Tíminn - 26.11.1968, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.11.1968, Blaðsíða 12
12 ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. nóvember 1968. Ársþmg Knattspyrnusambands íslands: Albert formaður KSÍ Árið 1968 var að mörgu leyti merkilegt og viðburðaríkt knattspyrnuár. Alf-Reykjavík. — Albert Guð- mundsson var kjörinn formaður Knattspymusambands íslands á ársþingi sambandsins á sunnudag- inn í stað Björgvins Schram, sem baðst undan endurkosningu, en Björgvin hefur verið formaður KSÍ s.l. 14 ár. Auk Alberts var Ingvar N. Pálsson, varaformaður KSÍ, í framboði við formannskjör. Illaut Ingvar 30 atkvæði, en Albert 72. Ávarpaði Albert þingheim í lok þingsins og þakkaði það traust, sem sér hefði verið sýnt. Hann sagði enn fremur, að tíminn myndi leiða í ljós, hvort fulltrú- ar hefðu valið rétt. Einnig þakk- aði Albert Björgvini Schram fyrir giftudrjúg störf í þágu KSÍ. Ragnar Lárusson, Helgi V. Jóns son og Sveinn Zöega voru allir endurkjömir í stjómina, en fyrir í stjórninni voru Ingvar N. Páls- son Jóh;^Wagúússón .pg Hafsteinn Guðmunusspn, en.þc\r vprú, k|öm ir til tveggja árá á síðasta árs- þingi. Skýrsla stjórnarinnar bar tneð sér, að vel íhefur verið unnið að málefnum knattspyrnunnar á þessu ári. Er áxið 1968 að mörgu leyti merkilegt knattspyrnuár, sér staklega vegna unglingastarfsins, en á árinu var haMið vel'heppnað Norðurlandamót unglinga í knatt spyrnu, þar sem ísland náði 2. sæti. Einnig má minna á prýðilega frammistöðu í Evrópubikarkeppn inni. Jafntefli Vals við Benfioa og ágæt frammistaða KR-inga gegn grísku meisturunum. Starfsemi KSÍ v/tr margháttuð og er þetta eitt athafnasamasta ár í langan tíma, þótt auðvitað megi að mörgu finna. Meðal nýjunga, sem stjórn KSÍ beytti sér fyrir á árinu var útgáfa fréttablaðs, sem mæltist mjög vel fyrir. Stj'órnin hefur unnið að undirbúningi fyrsta íslandsmóts í knattspyrnu innanhúss og eru allar horfur á því, að það mót fari fram í vetur. Talsverðar umræður voru á þinginu. Samþykkt var tillaga frá mffliþinganefnd um skipulags- breytingar á starfsemi KSÍ. í till ögum er gert náð fyrir nánara samstarfi milli stjórnar KSÍ og hinna ýmsu nefnda, sem starfa á vegum hennar. M.a. munu for- menn nefnda sitja annan hvern stjórnarfund og hafa þá tillögu- rétt. Aliar nefndar eiga að gera starfsiáætlun í byrjun starfsárs. Hver nefnd verður skipuð 3 mönn um nema landsliðsnefnd _ eftir, nánari ákvörðún stjórnar KSI. Get | ur stjórnin því alveg eins falið j einum manni að annast um mál- efni landsliðsins. Talsverðar umræður voru á þinginu um tillögu, sem gerði ráð fyrir því, að frekari^ fjölgun liða í 1. deild yrði frestað. Sýndist mönnum sitt hvað um það efni, en að lokum var tillagan felid og verð ur því stigið til fulls það skref að fjölga liðunum í 8. í þessu sam- bandi er rétt að geta þess, að sam j þykkt var tfflaga um breytt fyrir- j komulag á fjölguninni. Á þessu ári voru tvö efstu liðin í 2. deild og neðsta liðið í 1. deild látin leika í 3ja liða keppni um þap tvö sæti, er losnuðu í deiMinni. Þessu var breytt á þinginu þannig, að að neðsta liðið í 1. deild verður látið