Tíminn - 28.12.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.12.1968, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 28. desember 1968. TÍMINN Útgefandh FRAMSÓKNARFLOKKURINN BYaimkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Lndriöi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnair: Tómas Karisson. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjóraarskriístofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- gieiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. AÖrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 150,00 á mán ínnanlands — f lausasölu kr, 10,00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. Seðlabankinn og atvinnuleysið Um áramótin koma til framkvæmda uppsagnir á starfsfólki hjá fjölmörgum fyrirtækjum. Eitthvað af þessu fólki verður ráðið aftur, en flest mun það bæt- ast í hóp atvinnuleysingjanna, sem fyrir er. Hópur atvinnuleysingja mun því fara ört stækkandi næstu vikurnar, ef ekkert verður að gert. Ekki verður því kennt um eftir gengisfellinguna, að kaupið sé of hátt. Kaupið er því ekki meginorsök þess, að fyrirtækin verða að draga saman seglin og segja upp starfsfólki. Aðalástæðan er skortur á lánsfé. Mörg fyrirtæki hafa búið við langvarandi lánsfjár- skort og veldur þar mestu sú stefna, sem Seðlabankinn hefur fylgt gagnvart viðskiptabönkunum. Glöggt dæmi um þá samdráttarstefnu, sem Seðlabankinn hefur fylgt gagnvart viðskiptabönkunum, er sú staðreynd, að í árs- lok 1959 skulduðu viðskiptabankarnir Seðlabankanum 960 millj. króna, en hinn 1. sept. síðastl. áttu þeir nær 100 millj. króna inneign þar. Raunar er þessi mismun- ur miklu meiri en framangreindar tölur gefa til kynna, því að krónan var svo miklu verðmeiri 1959 en nú. Vegna framangreindrar samdráttarstefnu Seðla- bankans, hefur viðskiptabönkunum gengið miklu verr seinustu árin en áður, að veita fyrirtækjunum fullnægj- andi þjónustu, en þó hefur þetta versnað um allan helm- ing við gengisfellinguna seinustu, sökum þess hve stór- felld hún var. Hún hefur ekki aðeins stórrýrt gildi sparifjárins, sem viðskiptabankarnir hafa til umráða, heldur jafnhliða stóraukið lánsfjárþörf fyrirtækjanna. Samt bólar ekkert á breyttri stefnu hjá Seðlabank- anum. Ríkisstjórnin lætur líta svo út, að þetta sé sök bankastjóra Seðlabankans. Það er hreinn tilbúningur. Stjórnarflokkamir hafa tilnefnt meirihluta bankastjór- anna úr sínum hópi, Alþýðuflokkurinn Jóhannes Nordal og Sjálfstæðisflokkurinn Davíð Ólafsson. Ríkisstjórnin á líka að móta stefnu bankans. Það, sem ræður hér mestu, er viljaleysi hjá ríkisstjórninni sjálfri. íhaldssamir hagfræðingar segja, að þá fyrst sé komið heilbrigt fjármálaástand, þegar 3—4% vinnu- færs fólks sé atvinnulaust. Þá sé hægt að ráða við al- þýðusamtökin og halda þeim í úlfakreppu. Ekki er ann- að sjáanlegt en þetta sé nú stefna þeirra, sem ráða Seðlabankanum. Hnattkönnun Þróunarsaga mannsins er orðin löng. Hún er vörð- uð einstæðum afrekum, sem í senn hafa breytt lífshátt- um og lífsviðhorfum þeirra kynslóða, sem vitni urðu að afrekunum. Eitt slíkt heimssögulegt afrek hefur verið leyst af hendi á undanförnum dögum. Þremur Banda- ríkjamönnum hefur tekizt geimferð til tunglsins. Þeir lentu síðan heilu og höldnu í gær. Gífurleg vísindaleg þekking og fjármagn liggur að baki þessum einstæða árangri. Aldrei hefur maðurinn náð eins langt í þrot- lausri könnun