Tíminn - 17.11.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.11.1968, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 17. nóvember 1968. TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7 Af. greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr. 130,00 á mán lnnanlands. — í lausasölu kr. 8.00 eint. _ Prentsmiðjan Edda h. f. Verðbólga og jafnvægi Er Gísli Guðmundsson mælti fyrir frumvarpi sínu um verndun og eflingu landsbyggðar á Alíþingi fyrir skömmu minnti hann á verðbólguna, sem hrjáð hefði efnahagslíf fslendinga undanfarin ár. Sagðist hann vilja benda á þá staðreynd, að of ört vaxandi stórborg í fá- mennu landi, ýtti undir verðbólgu og að hlutfallslega jafn vöxtur landsbyggðar hefði áhrif á efnahagsmál þjóð arinnar í jafnvægisátt. Of hraður vöxtur stórborgarsvæð- is, sem sogar til sín fólk og fjármagn er í sannleika sagt undirstaða þeirrar verðbólguverksmiðju, sem með af- köstum sínum setur vanmáttuga ríkisstjórn og atvinnu- vegi landsins í vanda. En það er þessi verksmiðja, sem setur allt á uppboð þegar verst gegnir. Það er þessi verk- smiðja, sem í stjórnvana landi býður 27 þúsund krónur í einn fermetra lands í Reykjavík og hleypir slikum töl- um út í verðlagið. Dýrt myndi þá ísland allt. Ennfremur sagði Gísli: Ráðstafanir til byggðajafn- vægis munu verða al'lri þjóðinni til hagsbóta. Einnig sá landshluti, sem fjölmennastur er mun njóta hér góðs af í ríkum mæli, því hið mikla aðstreymi fólks þangað hefur skapað þessum landshluta ýmiss konar erfiðleika og haft í för með sér mikil fjárútlát fyrir borgarana. Hér er ekki um það að ræða að hvergi megi leggja niður byggt ból eða flytja á hagkvæmari stað. Uppbygginguna ber að miða við það að hagnýta sem bezt gæði náttúrunnar til lands og sjávar. Ráðið til að hindra beina eða hlutfalls- lega fólksfækkun í einhverjum landshluta getur m.a. ver ið í því fólgin að koma þar unn þéttbýlishverfum. Aukn- ing fóiksfjölda á þéttbýlisstöðum getur ráðið úrslitum um um það, að landshlutinn sem heild haldi hlut sínum. í bæjum og þorpum skapast líka markaður og ýmsir aðrir möguleikar fyrir nálægar sveitir. Bvggðajafnvægis- málið verður ekki leyst nema á það sé litið frá heildar- sjónarmiði hinna stóru landshluta og þá jafnframt haft í huga, að björgulegar byggðir, bótt nú séu af einhverjum ástæðum fámennar og eigi í vök að verjast, d-ragist ekki aftur úr í sókn þjóðarinnar til bættra atvinnuhátta og betri lífskjara. Spara þú en ekki ég Með gengisfallinu núna lækkar hrunstjórnin lífskjör almennings í landinu um allt að 20%. Þetta skipar hrun- stjórnin fjölskyldum landsins að draga af heimilispen- ingum sínum og spara til þess að borga í hrunbaukinn. Á sama tíma leggur hrunstjórnin fram fjárlagafrumvarp, .' þar sem einskis hliðstæðs sparnaðar er krafizt, engin V"20% tekin af heimilspeningum hrunstjórnarinnar. Hrun- stjórnin segir við þjóðina: Spara þú en ekki ég. Halldóir E. Sigurðsson, alþingismaður, lýsti þeirri stefnu Framsóknarflokksins í umræðunum um gengis- fallið á dögunum. að nú yrðu gerð undantekningar- fjárlög, þar sem margir liðir væru lækkaðir meira en skynsamlegt þætti á venjulegum tímum. Það væri ekki