Tíminn - 17.11.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.11.1968, Blaðsíða 7
6UNNUÖAGUR 17. nóvcmbci' 1968. TÍMINN 7 Frá Olympíuskák- mótinu í Lugano í i Olympiuskáfcniótinu í Lugano í Sviss er nú lokið og fer hér á eftir röðin í B-flokki úrslit- anna, sem íslenzka sveitin tefldi í: 1. Holland 33% v. 2. England 33 v. 3. Austurríki 30 ¥2 v. 4. ísrael 30 v. 5. Spiánn 28 V2 v. 6.-7. Kúiba og Sviss bæði 27 v. 8. ísland 26 v. 9. Finmland 24% v. 10. Sviiþjóð 22% v. 11. Brasilía 21% v. 12. Belgía 20% v. 13. Mongólía 20 v. 14. Skotland 19'/2 v. Eftir atvikum hlýtur það að teljast prýðilegur árangur hjá íslenzku sveitinni að hljóta 8. sætið, þegar þess er gætt, hversu þraubþjáifuðum og reyndum skákmönnum hinar þjóðimar í flokknum tefla fram. Munurinn á íslendingum og tveimur næstu þjóðum fyrir ofan er líka sáralitill og vissu- lega hefðu allir verið ánægðir með að sjá ísland í 6. sæti, sem var alls ekki svo fjarri þvi að vera staðreynd. Við skulum nú athuga, hvernig islenzku kempunum hefur reiit af í þessari hðrðu raun: L Ingi R. Jóhannsson tefldi 15 skákir og hlaut 8 vinninga eða 53,3%. 2. Guðmundur Sigurjónsson tefldi 15 skákir og hlaut 9 vinninga, eða 60%. 3. Bragi Kristjánsson tefldi 12 skákir og hlaut 6 vinninga, eða 50%. 4. Jón Kristinsson tefWi 15 skákir og hlaut 9% vinning, eða 63,3%. 5. Bjöm Þorsteinsson tefldi 12 skákir og hlaut 5% vinning, eða 45,8%. 6. Ingvar Ásmundsson tefldi 7 skákir og hlaut 4 vinninga, eða 57,1%. Eins og þetta yfirlit ber með sér skera þeir Guðmundur og Jón sig nokkuð úr, hvað vinn- ingsihluttfall snertir, en þegar þess er gætt, að Inga er fengið á hendur erfiðasta hlutverkið, hlýtur útkoman hjá honum að teljast vel sambærileg. Þessir þrír mynda líka kjölfestuna í sveitinni, tefla mest og hljóta flesta vinninga. Reyndar er árangur Ingvars einnig ágætur, en erfitt er að meta hann rétti- lega vegna þess hve fáar skák- ir Jngvar teflir. Ég ætla nú að birta hér nokkrar skákir, sem íslending- arnir tefldu á Olympíumótinu í Lugano. Verður fyrst fyrir valinu skák Guðmundar Sigur- jónssonar við hollenzká stór- meistarann Donner, en hún ber þess glöggt vitni, að Guðmund ur ræður yfir góðri tækni og kann að halda til haga þeim ávinningi, sem honum áskotn- azt. Hv.: Guðmundur Sigurjónsson. Sv.: Jan Heiii Donner. Kóngs-indversk byrjun. 1. Rf3, d5 2. g3, g6 3. Bg2, Bg7 4. 0-0, e5 5. d3, Re7 6. e4, 0-0 7. Rbd2, c5 (Skákin er nú komin út í þekkt afbrigði kóngsindverskrar varnar með þeirri breytingu þó, að hlut- verkaskipti hafa orðið með að- ilum. Hvítur er því leik á und- an miðað við venjulegt af- brigði.) 8. c3, Rbc6 9. a3, h6 (Svart- ur er undarlega rólegur í tíð- inni, þegar þess er gætt, að hvítur er einurn leik fyrri til, en venjulegt er í þessari stöðu. Öruggast var að leika hér 9. —, d4.) 10. b4, c4? (Svartur gerir ofsafengna tilraun til að hrifsa til sín frumkvæðið, en Guð- mundur lætur ekki villa sér sýn og hrindir atlögunnþ með nákvæmri taflmennsku. Á það er hins vegar að líta að svart- ur átti ekki góðra kosta völ.) 11. dxc4, dxe4 12. Rxe4, f5 (Nú reynir á hugkvæmni Guð- mundar. Ilvert á riddarinn að fara.) 13. Rd6. (Rétt. Aðrir leikir hefðu leitt til góðrar stöðu fyr- ir svart.) 13. —, e4. 14. Rel, Bxc3. 15. Bxh6. (Nú kemur í ljós einn aðal'kosturinn við 13. leik hvíts. Eftir 15. —, Bxal getur svartur ekki bjargað sér með því að leika 16. —, Hf7.) 15. —, Be6 16. Bxf8, Bxal 17. Dxal, Dxf8. 18. Rc2 (Mestu bardagamóð- únni héfur'"nú létt bg ljóst br? að hvítur stendur mun betur að vígi. Guðmundur á ekki í neinum vandræðum með að leiða skákina til sigurs.) 