Tíminn - 07.01.1969, Side 5
ÞRIÐJIJÐAGUR 7. janúar 1969.
TIMINN
Hverjir eru
ekki sekir?
Miklu moldviðri hefur verið
þyrlað upp í sdmbandi við ungl
inga þá, er ekki alls fyrir
löngu struku úr Hegningarhús
inu við Skólavörðustíginn. Blöð
in full af rosafyrirsögnum og
myndir ekki sparaðar og meira
að segja kvikmyndatökumenn
sjónvarpsins létu ekki sitt eft
ir liggja til að auglýsa þessa
vesalinga. Það' er ekki látið
svona þegar þeir „stóru“ eiga í
-hlut, nei það er ekki sama hver
á í hlut. Auðvitað höfðu þessir
piltar í „Steimnum" brotið af
sér og það verulega sumir
hverjir því neitar enginn. En
svona takmarkalaus auglýsinga
starfsemi hún mun ekki bæta
þessa drengi, heldur alveg hið
gagnstæða. Flesta, ef ekki alla
af þessum piltum er alveg
örugglega hægt að bæta eða
hefði verið hægt, ef réttir að-
ilar hefðu fengið þá til með-
ferðar og nógu snemma hefði
verið tekið í taumana. Það eru
bæði mörg og erfið vandamál,
sem þessa menn og aðra líka
þjá og þess vegna þarf fólk
méð sérþekkingu á þeim til
þess áð árangur verði jákvæður
að sjálfsögðu verða alltaf til
menn og konur, sem leiðast út
í allskonar afbrot og ómennsku
hvað sem gert er af hálfu
ábyrgra aðila í þjóðfélaginu til
að koma í veg fyrir slíkt.
Þess vegna þarf samastað fyr;r
slík afbrigðileg tilfelli. Það
vantar vinnubúðir, ekki fang
elsi eins og þau gerast í
þrengstu mei’kingu þess orðs. í
þessum vinnubúðum þarf að
vera fullkomin aðstaða fyrir
allskonar vinnu þannig að þjóð
félagið fái eitíhvað út úr þeim
ólánsömu manneskjum, sem
dæmast til að eyða ævinni að
mestu eða öllu leyti á slíkum
stöðum og þá ekki sízt mundi
þetta gera þessu fólki lífið
bærilegra: Astandið í þessum
málum er orðið svo alvarlegt,
að ekki er öllu lengur hægt að
hafast ekkert að til úrbóta.
Þessu viðkvæma máli er að vísu
hreyft af og til af mörgum að-
ilum, en nú er nóg komið af
orðum nú þarf aðgerðir.
Þá er vert að hugleiða þá
spurningu, sem hlýtur að vakna
hjá manni, þegar maður les um
og heyrir íréi.tir af þessum sí-
auknu afbrotnm og þeim sí-
aukna fjölda, sem er viðriðinn
þau. Hvað er að ske, hvernig
ENGINE STARTING aUID
Start vökvi
Gangsetningarvökv? sem
auðveldar gangsetningu, einkum
í frostum og köldum vefirum.
SBNDUM GEGN PÓSTKRÖFU
UMLANDALLT'
SANDVIK
S N J Ó N AG LAR
Á hjólbörðum negldum með
SANDVIK snjónöglum getið
þér ekið með öryggi á hál-
um vegum.
SANDVIK pípusnjónaglar
fyrir jeppa, vörubíla og lang-
ferðabíla taka öðrum snjó-
nöglum fram.
Gúmmívlnnusfofan h/f
Skipholti 35 — Sími 31055 — Reykjavík.
stendur á þessu? Er þetta nokk
uð, sem er bara eðlilegt nú-
tímaþjóðfélagi, fyrirbæri sem
ekki verður feomið í veg fyrir?
