Tíminn - 03.01.1969, Page 5

Tíminn - 03.01.1969, Page 5
FÖSTUDÆGUR 3. janúar 1969. TIMINN 5 I SPEGLITIMANS Fyrir nokkrum dögum birt- um við 'hér mynd af Maj-Britt Patterson frá Lynköping í Sví- þjóð, en hún fæddi barn, og lækaar lýstu því þá yfir, að hún myndi fæða annað barn, tvíburaibróður eða systur hins fyrra, fimmtíu dögum síðar. ■ Það bam er nú fætt, og sést á meðfylgjandi mynd. Barnið sem fyrr fæddist var stúlka og vóg við fæðingu 970 grömm, en aúna 1360 grömm. Bróðir hennar vóg 2150 grömm þegar hann fæddist. Það mun ekki hafa gerzt áður, að tviburar sem fæðast méð svo löngu millibili hafi lifað fæðinguna af. Varaforsetinn í Suður-Viet nam, Nguyen Cao Ky sést hér ásamt konu sinni og þriggja ára gamalli dóttur þeirra. Fjöl skyldan dvelur nú öll í París i tilefni af friðarviðræðunum. Nýlega tók nýtt leikhús til starfa í París. Leikhús þetta þykir einstaklega merkilega byggt, það sameinar bæði gamla og nýja tízku í bygg- ingarlist. Að utan er það byggt í stíl Napóleons III. ea að inn- an nýtur nútíma byggingalist sín fullkomlega. Litirnir eru einkar þægilegir, og þau eitt- þúsund sæti sem í sjálfum sýn ingarsalnum eru, þykja með þeim allra þægilegustu sem þekkjast. Sviðið er mjög opið fyrir áhorfendum, hvorki eia angrað með hljómsveitargryfju né hinum venjulegu „þrem veggjum". Myndin var cekin um miðjan desember og þau munu hafa verið á skemmtigöngu í Bois de Boulogne snemma morg- uns áður en Ky settist við hið marg umrædda samningaborð. Sviðið er sjötíu fet á breidd, og þvx er skipt niður í fjöru- tíu og fimm palla, og hvern pall er hægt að reisa upp um sex fet, með því að þrýsta á hnapp. Þá er einnig hægt að breyta sviðsmyndinni fyrir á- horfeadum, þannig að hún sýn ir þrjár víddir. Öllum ljósabún aði stjórnar rafmagnsheili sem hefur rafmagns minni, hann ræður yfir tvö þúsund ljósgeisl um, sem hann getur beint á tvö hundi-uð bletti á sviðiau. Þá fylgir leikhúsinu einnig æfingasalur, sem einnig - hefur svið jafnstóii; áðalsviðinu. f leibhúsinu er einnig fata- geymsla, sem er útbúin með einhverjum sjálfvirkni útbún- aði, þannig að allur kápuslag- ur ætti að vera úr sögunni. Og að sjálfsögðu er þarna einnig veitingasalur. Við opnun leikhússins var sýnt verkið „Sex persónur leita höfundar" eftir Piran- dello og fljótlega verður Shake speare-leikrit frumsýnt. Á hverju síðdegi kl. hálf sjö, gefst leikhúsgestum kostur á áð hlýða á söng Juliettu Greco í eina klst. Þá gefst leikhúsgestum einn ig kostur á að panta sér veit- ingar í sæti sín i salnum, Frökkum til mikillar ánægju, þá eru frammistöðu stúlkur all ar ungar og glæsilegar, en ekki gamlar og geðvondar, eias og mjög hefur að undanförnu ver ið kvartað yfir í frönskum leik húsum. ★ Fx'éttir frá París herma, að glæpir, framdir með ofbeldi hafi aukizt mjög á síðastliðn- um árum. Árið 1967 hafði tala glæpa hækkað um sjötíu og átta af hundraði miðað við ár- ið 1966. Og árið 1968 hafi þessi tala eun vaxið um sextíu af hundraði. Lögreglustióri Parísar- borgar telur ástæðurnar fyrir þessu vera vaxandi fjölda af glæpaflokkum unglinga, og einnig, að lögreglulið borgar- innar hefur ekki vaxið eða eflzt í réttu nlutfalli við íbúa- tölu stórborgai'innar. Franska kvennablaðið | „Elle“ hefur náð miklum vin- i sældum í Vestur-Evrópu. Það er gefið út á frönsku í Brussel það er’ þýtt og gefið út á þýzku og einnig spænsku. Bráð lega mun blaðið einnig hefja göngu sína í Austur-Evrópu. í mai'z næstkomaadi mun verða hafin útgáfa þess í Júgóslavíu. Blaðið mun verða þýtt á serbn esku og króatísku, og bæði prentað með serbnesku letri og latnesku letri fyrir Slóv- ena. ★ Fáir pop-listamenn njóta jafnmikillar virðingar og mót- mælasöngvarinn frægi Bob Dyl an .Bob hefur tekizt á hendur að vera eins konar syngjandi samvizka þúsunda manna urn allan heim. Hann tréður upp með gítarinn sinn um öxl og