leika gegn því liði, sem bíð- ur lægri hlut í úrslitaleik 2. deiM ar. Fer liðið, sem sigrar í þeirri viðureign upp í 1. deiM ásamt lið Framhald á bls. 14 i Ragnar Lárusson, gjaldkeri KSI, færir Björgvin Scjiram hina veglegu styttu, si og stjórnarmenn KSÍ; gáfu saméiginlega. Til nægri. sést hinn hýkjörni form. KSÍ, vel tiimin störf Fáir eða engir hafa þjónað knattspyrnuíþróttinni hér á landi af meiri samvizkusemi og dugnaði en Björgvin Schram, fráfarandi formaður KSÍ, en hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs vegna anna á öðrum vettvangi félagsmála. Björgvxn hefur verið í eldlín- unni í áratugi, stjórnarmaður KSÍ frá upphafi og formaður sambandsins s.l. 14 ár. En enda þótt hann láti af störfum sem formaður nú, þá á knattspyrnan ávallt hauk í horni, þar sem Björgvin er. Sem formaður hefur Björg- vin unnið merkilegt starf, sér- staklega í samskiptum.Mð aðr- ar knattspyi-nuþjóðir. Að sjálf- sögðu hlýtur ávallt að standa nokkur styr um mann, sem gegnir jafn vandasömu og erf- iðu starfi sem formannsstaða KSÍ er, en það duldist aldrei neinum, að mikilhæfur knatt- spyrnulciðtogi var við stjórn- völinn. Fyrir hin miklu störf í þágu knattspyrnuíþróttai’innar var Björgvin ákaft hylltur á árs þinginu um helgina. Knatt- spyrnuráð Reykjavíkur sæmdi hann gullmerki sínu og knatt- spyrnufélög i Reykjavík og víðs vegar að af landinu, svö og stjórnarmenn KSÍ, færðu hon- um forkunnarfagra styttu að gjöf í þakklætisskyni. fsfirð- ingar færðu honum og sérstaka gjöf. Sá, sem þessar línur skrifar, vill við þetta tækifæri, færa Björgvin Schram þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Störf hans í þágu ís- lenzkra knattspyrnumála verða seint fullþökkuð. — alf. KR reyndi að svæfa Hauka - Fram gekk illa með ÍR í byrjun í 2. deild sigraoi Þróttur Keflavík og Víkingur sigraði Ármann. KLP-Reykjavík, — íslandsmót- inu í handknattleik var haldið áfram s.l. sunnudag. í 1. deild sigraði Fram ÍR með 25:18 og Haukar sigruðu KR með 15:13. í 2. deild sigraði Þróttur Keflavík auðveldlega 27:15 og Víkingur sigraði Ármann 26:17. KR reyndi svæfingaraðferðina gegn Haukum. KR-ingar reyndu að svæfa Haukana með rólegu spili og ekki er ólíklegt, að þessi leikaðferð hefði fært KR sigur, hefði ekki vantað tvo þýðingarmikla leik- menn, Hilmar Björnsson (lands- liðsþjálfarann) og Karl Jóhanns- son, en báðir þessir leikmenn voru settir út úr liðinu vegna lélegrar æfingasóknar. Hilmar hefur verið uptekinn við að þjálfa landsliðjð og Víking. Þá þykir stjórnendum KR sem Karl hafi einleikið helzt til of mikið í síðustu leikjum liðs ins á kostnað heildarinnar. Framan af var um jafna bar- áttu að ræða, en annars var leik- um miðjan síðari hálfleik vökn- uðu Haukar af værum blundi og juku forskotið í 15:9. KR-ingar söxuðu á þetta forskot undir lokin og lauk leiknum 15:13. Hauka-liðið var ekki sannfær- andi í þessum ^leik, leiddist sýni lega biðin eftir knettinum óg skaut í trána og ótíma. Markvarð- arleysi háir liðinu, en það er ekki svipur hjá sjón án Loga Kristjáns sonar. Beztu menn liðsins voru Ólafur, Sturla, Gunnar og Stefán Jónsson. KR-ingar