Tíminn - 18.12.1968, Page 8

Tíminn - 18.12.1968, Page 8
8 TIMINN Málefni aldraöra eru aðkallandi — segir Þóra Einarsdótfir, form. kvenfélags Hallgrímskirkju. Frú Þóra Einarsdóttir, formaður Kvenfélags Hallgrímssóknar. Fyrir nðfckrum dögum var lok- ð við að steypa turn Hallgríms- cirkju, svo þessi mikla bygging lefur aú náð fullri hæð að frá- ;öldum krossi, sem á að vera efst í turninum. Menn geta því farið að gera sér hugmynd um, hvern »vip kirkjan muni setja á um- jverfi sitt í framtíðinni. Nyrðri urnálman var fullger'ð fyrir um tri síðan, og vænkaðist þá íagur Hallgrímssafnaðar mjög, ívað húsnæðismál snertir. Þar er íllstór samkomusalur og lítið eld- rús, en annar samkomusalur og 'ullkomið eldhús verða í suður- ilmu kirkjunnar. Mikið er þó enn iunnið, en ætlunin er, að kirkju- smíðinni verði lokið árið 1974 á 300 ára dánarafmæli Hallgríms Péturssonar og 1100 ára afmæli fslandsbyggðar. Forystumenn Hallgrímssafnaðar og stjórnar- völd líta svo á, að Hallgrímskirkja sé ekki aðeins safnaðarkirkja, heldur einnig landskirkja, helguð- minningu séra Hallgríms Péturs- ' sonar. Kvenfélag Hallgrlmskirkju var , stofnað 1942 og er formaður þéss nú önnur prestsfrúin, Þóra Einars dóttir. — Félagið var mjög fjölmennt i fyrstu, segir frú Þóra í viðtali við Tímann. — En 'eftir að söfn- uðunum í Reyfcjavík íjölgaði og kvenfélög voru stofnuð þar, fækk aði félagskonum nokkuð, þó eru enn margar konur utan sóknar- innar í félaginu, enda lftum við svo á, að Hallgrímskirkja sé ekki aðeins okkar safnáðarkirkja, held ur eign alls landsins. Eru nú rúm lega 200 konur í félaginu. — Hluitverfc félagsins ,er að styðja lífcnarstarfsemi og kristni í landinu og búa kirkjuna að inn- an. En þörf félagsins og safnað- arins fyrir húsnæði hefur verið svo brýn, að félagið hefur einnig lagt eftir mætti í bygginguna sjálfa. Starfsemi okkar hefur að miklu leyti miðazt við fjáröflun, við 'höfum keypt skrúða, orgel og fleira til kirkjunnar, og nú síðast borð og stóla í félagsheim- ilið. í fyrra efndum við til happ- drættis og var fólk almennt mjög samhuga um að kaupa miða. Ár- angurinn af því var sá, að við gáfum 200.000 kr. til byggingar- innar og erum að kaupa píanó í félagsheimilið Hallgrímskirkja hefur vakið miklar deilur, en mér virðist, að skoðanir manna á henni séu nú mikið að breytast, og eru þeir margir, sem hafa á- huga á byggingu hennar. Þegar kirkjan verður fullgerð, má bú- ast við, að þar verði hinn ákjós- anlegasti staður til flutnings kirkjutónlistar, en aðrar kirkjur borgarinnar rúma ekki lerigur það fjölmenni, sem stundum sækir slíka tónleika. —- Þangað til í fyrra hefur starf semi .félagsins verið erfiðleikum bundin vegna húsnæðisskorts. Við héldum fundi í Iðnskólanum og voru allir ráðamenn þar okkur af- skaplega hjálplegir. — í fjáröflunarskyni 'höfum við efnt til basara, kaffisölu og merkjasölu og stumdum haldið hlutaveltu. f gamla daga höfðum við tvisv- ar útiskemmtun í Hljómskálagarð inum. Við höfðum fcaffisölu í tjaldi og seldum merki, happ- drættismiða og til skemmtumar voru ræður, söngur, dans og ýmis- legt fleira. Þetta var mjög skemmtilegt, en þessi tími kem- ur vitaskuld ekki aftur. Þess má getá, að allir skemmtikraftar gáfu sína vinnu. — Af annarri félagsstarfsemi er það að segja, að fundir eru einu sinni í mánuði, og reynum við að hafa þá me'ð eins miklum menningarblæ og hægt er. Mál fé- lagsins eru tekin fyrir, en okkur finnst félagslífið ekki mega vera aðeins vinna og höfum alltaf eitt- hvað á dagskrá, uppiestur eða söng, eða eitthvert fræðsluefni. Hefur listafólk og ýmsir aðrir verið mjög greiðviknir við okkur í þessu efni, og er ég mjög þakk- lát fyrir það. — Þá gefst öldruðu fólki kost- ur á fótsnyrtingu í norðurálmu kirkjunnar einu sinni í viku á félagsins vegum, og