Tíminn - 28.12.1968, Blaðsíða 5
Götuslagurinn á
Þorláksmessu.
Þ. H. skrifar:
JMótaiælaganga ungkomma á
Þor'láksmossu var léleg aug-
lýsing fyrir samtök þeirra. Að
sama skapi var hún einrng lé-
leg auglýsing fyrir lögregluna
okkar. Það er eins og hlaupi
einhver fítonsandi í lögreglu-
menn, þegar ungkommar efna
tii fundahalda og f-ara í mót
mælagöngur. Jafnvel rólegir og
dagfarsprúðir menn í stétt lög
reglumanna fá kraftaæði við
þessi tækifæri og beita kylfun
um óspart, svo óspart, að sak
la-asir vegfarendur verða einnig
fjsrir barðinu á þeim.
Að sjálfsögðu á lögreglan úr
vöndu að ráða. En hafi það
verið ætlun hennar að stöðva
göngu ungkomma til að koma
í veg fyrir tafir í umferðinni á
Þorláksmessu, þá höfðu aðgerð
ir hennar þveröfug áhrif. Sann
leikurinn er sá, áð vegna að-
gerða lögreglunnar tafðist um-
ferðin í miðbænum í heila
klukkustund, en ósennilegt er.
að verulegar tafir hefðu orðið
hefðu kommamir fengið að
trítla um göturnar. Þeir voru
ekki fLeiri en 60—70.
Að sjálfsögðu á hvorki að
líða ungkommum né neinum
öðrum að efna til óspekta. Og
áform ungkomma að ganga
upp Bankastræti á þessum anna
tíma er hrein ósvífni og ögrun.
En er ekki lögreglan að hella
olíu á eldinn með aðgerðum
sínum? Hún býr til bergrisa úr
dvergi. Spá mín er sú, að nú
muni ungkommar færast í auk
ana og nota hvert tækifæri til
að efna til „óspekta". Og á
meðan horfa landsmenn undr-
andi á þetta persónulega stríð
á milii lögregluliðs borgartan-
ar og ungkomma og vita ekki
hvað þeir eiga að halda.
Eitt er víst. Yfirmenn lög
reglunnar þurfa að leggja höf
uðið í bleyti og hafa hugfast,
að kraftatilbm’ðir eru ekki allt
af vænlegasta leiðin til að
koma í veg fyrir „óspektir"
eins og urðu á Þorláksmessu,
þve--t á móti eru þeir oft upp
hafið að þeim.‘
Stöðvunarskyldu-
merki strax á hættu-
legustu gatnamótin.
„Ökuþór“ hefur sent Land-
fara nokkrar línur út af um-
ferðarslysi, sem varð á gatna-
mótum Kringlumýrarbrautar
og Háleitisbrautar um jólin:
„Árekstrar og slys á gatna-
mótum Kringlumýrarbrautar
og Háaleitisbrautar eru orðin
svo tíð, að fyllsta ástæða er
fyrir Umferðarnefnd og lög-
regluna að gera einhverjar
raunhæfar ráðstafanir til að
draga úr þeim. Ekki er mér
kunnugt um, hvort ráðgert er
að setja upp umferðarljós á
þessum hættulegu gatnamót-
um, en sennilega verður það
ekki gert í bráð. Hins vegar er
furðulegt, að ekki skuli vera
stöðvunarskylda beggja megin
á Háaleitisbrautinni, þar sem
ekið er inn á Kringlumýrarbraut
ina, fyrst Kringlumýrarbrautin
er aðalbraut. Eins og nú er hátt
að, eru stöðvunarskyldumerki
vestan megin, en aðeins bið-
skyldumerki austan megin.
Hvers vegna er verið að tví-
nóna með að setja stöðvunar-
skyldumerki austan megin? Það
er ekki nokkur vafi, að það
myndi auka öryggið, þrátt fyrir
þá staðreynd, að ökumenn virða
ekki alltaf sem skyldi umferðar
merki. Slysið, sem varð á þess
um gatnamótum núna um jólin
ætti að ýta undir það, að stöðv
■'naiökyldumerki verði sett taf
arlaust upp austan megin á
gatnamótunum, en slysið varð
með þeim hætti, að bifreið,
sem ekið var vestur Háaleitis-
braut, og bifreið, sem ók suð-
ur Kringlumýrarbraut, rákust
á með þeim afleiðingum, að
tvær konur slösuðust. Óvíst er,
hvort þetta slys hefði orðið,
hefði stöðvunarskyldumerki ver
ið.“
Spurningakeppni í
afturför.
G.S. kom með þetta bréf til
okkar snemma í gærmorgun og
lagði áherzlu á að það yrði
ekki dregið að birta það.
„Annan jóladag 1968 —
„Ég og mitt fólk urðum
fyrir miklum vonbrigðum í
kvöld er við horfðum og hlust-
uðum á spurningaþáttinn nýja
í sjónvarpinu, „Fjölskyldurnar“.
