Tíminn - 07.01.1969, Síða 2

Tíminn - 07.01.1969, Síða 2
2 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 7. janúar 19G9. o?'\ 1-3//0 tk FtKiKÍ u/ *» >--frttfOt'IO* Rekís á siglingaleiöunum OÓ-Reykj avík, mánudag. Rekís er nú farinn að sjást frá landi, og er sums staðar kominn á siglingarleiðir. fsröndin er enn nokkuð langt frá landi og er tæp- ast hætta á að sigling teppist fyr- ir Norðurlandi fyrst um sinn. Norðanátt hefur verið undan- farna sólarhringa, en hefur nú lægt mikið og má heita að logn sé á Norðvesturlandi, en stinn- ingskaldi fyrir austan. Síðari hluta dags sáust nokkrir stakir jakar á siglingarleið fr'á Hornbjargsvita. Siglfirðingur til- kynnti kl. 15 að jakar væru komnir á siglingaleið norður af Siglufirði. Frá Sjg'lunesi sást ís við Hafsbrún. í gærkvöldi rak smáísspöng hjá Grímsey til suð- LANDBÚNAÐURINN Framhald al bls. 1 ástands í vor, kom í ljós, að af þeim bændum sem höfðu aflað minna en 80% venjulegs heyforða, vantaði 463 bændur 20% á venju- legan heyforða, og þar af vantaði 196 bændur meira en 40% á venju legan heyforða. Alls vantaði þessa 463 bændur um 100 þúsund hey- hesta. í fyrsta skipti var gert út til heyskapar í fjarlægar sýslur. Harðærisnefndin gerði tillögur um tvennskonar _ aðstoð við illa stadda bændur. í fyrsta lagi að veittur yrði styrkur úr Bjargráða- sjóði til heyflutninga til að bæta úr brýnustu fóðurþörf, og í öðru lagi að sveitarfélögum yrði gefinn kostur á lánum úr Bjargráðasjóði til að lána bændum er vantaði meira en 20—23% á venjulegan heyforða. Vax fallizt á báðar þess- ar tillögur nefndarinnar. Hefur Bjargráðasjóður þegar greitt yfir 4 milljónir í heyflutningastyrki, en mikið af styrkjum er ógreitt, en núna í ársbyrjun lánar Bjarg- ráðasjóður 15 milljónir til fóður- kaupa. Grænfóðuruppskera var með mesta móti árið 1968, sagði bún- aðarmálastjóri, en kornrækt ekki stunduð nema á fjórum stöðum í Rangárvallasýslu. Framleiddar vor alls 700 smálestir af gras- mjöli og 660 al heykögglum. Kartöfluuppskera var í meðal- lagi eða 55—60 þús. tonn. Á ár- inu seldi Sölufélag garðyrkju manna grænmeti fyrir 24 milljónir króna, sem er milljón minna en árið áður. Fyrstu ellefu mánuði ársins 1968 var innvegin mjólk til mjólkur- samlaga 95.467.809 kg eða 0,9% meira en á sama tíma 1967, en á móti þeirri aukningu kemur svo lélegur desembermánuður árið 1968, og verður ársinnlegg því lík lega svipað. Slátrað var 837.577 kindum í sláturhúsum, sem er 22.214 færra en árið áður. Meðal- fallþungi dilka á landinu reyndist 1968 vera 14,33 kg eða 200 grömm um meiri en árið áður. Endanlegar tölur liggja ekki fyr ir um ræktunarframkvæmdir á nýliðnu ári. Árið 1968 námu A-lán úr Stofnlánadeild landbúnaðarins, þ.e. til útihúsabygginga, ræktun- ar, dráttarvéla, vinnslustöðva land búnaðarius og vinnuvéla rúmum 108 millj., sem er 2,7 milljónum lægra en árið áður, en B-lán úr Stofnlánadeildinni þ.e. til íbúðar- húsabygginga 28,5 millj. eða 5 millj. hærra en 1967. Úr veðdeild til jarðarkaupa voru veittar 7,6 millj. eða 1,2 millj. lægri en 1967. Mun minn'a var flutt inn af vél- um og verkfærum en árið 1967 eða 328 vélar á móti 450 árið áður og 400 færri en 1966. Þessu næst ræddi búnaðarmála- stjóri dr. Halldór Pálsson um hina velheppnuðu Landbúnaðarsýningu sem haldin var á árinu, og kvað hann að sýningin mundi hafa náð tilgangi sínum. í niðurlagi sínu ræddi svo bún- aðarmálastjóri um kjör bænda, Og sagði hann að margstaðfest væri að þeir væru tekju- lægsta stétt þjóðarinnar um ára- bil. Þá ræddi hann í niðurlaginu einnig um lánakjör landbúnaðarins og í því sambandi sagði hann að vegna gengistryggðra lána í Stofn lánadeild hefðu ýmsir aðilar inn- an landbúnaðarins tapað samtals 72 milljónum króna vegna gengis- fellingarinnar 1967 og 1968, en heildartap Stofnlánadeildarinnar hefðu numið 180 milljónum vegna gengisfellinganna. Að lokum ræddi búnaðarmála- , stjóri nokkuð um Áburðarsölu rík | isins, sem hann sagði að „Á ó- iheillastund í ársbyrjun 1962 var | þetta fyrirtæki sem lengi hafði starfað sem vel rekin v'nsæl ríkis stofnun, undir yfirstjórn landbún- aðarráðherra, færð með ráðherra- bréfi undir sömu stjórn og Áburð- arverksmiðja ríkisins h. f.