Tíminn - 23.11.1968, Qupperneq 5

Tíminn - 23.11.1968, Qupperneq 5
 Föstudaginn 29. nóv. kl. 21.15 flytur sjónvarpið þáttinn VIRGINÍUMAÐURINN. James Drury og Sara Lane. [hafi þáttarins er spjallað við þá báða. Munu sjónvarpsáihorfendur væntanlega hafa mikinn áhuga á þessum þætti, þar sem íslendingar hafa mikið dálæti á Askenazy, jafn vel enn meira en nágrannaþjóðirn ar. Að þessum þætti loknum hefst nýtt firamhaldsleikrit fyrir sjón varp, og nefnist „Afglapinn“, en þættirnir eru fimm. Eru þættir þeasir byggðir á hinni heimsfrægu sögu Fyodor Dostójevskýs. Dostójevský var sem kunnugt er einn af mestu skáldjöfrum Rússlands á siðustu öld. Hann fæddist í fátækt árið 1821, lifði sórlega stoirmasömu lífi bæði í Rússlandi, og um langan tíma í eins'kionar útlegð í Frakklandi, ítal íu og Þýzkalandi. Hann tók mikinn þátt í stjórnmálum samtíðarinnar og skiáldsögur hans, sem eru fjöl- margar og misjafnar, eru alltaf öðrum þræði innlegg 1 pólitíska baráttu og mótsetningar samtíma skáldsins, sem andaðist 1872. Skáldsagan „Afglapinn“ kom út árið 1868, og er atburðarik auk þess sem hún lýsir mótsetningun um, sem felast annars vegar í mannleigum ástríðum og hins veg ar í hinni fullkomnu góðvild. Höf uðpersóna sögunnar er Myshkin prins, sem kallaður er afglapinn, og dregur sagan nafn sitt þar af. En persónur sögunnar eru fjöl margar, eins og títt er um rússn esk s'kiáldverk, og örlög þeirra mismunandi en yfirleitt dramatísk. Munu margir vissulega bíða þessa framhaldsleik'rits með eftirvænt- ingu, og það með réttu. Eftir fréttiir á mánudaginn er 25 mínútna skemmtiþáttur „Hljóma“, hljómsveitarinnar frá Keflavík, og söngkonunnar Shadie Owens. Siðan er Saga Forsyteætt arinnar, en að henni lokinni er mynd um innrásina í Tékkóslóva kíu. Þessi mynd fjallar um atburði innrásardaginn í Slóvakíu, og var henni smyglað út úr landinu. Verð ur fróðlegt að sjá þessa að því er virðist athygli’sverðu heimildar mynd. Með aðalhlutverkin fara Lee Cubb, Er sýndur hefur verið an-nar þátt urinn um „Leitina að Ha-rry á þriðjudagskvöldið, er rúmlega klukkustundar þáttur um geimferð ir Rússa, en þeir hafa verið að skjóta upp hve-rju geimfarinu á fætur öðru undanfarna daga. Þar sem lítið hefur verið um fréttir af geimferðum Rússa, er tímabært að við fáum að kynnast nánar geimrannsóknum fyrir austan járntjaldi og þeim mönnum, sem þar standa á bak við. Á miðvikudagskvöldið kl. 20. 55 verður sýnd bandarisk kvik mynd með Ritu Hayworth og Glenn Ford í aðalhlutverkum, en það ætti að tryggja skemmtilega mynd. Á föstudagskvöldið mun Lúðra sveit Reykjavíkur leika nokkur lög, meðal annars úr kvikmyndinni „Tónaflóð“, sem náð hefur mikl- um vinsældum víða um lönd. Síð an er kvikmynd um listamanninn Victor Pasmore, og verk hans. Er rakin þróun listamannsins frá natúralisma til abstraktlistar. — A.K.B.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.