frambærilegt að krefjast niðurskurðar á fram- færskieyri almennings en draga í engu úr evðslu í rekstri ríkislns. Þetta er ekki einungis skyldust að öllu siðíæðis- mati, heldur beinlínis forsenda þess að nokkrar vonir séu til að ráðstafanir standist. Halldór minnti á, hvað gerzt hefði 1967, þegar gengisfallinu þá fylgdu stórhækkuð verðbólgufjárlög, og afleiðinein sést nú greinilega. Úr því svona er komið. að hrunstiórnin hefur sett heimilum þjóðarinnar neyðarfiárlög með gengisfallinu, ber henni skylda til að gera hið sama á ríkisheimilinu. t'KiSSMBJbfe.'j MARVINE HOWE: í Portúgal hafa ihi mun meira frelsi en áður tíðkaðist Ritskoðunin heimilar rökræður um ýmis mál, sem ekki mátti minnast á til skamms tíma. Caetano forsætisráðherra virðist hafa hug á að bæta sambúð blaðanna og ríkisstjórnarinnar. PORTÚGALAR bregðast við au-knu ritfrelsi á líkan hátt og þeir gerðu ef um nýtt, allsterkt vín væri að ræða. Þeir eru á- fjáðir og varfærnir í senn. Mikilvægasta breytingin, sem Marcello Caetano forsætisráð- herra er búinn að koma á, mánuði eftir að einræðisstjórn Salazars leið undir lok, er veru- leg linun á hinu stranga stjórn areftirliti með blöðunum. Ritskoðendur ríkisstjórnar- innar hafa um fjóra áratugi í raun og veru hindrað hvers konar rökræður, nema helzt skamman tíma um kosningar. Blöðunum hefir verið stjórnað samkvæmt tilskipun, sem ein- ræðisstjórn hersins gaf út árið 1928. Þar var heimiluð ritskoð- un allra tímarita og blaða og bannað að birta gagnrýni á ráðherra í ríkisstjórninni og utanríkisstefnu landsins. NÚ birta blöðin í Portúgal í fyrsta sinn í fjóra áratugi hófsama gagnrýni á ríkisstjórn landsins og opinberar rökræð- ur um mál, sem þjóðinni eru mi'kilvæg. Þess verður jafnvel vart, að hreyft sé við ýmsu því, sem áður var með öllu bannað að nefna. í blaðinu A Capital, sem gef- ið er út í Lissabon og er all- áhrifamikið, stóð t.d. fyrir fá- um dögum: „Vér sjáum fram á nokkra, ánægjulega möguleika til frjálsrar hugsunar og túlkun- ar, en þó er enn löng leið ó- farin. Allt bendir til, að alltof snemmt sé að hefja upp fagn- aðaróð." Það var einmitt þetta blað, A Capital, sem líkti hinu nýja prentfrelsi við nýtt vín, og benti á, að þess yrði að neyta af forsjálni og varúð ,Að öðr- um kosti kynni það að valda ölvun. L BLÖÐIN í Portúgal hafa til þessa brugðizt við linun haml- anna af hófsemi og mikilli gát. Helztu síðdegisbiöðin í Lissa- bon hafa tekið forustuna í að fylgja auknu frelsi eftir. A Capital, málgagn frjálsra at- hafnasemi menntamanna Dia- rio de Lisabon, sem hefur frá fornu fari helzt haldið á lofti viðhorfum lýðræðissinna og menntamanna, og Diario Popu- lar, sem er óháð og hefir mesta úrbreiðslu allra blaða í landinu. En breytinga verður einnig greinilega vart jafnvel í hinu rammihaldsama morgun- blaði Diario de Noticias. Ritstjórar helztu blaðanna og útgefendur hvetja ríkisstjórn- ina ákaft til bess að treysta leikreglurnar með því að gefa út prentfrelsislög. „Vér verðum að fá útgefin lög um prentfrelsið, að öðrum kosti erum vér algerlega háðir duttlungum ritskoðendanna,“ sagði Francisco Balsemao. framkvæmdastjóri Diario Popu lar. „Ef véj njótum ekki prent- frelsislaga höfum vér enga 'J Mimwp'j—w SALAZAR tryggingu gegn fjörræðisfullum á.kvörðunum og enga undan- komu.