Tíminn - 18.12.1968, Side 3

Tíminn - 18.12.1968, Side 3
3 TIMINN FORUSTUKONUR í SAFNAÐARLÍFI Nú líður að jólum, en þá minnast menn fremur en ella kirkju og kristinnar trúar. Fjöldi fólks fer til kirkju í eina skiptið á árinu á jólunum, en vita minna um það starf, sem þar fer fram allt árið um kring. Að þessu sinni minnumst við jólahátíðarinnar með því að kynna að nokkru þá starfsemi og það félagslíf, sem er innan safnað- anna í Reykjavík. Hér á eftir birtast viðtöl við formenn kvenfélaganna í níu prestaköllum í boi;ginni, og segja þær frá starfi og áhuga- niálum félaga sinna. Það hefur verið sagt, að konur gengu að þeim verkefnum, sem þær á annað borð tækju sér fyrir hendur, með ein- stæðum dugnaði. Og eitt er víst að mörg þjóðþrifamál liér á landi væru skemmra á veg komin hefði starfs kvenna ekki notið við. Nægir þar að nefna slysavarnir og sjúkrahúsabyggingar. En konur hafa einnig átt sinn hlut } þeim glæsilegu kirkjubyggingum, sem eru risnar og eru að rísa í nýjum hverfum borgarinnar og raunar víðar um land. Mörg hinna yngri félaga hafa hafið starf sitt þegar engin kirkja og ekkert samkomuhús var í sóknum þeirra, og á kvenfélagið í hverri sókn, drjúgan þátt í því að bæta úr þeirri þörf. Aðrir söfnuðir standa á gömlum merg, og eiga sína kirkju, þar geta kvenfélögin sinnt öðrum verkefnum. Þau prýða kirkjur sínar góðum gripum og öll sinna þau ýmsum velferðar- og mannúðarmálum. Flestir þekkja til basara og kaffisöludaga kvenfélag- anna og ýmis konar þjónustu þeirra við aldrað fólk. En konurnar hafa einnig með sér blómlegt félagslíf. Þær standa fyrir fræðslu- og skemmtanastarfsemi sín á meðal og í sumum söfnuðum tíðkast fundir, þar sem þær koma saman og kenna og læra hver af annarri ýmsar hannyrðir og aðrar listir. Ef til vill geta viðtöl þau, er hér fara á eftir, orðið til þess að vekja athygli kvenna á félagslífi, sem fram fer í þeirra bæjarhluta og er þeim að mestu ókunnugt, og orðið til þess að þær fái áhuga á að koma á fundi, kynnast konunum og læra af þeim. En öll félögin bjóða nýjar konur hjartanlega vel- komnar í sinn hóp. Frú Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Kvenfél. Langholtssafnaðar, Félagslíf innan safnaðar- ins getur orðið upphafið að kynnum af kirkjunni — segir Ingibjörg Þórardóttir, form. Kvenfélags Langholtssafnaðar Við Sóllieima í Reykjavík stend ur falleg bygging með nýtízkuleg- um svip. Ókunnugum dettur ekki í hug, að hús þetta sé kirikja, en engu að síður er það samkomu- hús Langholtssafnaðar. Hér halda sóknarprestarnir tveir, séra Áre- líus Níelsson og séra Sigurður Haukur Guðjónson, guðsþjónust- ur, en safnaðarheimilið er einn- ig notað til margvíslegrar starf- semi annarrar. Langholtssöfnuð- ur var stofnaður fyrir 16 árum, og var þá ákveðið, að byggja fyrst safnaðarheimili til uppbygg- ingar félagsstarfsemi og til þessi að efla meðvitund fólksins umj að það væri kirkjusókn. Bygging laðalkiirkjunnar var látin bíða I betri tíma. Væntanlega verbur I bráðlega hafizt handa um þær framkvæmdir, og er vonazt til, að kirkjan verði risin af grunni inn-. an fárra ára. Ástæðan fyrir fyrr- nefndri ákvörðun safnaðarins var sú, að hann áleit að í nútíma- þjóðfélagi yrði kirkjustarfið að vera mjög víðtækt og byggjast að töluverðu leyti á félagsstarfsemi, kirkjan yrði að laga sig eftir breyttum þjóðfélagsaðstæðum. All mörg félög starfa innan safnað- arins, svo safnaðarheimilið hefur komið að góðum notum síðan það reis af grunni. Eitt þeirra félaga, sem starfa í sókninni er Kvenfélag Langholts safnaðar, og er formaður þess önnur prestsfrilin, Ingibjörg Þórð ardóttir. Við hittum hana að heim ili hennar, sem er skammt frá kirkjunni, og segir hún okkur, að Kvenfélagið starfi einkum að fjár