syngur lög sem hann hefur að öllu leyti samið sjálfur. Haan gerir ekkert til þess að aug- lýsa sjálfan sig, t.d. hefur ekki verið haft við hann blaðavið- tal í fjögur ár, enda ku mað- urinn vera einkar þögull. Sam- | tals hafa verið höfð við hann tvö viðtöl, annað við tímai'itið Playboy og hitt við lítið tíma- rit, sem fáir lesa, en það nefn- ist Sing Out. Bob Dylan hefur sagt að það valdi sér ekki telj- andi erfiðleikum að semja lög og texta og syngja síðan fyrir ókunnugt fólk: „Maður gerir allt, ef það er atvinna". Hann segir að mestu máli skipti að vera ánægður með aðra, þá sé maður einnig ánægður með sjálfan sig. Dylan var eitt sinn spurður um sfstöðu sína til stúdentapólitíkurinnar, svo nefadu, og hann sagði, að vissu lega héldi hann með stúdent- unum, þeir væru menn fram- tíðarinnar og í framtíðinni myndu þeir ráða veröldinui, en hann sagði að þeir þyrftu ekki að berjast eða beita of- beldi, því þeir gætu látið sér nægja að bíða eftir framtíð- inni. A VlÐAVANGI Skúli Guðmundsson, alþingls maður, sendir eftirfarandi ára- mótauppgjör: „Á fyrstu stjóraarárum sín- um létu Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn þinglið sitt samþykkja lög um að leggja sérstakan skatt á bændur, og skyldi liann renna til stofnlána deildar í Búnaðai'bankanum. Skatturinn var fyrst lagður á árið 1963. Um nýliðin áramóí var hann orðinn samtals 76 mill jónir 956 þús. kr. Ef reiknaðir hefðu verið 9% vextir af þessu fé, en þeir vextir era nú gi-eiddir af bankainnstæð um, sem standa óhreyfðar a.m.k. í eitt ár, væri heildarupphæð skattsins með vöxtum orðin yf- ir 92 millj. kro.ia. Það er illt fyrir bændur, eins og fleiri að búa við óhæfa rík isstjórn.“ Hestur úti í á. f áramótaávarpi forsætisráð herra til þjóðarinnar réttlætti hann þrásetu ríkisstjóraar simi ar gegnum þykkt og þunnt, og þótt yfir skylli hvað eftir amiað með þeirri röksemd, að enginn maður skipti um hest úti \ miðri á. Líklega mundi ýmsum vatna mönnum þykja þetta skrítin rök semd, og ærin munu þess dæm in, að menn hafi einmitt skipt um hest úti í miði-i á og fyrii það náð landi. Að streitast við að sitja eins og ríkisstjórain ger ir, þótt færleikurinn sé löngu þi-otinn að kröftum, er voðimi sjálfur. Að skipta um hest — jafnvel úti í miðri á — er fanga ráð. Að sitja og sitja meðan hest inum förlast sund eða fótaburð ur er uppgjöf, sem hætt er við að endi á sama veg og segir í viðiagi spænsks öndvegiskvæðis: „Mannlaus stendur hestur úti í á“. Svo getxxr farið fyrir úrræða litlum fei'ðamönnum í stjórn málum, þótt ekki sé í bókstafleg um skilningi orðanna. Slík uppgjafarstefna er dap urlegur nýársboðskapur til þjóð arinnar, því að hún spáir ekki giftu um för stjórnvizkunnar yf ir þá á, sem framundan er — árið 1969. Hverf bendir reynslan? f áramótaleiðara Morgunblaðs ins segir m. a. . „Árið 1968 hefur verið ár mikilla áfalla efnahagslega, en þjóðin hefur snúizt gegn þeim vanda, sem vlð hefur verið að etja og gert ráðstafanir, sem nægja til að rétta skjótt við þjóðarhag, ef hyggilega verður á málum haldið á komandi árl.“ Þetta er hughreysting, en skynsamlegt af Mbl. að hafa fyrirvarann um hyggindin með. Fyrir rúmu ár: voru einnig „gerðar ráðstafanlr“ sams kon ar og nú, og fullyrti Mbl. þá einnig, að þær mundu „rétta skjótt við þjóðarhag". Nú hefur reynslan talað f stað þess að rétta við, urðu bær ráðstafanir Iíkastar skriðu, sem hleypt var á efnahagslífið, og það hran hélt áifram með sívaxandi hraða allt árið, bar til gera vaið nýja gengisfellingu og enn stærri í'úrnum ellefu mánuðum síðar. Og nú er aftur fullyrt í Mbl. að þær „nægi til að rétta SKJÓTT við þjóðarhag". inn þarf víst að efast um að „hyggindin“ eru með í för. En þau voru líka talin með í fyrra, og þó fó sem fór. „Fljótt, flýótt, sagði fuglinn" heitir nýútkomin bók.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.