“ Mario Neves, aðstoðar- ritstjóri A Capital er alveg á sama máli: „Vér þurfum að fá útgefin prentfrelsislög, jafnvel þó að stöng væru, líkt og spönsku lögin. Hvaða lög sem er, eru betri en engin lög. Vér gerum oss fulla grein fyrir ábyrgð vorri,“ bætti hann við. HAFT er eftir háttsettum' embættismanni, að Caetano sé í þann veginn að leggja síð- ustu hönd á frumvarp að prent frelsislögum, sem veiti blöðum og útgefendum „aukinn rétt og aukna ábyrgð." Gert er ráð fyr- ir, að forsætisráðherrann leggi frumvarp að þessum lögum fyrir þjóðþingið. þegar það kemur saman í lok þessa mán- aðar. Gaetano forsætisráðherra hefur frá upphafi sýnt þess vott, að hann vildi bæta veru- lega samband ríkisstjórnarinn- ar og blaðanna. Forsætisráð- herrann gerði Upplýsinga- og ferðamáladeildina að sérstöku ráðuneyti é fyrsta ráðherra- fundi sínum. Hann kvaddi portúgalska blaðaútgefendur á sinn fund, skömmu eftir að hann tók við embætti. Þar hét hann þeim „meiri víðsýni" en áður í ritskoðuninni og verulega aukinni samvinnu af hálfu ríkisstjórnarinnar. Fjölmargt er þó enn á huldu í þessu sambandi. Ritskoðend- urnir eru mjög viðkvæmir fyrir umsögnum um málefni verka- manna, umkvartanir stjórnar- andstöðunnar og þó alveg sér- staklega fyrir öllum fregnum af styrjöldum Portúgala i Afríku. BREYTINGARNAR á portú- gölsku blöðunum eru naumast sýnilegar í augum aðkomu manna. En betta horfir allt öðru vísi við gagnvart portú- gölskum almenningi, og í hans augum hefir Caetano gert eins konar byltingu. Kunnug portúgalskur blaða maður sagði fyrir skömmu: „Vart verður alveg nýs anda í Portúgal. Ríkisstjórninni virð ist í fyrsta sinni vera annt um að réttlæta gerðir sínar í aug- um almennings." Geta má þess fyrst og fremst, að blöðunum hefur ver ið leyft að birta rökræður um vandamál, sem alla þjóðina varðar, eða „öngþveitið" í há- skólunum. Kunnir menntafröm uðir, sem hafa sumir gerzt ber- ir að andstöðu við ríkisstjórn- ina, hafa fundið opinberlega að vöntun hæfra háskólakenn- ara, lágum kennaralaunum, ó- nógum húsakosti skóla og ann- mörkum og vöntun í mennta- kerfinu í heild. MEÐAN hin stranga ritskoð un ríkisstjórnar Salazars var og hét var ekki unnt að ræða slík mál nema innan fjögurra veggja. Nú er hins vegar svo komið, að blaðið Diario da Manha, málgagn Þjóðfylkingar Salazars, hefur jafnvel stutt þessa hreyfingu og haldið uppi vörnum fyrir opinberar umræður, svo fremi þær séu lausar við alla lágkúru- Þá hefur einnig orðið vart við gagnrýni á ríkisstjórnina í portúgölskum blöðum, en þess hafa ekki fundizt dæmi undan- gengna áratugi. Ritskoðend- urnir gengu jafnvel svo langt, að leyfa Diario de Lisaboa að birta harðorða árás á ritskoð- unina sjálfa sem stofnun. Blað- ið birti yfirlýsingu Lyon de Castro bókaútgefanda, þar sem hann sakaði ríkisstjórnina um að „drottna yfir og hamla gegn“ skapartli hugsun í land- inu. „Vér útgefendur og lista- menn höfum margir hverjir týnt því niður að hugsa frjálst," sagði De Gastro. ■Mnmvr" '-=*■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.