sinni, allt frá því að hann ýtti fyrstu veik- burða fleytum sínum á flot, og hóf með því forsöguna a<? könnun sinnar eigin jarðar. Ekki eru nema nokkrir tugir ára síðan þeirri könnun lauk að fullu. Nú hefur maðurinn hafið hnattakönnun sína, ákveðinn að sigla himininn eins og höfin áður. saases-uea; ERLENT YFIRLIT Þing S. Þ. vill að Bretar hætti stjórn Gibraltar næsta haust Margar Afríku- og Asíuþjóðir vildu ekki skipta sér af „hvítu" máli. I EITT sérkennilegasta dagskrár málið á nýloknu allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna var deila Breta og Spánverja um Gíbralt ar. Spánverjar hófu fyrir nokkr um árum að gera tilkall til Gíbraltar og byggðu þá kröfu fyrst og fremst á landfræðileg- um röksemdum. Bretar buðust strax til að leggja máli'ð undir úrskurð alþjóðadómstólsins í Haag og er cfalaust, að úr- skurður hans, sem hefði byggzt á hefðarréttinum, myndi hafa gengið Bretum í vil. Spánverjar höfnuðu þvl þcirri leið og fóru svipaða leið og margar nýlendu þjóðir hafa áður gert, þ. e. að snúa sér beint til allsherjar- þingsins og þeirra sérnefnda þess, sem fjaila um nýlendu- mál. Sóknin á þeim vettvangi er fyrst og fremst byggð á hinum siðferðilega retti, sem oft er annar en lagalegi rétturinn, sem í mörgum tilfellum er úreltur, einkum þó á sviði alþjóðamála. Þessvegna hafa nýlenduþjóðir undantekningalaust ekki skotið deilum sínum við nýlenduveldin til alþjóðadómstólsins, heldur snúið sér til allsherjarþingsins og stofnana þess. AÐ TILHLLTAN Spánverja hóf hin sérstaka nýlendunefnd að ræða Gíbraltarmálið fyrir fimm árum, e.i allsherjarþingið tók það fyrst til meðferðar haustið 1965. Þá samþykkti það ályktun, bar sam skoráð var á Bretland og Spán að hefja við ræður um að aflétta nýlendu ástandi í Gíbraltar. Svipuð ályktun var samþykkt á alls- herjarþinginu 1966. Viðræður Spánverja og Breta báru ekki árangur, og kenndi hvor öðrum um. Bretar gripu svo til þess ráðs að láta fara fram þjóðar atkvæðagreiðsiu í Gíbraltar 10. september 1967 íbúar Gíbralt ar voru þá taldir 25,184, en all margir þeirra voru skráðir er- lendir ríkisborgarar. Þeir fengu ekki að greiða atkvæði. Alls voru 12.762 á kjörskrá. Af þeim greiddu 12.138 atkvæði með því, að Gíbraliar héldi áfram tengslum við Bretland, en fengi heimaistjórn, en 44 greiddu atkvæði með því, að Gíbraltar sameinaðist Spáni. Bretar töldu sig því hafa storka aðstöðu, þeg ar málið kom til umræðu á allsherjarþingiiiu 1967. Niður staðan var samt sú, að sam- þykkt var, að atkvæðagreiðslan samrýmdist eáki fyrri ályktun um allsherjarþingsins, sem hefðu hljóðað um beinar við- ræður Spánvevja og Breta. og því bæri þessum þjóðum að hefja cafarlaust viðræður um að aflétta nvlenduástandi í Gíbraltar, en tryggja bó iafn- hliða rétt íbuanna. Samkvæmt þessari ályktun fóru fram við- ræður milli Bveta og Spánverja í Madrid í marzmánuði s.l. en þær báru engan árangur, því að hvor uro ->.g túlkaði tillög una með sinum hætti. SPÁNVERJAR ákváðu því að reyna að fá ótviræðari til- Gíbraltar. lögu samþykkta á allsherjar- þinginu 1968 Þeir áttu þar hauka í horm þar sem voru Suður-Ameríkumenn og Arabar. Hinir fyrmefndu fylgja Spán verjunum vegna sögulegra tengsla, en hinar síðarnefndu vegna þess, að Spánverjar hafa mjög reynt að vingast vi'S þá á síðari árum, m. a. vegna Gíbraltarmálsins. Allsnemma a allsher.iarþing- inu nú, fluttu nokkrar Suður- Ameríkuþjóðir og