18. —, Rc8 (Það er skiljan- legt, að svartur vilji losa sig við hvita riddarann á d6. Gall- inn er bara sá, að hvítur þarf ekki að fara í mannakaup.) 19. Rxb7, Bxc4 20. Hcl, Rb6 21. Re3, Bb5 22. Hc5, Ba4. (Svartur er í hálfgerðum vand- ræðum með menn sína.) 23. Ra5, Rxa5 24. Hxa5, Bb3. 25. De5, Df7 26. h4! (Upphafið að endalokunum. Hv. splundr- ar nú peðastöðu svarts á kóngs vængnum.) 26. —, Rc4 27. Rxc4, Bxc4. 28. h5, Hd8 (Vinningurinn í skákinni e,r nú aðeins tækni- legt atriði fyrir hvít.) 29. hxg6, Dxg6 30. Dxf5, Dxf5 31. Hxf5, Hdlt 32. Kli2, Bd3 33. He5, Hd2 34.Bxe4, Bxe4 35. Hxe4, Hxf2t 36.Kh3, Ha2 37. He3, a6 38. Kg4, KÍ7 39. Kg5, Hal 40. g4, Ha2 41. Hc3, Hal 42. Kf5. Svartur gefst upp. Leiknum gegn Hollending- um lyktaði svo, að Hollending- ar hlutu 2V2 vinning gegn 1%. íslendingar mega vel við þessi úrslit una, því að Holllending- ar áttu efstu sveitina i B-flokki eins og að framan er rakið. Úrslitin hefðu jafnvel getað orðið hagstæðari, því að Bragi hafði á tímabili mjög hagstæða stöðu gegn Ree á 3. borði. Ilér fer á eftir skák úr við- ureigninni við ísraelsmenn. þar sem In.gi leggur að velli hinn þekkta skákmeistara Czérniák. Skáki.n talar sínu máli um góðan „positionellan“ skilning Inga. Hv.: Czerniak. Sv.: Ingi R. Jóhannsson. Alekhines-vörn l.e4, Rf6 2. e5, Rd5 3. b3, g6 4. Bb2, Bg7 5. Rf3, 0-0 6. c4, RbO 7. Rc3, dO 8. exd6, exd6 9. d4, Bg4 10. Be2, Rc6 11. 0-0? Hvítur á eftir að iðrast þessa leiks mjög. Betra var 11. d5.) 11. —, Bxf3 12. Bxf3, Rxd4 13. Bxb7, Hb8 14. Ba6. (Nauð- synlegur leikur til að koma í veg fyrir —, Rxc4. Biskupinn stendur að sjálfsögðu mjög af- káralega á a6.) 14. —, c6 15. Dd2, Dh4 16. Hael, Hfe8 17. Dd3, Rd7 18. Ra4, Re5 19. Ddl, Rg4 20. h3, HxH 21. DxH, Re5 (Svörtu riddararnir eru nú orðnir mjög ógnandi og varla fer hjá því, að hvíta staðan fafi að gefa.) 22. De3, Rf5 23. Dxa7, He8 24. f4, Rd3 25. Bxg7, Kxg7 26. c5, Rxf4 27. cxd6, Dg3 (27. —, Rxih3t var einnig afgerandi leið, eins og menn geta fljót- lega sannfært sig um.) 28. Hxf4, Dxf4 (Staða hvíts er nú algjörlega vonlaus og hann gæti gefizt upp með góðri samvizku.) 29. Df2, Dxd6 30. Bc4, Ddlt 31. Kh2, Hel 32. g4, Dd6t 33. Kg2, Re3t 34. Kf3, Df6t 35. Kg3, De5 36. Kf3, Rxc4 37. bxc4, De4t 38. Kg3, He3t Hvít- ur gafst upp. Viðureigninni við ísraels- menn lyktaði með jafntefli 2 vinningum gegn 2. Guðmundur gerði jafntefli við Porath á 2. borði, Jón tapaði fyrir Kraid- mann á 3. borði, og Björn gerði jafntefli við Kagau á 4. borði. Tap Jóns gegn Kraidmann var fyrsta tapskák hans í mótinu, en eins og kunnugt er, tapaði hann aðeins tveimur skákum. Friðrik Ólafsson. Peningar setja alls staðar strik í reikninginn, meira að segja í íþróttum áhugamanna. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að íslenzk íþróttahreyf- ing á við mikla fjárhagsörðug leika að etja, örðugleika, seni hamla gegn eðlilegum vexti og viðgangi íþróttanna. Þetta er gömul saga og ný íþróttasam bandi íslands hefur orðið nokk uð ágengt hin síðari ár í fjár- öflun, en það þarf marga munna að fæða, svo að styrkurinn til tverrar einstakrar íþróttagrein ar verður næsta Iítill. Jafnvel sú íþróttagrein, sem mesta tekjumöguleika hefur, knattspyrnuíþróttin, berst í bökkum. Á sama tíma og a! menningur krefst betri knatt- spyrnu, verður að hafa í huga, að án fjármagns er lítið hægt að aðhafast. Það kostar pemaga að starfrækja knattspyrnufélög in og það kostar peninga að byggja knattspyrnuvelli. Og jafnvel þótt knattspyrnuhreyf- ingin njóti stuðnings