Tíminn - 17.11.1968, Blaðsíða 16
SJ-Reykjavík,
f rigningunni nú á fimmtudagimi leit ung stúlka inn á ritstjórnina hjá okkur. Hún
var klædd brúnni, stuttri leðurkápu í síðri, brúnni prjónapeysu með belti og brúnu
pilsi og hin frjálslegasta í fasi. Þetta var Shady Owens. Margir kannast orðið við
þessa ungu stúlku, þótt ekki sé enn liðið eitt ár síðan hún fór að syngja með vinsæl-
um íslenzkum dægurhljómsveitum. Hún kvað líka syngja betur en sjálfur páfinn,
og þá vekur erlent nafn hennar forvitni margra. Fólk spyr, hvort hún sé íslenzk
eða bandarísk, eða kannski vestur-íslenzk, þessi unga söngkona.
í lok mánaðarins er væntan
leg á markaðinn 12 laga hæg
geng hljómplata, þar sem
Shady syngur nokkur lög með
Hljómum, en hún hefur sung
ið með þeirri hljómsveit síðan
í ágúst í sumar. Sex íslenzk
lög eftir Gunnar Þórðarson,
hljómsveitarstjóra Hljóma, eru
á plötunni, sum í þjóðlagastíl,
og sex erlend, öll með íslenzk
um textum, þ.á.m. eitt eftirlæt
islag Shady, Windows of the
World, sem Dionne Warwick
Ihefur sungið. Segir Shady, að
lögin á plötunni séu mjög fjöl
breytt, bæði róleg lög, beat
lög o.fl. Platan var tekin upp
í London og mjög til hennar
vandað í hvívetna, enda mun
hún eflaust kosta á fimmta
hundrað krónur, nú að afstað
inni gengisfellingu.
Við gripum sem sagt tæki
færið að svala forvitni okkar,
þegar Shady rak á okkar fjör
ur, og tókum hana tali.
Shady heitir fullu nafni
Patricia Gail Owens og á ís
lenzka móður, en bandarískan
föður. Hún fæddist í Banda
ríkjunum 16. júlí 1949 og hef
ur alið þar mestan sinn aldur,
einkum í St. Louis, Missouri.
Hún kom fyrst til íslands 1956
í heimsókn, en síðan kom hún
affcur 1962 og var þá hér í tvö
og hálft ár og stundaði nám
í Gagnfræðaskóla Kópavogs.
Þar féll henni vel, nema að
því leyti, að námið gekk ekki
sem bezt, enda kunni hún
ekkert í íslenzku, þegar hún
kom.
Ætlaði að iæra sálfræði
Shady fór því aftur til Banda
ríkjanna og lauk námi við
ragnfræðaskóla í St. Louis. Þar
var námið að ýmsu leyti val
Ifrjálst og svara gagnfræðaskól
ar í Bandaríkjunum raunar til
gagnfræðaskóla og tveggja ára
í menntaskóla hér. Shady var
byrjuð að læra svolítið í sál
fræði og hafði áhuga á að
stunda framhaldsnám í þeirri
grein eða annað svipað nám,
verða félagsráðgjafi eða eitt
hvað þess háttar. Þá segist
hún einnig hafa haft áhuga á
að starfa með friðarsveitum
hjá frumstæðum eða vanþró
uðum þjóðum.
En margt fer öðruvísi en
ætlað er. Shady kom hingað í
þriðja sinn í júní 1967 og ætl
aði að vera hér í eitt ár eða
svo hjá móður sinni og stjúpa,
sem búa á Keflavíkurflugvelli,
og ætlaði hún að vinna á skrif
stofu. Síðan var ætlunin að
fara aftur til Bandaríkjanna
og halda áfram námi. En áð
ur en árið var liðið, setti söng
urinn strik í reikninginn, og
enn er Shady ófarin-
Shady kom fyrst fram, þeg
ar hún var 16 ára og söng þá
ásamt pilti, sem lék undir á
gítar sem skemmtiatriði í hléi
á íþróttakappleik. Þau sungu
einnig á skólaskemmtun og þá
lög eftir Sonny og Cher — og
af því hlaut hún gælunafnið.
en þau voru kölluð Sonny og
Shady eftir það. Síðan söng
Shady með nokkrum hljóm-
sveitum vestra og kom einnig
fram á veitingahúsum og söng
þá einkum þjóðlög og þess
háttar.
Söng með Óðmönnum á
annan í jólum.
— Hvenær söngstu fyrst op
inberlega hér á íslandi, Shady?
— Ég kom fyrst fram með
hljómsveitinni Óðmenn í Ungó
í Keflavík á annan í jólum í
fyrra. Þá söng ég aðeins nokk
ur lög, í fyrstu kom ég aðeins
fram einu sinni á kvöldi sem
skemmtiatriði, en svo í febrú
ar varð ég föst söngkona með
hljómsveitinni.
— Hvernig gekk og hvernig
voru viðtökurnar í fyrsta sinn,
sem þú söngst með Óðmönn
um?
— Það var svo margt fólk
og góð stemning, og allt gekk
svo vel. Ég var mjög ánægð.
þetta var ofsalega gaman.
— Hvaða lög söngstu?
— T.d. Always something
there to remind me, Heatwave
og Anyone who had a heart.
Þetta eru lög, sem Sandy Show
og Cilla Black hafa gert þekkt.
Síðan söng ég aftur á gamlárs
kvöld i Ungó. Það gekk líka
ágætlega.
— Ertu ekkert taugaóstyrk?
— Nei, nei, svolítið hrædd,
kannski. Ég verð alltaf tauga
óstyrk á að bíða eftir að koma
fram. En þegar ég er alltaf á
sviðinu, finn ég ekkert til þess.
— Samstarfið við Óðmenn?
— Alveg prýðilegt, þetta
eru góðir strákar, ég sakna
þeirra allra, sérstaklega Péturs
Östlund, það var svo margt af
honum að læra. Annars var
þetta ofsalega erfitt, sérstak
lega meðan ég vann á skrif
stofunni. Ég fór að vinna í
Navy Exehange á Keflavíkur
flugvelli haustið ‘67,_ en svo
hætti ég því í apríl. Ég er oft
ekki komin heim fyrr en seint
á nóttunni og svo æfum við
allan liðlangan daginn, þá daga
sem við spilum ekki.
— Hvar æfið þið?
— í Stapa í Keflavík.
— Hvað spilið þið oft í viku
á dansleikjum?
— Næstum á hverju kvöldi,
alltaf fimm kvöld í viku.
— Hvernig kanntu við fé
laga þína í Hljómum?
— Mjög vel alla saman. Ég
er sérstaklega hrifin af Gunn
ari (Þórðarsyni), hann er svo
góður og rólegur. Hann er svo
músíkalskur og ég hef margt
af honum lært og hann er
alltaf jafn þolinmóður.
Bítlagæjar eru frjálsari
en aðrir strákar.
— Kýst þú t'remur að karl
menn ‘eða ungir piltar séu síð
hærðir og í kæruleysislegum
skraut'klæðum, en að þeir
klæði sig og klippi hár sitt á
þennan gamla og borgaralega
hátt?
— Ég tek ekki eftir útliti
fóíks, ef mér fellur við það
sem einstaklinga. Annars
finnst mér bítlagæjarnir ofsa
Framhald & 15. síðu
Shady Owens syngur í innlifunarstíl (Tímam.
■Gunnar).
251.
BS!