Við höfðum hlakkað til þess
að fá að spreyta okkur á spurn
ingunum með keppendunum.
Beyndar höfðum við furðað
okkur á því í allt haust og það,
sem af er vetrar, hvers vegna
ekki kom neinn slíkur þáttur í
dagskrána. Spumingaþátturinn,
sem var í fyrra, var vinsælasta
sjónvarpsefnið í minni fjöl-
skyldu, jafnt hjá krökkunum
sem hjónunum. Það var þann
ig haldið á málum þar að ekki
var síður eitthvað fyrir hina
yngri að glíma við en okkur
eldri og maður hafði á tilfinn-
ingunni, að spurningakeppnin
fælist ekki sízt í því að við
sem sátum heima við tækin vær
um á undan þeim, sem sátu^ í
spennunni í sjónvarpssal. Ég
sagði spennunru vegna þess að
þátturinn í fyrra var mjög
spennandi og mikill hraði í hon
um bæði í myndatökunni og
skiptingunum og spurningunum.
Stjórnandi þáttarins var rögg
samur og fórst þetta vel úr
hendi og við töldum eiginlega
víst að honum yrði falið að
standa fyrir bessu áfram. Út
af fyrir sig er þó ekkert út á
nýja stjórnandann að setja.
Hann er viðkunnanlegur í veð-
urfréttunum En spurningaþátt
ur verður að hafa spennu og
hraða — ekki sízt í sjónvarpi —
Og eftir að búið er að koma fólki
svo vel á bragðið að þessu
leyti eins og i fyrra verður það
enn átakanlegra en ella, þegar
svo illa er farið með formið
eins og gert var í sjónvarpinu í
kvöld. Þetta nýja snið með
fjölskyldurnar er reyndar á-
gætt, ef rétt væri á haldið. En
Skrifstofu- eða iðnaðarhúsnæði tii leigu
Höfum til leigu nú þegar að Suðurlandsbraut 6, hentugt
skrifstofuhúsnæði, sem einnig kæmi til greina fyrir léttan
hreinlegan iðnað.
Húsnæðið er á annari hæð, um 90 m2 að flatarmáli.
Nánari upplýsingar fúslega veittar.
<2X'i4£é£o4véía/t h..£
Sími 3-85-40
spumingarnar voru ekki nógu
smellnar, það vantaði hraðann
og spenningurinn var enginn.
Maður vissi ekki einu sinni,
hvernig leikar stóðu frá spurn-
ingu til spurningar. Margra mín.
skemmtiatr'ði, heill sönglaga-
flokkur og upplestrar langir
eiga ekki heima í slíkum spurn
ingaþætti. Það, sem ég held að
stjórnandi þáttarins hafi verið
að reyna að gera er það að
gera þáttinn að skenimtiþætti og
þetta með spurningakeppnina
hafi því orðið hreint yfirskyn.
Svokallaður dómari þáttarins
var líka allt oí mikið áberandi.
Dómari grípur ekki inn í leik,
nema ástæða sé til. Hann hélt
uppi sífelldum ræðuhöldum og
upplestrum •
Þetta eru abendingar, sem
settar eru fram í vinsemd og ég
vil koma á framfæri strax og
þessi þáttur er mér ferskur í
minni og vonbrigði mín sárust,
því ég tel víst að stjórnandi
þáttarins sé iektan til við að
undirbúa næsta þátt.
Ég gerði það að gamni mínu
til að prófa, hvort okkar heim-
ili hefði á síðustu mánuðum,
eða frá því síðasti spurn-
ingaþáttur og þar til nú, breytzt
úr þakklátri, glaðri fjölskyldu
í önuglynt vanþakklátt fólk, er
vildi helzt stunda óþarfa ónot,
að ég hringdi í mág minn og
systur að loknum þættinum í
kvöld og spurði um þeirra á-
lit. Við höfðum í fyrra oft
skipzt á fjölskylduboðum, þegar
spurningakeppnin var í sjón-
varpinu og þá tók allur hópur
inn þátt í leiknum af lífi og
sál. Viðbrögðin á því heimi'li
voru þau nákvæmlega sömu og
í minni fiölskyldu eftir þennan
þátt. Við erum ekki að hnýta
í hann Guðmund Jónsson eða
Róbert og Guðbjörgu, en er
ekki hægt að leyfa þeim að
njóta sfa í einhverjum öðrum
þáttum, þar sem þau eru betur
við hæfi? Mér finnst nefnilega
hálf illa farið með listamenn
ina að setja þá inn í þátt, sem
fólk vi'll hafa hraða og spennu
í. Fólk nýtur ekki þess, sem
fram er borið, þegar það er orð
ið hálf óánægt yfir misheppn-
uðum þætti.
P. s. Það er skiljanlegt að
þessar rúmlega fertugu frúr
vildu hafa Magnús Bjarnfreðs-
son á svipuðu reki og þær sjálf
ar. Þetta er sagt Magnúsi til
hughreystingar en hann er að
mínu viti einhver allra bezti
sjónvarpsmaðurinn.“
Leifs-orðan.
