Tíminn - 28.11.1968, Side 5

Tíminn - 28.11.1968, Side 5
FIMMTUDAGUR 28. nóvember 1968. TIMINN Tékkóslóvakía — Júgóslavía — Island. .JJ'ávís kona“ s'krifar: „Mikið hefur verið rætt og ritað um Tékkóslóvakíu og inn. rásina þar undanfarið, og hef ur þjóð vor sýnt mikinn ein- hug otg skilning á þeim mál- um. Má með sanni segja, að við séum nokkru fróðari um þróunina í suðurhlut^ álfunnar eftir en áður. Ég las í>&5 í Morgunblaðinu 23. okt. s.l., að Tékkóslóvakía hefði ætlað að feta í fótspor Júgóslavíu með uppbygigingu efnahagskerfis lands síns í sumar, en í Júgó- slavíu ráikti heppileg blanda kommúnisma og kapitalisma og hefði hagvöxtur aukizt þar jafnt og stöðugt um 5% á ári undanfarið. Ég hef alltaf haft mikla trú á Júgóslövum, allt frá því að ég á æsfcuárum fylgd ist af áhuga með baráttu skæruiiðanna þar gegn hersveit um Hitlers og mér þótti trú- legt að þeir væru manna Uk- legastir til að skapa fyrirmynd arþj óðfélag í landi sínu. Vonbrigði. Kvikmynd, sem sýnd var hér í sjónvarpinu olli mér því mik- illa vonbrigða. Þar var sagt, að Júgóslóvakía hefði hætt við þjóðnýtingu af því hún hefði etoki toæft þjóðinni. Mig minn ir að það væri af því að gull- forði landsins var á striðsárun- um geymdur í Bandaríkjunum og það stoilyrði fylgdi heim- fl-utningi hans að hætt yrði við þjóðnýtingu í bráð. Þá kom ftam í sjónvarpsþættinum að verksmiðjur eru reknar með hlutafélagsfyrirkomuilagi, þar sem verkafólk er að vísu hlut- hafar, en hið sama tíðkast í Vestur-Þýzkalandi án þess að það sé á nokkurn toátt bendlað við sósíalisma. Enn fremur, Júgóslavía felildi gengið fyrir þi-emur árum. Síðan er dýrtíð og nokkurt atvinnuleysi í land inu. Landbúnaðarhéruðin eru fátæk og landibúnaðurinn er að mestu leyti rekinn af smábænd um. f suðurhéruðum Júgó- slavíu er 14 hluti íbúanna hvorki læs né skrifandi. Að iokum er talsvert um erlenda fjárfestingu í landinu þó að vísu séu þau ákvæði, að slífc fyrirtæki skuli jafnan vera að meira en helming í eign inn- lendra aðila, það gildir þó ekki um gistihús. Þetta finnst mér nú kapital- ismi, og toann vondur. Til þess að finna þjóðfélag þar sem % hl. íbúa er hvorki læs né storif andi þarf áreiðanlega að leita a.m.k. til Spánar og Suður- Amerítou, svo mér finnst Téfck ar hafi verið seinheppnir í val- inu ef þeir hafa valið þetta land sem fyrirmynd að hag- kerfi sínu í framtíðinni. Það afsakar þó á engan hátt innrás Rússa í sumar, því að ef Tékk ar vildu breyta vondum sósíal isma í vondan kapitalisma þá átti það að vera þeirra mái og þeirra einna. Uppbvgging íslands. En væiri nú efcki tímabært, einmitt núna, þegar allir hafa Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur almenn- an félagsfund laugardaginn 30. nóvember n.k. kl. 14 í TjarnarbúS (niðri). Dagskrá: 1. Uppsögn samninga 2. Kaup á félagsheimili. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. BAZAR Kvennadeildar Styrktarfélags fatlaðra og lamaðra verður haldinn laugardaginn 30. nóvember kl. 14, að Háaleitisbraut 13. Margir eigulegir munir. Fatnaður: Kjólar, kápur, slár á börn og fullorðna. Skór í úrvali. Jólavarningur: kökur o.m.fl. Lukku- pokar. Skyndihappdrætti. Allt ódýrt. Ath. Safamýrarstrætisvagninn stoppar við húsið. Stjórnin. srtúið baki við Rússum og öll- um þeirra fylgifiskum (og þeir mest, sem mest dáðu þá áður fyrr) að fara að gera sér grein fyrir uppbyggingu fslands. Væri ekki tiilvalið að sú upp- bygging yrði á grundvelli sam vinnuihreyfingarinnar, þar sem reynt yrði að byggja upp ís- lenzka atvinnuvegi í formi ein- hvers konar samvinnufélags- sfcapar og öllu erlendu fjár- magni yrði hafnað. Gætum við ekki margt lært af ísrael í þeim efnum. Við híðum eftir einhverju frumfcvæði stjórn- málaflokkanna og helzt þess floikks sem er up-pbyggður á samvinnuhreyfingunni. Andlegt skolp. Þá er bréf frá „Norðurbúa": „Nú er nokkuð rætt um klám myndir og hvort þær eigi rétt á sér. Tilefnið eru þær bersöglu myndir, sem sýndar hafa verið undanfarið, oig svo stuttur fcafli í hernámsmyndinni. List er þáttur menningar og hlýtur að vera eðlilegt, að hún dafni og þróist, þar sem menn ing ryður sér til rúms og lifir. En þegar listin fer að grafa undan menningunni, er hætta á ferðum. Menning er af sama stofni og maður. Menning, sé hún sönn, eflir manninn, styrfc ir hann, gerir hann hæfari til lífsins. Það þyfcir sjálfsagt að byrgja skolpleiðslur, af því að þær skapa hættu fyrir heiisu manna. Gilti einu, þótt Skolp- leiðslurnar vær-u úr gulli eða silfri. Klámmyndirnar eru eins og skolp í andiegu tilliti. Menn eru misjafnlega sterkir gagn- vart raunverulegum bakterí- um, og þannig er auðvitað líka í andlegu tilliti. Samt eru menn yfirleitt á einu móli um, að við því, sem gerir menn óhæf- ari tii lífsins, beri að setja skorður. Klámið er kiám, þótt það sé klætt í „Iist“. Áhrif á unglinga. Ungling-urinn, sem fær hálf- gert sjofck, þegar djarfar mynd ir birtast á tjaldinu, er e-kki sami maður á eftir. Stundum „grær“ seint eða aldrei u-m heilt. Hann viil m-eira, og hann vill helzt prófa sjálfur. — Við höfum trú á æskunni. En þó nokk-ur hl-uti hennar er rót- laus. Ein orsök þess er sú, að hún leyfir sér of mikið, hún lætur undan tilíhneigingum, sem hún veit innst inni, að hún á að hemja og temja, en um- hverfið egnir og æsir, svo að illt er að standa í gegn. Klám myndirnar eru áfcaflega stór þáttur í þess-u. Svo hefst innri barátta hjá mörgum: Það er efcki rétt, en ég geri það samt. Enginn má vita það, enginn má sjá það, allt í pukri, ekfci í dagsbirtu-nni. Æskan e-r tími sj-álfstjórnar og undirbúnings, en hún verður fyrir ni/irgum tími undanlátssemi og nautna; já, sumir eiga enga æsfcu af þessu-m sök-u-m. Samt eiga þeir að taka á sig ábyrgð í þjóðfé- laginu, en þeir eru illa undir það búnir, af því að það sem átti að b-yggja upp, var veikl- að og skaddað. Styifcjum það, se-m eflir mann inn. Hjiáipum æskunni. Reyn- um að stöðva skolp-strauminn, sem látinn er heita „list“, en g-erir óendanlegan skaða." Nauðungaruppboð Húseignin Stuðlaberg, Kolbeinsgata 18, í Vopna- fjarðarkauptúni, verður seld á nauðungaruppboði, sem fram fer á eigninni sjálfri miðvikudaginn 4. des. 1968, kl. 10,30. Uppboð þetta var áður auglýst í Lögbirtingablaði, sjá 