“ Ræddi búnaðarmálastjóri síðan um starf- semi Áburðarsölunnar. í lokin sagði búnaðarmálastjóri „Gagnvart búskap á hinu nýbyrj- aða ári, vil ég mælast til þess við ibændur að fara að öllu hófsam- llega, reyna eftir mætti að spara í rekstrarvörur, stækka ekki búin | eða auka tilkostnað við þau nema einhlítt sé, að það gefi aukin nettó- hagnað og stilla allri fjárfestingu, sem þarf lánsfé til, í hóf.“ ! I Þ R O T T I R Fratnhald af bls. 12 Manch. City Id Luton 3d 1:0 Mansfield 3d Sheff. Utd. 2d 2:1 Middlesbro 2d - Milwall 2d 1:1 urs. Jakahrafl er á fjörum í Grímsey og ís er að sjá í norð- vestur. Meginísinn er langt frá landi og hefur ekki náigazt mikið und- anfarna sólai'hringa. Ef breytir um átt má búast við að íshraflið sem nú er á siglingaleiðum hverfi frá aftur. Ek'ki er hætta á að sigling teppist, en ef bátar sækja fiskinn djúpt fyrir norðan gæti ísinn hrakið báta af miðunum. í gær fór flugvél Landhelgis- gæzlunnar, TF-SIF, í ískönnunar- flug við Vestur- og Norðurland. ísbrúnin, 7-9/10, er nú um 73 sjm. NV af Látrabjargi og um 34 sjm. NV af Rit, og liggur síðan í um það bil 54 gráður réttvísandi út og N. frá landinu. ísbrúnin 4— 6/10 beygir meir austur á við, út af Kögri og liggur um 23 sjm. norðan við S'létt, og liggur þaðan á ská austur og út, frá landinu. Stór íseyja, um 45 sjm. löng og 6 sjm. breið, liggur frá 12 sjm. fiskveiðitakmörkunum, út af Hæla víkurbjargi, og vestur um, í boga, upp á Halann. ísrastir og eyjar teygja sig inn úr ísnum, í áttina að Horni. 10—25 sjm. breitt ísbelti, 1— 3/10, liggur innan við alla ís- röndina og er í um 20 sjm. fjar- lægð norður af Grímsey og smá íshrafl komið nálægt henni, bæði að austan og vestan. ísbelti þetta er um 30 sjm. N af Sléttu og gengur þar út í NA-læga stefnu frá landinu. Mikið krap og ís- myndun er enn, í sjónum, þegar komið er í hub. 60 sjm. fjarlægð NA af Langanesi. Newcastle ld • keading 3d 4:0 Oxford 2d - Southampt. ld 1:1 Portsmouth 2d Chesterf. 4d 3:0 Preston 2d - Not.h. Forest ld 3:0 S'heff. Wed. ld Leeds ld 1:1 Sunderland ld Fulham 2d 1:4 Swansea 4d - Halifax 4d 0:1 Svindon 3d - Sonthend 4d 0:2 Walsall 3d - Tottenham ld 0:1 Watford 3d - Port Vale 4d 2:0 West Brom ld • Norwich 2 d 3:0 West Ham ld - Sristol' City 2d 3:2 York 4d - Stoke ld 0:2 BRUNINN Á AKUREYRI Framhald ai Dis. i sútunardeild sútunarverksmiðj unnar. ENN VAR POMONA MÁLUÐ KJ-Reykjavík, mánudag. Málningarglaðir menn virð- ast hafa sérstaka unun af því að ata styttuna Pomonu, sem stendur í garði gömlu gróðrar- stöðvarinnar, málningu. Um helgina mátti sjá hvar ein- hverjir miður smekldegir ná- ungar höfðu sett rauða áber- andi klessu á Pomonu, og blasti bletturinn við vegfar- endum sem leið áttu um Hring brautina. Fyrir nokkrum árum síðan mátti sjá hvar búið var að mála „nærföt“ á Pomonu, og olli það almennri hneiksl- un ,að fara svona með eitt feg- ursta listaverkið í almennings- görðum borgarinnar. Nú hefur einhver þurft að sýna málara- sniili sína aftur á Pomonu, en til að sjá var varla hægt að segja að „verídð lofaði meist- arann". Þeir karímenn, sem unnu í sútunarverksmið.iunni og í skógerðinm, vinna nú við áð hreinsa til J brunarústunum, en konurnar, jem aðallega unnu í skóverksmiðjunni, eru að sjálfsögðu atvinnulausar. Þær munu vera milli 35 og 40 tals ins, en sumar þeirra hafa þó ekki unnið állan daginn. Samband ísienzkra samvinnu félaga mun Teggja höfuðáherzlu á að hefja uppbyggingu á Ak ureyri þegar í stað, og koma þannig í veg fyrir það með öllum hugsaniegum ráðum, að starfsfólk verksmiðjanna missi atvinnu sína. REYKJAVIKURGÖNGU- FÓLK lét ekki norðanbelj- andann á sig fá og gekk undir rauðum fánum, kröfu spjöldum fyrirfram ákveðna leið og áttu fáina- og spjald berar fullt ' fangi með að valda burði sínum í rokkvið unum. Að göngunni lokinni var haldinn fundur við Mið- bæjai'bai’naskólann. Það telst kannski til tíðinda að engin átök urðu milli göngu fólks og iögreglumanna, en að þessu sinni var gengið með umferðínni alla leiðina, en ekki móti henni eins og stundum áður hefur verið reynt með alkunnum afleið ingum. Lögreglumenn héldu sig álengdar í upphituðum bílum sínum og eldmóðurinn hitaði göngufólki og var engra slagsmála þörf. Mynd in er tekin er gangan hélt upp Njarðargötu. Tímamynd Gunnar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.