Eða er hugsanlegt, að eitt-
hvað sé að í þjóðfélaginu í
heild? Jú, þvi miður, þá er
það svo, bannig er það alltaf,
þegar mikið er um afbrot og
ómennsku. Líium nú nokkuð á
þetta. Sjáið D'ð ráðherrana
okkar og gæðmga þeirra. Þeir
velta sér í auði og allsnægtum,
bruðlið, óstjornin og mikil-
mennskubrjálæðið í hegðun
þessara manna er engu lagi líkt
einna helzt finnst manni, að
þessir loddarar séu komnir
langt aftur í gráa forneskju þeg
ar það tíðkaðist og þótti sjálf
sagt, að forustumennirnir og
þeirra útvöldu lifðu trylltasta
munaðarlífi á meðan almúginn
hreinlega svait heilu hungri.
Að vísu sveltur almúginn ekki
hér enn, en bess verður ekki
langt að bíða, ef svona heldur
áfram og ekki verður tekið
fram fyrir hendurnar 1 á þess
um vesalmennum. Og hvernig
er nú það réttiæti, nei það orð
passar náttúrulega ekki, það
heitir ranglæti hvað annað gæti
það verið undir stjórn slíkra
manna, já, hvernig er það rang
læti, sem hér ríkir allsstaðar?
Tökum nokkur dæmi. Lítið á
skattskrána. Þar sjáið þið nöfn
afbrotamanna næstum á hverri
einustu blaðsiöu, eða eru það
ekki afbrot að greiða ekki það
sem manni ber af opinberum
gjöldum? Lítið á nokkrar stétt
ir manna, sem af bera í þess
ari iðju, tannlæknar, læknar.
lögfræðingar. Að maður tali
nú ekki um beildsala og kaup-
menn, það vita allir, að flestir
sem tilheyra þessum stéttum
hafa gífurlegar tekjur, en hvað
borga þeir til þjóðarbúsins?
Sj'áið sjálf.
Hvernig stendur á þessu him
inhrópandi ranglæti í skattamál
um okkar, hvaða blekkingar
og falsanir líðst þessum mörm-
um að viðhafa, því það hljóta
þeir að gera til þess að skýrslur
þeirra séu teknar trúanlegar.
Og fyrst svo er, þá er meira en
lítið að í skattalöggjöfinni
sjálfri. Og kannski það furðuleg
asta í samba-.idi við skatta eg
framtöl er það, þegar forstjór
ar og stjórnendur ríkisfyrir-
tækja greiða minni gjöld en ó-
breyttir stanfsmenn þeirra og
það meira að segja þeir í
lægstu launaflokkunum.
Svo er það söluskatturinn og
fyrirkomulag það, sem nú ríkir
méð innheimtu hans. Það vita
allir og viðurkenna flestir að
aðeins lítill hluti hans kemst
á leiðarenda. Þegar ráðið er,
eða skipað í ýmsar stöður hjá
hinu opinbera er fyrst og
fremst fariö eftir því, að við-
komandi sé nógu hundtryggur
þeim flokki eða flokkum er
með völdin fara. Minna máli
skiptir, hvort hlutaðeigandi
hafi hæfileika, getu og vilja til
að leysa verkið sem bezt. Það
er ekki þörf á að telja frekar
upp enda væn hægt að semja
stóra bók, óstjórnin ómennskan
svindlið og drykkjuskapurinn,
þetta hrópar til manns úr öllum
áttum. Er nokkuð undarlegt, að
unglingar, sem eru að vaxa upp
í slíku þjóöfélagi leiðist út í
ýmislegt misjafnt. Já, lesandi
góður, þetta er Ijót lýsing, en
hún er sönn. Svona er virkilega
komið fyrir okkur, það er til-
gangslaust að berja höfðinu við
steininn lengur, við verðum
að viðurkenna þetta og reyna
að gera stórátak á hinu nýbyrj
aða ári, koma reglu á hlutina
byrja nýtt Irf Tökum höndum
saman og reynum þetta, áöur
en það verður um seinan og
við verðum öli ofurseld þessum
tryllta dansi ki'ingum gullkálf
inn, sem nú er að verða að gló
andi ófreskju.
Guðjón V. Guðmundsson.
Loftpressur — gröfur
Tökum að okkur múrbrot og sprengingar og
einnig gröfur til leigu.
Vélaleiga Slmonar Símonarsonar,
simi 33544.