öflun og líknarmálum. — Rúmlega 200 konur eru í fé- laginu og koma að meðaltali 50— 60 á fundi, en þeir eru haldn- ir einu sinni í mánuði, segir Ingi þjörg. Við vinnum fyrst og fremst að því að safna fé til kirkju byggingarinnar og vonumst til að geta afhent sóknarnefndinni 1 milljón króna, þegar framkvæmd ir hefjast. Við höfum áður gefið fjárupphæð til byggingarinnar, allt í eldhús heimilisins, altaris- klæði, messuklæði. húsgögn í sam komusal, o. fl. — Hverjar eru helztu fjáröfl- unarleiðir ykkar? — Á hverju ári höfum við bas- ar, kaffisölu og merkjasölu, þá eru alltaf einhverjar tekjur af kaffisölu og happdrætti á fund- um o.þ.h. Basarinn er fyrir jólin, og hittumst við vikulega á fimrntu dagskvöldum tvo síðustu mánuð- ina á undan og vionum saman að mununum. — Þið hafið komið á fót mynd- arlegri þjónustu við aldraða í sókninni. — Já, einu sinni i viku er fót- snyrting fyrir aldrað fólk. Kost- ar hún 50 kr. og auk snyrtisér- fræðingsins er alltaf ein okkar viðstödd og ber fram kaffisopa til hressingar Aðstaða er prýði- leg til þessarar starfsemi, því sér- stök fótsnyrtistofa hefur verið út- búin í kjallara safnaðarheimilis- ins. Á næstunni verður öldruðum konum gefinn kostur é að fá hár- greiðslu á okkar vegum einn dag í vfku, og þá nöfum við mikinn áhuga á að kojma því á, að opið hús veröi í heimilinu fyrir aldr- aða ákveðna daga. en fra-m til þessa höfum við haft slíkt kaffi- kvöld einu sinni á vetri. Á hverju sumri efna Bræðrafé- lagið og Kvenfélagið í samein- ingu til skemmtiferðar fyrir rosk- ið fólk í sókninni. Leigubflstjór- ar frá Bæjarleiðum hafa verið svo elskulegir að aka okkur í þá ferð í bílum sínum. Þá sendum við öldruðum og fjölskyldum, sem átt hafa í fjár- hagserfiðleikum, jólaglaðning. — En hvað er að segja af fé- laginu að öðru leyti? Á fundum er rætt um starf- ið, en einnig reynum við alltaf að hafa eitthvað til skemmtunar, ýmist kvikmyndasýningu, upplest ur eða söng. Við höfum kór í fé- laginu, og hann syngur venjulega á afmælisfundinum, sem er í marz þá er einnig leikinn leikþáttur. Við setjum metnað okkar í að annast öll skemmtlatriði sjálfar. Þá hafa verið sýndar blómaskreyt ingar og smurt brauð og fenginn húsmæðrakennari til að kenna vinnuhagræðingu. — Undanfarna þrjá vetur höf- um við fengið kennara og haldið námskeið 1 framsögn. Og núna eft ir áramótin byrjum við með nám- skeið, þar sem kennt verður fönd- ur, tauþrykk o.þ.h., verður það einu sinni í viku. — Eru margar ungar konur í félaginu? — Nei, það er það sem vantar, að ungu konurnar komi. Þá væri sjálfsagt að efna til fræðslu um uppeldismál og heimilishald. Sam starfið hjá þeim konum, sem í félaginu eru, hefur verið mjög ánægjulegt, en engu að síður er félagið öllum konum opið og mundum við fagna því, að fleiri ungar konur gengu í það. — Konurnar geta mikið gert, ef þær eru ekki feimnar að koma fram. Það er oft, að við vitum ekki, hvar hæfileikarnir eru. Fyr- ir nokkrum árum tókum við upp þá nýbreytni á fundum, að prófa hve mörg skáld væru í félaginu. Skiluðu konurnar nafnlausum vís um og bárust oft margar vísur. Kom í ljós, að við áttum mörg sfcáld innan félagsins. — Einn liður i félagslífinu er, að við höfum ásamt Bræðrafélagi safnaðarins staðið fyrir samkom- um annað hvort sunnudagskvöld. Tilgangurinn með þeim er sá, að fólkið kynnist, og kynnist starfi kirkjunnar. En þessar samkomur geta oft orðið upphafið að rau'n- verulegum kynnum fólks af kirkj- unni. Hafa þær orðið mjög vin- sælar og stundum komið 200 manns, þegar flest hefur verið. Þá höfum við einnig tekið þátt í því, ásamt Bræðrafélaginu, að æfa og leika helgileiki, sem flutt- ir hafa verið á aðventukvöldum. I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.