verða að gera betur, ef þeir ætla að halda sæti sínu í deildinni. Það dugir ekki að leika rólega og yfirvegað, ef ekki fylgja skot, þegar vörn mótherjanna opn ast greinilega. Eini ljósi pun'ktur- inn í liðinu var markvörðurinn, Emil 'Karlsson, sem varði m.a. 3 vítaköst. Góður endasprettur færði Fram sigur. Það var harla lítill munur á liði íslandsmeistara Fram og nýlið- anna ÍR a.m.k. framan af. Fram. urinn mjög leiðinlegur. f hálfleik sem lék án landsþðsmannanna stóðu leikar' 7:6 Haukum í vil, en 1 Ingólfs og Björgvins lék án nokk- urs meistarasvips. Gylfi Jóhannes- son og Guðjón Jónsson gerðu mörg ljót mistök í byrjun og máttu Framarar þakka fyrir, að ÍR-ingar skyldu ekki skjóta þá í bólakaf í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik yar 10:9 ÍR í vil. f byrjun síðari hálfleiks hélzt leikurinn jafn, en þegar líða tók á hálfleikinn tóku Framarar loks ins við sér og sýndu frábæran sóknarleik, auk þess, sem vörnin þéttist og markvarzlan var góð. Urðu lokatölur 25:18. Fram teflýli einum nýliða fram, Ingvari Bjarnasyni, kornungum leikmanni, enn einn sólargeislinn í handknattleiknum, góður og hug myndaríkur sóknarieikmaður og traustur í vörn. Arnar Guðlaugss. átti nú einn sinn bezta leik ásamt Sigurði E. og Sigurbergi. Maður freistast til að álíta, að úthaldið _sé ekki nógu gott hjá ÍR ingum. Ásgeir Elíasson og Þórar- inn Tyrfingsson voru einna at kvæðamestir, en illa var farið með góðan kraft þar sem Ágúst Svav- arsson er, en þessi örvhenti risi var allt of lítið inn á. Isl. ungl- sem knattspyrnufélögin Albert Guðmundsson. inu stendur Ameríkuferð ti! boða Alf.—Reykjavík. — ís- lenzka unglingalandsliðinu í knattspyrnu, hinu sama og hlaut 2. sæti í Norðurlanda- mótinu s.l. sumar, stendur til boða að fara til Banda- ríkjanna á næsta ári og leika þar nokkra leiki. Fékk íþróttasíðan upplýsingar um þetta hjá Árna Ágústssyni, formanni Unglinganefndar KSÍ, sem hefur haft með þetta mál að gera. Barst bréf í gær frá bandarísku atvinnuknatt- spyrnufélagi, þar sem það býðst til að taka á móti ís- lenzka unglingalandsliðinu og sjá um alla fyrirgreiðslu í Bandaríkjunum. Er ráð- gert, að liðið verði rúma viku ytra, eða frá 23. sept. til 2. október 1969, og búi íslenzku piltarnir í skólum eða á einkaheimilum. Þá upplýsti Árni, að þetta bandaríska félag myndi senda lið til keppni í Ey- rópu næsta sumar og er áætlað, að það komi við hér Framhald á bls. 14 Orn Fiðsson örn Eiðs- son for- ^ maður FRÍ Fjármálin voru mikið rædd á ársþingi Frjálsíþróttasamfoands fs lands, en sambandið á við no'kkra fjárhagsörðugleika að etja. Björn Vilmundarson, formaður FRÍ und anfarin ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Örn Eiðsson einróma kjörinn formaður í hans stað, Voru Birni þökkuð vel unn- in störf í þágu sambandsins. Stj órn FRÍ eri nú þannig skip- uð: Örn EiðssOn, formaður. Með- stjórncndur: Svavar Markússon, Finnbjörn Þorvaldsson, Snæbjöm Jónsson, Tómas Jónsson, Sigurður Helgason, form. útbreiðslunefnd- ar og Sigurður Björnsson, form. laganefndar. Nánar síðar. rrrtWBíamTfltti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.