ýmissa að- ila, aðallega bæjarfélaganna, þá er sá stuðningur svo lítill í siáifu sér, að hann hefur engín úrslitaáhrif. En þarf íþróttagrein eins og knattspyrnan að vera þurfaling uú? Þegar haft er í huga, hve mikilla vinsælda knattspyrnan nýtur, þá verður svarið neit- andi. Að sjálfsögðu þarf knatt- spyrnan á styrkjum hins opin- bera að halda, en engu að síð- ur ætti hún að geta staðið meira undir sér sjálf. Hvar- vetna annars staðar, hvort sem það er í löndum áhugaknatt- spyrnumanna eða atvinnuknatt- spyrnumanna, er knattspyrnu- hreyfingin voldug og sterk fjár hagslega, enda tiltölulega auð- velt að afla peninga á knatt- spyrnu, ef haldið er rétt á spii unum. Það er því spurning, hvort yfirstjórn knattspyrnumála hér á landi hefur haldið nógu vel á spilunum. Það hefui hún ekki gert. þó að öllum sé ljóst, að lífsspursmál sé að finna fastan og nokkuð öruggan tekjustofn- Nei, það er flotið sofandi að feigðarósi og látið nægja að samþykkja tillögur á ársþing- um KSÍ, en síðan ekkert að hafzt. í þessu sambandi nægir að minna á getraunastarfsem ina. Þaðvantar ekki, að sam þykktar hafi verið margar til- lögur um þetta efni. Bæði hef- ur verið skoráð á stjórn KSÍ — og stjórn KSÍ stundum skor- að á sjálfa sig — að aðhafast eitthvað í málinu, en ekkert skeður. Það skal viðurkennt, að ýmis ljón eru á veginum. — íþróttanefnd ríkisins, undir stjórn íþróttafultlrúa, er mcð nefið niðri í þessu máli og er með skrýtnar hugmyndir um framkvæmd málsins. Til að mynda eru uppi raddir um það, að hagnaður af getraunastarf- semi eigi að renna til allra íþróttagreina eins og tíðkast á sumum Norðurlöndunum, en þar er getraunastarfsemi mjög arðbært fyrirtæki. En slíkt má ekki ske hér, a.m.k. ekki í byrjun. Knatt- Nltn. Jín Jfinnaon Bum’i*/ WohmitirnpTon 1 Cí.M»»» __ Sotrthiimplon 1 Covonlry CJt/ — l**tiUnh*J 1 Cv»it ?f» - Qimeni Plt R»r>3»r» * 1 M»’cS»»t»* UnH*d - lp»*1ch Town y N»wr»iM» UnHwJ - M»nnH»»l»r Clly 1 N?ninjh»m fomrt - Ar»»n»l I W*Jn»»<1»/ - LHmrpool X Ton*Vi»m H?T»? Jr — Bond»i»nd z W»H BorrmJ-A A,l*4>n — 6l?i» C«y r W»«1 K».t. tlVWJ - i»i-»«>»• c*v X PMMttflfMMillll. S* hMur »«'Vl rfr.a. to' vtnWnJ 11 to'hlr r»Ttlr p*-( 10OX 10 to'hlr rtnir pr-» U tolVXr r»U!r p»-» $ox fjr o • Inr V»« fltlrl *n •'m m*1 »»m» t»'V|»»iV1» r»n»n v»r«jr vlnnlnj *»?> rrllll þ»’rr» Slíkir getraunaseðlar eru í umferð bjá mörgum fyrirtækj- um í borginni. spyrnan á heimtingu á að fá hagnað af getraunastarfsemi (í knattspyrnu) óskiptan. Knatt- spyrnan þarf á fjármagni að halda til að byggja starfsemi sína upp — og með tilliti til þess, að hér er um langvinsæl- ustu íþróttagrein á íslandi að ræða, á slík krafa rétt á sér. Síðar getur komið að því, að getraunastarfsemi í knattspyrnu rétti öðrum íþrót.tagreinum h.iálparhönd Efist einhver um það, að hægt sé að reka getraunastarf- semi á íslandi með hagnaði, er nægilegt að benda ó' að hjá ýmsum stórfyrirtækjum í Reykjavik er rekin getrauna- starfsemi í sambandi við enska knattspyrnu. Hundruð ef ekki þúsundir manna taka þátt í slíkri getraunastarfsemi um hverja helgi. Og á sama tíma aöhefst íþróttaforystan ekkert. Þetta kallar maður að nenna ckki að tína peninga upp af uirð/mni Það er vissulega kominn tími til, að knattspyrnuforystan taki af skarið og geri eitthvað í mál inu. Og það getur hún. ef hún er viliaföst og ákveðin. Það er með öllu óþoiandi, að tekju lind eins og getraunastarfsemi sé ónýtt á sama tíma og knatt spyrnuhreyfingin á við mikla fjárhagsörðugleika að stríða. — alf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.