6.341,1 millj. 1964 . . kr. 7.369,0 millj. 1965 . . kr. 8.095,6 millj. 1966 . . kr. 9.411,8 millj. 1967 . . kr. 10.150,0 millj. Samtals kr. 60.433,6 millj. Tekjurnar: 1959 . . . kr. 4.109,3 millj. 1960 . . . kr. 4.282,9 millj. 1961 . . . kr. 4.598,6 millj. 1962 . . . kr. 5.611,5 millj. 1963 . . kr. 6.137,2 millj. 1964 . . . kr. 7.045,2 millj. 1965 . . . kr. 8.342,0 millj. 1966 . . . kr. 9.090,4 millj. 1967 • . . kr. 7.800.0 millj. 57.017,1 millj. Viðskiptahalli 3.416,5 millj. Samtals kr. 60.433,6 millj. Gjaldeyristekjur ársins 1967 eru áætlaðar af Seðlahankan um. Einnig gjöldin það ár, því að. endanlegar tölur liggja enn ekki fyrir um tekjur og gjöld þess árs í gjaldeyri. Eins og að framan greinir er viðskiptahallinn á umræddum 9 árum 3.416,5 milljónir en skuldaaukningin sem farið hef- ir til að jafna hann er ekki tal in nema 3.313,7 milljónir. Mun sá mismunur sem hér um ræð ir aðallega stafa af tvennu: í fyrsta lagi af því að tölurnar yfir tekjur og gjöld 1967 eru áætlaðar, og i öðru lagi af því, að ávallt koma fram í þjóð hagsreikningum einhverjar skekkjur, sem leiðrétta þarf síðar. Umræddur mismunur skiptir heldur ekki máli í þeim samanburði, sem hér er gerð ur, sakir þess hve lítill hann er. Aðalatriðin eru þessi: Tekju hallinn á nefndum viðreisnarár um er gífurlega hár, og var hann allur jafnaður með erlend um lántökum. eða skuldaaukn ingu. Stórkostlegur viðskipta- halli verðúr á yfirstandandi ári og af þeim sökum hækka er- lendu skuldirnar enn í stórum stfl. Talið er að þær muni nálgast kr. 9.000 milljónir í lok þessa árs. miðað við nú- verandi gengi. III. 1958 voru gjaldpyristekjur þjóðarinnar í beíld kr.4.056,5 Framhaio a 15 síðu ÞRIÐJUDAGSGREININ $

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.