Tíminn - 17.11.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.11.1968, Blaðsíða 3
SUNNTTDAGUR 17. nóvember 1968. TIMINN SPE TIMANS Leiklistin er heillandi list- grein, eða svo finnst að minnsta kosti brezka krónprins inum Charles. Á myndinni er hann í hlutverki sínu, sem hann leikur í leikriti eftir Joe Orton, sem stúdentar við Trin- ity háskólann í Englandi setja á.svið. Þetta er í annað skipti sem krónprinsinn kemur fram á sviði, áður hefur hann leik- Leikkonan góðkunna, Birg- itte Bardot, hefur nú unnið sig- ur í baráttu sinni fyrir sárs- aukalausri aflífgun sláturdýra. A.m.k. eitt sláturhús í París er nú búið tækjum sem eiga að drepa dýrin alveg sárs- aukalaust. Nýlega var tekið í notkun í París risa-stórt slátur- hús í einu úthverfi borgarinn- ar, La Villette, og í janúar næstkomandi mun sláturhúsið taka til starfa af fullum krafti. Reyndar var Bardot ekki eina manneskjan sem barðist fyrir mannúðlegri meðferð slátur- dýra, en hún er lang- samlega frægust franskra dýravina. Hið nýja slát- urhús mun drepa 300.000 dýr á ári, og ekkert þeirra mun kenna til við andiátið. í húsinu ið í skólaleik sem leikinn var í hinum gamla skóla prinsins, Gordonstoun- Oharles krónprins leikur klerk í þessu leikriti, eins og sjá má af kraganum, sem hann ber um hálsinn. Trinity skól- inn brezki, er í Cambridge, hinum fornfræga háskólabæ, en Oharles er einmitt nemandi við skólann. er geymslurými fyrir 5.400 tarfa, 2.600 kálfa, 15.000 kind- ur og 3.000 svín. Sérhvert dýr, sem aflífað er, mun vera leitt inn í sérstakan málmklefa, þar sem það er skotið með „raf- magnsbyssu.“ Þegar hvert sláturdýr er dautt, er það hengt upp á krók í ioftinu, krókarnir færast síð- an áfram, og með stuttu milli- bili standa kíötiðnaðarmenn, og hver þeirra fremur á dýrinu einn ákveðinn verknað, eitt handtak. Sláturhúsið mun vænt- anlega framleiða um 400000 tonn af kjöti á ári hverju. Bardot hefur barizt fyrir ein hverri slíkri aflífgunaraðferð síðastliðin fimm ár bæði í blöð um og sjónvarpi. Fregnir herma að það séu um það bil eitt þúsund bjór- stofur í Danmörku. sjálfsagt eru þær miklu fleiri í Þýzka- landi, þúsundir skemmtilegra kráa, með dynjandi hlátrasköll um og bláum tóbaksreyk. Ýms ir andans menn, hafa gert at- hugun á lífi manna og hátta- lagi í ýmsum þeklktum bjór- stofum, einkum í Þýzkalandi. Um allt Þýzkaland er ótölu- legur fjöldi bjór- og vínstofa, sem eiga sér margar spennandi sögu, að sjálfsögðu er ógerlegt að nefna þær allar, en ein- beita sér því betur að örfáum, sem eru þá frægastar. Við Rín er það „Krone“ í Assmannshausen, sem helzt laðar að sér drykkjuglaða lista- menn og skáld. í þessari eld- gömlu krá eru fornleg húsgögn sem bera umgengni margra kynslóða vitni. Á veggjunum hanga myndir af frægum gest um, og þeir horfa með öfund á þessa kátu nútímamenn, sem enn hafa leyfi til að dansa og drekka. Á borðunum eru merki og för eftir glös og krús ir. Á „Krone“ máluðu þeir, teiknuðu, ortu og dreymdi — og sagan heldur áfram, því I þessari krá ríkir lífsgleðin. Undir hringbogunum á ráð- húskjallaranum í Bremen er fimm hundruð ára gamall vín- kjallari, og á öllum þessum langa tíma, hefur hann aldrei breytzt. Þarna sátu riddarar í glampandi brynjum, hér sátu stoltir Hansa-kaupmenn, glaumgosar frá rokokkó-tíma- bilinu, en nú sitja við borðin sómakærir borgarar í bláum jabkafötum og með marglit hálsbindi, og margir hinna yngri eru svo fagurlega hærð- ir, að gömlu riddararnir hefðu svo sannarlega ekki þurft að skammast sín fyrir það. Ennþá eldri er ráðhúskjall- arinn í Liibeck. Hann er jafn- gamall elzta hluta ráðhússins, eða allt frá því í byrjun þrett- ándu aldar. I upphafi var þetta eins konar bruggkjallari, en Lúbeck hefur alltaf verið vín- borg mikil. í kringum sextán- hundruð var kjallaranum breytt í venjulega krá, og snemma varð hann samkomu- staður Hansa-kaupmanna. Uppi á vegg hangir orðtak þeirra: „Siglingar eru nauðsyn- legar, ekki l£fið.