Með vel heppnaðri mánaferð
þremenninganna bandarísku er
að befjast nýtt tímabil í sögu
könnunar í heiminum, mikið
stórkostlegra en nokkuð annað
slíkt íímabil í liðinni sögu
mannkynsins. Þetta verður þó
ekki til þess að kasta skugga á
afrek landkönnuða á borð við
Leif heppna, Kolumbus, Mag
el'lan, Amundsen og Peary.
Vegna bess afreks Leifs
heppna að finna Vesturálfuna.
sem nú er orðin svo iíkleg til
frekari afreka í hnattakönnun.
mættum við íslendingar minn
ast þess sérstaklega. að Leifur
heppni var fslendingur og ein-
hver mesti afreksmaður þjóð
arinnar.
fslendingar ættu að nota það
tækifæri sem nú er að skap
ast til að gera veg Leifs heppna
sem eftirminmlegastan. Þeir
eiga að koma á Leifs-orðunni,
sem einungis er veitt fyrir frá
bær afrek í geimkönnun. Þeir
þrír menn. sem nú hafa lokið
hringferð um tunglið eiga að
vera hinir fyrstu til að hljóta
Leifs-orðuna Fleiri munu svo
koma á eftir. sem vegna af- 1
reka sinna hljóta að fá hina |
íslenzku orðu. ■
5
Tunglför
— vísindaafrek
Tunglför bandarísku her-
mannanna tókst vel. Heimurinn
hefur fylgzt gjörla með þessu
merkilega ferðalagi og ciesa
hafa dáðst að hinni ótrútegu
vísindalegu nákvæmni. Þetta er
mikið afrek. Sennilega stærsta
vísindaafrek, sem unnið hefur
verið. En fyrirtækið kostaði
mikið fé. Bandaríkjastjórn ætl-
ar líka áreiðanlega að notfæra
sér það vel til að auka hróður
hins bandaríska þjóðfélags.
Þetta mun því vera talin góð
fjárfesting.
Rómverskir keisarar vörðu
miklu fé til ýmissa leika til
að auka hróður sinn og vin-
sældir meðal lýðsins. Gladiator
arnir gegndu þá mikilvægu
hlutverki og keisarar Rómaveld
is héldu þeim dýrlegar veizlur.
Geimfararnir eru gladiatorar
stórvelda okkar, Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna. Gladíatorar
nútímans sitja líka dýrlegar
veizlur með höfðingjum, rúss-
neskir í Kreml, amerískir f
Washington.
Við fslendingar höfum farið
gálauslega með fé og nú súpum
við seyðið af því.
Stórveldin kenna okkur ekki
ráðdeild í meðferð fjármuna í
sambandi við hina hörðu sam
keppni um geiminn, sem er í
rauninni sálfræðilegt auglýs-
ingastríð á heimsmarkaði
margra fátækra og smárra
þjóða. Keppnin er um það,
hvort ríkisstjórnir hinna soltnu
muni heldur halda með Banda
ríkjamönnum eða Rússum á
næstu áratugum. Stærstu vanda
mál mannkynsins á næstu ára-
tugum verða hins vegar sultur,
of mikil mannf jölgun og breikk
andi Iífskjaramunur milli ríkra
þjóða og fátækra.
Boðskapur jólanna
náungakærleikur
Friðarhátíð var haldin á okk
ar hrjáðu jörð. Boðskapur henn
ar um náungakærleika var yfir
skyggður fréttum af tunglför-
inni. Okkur var sagt af sér-
fræðingi Ríkisútvarpsins, að
tunglförin gæfi friðarboðskap
jólanna aukið gildi, þökk sé
stórveldunum.
Enginn neitar því, að það
gæti svo sem eitthvað hafzt
upp úr þessum geimferðum
fyrir mannkynið í framtíðinni.
Þeir, sem ekki falla fram og
tilbiðja í hvert skipti, sem ann
að hvort stórveldið vinnur af-
rek í geimnum, eru minntir á
þetta og kallaðir afturhalds-
menn. Þá er ekki rætt um það,
hvað hafa hefði mátt upp úr
þessum gífurlegu fjármunum
fyrir mannkynið í heild í auk-
imii lífshamingju, í samræmi
við náungakærleikann til að
bæta mannlífið hér á jörðu
niðri. Á slíkt er ekki hlustað.
Þessi tunglför mun hafa kostað
meira fé en eytt hefur verið á
íslandi frá upphafi fslands-
byggðar. Fyrir þetta fé hefði
mátt breyta þúsundum fer-
kílómetra af eyðimörkum og
óræktarlandi í aldingarðinn
Eden, einmitt á þeim svæðum
heimsins, þar sem fólkið kvald
ist af næringarskorti og beið
hungurdauðans nú um jólahá-
tíðina.
Boðskapur jólanna ætti að
vera mönnum ofarlega í huga
Framhald á bls. 15