FRAMLEIÐENDUR:
.TIELSA, VESTUR-ÞÝZK
GÆÐAVARA OG
JÓN PÉTURSSON
HÚSGAGNA
FRAMLEIÐANDI
BlalalalálálálalalalalalalalalsIalslÉilala
ELDHUS-
01
01
löl
01
01
01
01
Ollalalalalalálálalalalalalala
^íKAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI
# STAÐLAÐAR
ELDHÚSINNRÉTTINGAR
ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI
OG ÖLL TÆKI FYLGJA
JfcHAGKVÆMIR
GREIÐSLUSKILMÁLAR
ODDUR HF.
UMBOÐS-
OG HEILDVERZLUN
KIRKJUHVOLI
SÍMI 21718 og 42137
FULLKOMIÐ SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOLI
ES
RæSa Bjarna
i áramótaræðu sinni til þjóð
arinnar sagði Bjarni Benedikts-
son forsætisráðherra, m.. a.:
„Þó má beíur ef duga skal.
Þess vegna var leitað eftir víð-
tæku stjórnmálasamstarfi um
lausn vandans. Það tókst því
miður ekki. í stað þess krefjast
sumir afsagnar stjórnarinnar. Á
meðan énginn veit, hvað við
tekur og fyrir hendi er meiri-
hluti Alþingis, sem fullnægir
þeirri ábyrgð, er á honum hvfl
ir, kemur slíkt ekki til greina.
Samreið margra yfir hættuleg
vatnsföll hefur ætíð þótt hyggi
leg, en ekki hitt að hafa hesta
skipti í miðri á, hvað þá að
reyna slíkt, ef enginn annar er
tiltækur. — Of mikið er í húfi
til, að metnaður manna í milli
megi ráða.“
Ekki leitað að vaði
Alþjóð veit, að þjóðstjóm var
ekki mynduð i sumar vegna þess
að stjórnarflokkarnir neituðu
algerlega að breyta um stefnu.
Þeir vildu haítía óbreyttri sömu
stefnu áfram. Þeirri stefnu, sem
leitt hefur tii ófarnaðar. Þeir
sáu ekkert úrræði, nema
enn eina gengislækkun, þá
fjórðu, og töku meiri eyðslu-
Iána á kostnað framtíðar. For-
sætisráðhenann vildi ekki sam
reið með stjórnarandstöðunni
yfir ána og leita með henni að
heppilegu vaði, þannig að sæmi
lega væri tryggt að yfir yrði
komizt með skaplegum hætti.
í stað þess lagði harni í straum
iðuna og fór á kaf með dróg-
inni í 4. gehgisfellingunni. „Sof
þú baldursbra, því mannlaus
stendur hestur út í á“.
Yfirlýsing Eggerts .
En mönnum komu í hug orð
sjávarútvegsm.ráðherranns, er
mælt voru nokkru áður, þar
sem hann sagði, að ríkisstjóm
in myndi segja af sér og efna
til kosninga, eí þjóðin tæki ektó
möglunarlaust við góðgerðum
ríkisstjómai-innar m. a. þvingun
arlögunum gfcgn sjómönnum.
Reyndar voru þessi orð mælt í
þeim tóni, eins og það væri sér
stök þjóðarógæfa, ef þessi rík
isstjórn segði af sér! Sannleik
urinn er sá, að bezta verk,
sem þessi ríkisstjóm getur nú
unnið þjóð sinni er að fara frá,
Því fyrr, því betra
Forsætisráðherrann ætti ein
mitt að leggja réttan skilning í
þau orð er hann mælti í ára-
mótaræðu sinni: „Enginn er
bættari þótt hann geti skaðað
annan eða náð sér niðri á hon-
um, ef hagur hans sjálfs verður
fyrirsjáanlega að sama skapi
lakari.“ — Lengri seta ríkis-
stjórnar hans skaðar þjóðina
stórlega, því að undir hennar
forustu veröur ekki sigrazt á
erfiðleikunum heldur haldið
lengra út í fenið. Og víst er
það, að afhroö Sjálfstæðisflokks
ins í næstu kosningum verður
því meira, seir bað dregst leng
ur að þessi dáðlausa og ráð-
lausa ríkisstjórn fari frá.
Erlingur Bertelsson
héraðsdómslögmaður.
Kirkjutorgx 6,
sími 1-55-45.