Tíminn - 28.11.1968, Qupperneq 7

Tíminn - 28.11.1968, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 28. nóvember 1968. TIMINN 7 Volkswagen 411. arra fyrirtækja hafa komizt að raun rnn að kaupendur bif- reiða í álíka háum verðflokki og VW 411 er krefjast eins margra hestafla og mögulegt er, og að bifreið sú sem þeir kaupa, minni á sportbíl. Það nægir að nefna Opel Commo- dore og svipaðar gerðir af Ford. Var það ekki skyssa að hafa VW 411 með aðeins 68 hestafla vél? Lotz: Þið megið ekki að- greina VW 411 frá öðrum Volkswagen-bílum. Þeir kostir, sem við leggjum áherzlu á að bifreiðar okkar séu gæddir, eru að þær endist lengi, séu traust ar og góðar í endursölu. Og á þessu ári sem fyrr höfum við sífellt verið að vinna á í samkeppninni við hliðstæða bíla einmitt vegna þessara meg inreglna. Sp.: Okkur virðist vafasamt, að þessar meginreglur ykkar reynist haldgóðar hvað snertir þá kaupendur sem þið erum nú að reyna að laða að. Kraftmikl ar vélar eru nú ekki lengur í öllum tilfellum endingarlitlar. Væntanlegir kaupendur þessar ar bifreiðar geta einnig vaiið úr bflum, sem eru greinilega kraftmeiri, eins og t.d. Fiat 125 (90 hestöfl) og NSU (90 hest- öfl). Lotz: Kaupendurnir munu skera úr um þetta eins og ávallt fyrr. Verksmiðjur okkar verða að framleiða 7400 bif- reiðir á dag. Við erum þemrar skoðunar að kaupendurnir muni einnig kunna að meta 411 gerð ina. ★ Sp.: Hyggið þér á brevtingar innan fyrirtækisins? Lotz: Nei, við munum halda áfram að vinna að umbótum á hinum algengasta Volkswag- en. Auk þess munum við vinna skipulegt að því að finna hvaða nýjungar eiga sér framtíð á bifreiðamarkaðinum. ★ Sp.: Hinar mörgu þýzku bif- reiðaeigendur eiga með hverj- um deginum í harðari sam- keppni við erlenda keppinauta á innanlandsmarkaðinum. Og á utanlandsmarkaði berjast þær einnig hver um sig æ erfið ari baráttu við sömu keppi- nauta. Ef haft er í huga að á þessu eina ári munu Volks- wagen-verksmiðjurnar selja 500.000 bfla í Bandaríkjunum, sem er miklu meira magn bíla en þær selja í Þýzkalandi, gef- ur auga leið, að þeim stendur sérstök ógn af samkeppni er- lendra bifreiðaverksmiðja. Lotz: Auðvitað er töluverð áhætta samfara eins roikilli út flutningsverzlun og þeirri sem verksmiðjur okkar eiga við Bandaríkin. En Volkswagen-bif reiðar hafa áunnið sér óvenju fastan sess í Bandaríkjunum. Sp.: Það mun koma í ljós, hve fastur sá sess er þegar keppinautar ykkar í Detrait koma með Ford Delta á mark- aðinn, en sá bíll hefur ver- ið ytfirlýstur keppinautur Volkswagen. Óttist þér þá sam keppni? Lotz: Bandarísk bifreiðafyi'ir tæki hafa gert svipaða tilraun áður en hún misheppnaðist. En samt sem áður horfumst við í augu við hugsanlega hættu. Sp.: Og hvernig ætlið þið að bregðast við? Lotz: Þessum aðgerðum Banda ríkjamanna er stefnt gegn öll- um þeim innflutningsfyrirtækj um, sem á þessu ári flytja sam tals milljón bíla til Bandaríkj- anna. Sp.: Þið flytjið helming þessa bifreiðafjölda til Bandaríkj- anna og ykkur stafaði aúk þess sérstök hætta af því ef keppi- nautur Volkswagenbílanna, Ford Delta yrði vinsæll. Lotz: Við getum einungis brugðizt þannig við, að halda áfram að betrumbæta bifreiðir okkar frá tæknilegu sjónar- miði. Þær eru í mjög miklu áliti hjá Bandaríkjamönnum, sem traustir og seljanlegir bíl- ar og því viljum við halda. Þá er verðið einnig mjög hagstætt á okkar bílum. Við erum eigin- lega vongóðir um að geta hald ið markaðinum. Sp.: Óttizt þið etoki sam- keppni Japana með sínar Toy- ota og Datsun-bifreiðir á Banda ríkjamarkaði? (Bifreiðaútflutn ingur Japana til Bandaríkjanna nemur um 2000 bifreiðum á dag). Lotz: Við verðum vissulega