Arabaríki tillögu, þar sem skorað var á Breta að afiétta nýlenduástandi í Gíbráltar íkki síðar en 1. október 1969 og hefja samn- inga við Spánverja á þeim grundvelli. Tillaga þessi fékk mjög dræmar undirtektir hjá Afríku- og Asíuþjóðunum, þeg ar Arabar eru undanskildir Fulltrúar þeina töldu þetta „hvítt“ deilumál, þ.e. hér væri á ferðinni gamalt deilumál Evrópuþjóða, sem litlu skipti fyrir þjóðir Afríku og Asíu og bezt væri að lofa þeim hvítu að glíma við sjálla. Spánverjar reyndu mjög U1 að fá stuðning þessara þjóða og var m.a. rætt um allskonar dreytingar á til- lögunni. Sú var þó niðurstaðan, að hún var ‘ekin óbreytt til meðferðar í lýlendumálanefnd allsherjarþingsins (4. nefndj seinasta starfsdag hennar eftir að búið var eð fresta málinu hvað eftir annaó. Úrslit atkvæða greiðslunnar urðu þau, að tillag an var samþykkt með 66:18 at- kvæðum, en 31 sátu hjá, en 11 voru fjarverandi. Meðal ríkja, sem sátu hjá, voru Noregur Finnland, tsland, Holland, Belgía og fjölmörg Afríku og Asíuríki, m.a. Indland. Ríkin sem greiddu ■’.tkvæði með til- lögunni, voru fyrst og fremst Suður-Ameríkuríkin, Araba- ríkin og kommúnistaríkin. Með al ríkja, sem greiddu atkvæði gegn tillögunni, vofu Svíþjóð og Danmörk. RÖK Brer.d fvrir afstöðu þeirra voru höfuðatriðum þessi: Ef hér er aðeins um landamæradeilu að ’-æða. á alþjóðadómstóiiinn að skera úr. Sé hér hinsvegar um nýlendu mál að ,-æða á nýlenduveldið að afsala vöiaum í hendur í- búanna og oeir eiga að hafa sjálfdæmi um framtíð sina. Það eru Bretar reiðubúnir til að gera. Bretar fylgja hér því alveg reglu sjálfsákvörðunar- réttarins, sem nýlenduþjóðirn ar hafa byggt rétt sinn á. Rök Spánverja voru hins- vegar þessi: Ldndfræðilega til- heyrir Gíbraltar Spáni. Regla sjálfsákvörðuuarréttarins á hér ekki við, því að Gíbraltarbúar eru ekki bjó'ð í venjulegum skilningi. Hér er um að ræða fólk, sem flutt hefur að úr öll um áttum til ?ð fá atvinnu við herstöð. Slíku fólki er ekki hægt að veita sama rétt og frum byggjum, eða tólki, sem hefur numið land með eðiilegum hætti. Myndu Bretar t. d. sætta sig við. ef einnver erlend þjóð hefði hernumið einhvern skaga á Bretlandi jg flutt þangað landshornafólk að þessi skagi yrði undir erlendri stjórn um aldur og ævi? BRETAR hafa lýst yíir því, að þeir muni hafa ályktun alls herjarþingsins að engu. en alls herjarþingið samþykkti áður- nefnda ályktur. fjórðu nefndar með svipuðum atkvæðahlutföll um og orðið .öfðu í nefndinni Lagalega er Bretum heldur ekki skylt að framfylgja álykt un þingsins. Annars er Bret- um það ekki s.íkt áhugamái og áður að halda Gíbraltar því að hernaðarleg þýðing skagans er orðin lítil. Spanverjum er þa'ð hinsvegar mikið metnaðarmái að endurheimia Gíbraltar. sem hefur lengstum íotið öðrum fyrst Márum frá 711—1462 og síðan Bretum írá 1704 Aðeins á árunum 1462 — 1704 hefur Gíbraltar lotið spánskri stjórn. Það spillir áreiðanlega fyrir kröfu Spánveria nú, að ekki þykir fýsilegt að færa Gíbraltar búa undir spánska stjórn me'ðan einræðisstjórn fer með völd á Spáni Spánavstjórn lofar að vjsu að veita Gíbvaltarbúum margsvísleg re’tindi, en slíkum loforðum er letrið með varúð Margt bendu 'il ið Spánven ar eigi eftir ao sækja þelt.a mál af auknu icappi og að endalokin verði bau, að Bretar láti á ein hvern hátt u..dan, þótt ekki sé það líklegt að sinni. 0)1 g**

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.