er sú starf- semi nýlega hafin. Einu sinni á ári höfum við kvöldsamsæti fyrir eldra fólfc. Einnig höfum við sam- þykkt á fundi, að stofna sjóð til byggingar elliheimilis fyrir sókn- ina. Aldrað fólk er orðið mjög fjölmennt í söfnuðinum, og mál- efni þess er það verkefni innan safnaðarins, sem mest er aðkall- andi. — Konurnar í félagiau hafa unnið mikið og gott starf, enda næst ekfci árangur nema með miklum áhuga og vinnu. En öll félög þurfa endumýjunar við, og það væri fagnaðarefni áð fá fleir5 ungar konur til starfa í félaginu. Frú Laufey Eiríksdóttir, formaður Kvenfélags Háteigssóknar. Eitt aðalyerkefnið að prýða kirkjuna — segir Laufey Eiríksdóttir, form. kvenfélags Háteigskirkju. Háteigsprestakall var stofnað 1952* og hefur séra Jón Þorvarðar- son verið prestur þar frá upphafi. Árið 1963 hafði sóknarbörcium fjölgað og var það þá gert að tví- menningsprestafcalli og um leið stækkað nokkuð, og tók annar prestur til viðbótar til starfa um áramótin 1963—‘64, séra Arn- grímur Jónsson. í meira en ára- tug voru guðsþjónustur haldnar í Sjómannaskólanum, og þar fór einnig fram öll félagsstarfsemi safnaðarins. Þegar til byggingar- framkvæmda kom, var það sam- dóma álit allra virkra sóknar- barna að byggja fyrst kirkju, en láta safnaðarheimili heldur bíða betri tíma. Og fyrir þremur árum var Háteigskirfcja vígð, hið feg- ursta hús, sem sómir sér vel i sínu umhverfi. Almenn ánægja er ríkjandi meðal safnaðarins, að nú skuli guðsþjónustur og aðrar kirkjuathafnir fara fram i eigin kirkju. Kvenfélag Háteigssóknar var stofnað 1953, jg hefur eiginkona séra Jóns, frú Laufev Eiríksdótt- ir, verið formaður þess alla tíð : síðan. ' — Aðalstarf félagsins hefur ver ið að vinna fyrir Háteigskirkju, segir frú Laufey í viðtali við Tím- ann. — Það hefur verið verkefni ofckar að prýða kirkjuna. Við höf- um gefið til hennar ýmsa gripi, svo sem altarisklæði, hökla, kaleik og silfurkönnu. Einnig höfum við látið setja upp hátalarakerfi í kirkjunni. Þegar kömið var að síðasta áfanga kirkjunnar, lögð- um við fram hálfa milljón króna til greiðslu kostnaðar við befcki og varð það vissulega til að flýta rnjög fyrir því, að hennj yrði lok- ið. — Helztu fjáröflunarleiðir okk ar hafa verið bazar, kaffisala, sala jólakorta og minningarspjalda. Nú í ár efndum við til happdrættis, og seldust allir miðarnir, og er- um við mjög þakklátar söfnuðin- um fyrir, bve vel var tekið á móti okkur. Af ágóðanum af happdrætt inu hafa 100.000 kr. verið lagðar í orgelsjóð, en ætlunin er að kaupa nýtt og vandað orgel í kirkjuna, en til bráðabirgða höf- um við lítið en gott pípuorgel. — Kvenfélagsfundina hlöldum við í borðsal Sjómannaskólans, en kaffisölu höfum við haldið í samkomuhúsinu Lídó síðustu ár- in. Við vonumst til a'ð geta gefið öldruðu fólki í sókninni kost á fótaaðgerðum mjög bráðlega, en slíka þjónustu höfum við ekki haf- ið fyrr, vegna skorts á húsnæði - í sófcninni sjálfri. En við höfum góðar vonir um, að úr því rætist fljótlega. — Það hefur raunar veri'ð gerð teikning af safnaðarheimili, sem rxsa á norðan við kirkjuna, en bygging þess verður sjálfsagt ekki hafin að sinni. Én þegar það hús verður komið, gjörbreytist eðlilega öll aðstaða til félagsstarfsemi inn an safnaðarins. — Fyrir allmörgum árum gaf Kvenfélagið kirkjunni fermingar kyrtla og vinna félagskonur mik- ið starf fyrir hverja fermingu að annast um þá og máta á ferm- ingarbörnin. Félagið hefur starfað að mann- úðargtörfum, t.d. er vistmönnum úr Háteigssókn á Elliheimilinu Grund gefinn jólaglaðningur og seinni árin einnig fólki úr sókn- inni, sem dvelur á Hrafnistu. — Fundir í félaginu eru mán- aðarlega, fyrsta þriðjudag hvers mánaðar og eru mjög vel sóttir. Framhald á 4. síðn. '

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.