Volkswagenbifreiðum skipað upp fyrir Bandaríkjamarkað. að taka samkeppni þeirra mjög alvarlega. Sp.: Vegna þess að bifreiðir beirra eru svo ódýrar? Lotz: Já, af því að þær eru seldar á lágu verði, en það or- sakast af efnahagsmálastefnu japönsku ríkisstjórnarinnar. — Japanir hafa verndað innan- landsmarkaðinn með tollum og sköttum og geta því selt bif- reiðar sínar þar ó tiltölulega lágu verði. Inufluttir bílar tu aðeins um 2% allrar bifreiða- sölu í Japan. Af þessum sökum geta Japanir síðan selt þá bfla sem þeir flytja út, aðeins 15% heildarframleiðslunnar við mjög vægu verði. Sp.: Á síðasta ári framleiddu Japanir 3,1 milljón bifreiðir, og tóku þar með sæti Þjóð- verja sem önnur hæsta þjóð heims hvað bifreiðaframleiðslu viðvíkur .... Lotz: . ... og þeir munu enn auka framleiðsluna. ★ Sp.: .Þið hafið lýst því yfir, að ykkur væri ljóst að kaup- endur vilja fá bifreiðar með kraftmeiri vélum nú en þeir hafa viljað fram að þessu, og að æskan hefði æ meiri áhrif á þær kröfur, sem gerðar eru til nýrra bílategunda. Munu Volkswagen- verksmiðjurnar framleiða sportbifreið eða breyta bifreiðum sínum í þá átt? Lotz: Þróunin mun verða í þá átt. Sp.: Fyrirrennari yðar, Nord- hoff, fyrrv. aðalforstjóri Volks wagen-verksmiðjanna, vann það kraftaverk að gera elztu bif- reiðategund í Þýzkalandi, gerða eftir 32 ára gamalli hugmynd, að mest selda bíl í heimi. Nú kemur það í yðar hlut að sjá um að þetta aldraða „skrið- dýr“ haldi vinsældum sínum rg hlaupi og hlaupi áfram á bíl vegum um allan heim. Finnst yður það ekki erfitt hlutskipti? Lotz: Ekki svo skelfilega. Og af eftirfarandi ástæðu. Það sem þér nefnið „aldrað skriðdýr'1 er nýtízku bifreið, sem við end urbætum stöðugt í öllum tækni legum atriðum og er betri í endursölu en aðrar bifreiðir, sem viðskiptavinum okkar bjóð ast. Sp.: Þið framleiðið 5000 „bjöllur" á dag .... Lotz: . . . . já, ég hef þá ánægju að staðfesta það . . . . Sp.: . . . . og „bjallan“ er grundvöllur fyrirtækisins. Þann ig eruð þið í svipaðri aðstöðu og Henry Ford I. fyrir nokkr- um áratugum, en hann var ekki ánægður að lokum. Lotz: Já, ég þekki söguna af módel T. Sp.: Við viljum samt gjarnan rifja hana upp, til þess að skíra málin betur: í átján ár framleiddi Henry Ford I. ein- göngu hið óforgengilega farar- tæki, sem hann nefndi módel T og einnig var kallað Pjátur Lísa (Tin Lizzy). En 1927, eftir að 15 milljónir slíkra bíla höfðu verið framleiddar, fann Lisa litla ekki lengur náð fyrir aug- um almennings, þótt hún væri orðin mjög fullkomin og betr- umbætt á allan hátt. Ford varð að loka i 9 mánuði. Þéi herra Lotz stjórnið fyrirtæki, sem hefur nú á 20 árum framleitt 11 milljónir „bjöllur" Lotz: Rétt er það, þetta er eitt af þeim vandamálum sem við verður að horfast í augu við, önnur eru hugsanleg geng isbreyting þýzka marksins, Bandaríkjamarkaðurinn, hinir ódýru bílar Japana. En herrar mínir, þér gleymið einu, þegar þér berið saman þessa dapur- Framnald a 12 síðu •••••••••••••••••••••• Kjarnfóður unnáð hér á landi Mjólkur Laugavegi 164 Sími 1 11 25 Símnefni: Mjólk félag Reykjavfkur Yflr 50 ára reynsla okkar í fóðurblöndun og fóðurverzlun tryggir góða vöru á samkeppnisfæru verði. ★ Valin hráefni. Ávallt nýmalað maísmjöl og annað fyrst flokks korn, flutt inn laust, malað í myllu okkar. ★ Prótíngjafi: Islenzkt fiskimjöl. Öllnauðsynleg bætiefni og snefilefni í réttum hlutföllum samkvæmt nýjustu þekkingu. ★ Mjöl eða kögglar að vild. Allt unnið í ný- tízku blöndunar- og kögglunarvélum. ★ í fóðurblöndum Mjólkurfélags Reykjavík- ur er um 30% kostnaðarverðs innlent efni og vinna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.