“ Fjórði kjallarinn sem við skulum líta inn á er „Stachel“ í Wúrzburg. Hann er einnig um það bil fimm hundruð ára gam- all, því hans var fyrst minnzt árið 1413, og átti sér verðugt hlutverk í hinu blóðuga bænda stríði árið 1525, en þá leituðu ýmsfr þekktir menn þar skjóls. Nafn kjallarans, sem merkir oddhvass hlutur, var honum gefið á þessum stríðs- tímum, en fáir hugsa um þessa hluti, þegar þeir sitja með glas í hönd, og syngja dátt Það telst víst lítill vafi á því, að hundurinn Fred, er verðmæt asti hundurinn í London um þessar mundir. Og það stafar af því, að einhvers staðar í hin um ógnarlanga kroppi liggur demantshringur, sem er virtur á þúsundir króna. Hringurinn komst í meltingarfæri hundsins með þeim hætti, að þegar unn usta eiganda hans, sem er dæg urlagasöngvarinn Billy Fury. lét matarskál hans fyrir fram- an hann einn daginn, rann hring urinn af fingri hennar niður í skálina. Nú hefur seppi verið settur í stofufangelsi ,en parið hefur skipað sér á vaktir við að gæta að hundinum, og hve- nær náttúran neyði hann til þess að skila aftur feng sinum. Japanska listakonan Yoko Ono, sem þekkt er orðin fyrir að vera í slagtogi með bítli númer eitt, John Lennon, þyk- ir hafa talsvert dálæti á nekt. og nektarmyndum. Nýlega hef- ur hún samt látið hafa það eft- ir sér, að hún sé að upplagi mjög feimin, og geti alls ekki hugsað sér að koma fram fyrir fólk nakin — öðru vfsi en á mynd? — Þ.e.a.s. hún gat hugs- að sér að láta nektarmyndir af sjálfri sér á þrykk út ganga, en ljósmyndunina varð myndavélin sjálf að annast, því enginn ljósmyndari mátti standa andspænis stúlkunni á Evuklæðum. Yoko Ono átti frumkvæði að gerð kvikmynd- ar, þar sem allir þeir sem fram komu í myndinni voru naktir, — fyrir neðan beltisstað. Sem sönnun á feimni sinni sagði Yoko að hún hafi alls ekki haft uppburði í sér að vera viðstödd slíká kvikmyndatöku, hana varð maður hennar að annast einn síns liðs, þó svo að hug- myndina ætti kona hans. Með heiðri og sóma. Fregnir frá London segja að átján ára gömul austurrísk stúlka, Penelope Plummer, hafi verið kjörin Ungfrú alheimur í fegurðarsamkeppni þeirri sem árlega fer fram í London. Penelope Plummer er starf- stúlka í bókasafni í heimalandi inni voru fimmtíu og þrjár stúlkur frá jafn mörgum lönd- um. í öðru sæti var hin tuttugu og tveggja ára gamla Kathleen Winstanley frá Stóra-Bretlandi og í þriðja sæti Mirey Zamir frá Israel. Fröken Plummer fékk 2.500 pund í verðlaun. Engin af Norðurlandastúlk- unum, sem þátt tóku í þessari keppni urðu meðal hinna sjö fyrstu. Fyrir utan þær þrjár, sem skipuðu fremstu sætin, komust þrjár aðrar í loka- keppnina, það voru ungfrú Columbía, ungfrú Guyana og ungfrú Niaraqua, auk þess ung- frú Filipseyjar. Fyrir keppnina var almennt álitið að brezka stúlkan myndi vinna, en síðan lenti hún í öðru sæti, sú brezka er skóla- kennari ,en sú ísraelska er ljós myndafyrirsæta. Ungfrú ísrael tjáði fréttamönnum að hún héldi þegar í stað heim að keppninni afstaðinni, því hún þarf að gegna herþjónustu. Krónprinsar verða víst sann arlega að fá tilsögn og þjálf- un í öllum hugsanlegum kóngs- legum íþróttum, og sænski krónprinsinn Carl Gustav fer víst sannarlega ekki varhluta af því. Hann hefur fengið nokkra kennslu í hermennsku list, en auk þess hefur hann einkakennara sem segir honum til í því að hitta í mark. Á meðfylgjandi myndum sjáum við prinsinn æfa skotfimi sína á hinum konunglegu skot- brautum við Tvetaberg, og enski kennarinn hans Rex Gage, segir að prinsinn sé sér- lega efnileg skytta. Hann hef ur að sögn mjög gaman af þess- ari íþrótt og eins og sjá má hefur prinsinum bærilega tek- izt að gleyma bæði námi sínu Nú miða ég. Pang. Ha? Hitti ég? við háskólann I Uppsölum, kvik sögum sem fara af ástafari hans, og útkoman verður sú, að ljósmyndarinn nær hinum ágætustu myndum. Krónprins- inn þykir sverja sig í sína konunglegu ætt, því langa-lang afi hans var einnig mikil skytta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.