53. tölublað 1968. Sýslumaður Norður-Múlasýslu, Seyðisfirði, 19. nóv. 1968 Erlendur Björnsson. SANDVIK SNJÓNAGLAR r L_ Á hjólbörSum negldum með SANDVIK snjónöglum getið þér ekið með öryggi á hál- um vegum. SANDVIK pípusnjónaglar fyrir jeppa, vörubíla og lang- ferðabíla taka öðrum snjó- nöglum fram. Gúmmivinnusfofan h/f Skipholti 35 — Sími 31055 — Reykjavík. A VlDAVANGI Tvískinningur umskiptingsins Aldrei hefur >a2 verið greinilegra en nú, hvers Ron- ar skrípi og umskiptingur Al- þýðuflokurinn er orðinn í ís- lenzkum stjórnmálum. Það kom meðal annars glögglega í Ijós í útvarpsumræðunum frá Alþingi um vantraust á ríkisstjórnina. Ræða formanns flokksins, Gylfa Þ. Gíslasonár, viðskiptamálaráðherra, var með slíkum endemum, hvað boðskáp, málflutning og rök- vísi snerti, að hún hefur valdið almennri hneykslan manna. Enda mun nú vera svo komið, að enginn maður tekur lengur mark á orði, sem þessi maður segir, ekki einu siuni hans nánustu í Alþýðuflokknum. Alþýðuflokkurinn hefur ver ið að reyna að leika það hlut- verk í stjórnarsamvinnunni við íhaldið að hann væri góði flokkurinn í ríkisstjórninni en Sjálfstæðisflokurinn hinn illi. ÖU góðu málin, sem fram kæmust væru Alþýðuflokksins, en það illa væri frá íhaldinu komið. Það skal játað, að þessi áróður Alþýðuflokksins, sem er allra flokka heilastur í stjórnarsamstarfi að eigin sögn, hefur tekizt furðu vel, þrátt fyrir þá staðreynd, að hvergi standa málin verr í þjóðfélaginu en á þeim svið- um, þar sem ráðherrar Alþýðu flokksins eiga um að sýsla og hafa forystu. Með þessum áróðri hefur Alþýðuflokknum líka tekizt að fá æði marga af óánægðum Sjálfstæðismönnum 'til að mótmæla gerðum ríkis- stjórnarinnar með því að kjósa Alþýðuflokinn og ganga í hann. En mennirnir móta flokk ana og Alþýðuflokuiinn ber nú ljótar menjar þessarai þró unar og mönnum er farið að vera tamt að kalla Alþýðu- flokkinn litla íhaldið. Það hefði þótt saga til næsta bæj- ar, þegar aðalvígorð Alþýðu floklcsins var: Allt er betra en íhaldið. Fyrst samþykkt -v síðan mótmælt Enn heldur þó þrátt fyrir allt, nokkur hópur, sem reynd ar fer stöðugt minnk- andi, tryggð við „flokk alþýð- unnar“ í verkalýðshreyfing- unni. Hvergi er þó tvískinning ur þessa stjórnmálaumskipt- ings meiri en í verkalýðshreyf ingunni. Þar eru menn í mörg um reifum. Greiða atkvæði með gengisfellingu og kjara skerðingu í flokksráði Alþýðu flokksins, en svo mótmæla þeir hinir sömu því sama í verkalýðshreyfingunni. Þar eru menn í mörgum reifum. Greiða atkvæði með gengisfellingu í flokksráði Alþýðuflokksins, en svo mótmæla þeir hinir sömu því sama í verkalýðshreyfing- unni og á mannamótum og fá lof í lófa fyrir. Þessi tvískinn- ungur kom greinilega fram í út varpsumræðunum, þegar einn af þingmönnum flokksins reyndi að bera kápuna á háð- um öxlum með því að segja, að eiginlega hefðu þingmenn Alþýðuflokksins verið á móti þeim aðgerðum, sem gerðar voru, þeir hefðu viljað fara aðrar leiðir og betri leiðir, en þeir hefðu bara efcki fengið að ráða. Þar ætlaði þingmaðurinn Franuhald á 1S. sfðu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.